Morgunblaðið - 06.07.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.07.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1968 Ég hef kvartað, en um helgina fór ég í ferðalag Skyndiheimsókn til sunnlenzkra bænda ÞEGAR við ókum upp Grafninginn, upp með Soginu, í sumarblíðunni á fimmtudaginn, sáum við hvar féð dreifði sér um græna hagana og kýrnar lágu makindalega á lækj- arbakkanum og jórtruðu. Þetta var friðsæl og fög- ur sjón, því fram til þessa hafa fréttirnar úr sveit- inni verið annars eðlis en svo, að þær gæfu tilefni til myndar sem þessarar. Þegar við nálguðumst Torfa Staði í Grafningi kom maður akandi á dráttarvél sinni með stóran vagn aftan í hlaðinn sandi. Okkur flaug þegar í hug að þarna væri bóndi á ferð og tókum hann tali. Þetta reyndist vera Ársæll Hannesson bóndi á Stóra Hálsi þar nokkru ofar í Grafn ingnum. Og auðvitað byrjuð- um við á að spyrj a um ástand ið hjá bændum í sveitinni hans. Hann svaraði okkur á þessa leið: — Hér er að sönnu allt með seinasta móti, en auðvitað líta menn bjartari augum á ástand ið í þeirri blíðu, sem nú er í dag, og hefir verið síðustu daga. Hér hjá okkur er ekki tiltakanlega mikið kal, þegar miðað er við það, sem er víða annars staðar. Það er t. d. miklu meira uppi í Þingvalla- sveit og miklar skemmdir á túnum þar af þeim sökum. Enn er hér hvergi hafinn sláttur og segja má að stutt sé síðan menn voru að bera á tún sín, hins vegar held ég að allstaðar sé nú lokið við að bera á. Enn er verið að vinna í flögum og stunda önnur vorverk og það er ekki allstaðar lokið við að sá. Ég held að óhætt aé aðfull yrða að sláttur hefjist hér að minnsta kosti þremur vikum síðar en venja er til í meðal- ári og einnig má teljast gott ef heyfengur nemur þremur fjórðu hlutum þess heymagns sem fæst í meðalárL kvæmdir. Ársæll bendir okk ur á að þarna komi hrepp- stjórinn á Torfastöðum og er þá næsta verkefni að taka hann tali. Steinbrímur Gíslason bóndi og hreppstjóri á Torfastöðum er maður hressilegur í bragði og hann er þarna kominn til að gera að girðingum sínum kringum flögin. Hann svarar fyrstu spurningu okkar á þessaleið: — Ég hef auðvitað kvartað eins og aðrir sveitungar mín- ir og nágrannar að undan- förnu, en um helgina fór ég í ferðalag og síðan skammast ég mín fyrir barlóminn. — Fórstu norður í land? — Já. Og þar er ófagurt Steingrímur Gíslason hrep pstjóri og bóndi á Torfastöð- um í Grafningi segir: Ég hef kvartað framundir þetta, en um helgina fór ég í ferð alag, Nú skammast ég mín fyrir barlóminn. — Ég veit ekki hvað ég á að segja um það. Sumt af þessu eru gömul flög, þar sem ég hief haft grænfóður. Þetta eru nú alls 11 hektarar undir, þar af er á fjórða hektara sem ég vann upp vegna kal- skemmda og raunar hefði ég þurft að vinna miklu meira, ef ég hefði átt að fá allar skemmdir burtu. Við segjum Steingrími hvað Ár.qflpll hafi nt? t.nk bflnn inn geira kringum húsin og heyið þar var komið upp í garða og ilminn lagði af sól- þurrkaðri töðunni. Og austur á túninu var verið að slá. — Já þetta er nú það fyrsta sem við sláum og kannske er það heldur fljótt. Það er tæplega að fullsprott- ið sé. að láta svona góðan þurrk fara framhjá sér. 0.& í>nrarinn spffir: Þórarinn Si^urjónsson stjóri í Laugardælum. Með þessu vil ég se’gja að talsverða bjartsýni þarf til og heyskapartíð verður að vera góð til að þetta náist. En það eru ekki aðins sum- arstörfin og heyskaparhorfur sem eru ofarlega á baugihjá okkur hér. Verðlagsmálin eru mikið umræðuiefni um þessar mundir. Við höfum ekki náð grundvallarverði fyrir kjötið okkar og við höfum áhyggjur út af innlegginu okkar í haust ef það heldur svo áfram. Um leið og við kveðjum Ár sæl og son hans Hannes litla, sjáum við hvar jeppi kemur akandi eftir skurðbakkanum handan vegarins. Þar fyrir neðan eru stór og mikil flög og miklar ræktunarfram- Slegið af krafti á Laugardælatúninu. um að lttast. Ég blátt áfram skil ekki hvernig bændur geta farið að því að bjargast þar nyrðra eins og nú lítur út. Og auðvitað er ég viss um að þeir geta það alls ekki hjálparlaust. — En ekki ert þú sjálfur sérlega svartsýnn á búskap- inn, svo mikið sem mér sýn- ist þú hafa undir í flögum? undir það, en bætti við. — Auðvitað tekst þetta ekki nema tíðin verði sæmilega Hjá Þórarni stendur eldri maður og grípur fram í: — Það er bara ekki hægt Friðsæl sumarmynd úr Grafningi. Æmar renna yfir læk inn, en kýmar jórtra mak- indalega á bakkanum. Handan Sogsins sjást ljósir sum arbústaðir í skógarkjarrinu. Þarna sitja þeir á traktor á Stóra-Hálsi og Hannes so góð. Maðurinn verður nú æ meir að treysta á vélarnar, en tíðin er samt enn áhrifa- mesti aðilinn. Það er ekki hægt að verka í vothey í stöðugum rigningum og hey- blásarar þurka ekki heyið með röku rigningarloftL Með það kvöddum við Steingrím og hann hélt áfram að ditta að girðingum sínum. Á hlaðinu í Laugardælum, hinu glæsilega tilraunabúi við Selfoss, hittum við Þórarin Sigurjónsson bústjóra. Ogþar er komin heylykt, sú fyrsta, sem við finnum á þessu sumri Það var búið að slá ofurlít- num Ársæll Hannesson bóndl nur hans. — Við gerum ekki ráð fyr- ir að seinni sláttur verði neinn að marki og þessvegna vilj- um við ekki byrja fyrr en vel er sprottið. — Og eruð þið fyrstir til að byrja sláttinn hér fyrir sunnan? — Niei. Það eru einirtveir eða þrír dagar síðan _ þeir byrjuðu hér austur í Ölvis- holti. Ég held að þeir hafi verið fyrstir. Þar með bregðum við okk- ur út á tún til að taka mynd af unga manninum á dráttar- vélinni, þar sem hann sló af miklum krafti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.