Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPT. 1968 Svíarnir jöfnuðu 14-14 að leiktíma loknum — Skoruðu úr aukakasti sem Framarar gættu ekki nógu vel 1»AÐ varð aldrei hasar í leik Fram og SAAB — sænsku og ís- lenzku meistaranna í handknatt leik. Að vísu voru lokamínúturn ar spennanndi en alltaí hafði maður það á tilfinningunni, að það hefði verið ákveðið að leik- urinn skyldi vera rólegur og á- ferðarfagur — og helzt enda með jafntefli. Ef slikir draumór ar hafa við rök að styðjast, þá átttu dómararnir sinn þátt í því. Þeir virtust eins og hálfdáleidd- ir af búningum SAAB manna, svart-hvít-röndóttum, en báðir dómararnir voru úr KR. Lokamarkið var skorað eftir að leiktíma lauk, en brot var fram ið á leikma'nni SAAB á lokasek- úndum leiksins. Framarar sem höfðu 1 mark yfir virtust róleg- ir og hálf kærulausir. Fjórir menn stilltu sér upp til varnar er aukakastið var framkvæmt, en tveir voru á leið útaf velli. Skott Björns Andersen var hnit- miðað og hafnaði í markinu í hægri horni efst. Þar með var jafnteflið innsiglað — og það mátti sjá á Svíum, að þeir voru ánægðir með þau úrslit. Það máttu þeir líka vera tóftir byrjunargangi leiksins. Fram- arar hreinlega áttu leikinn í þeirra orða fyllstu merkingu fyrstu stundarfjórðunginn. Skor uðu þá 4 mörk gegn engu. En síðan breyttist spilið. Úr vafa- sömu vítakasti skoraði Gösta Anderson fyrsta mark Svínna og þar með var eins og fundinn væri veikur blettur á Fram. Hin örugga gæzla leikmanna fór í mola, varnarleikurinn var sund- urlaus, þá tók Þorst'inn í markinu að missa af skoti fram hjá sér í netið. Forskotið minnkaði og varð 7-5 í hálfleik. f upphafi síðari hálfleiks áttu Svíarnir sinn bezta leikkafla og gerðu ekki einungis að jafna heldur komust í 3 marka forystu, 11 gegn 8. Var þetta furðulega lélegur kafli hjá Fram miðað við byrjunina. En Framarar hristu af sér slen ið og tóku aftur að saxa á, tókst að jafna 13-13 og komast yfir 14- 13 er 5 V2 mín voru til loka. Öllum á óvart var ekki skorað mark eftir það meðan leiktími stóð en gekk þó á ýmsu sem spennandi var. En sekúndum á'ður en leik lauk var dæmt auka kast á Fram — og það var ekki framkvæmt fyrr en eftir að leik tíma lauk. Og úrslitin urðu sem í upphafi segir. Þetta var mjög klaufalegt hjá Framurum, en skot Andersen var mjög gott. Liðin vor-u afar jöfn að getu og greindi mest á í leik þeirra hversu miklu betur Svíarnir not uðu stærð vallarins. Markvarzla Þorsteins í byrjun vakti verð- skuldaða athygli og Gunnar Guð- mundsson stóð sig einnig mjög vel. En í heild var leikurinn aldrei neinn snilldarleikur — enda hvorugt liðið í fullri þjálf- un ennþá. En leikurinn sýnir okkur að beztu lið okkar eru ekki síðri en beztu lfð Svíþjóðar og eru Svíar ekki lágt skrifaðir á alþjóðamælikvarða í hand- knattleik. Markhæstir Svía voru: Bjöm Andersen 5 og Gösta Andersen 4. Hjá Fram: Gylfi Jóh. og Sig- urður Einarsson 3 hvor. Þess skal getið sem vel er gert. Blaðamenn komust nú inn til vinnu sinnar án nöldurs dyra varða. — A. St. Er B-lið KR eins goft og Benfica — eða nœr Valur að sigra í dag? í DAG fæst svarið við því hvort B-lið KR sem sló íslandsmeistara Haglobyssu- æfing hjd SR Hagalbyssuæfing verður hjá Skotfélagi Reykjavíkur á æfinga svæði félagsins í Leirdal í dag kl. 14. Þetta er síðasta æfing fyrir 'keppni sem fyrirhuguð er um næstu helgi. KR úr bikarkeppninni, tekst að si'gra Valsliðið sem svo óvæntri frammistöðu náði gegn Benfica og er nú á förum utan til Lissabon til síðari leiksins gegn sama félaigi. Það