Morgunblaðið - 06.07.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.07.1968, Blaðsíða 18
18 MOHGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1&68 Pálmi Jónsson iyrrnm varðstjóri — Minning í DAG fer fram útför Pálma Jónssonar, aðalvarðstjóra í lög- regluliði Reykjavíkur, en hann andaðist eftir alllanga sjúkdóms- legu 30. júní sl. Með honum hverf ur af af sjónarsviðinu dugnaðar- maður og drengur góður, sem margir munu minnast með sökn- uði. Pálmi Jónsson var Skagfirð- ingur að ætt og uppruna, fædd- ur að Hrauni í Sléttuhlíð 3. des- ember árið 1900. í Skagafirði bjó hann fyrstu 25 ár ævi sinnar, en á þeim árum bundust þau tryggðabönd milli hans og sveit- arinnar, sem entust alla tíð. Leit- aði hann jafnan þangað, er hann átti þess kost frá dagsins önn, safnaði kröftum til nýrra átaka, en naut þess um leið að blanda geði við skagfirzka ætt- menn og vini á æskuslóðum. Á t Sonur okkar, Borgþór Jónsson andaðist á Heilsuhæli N.L.F.Í. í Hveragerði, 4. júlí. Sigriður Jónsdóttir, Jón Auðunsson, Urðarveg 28, Vestmannaeyjum. t Kristjana Jónsdóttir, andaðist að Hrafnistu föstu- daginn 5. júlL Systkin og systkinaböm. t Maðurinn minn, og faðir okkar, Guðjón J. Jónsson málari, Jaðarkbraut 39, Akranesi, lézt á Sjúkrahúsi Akraness 4. júlí. Anna Björnsdóttir og böm. t Maðurinn minn, Hinrik Einarsson Strandgötu 37B, Hafnarfirði, lézt 4. þ.m. Stefanía Einarsdóttir. t Móðir okkar Þuríður Ingibjörg Klemensdóttir Klöpp, Seltjaraaraesi, áður Hlöðversnesi, Vatns- leysuströnd, andaðisrt að Sjúkrahúsi Keflavíkur að- faranótt 5. þ. m. Börn hinnar látnu. yngri árum hafði Pálmi raunar hug á því að gerast bóndi í SkagafirðL Til þess að svo mætti verða þurfti hann að safna fjármunum til bústofnun- ar. Fjárhagsiega sjálfstæður vildi Pálmi verða. Þeirra erinda leitaði hann suður á land og réðst fyrst til Björns Konráðsson- ar að Vífilstöðum, en tveimur árum síðar gerðist hann ráðs- maður að Bessastöðum hjá Björgúlfi Ólafssyni lækni og rit- höfundi. Örlögin höguðu því á þann veg, að Pálmi Jónsson varð aldrei bóndL í ársbyrjun 1930 hóf hann starf í lögregluliði Reykjavikur eftir að hafa verið valinn til þess úr fjölmennurn hópi umsækjenda. Úr því starfi hvarf hann aldrei eftir það. Rng- inn vafi er á því, að Pálmi myndi hafa orðið bændastéttinni til sóma, ef hann hefði gerzt bóndL en hitt er jafn fullvíst að lög- reglunni varð það mikið happ, er hann ákvað að helga löggæzlu- málum alla starfskrafta sína. Pálmi Jónsson starfaði í lög- reglunni í Reykjavík í 28 ár við miklar vinsældir, jafnt yfir- manna sem undirmanna. Hann var farsæll í starfi, traustur, samvizkusamur og réttsýnn, fylginn sér þar sem það átti við, en mildur og skilningsgóður, er hann afgreiddi mál þeirra, sem hallloka höfðu farið í lífinu. Árið 1940 var Pálmi skipaður t Sonur okkar, Guðmundur Erlendur Hermannsson, er drukknaði 27. maí sl. verð- ur jarðsettur frá Hafnarfjarð- arkirkju mánudaginn 8. júlí n.k. kl. 2 e. h. — Blóm eru vinsamlegast afbeðin. Guðrún Ragnheiður Erlendsdóttir, Hermann Guðmundsson. t Útför, Einars Stefánssonar frá Möðrudal, er lézt að Hrafnistu 1. júlL fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 8. júli kl. 10.30 f. h. Aðstandendur. t Þökkum innilega öllum þeim sem veitt hafa hjálp og vin- áttu i veikindum okkar. Einn- ig þökkum við og alla samúð við jarðarför litlu dóttur okkar. Lára Jóhannesdóttir og Sumarliði Vilhjálmsson, Ferjubakka, Borgarhreppi. