Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPT. 1968 Víðtæk könnun á íélagsleg- um högum háskólastúdenta STÚDENTARAÐ H. 1. hefur í hyggju í október og nóvember að efna til viðamikillar könnun- ar á félagslegum högum stúdenta við Háskóla Islands. Er könnun þessi gerð í samvinnu við Há- skólaráð, sem sér um fjárhags- lega hlið könnunarinnar. Að sögn Höskuldar Þráinsson- ar, formanns stúdentaráðs, var hér á ferð erlendur sérfræðing- ur í félagsfræði og veitti hann stúdentaráði ýmsar ráleggingar varðandi samningu á spurning- um fyrir þessa könnun. Sem fyrr segir verður spumingalistum dreift meðal stúdenta við há- skólann nú í byrjun skólaárs. Höskuldur kvaðst ekki geta sagt um það að svo stöddu, hvenær niðurstöður af þessari könnun mundu liggja fyrir. Höskuldur gat um aðra könn- un, sem fram fór í lok sl. skóla- árs. Meðal stúdenta, er stunda nám í íslenzku við heimspeki- deild, var efnt til einskonar skoð anakönnunar á kennsluháttum prófessora við deildina. Voru niðurstöður könnunarinnar síðan birtar í tímariti heimspekideild- ar. Kvaðst Höskuldur gera ráð fyrir, að slíkum könnunum yrði haldið áfram í vetur og þá í fleiri deildum. Á hinn bóginn kvaðst Höskuldur ekki geta sagt um þáð að svo komnu máli, hvort sá háttur yrði hafður á, að birta Alexander von Humbolt- stofnunin í Þýzkalandi hefur á- kveðið að gefa Tilraunastöð há- skólans í meinafræði að Keld- um fullkomið tæki til að skera örþunnar vefjasneiðar (ultramik- rotom). Tæki þetta, sem kostar um 250.000 kr. og verður notað við fyrirhugaðar rafeindasmásjár- rannsóknir dr. Guðmundar Ge- orgssonar, læknis, en hann hef- niðurstöður þessara kannana op- inberlega. Slíkt hefði valdið nokkrum úlfaþyt meðal læri- feðra, þegar tilraunakönnunin var gerð í heimspekideild, og meðal annars orðið til þess, að fram hefði komið í háskólará'ði tillögur um að stofna mennta- málaráð við hverja deild til að fjalla um þessi mál. ur nýlega hafið starf að Keld- um. Dr. Guðmundur hefur dval- izt í Bonn undanfarin 5 ár við framhaldsnám og rannsóknir í meinafræði. Var hann styrkþegi Alexander von Humbolt-stofnun arinnar 1964-1966. Þessi höfðinglega gjöf verður mikilsverður styrkur rannsókna- starfsemi tilraunastöðvarinnar að Keldum. (Fréttatilky nning) Tilraunastöðin á Keldum fær höfðinglega gjöf Hafði vonað, að sósialismi og mannréttindi gætu farið saman Rœtt við Jaromir Kuehar, ungan Tékka sem hyggst setjast að á Islandi Ég hafði vonað, að sósíalismi og mannréttindi gætu farið saman og land mitt orðið frjálst og óháð öðrum. Nú tel ég, að slík framtíð fyrir land mitt sé orðin ótrygg. Ég vil ekki snúa heim, þegar gáfuðustu menn lands míns, sem nú dveljast erlendis, vilja ekki snúa heim og það jafnvel, þó að þeir séu atvinnu- lausir og hafi orðið að skilja eftir heimili sín og eig- ur. Þannig komst Jaromir Kuchar, 28 ára gamall tékkneskur efnafræðingur m.a. að orði í viðtali við Morgunblaðið í gær. Kuchar er frá Prag, en hefur dvalizt í Kanada í 9 mánuði. Til íslands er hann kom inn í þeirri von, að hann geti fengið hér starf og sezt hér að. Hvers vegn-a vildir þú koma til íslands? — Ég hafði heyrt það af vinum mínum og einnig lesið um það í bókum, að fólk á Norðurlöndum væri vinsam- legra en annars staðar. Þar sem ég átti enga vini í neinu af skandinavisku löndunum, skipti það mig engu máli, hvort ég færi til íslands eða einhvers annars af Norður- löndunum. Þess vegna varð það úr, að ég valdi ísland. Ástæðan fyrir því að ég kom hingað, var einnig sú, að ég get ekki fengið