er sannarlega erfið þraut sem liggu.r fyrir Valsmönnum. í dag eru þeir í sömu aðstöðu og Benfica- menn gegn þeim. B-lið KR hefur sannarlega allt að vinna — og getumismiu'nur ísl. liða er svo lítill að slíikt gæti sannarlega skeð. En allavega verður þetta spenn andi viðureign. Hún hefst kl. 3 á Melavelli. Ársþing FRÍ Ársþing Frjálsíþróttasam- bands íslands verður haldið dag ana 23. og 24. nóvember 1968 í fundarsal SÍS við Sölvhó'lsgötu í Reykjavík. Tillögur Sambandsaðila til þingsins þurfa að berast í síð- asta lagi tveimur vikum fyrir þingið í Pósthólf 1099, Reykja- vík. HÉR sjáum við er miðherji t Estudiantes, S-Ameríkumeist- aranna skora sigurmarkið í 1 leiknum gegn Manch. Utd. í ( Buenos Aires sl. miðvikudag. J Fengu ekki að greiða veitingarnar Hin óvænta frammistaða Vals í leiknum gegn Benfica hefur vakið athygli víða um lönd. Urðu margir íslendingar erl- endis fyrir óvæntri athygli og gleði af þessum sökum, að því er Valsmönnum hafa borizt frétt ir af bréfum. Brét hafa Val bor ist mjög mörg og látin er þar í ljós hrifning og hamingjuóskir vegna árangursins. í bréfi frá Frankfurt segir að íslendingar hafi verið saman í hóp á skemmtistað og vegna árangurs Valsmanna hafi þeir ekki fengið að greiða reikning- inn fyrir veitingarnar er þar að kom. Svipaða sögu hafa Vals- menn heyrt frá Danmörku, þó ýmsir aðrir Danir hafi ekki orð- ið jafnglaðir vegna velgengni ísl. iiðsins. Þessi mynd er tekin, þegar listamennirnir mættu á lokaæfingu dagskvöld. J4 fyrir íþróttahátiðina n.k. mánu- Frœgir „gestir" í heim- sókn á afmœlisháfíð Fram — í Laugardalshöll n.k. mánudagskvöld Eins og sagt var frá á íþrótta síðunni í gær, mun Fram efna til afmælishátíðar í Laugardals- höllinni n.k. mánudagskvöld kl. 20.05. Aðalþátturinn i þeirri há- tíð verður leikur á milli Fram og FH í handknattleik, en auk þess verður ýmislegt til skemmt- unar. T.d. munu nokkrir heimsfræg- ir ,,gestir“ koma í heimsókh í hálfleik og sýna listir sínar í íþróttum. Er ekki að efa, að margir munu hafa gaman af því að hér verður um mjög þekkt andlit að ræða. M.a. verða þarna á ferðinni Gög og Gokke, Litli og stóri, Chaplin og fleiri. Afmælishátíðin á mánu- inn hefst með leik á milli ungl- iingaliðs sem sigraði í Oslóar- Cup nýlega og úrvalsliðs, sem unglinganefnd HSÍ velur. Hola slegin í höggi í GÆR skeði sá sjaldgæfi at- burður í golfi á velli Golfklúbbs Rey'kjavíkur við Grafarholt að leikin var hola í höggi. Afrekið vann Gu'nnlaiugur Ragnarsson, einn a'f beztu kylfingium klúbbs- ins, þjónn að atvinnu og er hann Bodminton æfingar TBR SAMEIGINLEGIR æfingatímar hjá Tennis- og Badmintonfélag- inu verða í Valshúsinu á laugar- dögum: Kl. 3.30 til 4.40 ungling-j ar, kl. 4.40 til 6.00 meistarafl., kl. 6.00 til 7.00 fyrsti flokkur. Eins og að undanförnu verður Garðar Alfonsson þjálfari hjá fé- laginu í vetur. Æfingar í Valshúsinu byrja nk. laugardag 28. september. annar í sinn; sfétt sem slíkt af- rek vinnur. Munu því þjónar fjölmennastir í liði „Einherja" en svo heitir félag þeirra er ikúl'U hafa slegið í hög'gi. Gunnlaugiur vann þetta afrek á 17. holu vallarins og eru 170 m frá upphafsflöt til kúluflat- ar. Kúlan lenti skammt frá 'hol- unni en rann að stöngínni í hana og ofan í. Úrslit í bikar- keppni 2. flokks ÚRSLITALEIKUR í bikarkeppni 2. aldursflokks í knattspyrnu fer fram á Melavelli á sunnudaginn kl. 2. Leika Akurnesingar og Kefl víkingar til úrslita — og má segja að þeir mætist á miðri leið frá heimastöðvum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.