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðar- för móður okkau- og tengda- móður, Harriet Jónsson. Vagn E. Jónsson, Laufey Sigurkarlsdóttir, Úlf Jónsson, Vilborg Kolbeinsdóttir. lögregluvarðstjórL Kom brátt í ljós að hann var vel til forustu fallinn. Hafði hann einkar gott lag á því að örva menn sína til starfs og dáða, jafnframt því sem hann veitti þeim hæfilegt aðhald með föðurlegri umhyggju. Stjórnaði Pálmi einni af aðalvarð sveitum lögreglunnar allt til árs- ins 1958, er hann varð af heilsu- farsástæðum að hverfa frá næt- urvöktum, en frá þeim tíma og nær því til dauðadags vann hann við færzlu ökutækjaskrár lögreglustjóraembættisins af þeirri trúmennsku, sem ein- kenndi öll hans störf. Pálmi Jónsson var gæfumaður í einkalífi sínu. Hann var kvænt- ur góðri og mikilhæfri konu, Guðrúnu Jakohsdóttur frá Brunná í Dalasýslu. Lifðu þau í farsælu hjónabandi, þar til hún andaðist árið 1965. Þau hjónin áttu fallegt heimili þar sem kærleiksandi ríkti alla tíð. Ólu þau upp sem eigin börn væru tvö fósturbörn, Rannveigu, syst- urdóttur Pálma, sem gift er Ágústi Jónssyni læknL og Hörð Jóhannesson, lögregluþjón, bróð- urson Guðrúnar, en hann er kvæntur Jónínu ívarsdóttur frá Hofsósi. Á heimili þeirra Pálma og Guðrúnar þótti vinum og frændaliði gott að koma og dvelja. Við sem höfum átt langt sam- starf með Pálma Jónssyni geym- um um hann margar góðar minn- ingar. Sigurjón Sigurðsson. Hann lézt á Borgarspítalanum í Fossvogi, eftir um tæplega fjögra mánaða legu, þar. Pálmi var fæddur 3 des. 1900 að Hrauni í Sléttuhlið, Skaga- firði. Sonur hjónanna Rannveig- ar Bjamadóttur og Jóns Eyjólfs- sonar, sem þar bjuggu um nokk- urt árabil. Þau voru að sagt var dugnaðar manneskjur, en bjuggu við fátækt á harðbala- koti. Pálmi var að því að mér er tjáð, sem þetta ritar, skagfirzkur í móðurætt, en Húnvetnzkur í föðurætt. Sex ára gamall fór hann í fóstur til hjónanna á Skálá, önnu Friðriksdóttur og Pálma Símonarsonar, sem fluttu um þessar mundir að Svaðastöðum í Viðvíkursveit. En þar bjuggu þau hjón við mikla rausn, sem kunnugt var. Á þessu heimili dvaldi Pálmi til 24 ára aldurs, og þar mun hann hafa mótast eflst og þroskast að þeim mann- dómL sem kom svo greinilega fram í framkomu hans alla tíð. Þegar hann fór þáðan, var honum hægt um vik, um at- vinnu, því hann var eftirsóttur verkmaður og duglegur að hverju sem hann gekk. Árið 1927 gerðist hann vinnu- maður á Vífilstöðum, hjá sveit- unga sínum, Bimi KonráðssynL frá Brekku í SkagafirðL sem þar var ráðsmaður og munu þeir, sem kunnugir eru álíta að þeir hafi átt vel saman í leik og starfi. Árið 1929 fór hann svo að Bessastöðum á Álftanesi, til Björgúlfs Ólafssonar læknis og var þar ráðsmaður, þar til hann geiðist lögreglumaður í Reykja- vík. Þar (á Bessastöðum) kynntist hann konu sinni, Guðrúnu Jakobsd. frá Brunná í Dalasýslu, myndar konu, en hún lézt 1964. Þeim varð ekki bama auðið, en ólu upp tvö fósturbörn, sem