starf í Kan ada. Þrátt fyrir það, að ég hafði lokið háskólprófi í efnafræði, þá varð ég að hafa þriggja ára reynslu í fagi mínu í Kanada til þess að geta fengið að starfa við það þar. Þetta á við um alla útlend- inga frá Evrópu í Kanada. Hvaða skoðun hefur þú á ástandinnu í heimalandi þínu nú? — Eins og er þá er mjög erfitt að segja nokkuð á- kveðið um það. Ég vona bara, að jákvæðari mönnnum þar gefist tækifæri til þess í fram tíðinni til þess að segja þjóð- inni, hvað gera skuli og hvað sé raunverulegur sósialismi ekki aðeins með orðum held- ut einnig í borðL Hver voru viðbrögð þín við innrásinni? — Fyrst þá ætlaði ég ekki að trúa því, hvað gerzt hafði. Þegar ég sá dagblöðin 21. ágúst og fyrirsagnir þeirra yfir þverar forsíðurnar, fannst mér eins og ég gæti ekki trúað því, sem þar stóð. Fyrir innrásina hafði ég ekk- ert á móti Rússum. Nú er ég hræddur um, að eitthvað hræðilegt kunni að bíða þjóðar minnar. Ég óttast jafn vel, að styrjöld sé framund- an. Þegar ríki byrjar að reiða sig á vald sitt og byrjar að beita hernaðarmætti í stað samninga til þess að ná mark miðum sínum, þá er ástandið orðið hættulegt. Ég er á móti hernaðaraðgerðum af hvaða tegund, sem þær eru. Hvað telurðu, að verði um framtíð sósíalismans í Tékkó slóvakíu? — Ég hef aðeins getað fylgTrt með frjálsræðisþróun- inni í landi mínu úr fjarlægð, en ég hafði vonað, að í fram- tíðinni myndi komast á fót raunverulegt sósíalistískt ríki í Tékkóslóvakíu, þar sem sósíalismi og mannréttindi gætu átt saman og land mittt orðið frjálst og óháð öðrum. Nú tel ég, að slík framtíð fyr ir land mitt sé orðin ótrygg. Hvers vegna viltu ekki snúa aftur til Tékkóslóvakíu? — Ég vil ekki snúa heim, Jaromir Kuchar þegar gáfuðustu menn lands míns sem nú dveljast erlend- is, vilja ekki snúa heim og jafnvel þó að þeir séu atvinnu lausir og hafi orðið að skilja eftir heimili sín og eigur. Er það ætlun þín að setjast að á íslandi? — Já, ég vil setjast að hér ef ég get fengið atvinnuleyfi. Ég er fús til þess að vinna hvaða vinnu sem er nú og síð ar, þegar ég hef lært íslenzku vona ég, að ég geti fengið starf sem efnafræðingur eða annað skylt starf. Ég er þeirr ar skoðunar, að það sé mikil framtíð fyrir efnaiðnað á ís- landi. Mér hefur verið skýrt frá því, að aðstæður fyrir hann séu góðar, svo sem eins og heita vatnið og ennfremur er rafmagn hér ódýrt. Aðal- málið, sam leysa þyrfti, væri í sambandi við hráefni. Það sem mestu máli skiptir fyrir mig í þessu sambandi er að sjálfsögðu að læra málið, komast í tengsl við rétta að- ila og komast yfir eitthvert fjármagn til þess að geta komið upp einhverri fram- leiðslu. En ég vil leggja á- herzlu á, að ég er mjög á- nægður yfir því að vera kom inn til fslands og ég vona, að mér gefist tækifæri til þess að skapa mér framtíð hér. ,Englar með fléttur' HINN heimsfrægi Obemkirchen barnakór er kominn til landsins og verður hér á landi í þrjá daga. Syngur kórinn tvisvar sinn um á vegum Þjóðleikhússins. Fyrri söngskemmtunin verður á sunnudaginn kl. 20 og sú síðari á mánudagskvöld. Kórinn er á leið til Bandarikjanna í 10. söng förina, en þar er fyrirhuga'ð að syngja i flestum helztu stórborg unum. Að undanförnu hefur kór- inn farið til allra stórborga Ev- rópu og ennfremur hefur kórinn farið til Austurlanda og sungið þar við miklar vinsældir. Fyrst kom kórinn fram á al- þjóðlegu söngmóti í Wales árið 1954 og hlaut þar fyrstu verð- laun. Stórskáldið fræga frá Wal- es, Dylan Thomas, var svo heill- aður, þegar hann heyrði kórinn syngja, að hann