voru þeim náskyld. Pálmi átti 9 alsystkin og eitt hálfsystkin. Af þeir em nú fimm á lífi, þrjár systur og tveir bræð- ur og er annar þeirra, Bjami M. Jónsson, sem hefir verið fangavörður hjá lögreglunni í Reykjavík um 23ja ára skeið. I byrjun ársins 1930, þegar Hermann Jónasson var lögreglu- stjóri, kemur Pálmi í lögreglu- lið borgarinnar, til viðbótar við það lið, sem tekið var um ára- mótin ’29 og ’30. Mun nokkru hafa rá'ðið þar um að hann og Hermann, voru kunnugir úr sömu sveit og nágrannar. Ég undirritaður átti því láni að fagna að Pálmi kom á sömu vakt og ég var á og nokkru seinna varð hann nágranni minn og var það, þar til hann byggði sitt glæsilega hús í Sigtúni. Við urðum strax samrýmdir, og það varð gott samstarf okkar á milli meðan við vomm saman á vakt og eins eftir að við urð- um varðstjórar, með sína vakt- ina hvor, en því gegndi hann (varðstjóm) þar til hann gerð- ist starfsmaður í Bifreiðaeftirlit- inu. Þar sem hann var um 10 ár og hafði þar undir höndum skráningu bifreiða og eigenda- skipti þeirra, og þar var hann, þar tii hann lagðist á spítalann, þar sem hann lézt. Ég veit ekki hvort það var til- viljun, sem réði því, að það var nokkrum sinnum sem við vorum sendir tveir saman, þar sem mað ur gat búizt við að gæti komi’ð til átaka. Ég man sérstaklega eftir að við vorum sendir tveir á íþróttsimót, við Þjósártún, þar sem var mikil ölvim. Það var gott að vera með Pálma í slík- um stöðum, því þó að skapið væri mikið, þá hafði hann gortt lag á að umgangast drukkið fólk og þó við værum ekki fleiri en tveir, á þessari mótskemmt- un, þá tókst okkur að halda því svo í skefjun, að við sluppum að mestu leyti við átök. Aftur á móti var hinumegin við Þjórsár- brúnna (á Þjótanda) slegizt all- an daginn. Þar réði annar sýslumaður og hafði ekki lögreglumenn í sinni þjónustu. I annað sinn man ég að við Pálmi vorum sendir tvair fyrir hádegi í Góðtemplarahúsið, til þess að fylgjast með þeim fundarhöldum er þar áttu fram að fara, hinn eftirmynnilega dag, 9. nóv. 1932. Pálmi var heljarmenni atS burð um og ég man að það var ekki heiglum hent að draga hann í krók, á fyrstu árum hans í lög- reglunni. Ég kynntist heimili Pálma og hans góðu konu. Það var gott að koma þar og alveg sérstaklega á stórum stundum í lífi hans, því þá var ekki til sparað, en mikil rausn og myndarskapur, sem kona hans Guðrún, átti sinn þátt í að gera sem glæsilegastan. Pálmi hafði það tii að bera, sem ég tel að prýði hvem mann, en það er stundvísi, bóngæöi og umfram allt að svíkja aldrei gef- in loforð. Og hann var alinn upp í þeim anda að vinna sín störf fyrir aðra, ekki síður en hann hefði gert fyrir sjálfan sig, en það er dyggð, sem seint verður metin til fjár. Ég þakka þér Pálmi nú er leið ir skilja, ágætt samstarf og góða samvinnu og ég vona að allar góðar vættir fylgi þér til hinna huldu heima, þar sem víðsýnið skín. Ég votta fósturbörnum, syst- kinum og öðru venslafólki, mína innilegustu samúð. Matthías Sveinbjörnsson. Pálmi Jónsson varðstjóri, var að mörgu leyti sérstakur maður, maður, sem margt var hægt að læra af, bæði um árvekni í starfi og skyldurækni. Fyrstu kynni mín af Pálma voru þegar hann var