gaf honum nafn ið: „Englar með fléttur" og hefur þessi nafngift haldizt við kórinn síðan. Stjórnandi kórsins er Edith Moeller, en bró'ðir hennar Fre- rich Moeller, hefur samið lagið „Káti vegfarandinn,“ sem er eitt þekktasta lag kórsins og margir hér á landi kannast við. Margoft hefur kórinn komið fram í sjónvarpi og þá sérstak- lega í sjónvarpsþáttum Ed Sulli- van. Obernkirchen kórinn dvelst á meðan hann er hér á landi, á Hótel Holti og flýgur með flug- vél frá Loftleiðum til Banda- ríkjanna. Þjóðfélag á krossgötum —umrœðufundur kvenna um þjóðfélagsmál Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna hefja vetrar- starfið með því að halda opinn fund í Lindarbæ sunnudaginn 29 september kl. 14.30. Dagskrá fundarins verður: Þjóðfélag á krossgötum, og fjall ar, eins og nafnið ber með sér, um þjóðfélagsmál. Málshefjend- ur verða: Andri ísaksson, sál- fræðingur, Margrét Guðnadótt- ir, læknir á Keldum, Margrét Margeirsdóttir félagsráðgjafi, Reynir Karlsson, kennari og framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Sveinn Hauksson, stud med, for maður félagasamtakanna Tengla og Stefán Unnsteinsson, mennta skólanemi. Málshefjendur eru flestir svo þjóðkunnugt fólk að óþarfi er að kynna það lesendum, en þess Athugaseand UNDIRRITAÐUR, sem mætti á fundi saltfiskframleiðenda í gær f. h. Sjólstöðvarinnar h.f., óskar eftir að benda á tvær mis- sagnir i frétt á öftustu síðu blaðs yðar í dag. 1. Engin tillaga kom fram á fundi þessum um áskorun á sjáv arútvegsmálaráðuneytið um að veita Sjólastöðinni h.f. útflutn- ingsl'ayfi, heldur var í tillögunni skorað á útflutningsdeild Við- skiptamálaráðuneytisins að veita útflutningsleyfi, samkvæmt fyr- irliggjandi tilboðum frá Ítalíu, en eins og fram kom á fundin- um, gæti S.Í.F. gengið inn í þau tilboð, ef það óskaði eftir því. 2. Tillaga þessi var ekki felld, heldur var afgreiðslu hennar fnsstað, þar til á væntanlegum aukafundi S.Í.F., sem haldinn verður nú strax eftir helgina, ef stjórn S.Í.F. verður við áskorun fundarins þar um. Frestunartil- lagan var borin fraim af ein- um stjórnarformanni í S.Í.F. og studd af þeim stjórnarmönnum þess firma, er mættir voru á fundimum. Hlaut frestunartil- lagan 11 atkvæði, en 10 voru á móti. Það kom því aldrei til at- kvæðagreiðslu um aðaltillöguna. Virðimgrfyllst, Árni Halldórsson, hrl. skal þó aðeins getið, ef einhverj- ir eru sem ekki kannast við Tengla, að það eru samtök skóla fólks sem veita sjúku fólki hverskonar aðstoð og aðh'lynn- ingu. Málshefjendur munu ræðast við og síðan svara fyrirspurnum fundarmanna, en það er nokk- uð nýtt form á fundi og er það von samtaka vorra að Reykvík- ingar sæki þennan fund vel, en hann verður án efa bæði skemmti legur og gagnlegur. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. (Fréttatilkynning frá Menning- ar og friðarsamtökum ís kvenna) Jóhann Hafstein. Ræðir atvinnu- öryggið á há- hádegisverðar fundi Landsmálafélagið Vörður held ur hádegisverðarfund í Sjálf- stæðishúsinu í dag og hefst fund urinn kl. 12._Þar mun dómsmála ráðherra Jóhann HafJtein ræða um atvinnuöryggi. Hlutavelta Sjálf- stæðisfélaganna í Hafnarfirði SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Hafnarfirði efna til hlutaveltu morgun, sunnudag. Hlutavelt- an verður í Sjálfstæðishúsinu og hefst hún kl. 4 síðdegis. Þar verður margt góðra muna, eng- in núll. Þeir, sem ætla að aðstoða með muni eru beðnir að koma þeim í Sjálfstæðishúsið eftir kl. 8 á laugardagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.