ráðsmaður á búi Björgúlfs Ólafssonar, læknis á Bessastöðum. Þau Kynni voru til þess, að ég veitti honum athygli fyrir hans góðu hæfileika og réttsýni við verk- stjórn. Sem kunnugt er, var Pálmi lögregluþjónn og lögregluvarð- stjóri um margra ára skeið hér í Reykjavík. Mér er kunnugt um að lögregluþjónar höfðu miklar mætur á honum sem réttsýnum og góðum yfirmanni. Um nokkurra ára skeið starf- aði Pálmi við skráningu bifreiða hjá bifreiðaeftirlitinu í Reykja- vík, sem starfsmaður lögreglu- stjórans í Reykjavík, og varð okkar samvinna því mjög náin. Þau ár, sem hann starfaði með okkur, fundum við énn betur, hvaða mann hann hafði að geyma, enda söknum við hans. Maður kemur manns í stað, en hugljúfar minningar eigum við um Pálma Jónsson í bifreiðaeftir litinu í Reykjavík. Fyrir mína nönd og starfsfólks þakka ég Pálma samveruna og bið honum blessunar Guðs. Fósturbörnum, systkinum og öðrum vandamönnum sendi ég samúðarkveðjur, vegna fráfalls hins mæta manns. Gestnr Ólafsson. í DAG verður jarðsettur frá Fossvogskapellu Pálmi Jónsson Sigtúni 55 hér í borg, fyrrver- andi varðstjóri í lögregluliði Reykjavíkur. Hann iézt 30. júnl sl. á Borgarspítalanum eftir þunga sjúkdómslegu. Með hon- um er fallinn í valinn góður vin- ur minn, fyrrverandi yfirmaður og félagi um margra ára skeið. Hér verður hvorki rakin ætt hans né uppruni, enda mun það væntanlega gert af mér kunnugri mönnum. Hins vegar vildi ég á skilnaðarstund minnast hans með fáeinum orðum. Þann 9. nóv. 1932 varð ég sjón- arvottur að óspektum, sem urðu við Góðtempalrahúsið hér í borg, en þau urðu, sem kunnugt er, í sambandi við bæjarstjórnar- fund, sem þar var haldinn. Með- al lögreglumanna, sem þarna áttu í erfiðri baráttu, veitti ég athygli glæsilegum og hraustleg- um manni, sem stóð eins og klett- ur úr hafinu, einbeittur og æðru- laus gegn ofurefli, sem sótti að húsinu þar með hinu fámenna lögregluliði. Brá hann sér hvergi þó hann hefði sár á höfðL sem hann hlaut snemma í átökunum. Mér var sagt að maður þessi héti Pálmi Jónsson og voru þetta mín fyrstu kynni af honum. Síðar lágu leiðir okkar saman og urð- um við starfsfélagar um aldar- fjórðungsskeið, og jafnframt ná- grannar í áratugi. Pálmi Jónsson var Skagfirðing ar að ætt, fæddur 3. des. 1900. Hann réðist í lögreglulið Reykjavíkur árið 1930 og starf- aði þar fyrstu árin sem óbreytt- ur lögreglumaður og síðar sem yfirmaður, því fljótt munu hafa komið í ljós forystuhæfileikar hans. Árið 1942 var hann valinn til að hafa varðstjórn á hendi fyrir eina af þremur vöktum lög- regluliðs höfuðborgarinnar, en það var að sjálfsögðu vegsauki og trúnaðarstarf. Lögreglustjórn er að sjálfsögðu ábyrgðarstarf og reyndi ekki hvað sízt á það á stríðsárunum, þegar þúsundir erlendra hermanna voru að stað- aldri hér í borginni og í nágrenni hennar. Kom þá oft til afskipta lögreglunnar við erfiðar aðstæð- ur og þurftu þá varðstjórarnir Framhald á bls. 16. öllum þeim, sem heimsóttu mig á áttræðisafmæli mínu þann 29. júní sl., sendu mér skeyti og færðu mér gjafir, þakka ég innilega og óska þeim alls hins bezta. Kærar kveðjur. Sigurjón Kjartansson Hjarðarhaga 36.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.