Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPT. 1968 f Hafa framkvæmdir F.B. í Breiöholti ekki heppnast sem skyldi? — að undanförnu hafa framkvœmdirnar verið gagnrýndar af byggingarmeisturum sem telja að ekki hafi tekizt að upp- fylla þœr megin forsendur að íbúðirnar yrðu ódýrari, bygg- ingarhraði meiri og tœknilegar nýjungar yrðu innleiddar Húsnæðismál hafa lengi veriff vandamál viða um heim. íslend- ingar hafa ekki fariff varhluta af þeim. Á þaff sér þá efflilegu skýr ingu, aff upp úr 1940 varff mik- il röskun á islenzku athafna- og efnahagslífi, sem orsakaffi stöðugt vaxandi fólksflótta úr sveitum landsins fil kauptúna og kaup- staða, og þá mest til Reykjavík- ur. Sú þróun sem þá hófst hef- ur haldiff áfram og hefur hlut- fallsleg fólksfjölgun í Reykja- vik veriff óefflilega mikil allt tii síffustu ára, aff nokkuff hefur dregiff úr henni í kjölfar fólksfjölgunarinnar í kaupstöðum varð þar meiri eft- irspurn eftir húsnæði er fram- boðið var á markaðinum og skap aði það óeðlilega þenslu og hátt verð á íbúðum. Stórfe'lldar kjara baetur launþega og aukin almenn velmegun hefur einnig orðið til þess að mikill meiri hluti þjóð- rinnar hefur þess efnahags- lega möguleika að búa í eigin húsnæði, og þrátt fyrir stöðugar kvartanir um að ekki sé nóg að gert má benda á, að aðeins í örfáum löndum búa hlutfallslega eins margir í eigin íbúðum. Hefur sú hlutfalls tala farið árlega hækkandi og má nefna sem dæmi um það tölur úr húsnæðisskýrslu Hagstofu ís- lands, sem nýlega eru komnar út. Þar kemur m.a. fram, að ár- ið 1940 voru 56,2 prs. eigenda- íbúðir, en 70,3 prs. árið 1960. Meðalíbúðin hafði einnig stækk- að á sama árafjölda úr 4,17 her- bergjúm I 4,84 herbergi, og seg- ir það einnig sína sögu. ÁRLEG FJÁRMUNAMYND- UN 2 MILLJARÐAR KRÓNA ótaldir eru þeir einstaklingar sem lagt hafa á sig gífurlegt erfiði við að koma sér upp íbúð. Menn hafa unnið langan vinnnudag og brotizt áfram til þess að geta skapað sér falleg heimili, sem eru nú að verða aðalsmerki íslendinga. Það hefur oftsinnis verið gagnrýnt harð- lega hversu ríkisv. mæti þessa viðleitni lítils og hvað hið al- menna lánakerfi landsins gerði lítið fyrir húsbyggendur. Aðallánsmöguleikar húsbyggj- enda eru frá tveimur aðilum. Húsnæðismálastofnun ríkisins og lífeyrissjóðum. Húsnæðismála- stofnunin var stofnsett árið 1955. Fær hún tekjur sínar úr Bygg- ingarsjóði ríkisins, en honum hafa á undanförnum árum verið fengnir nýjir tekjustofnar, og hef ur árlega 340—400 milljónir kr. sem ráðstöfunarfé Hafa lánveiit- ingar stofnunarinnnar aukizt verulega síðari ár og námu ár- ið 1966 343,4 milljónum króna, auk 17 milljóna króna er lánað var til útrýmingar á heilsuspill- andi húsnæði. Lánþegar það ár voru 2452 aðilar. Árið 1967 veitti stofnunin 2519 lán samtals að upphæð 391,4 milljónir króna, og veitti auk þess lánsloforð til greiðslu í maí 1968 til 531 að- ila, samtals kr. 93.245 milljónir króna. Lámsupphæðin hefur hækkað árlega í tengíflum við visitölu byggingarkostnaðar. Árið 1965 voru þau t.d. 280 þús. krónur, árið 1966 340 þús. krónur 1967 380 þúsund krónur og árið 1968 ' 395 þúsund krónur. Þar að auki hafa verið veitt 75 þúsund króna viðbótarlán til þeirra húsbygg- enda er hafa verið meðlimir í að- áldarfélögum A.S.f. Lífeyrissjóðum hefur vaxið ver ulega fiskur um hrygg undan- farin ór, og nema nú árlega lán þeirra til húsbygginga og ibúð- arkaupa litið eitt lægri upphæð en lán Húsnæðismálastjórnar (t. d. lánuðu sjóðirnir 315,8 mi'Uj. kr. árið 1966). Fleiri aðilar hafa einnig lánað til húsbygginga, og ber þar fyrst að nefna banka og sparisjóði. Heildarfjármuna- myndun í íbúðarbyggingum und anfarin ár hafa verið um 2 millj arðar króna árlega, og auk áður nefnda lána munar þar mest um eigið fé er húsbyggjendur leggja fram (Árið 1966 t.d. 843,9 millj- ónir króna.) VERKALÝÐSFÉLÖGIN SETJA HÚSNÆÐISMÁL Á ODDINN Langt er síðan verkalýðsfé- lögin fóru að setja húsnæðismál launþega að ræða og úrbætur í Borgarstjórn Reykjavíkur ráð stafar þeim 250 íbúum, sem koma í hlut Reykjavíkurborgar sam- kvæmt reglugerð þessari, m.a. til útrýmingar heilsuspillandi hús- næðis. Þeim 1000 ibúðum, sem koma í hlut ríkisins samkvæmt reglu- gerðinni, ráðstafar húsnæðismála stjórn að fengnum tillögum 3ja manna nefndar verkalýðsfélag- anna í Reykjavík. Jafnframt skal og velja 3 varamenn í nefndina. íbúðir þær sem hér um ræðir skulu seldar láglaunafólki, sem eru meðlimir í verkalýðsfé'lögum Heimilt er að gefa kvæntum iðn- nemum kost á íbúðum þessum. Umsækjendum sem þyngri hafa fjölskyldu og eiga ekki átt á sl. 2 árum viðunandi íbúð, skulu að jöfnu sitja fyrir um kaup á íbúðum. Söluverð hverrar íbúðar skal vera kostnaðarverð. Innfluttu timjburhúsin fóru verulega fram úr kostnaðaráætlun. DEILUR UM FRAMKVÆMD INA. Ákveðið var að skipuð skyldi nefnd til að sjá um byggingar- framkvæmdirnar í Breiðholti. Nefnist hún Framkvæmdanefnd byggingaráætlana. Aðalverktaki framkvæmdanna er hins vegar fyrirtækið Breiðholt h.f. og ber það ábyrgð á öllum framkvæmd um undirverktaka gagnvart Fram kvæmdanefndinni. Þá sér Breið- holt h.f. einnig um alla jarð- vinnu, steypuframkvæmdir og uppsetningu steinsteyptra ein- inga. Greiðslur til Breiðholts hf. eru ákveðnar sem ákveðin pró- sentutala kostnaðar framkvæmd anina. þeim hafa oft fært þeim raun- hæfari kjarabætur heldur en bein hækkun kaups í krónutölu. Langt er síðan að fyrstu verka- mannabústaðirnir voru reistir í Reykjavík og áður hefur verið minnzt á viðbótarlán sem Hús- næðismálastofnunin hefur veitt tii meðlima verkalýðsfélaganna. Stærsta skrefið sem hingað til hefur þó verið stigið, er þegar ákveðið var í samkomulagi ríkis valdsins og verkalýðsfélaganna 1965, að hið opinbera léti reisa 1250 íbúðir í Breiðholtshverfinu í Reykjavík, sem síðan á að selja verkalýðsfélagafólki með miklu betri kjörum en annars staðar gerist á íslenzkum húsnæðismala markaði. í reglugerð er gefin var út 28. apríl 1967, segir m.a. svo um íbúðarbyggingar þessar: Á árunuim 1966 til 1970 skulu byggðar 1250 íbúðir í Reykjavík á vegum ríkisins og Reykjavík- urborgar í samvinnu við verka- lýðsfélögin, svo sem nánar er iin á oddinn í kjarabaráttu sinni, enda ekki nema eðlilegt. Hór er um stórfellt hagsmunamád allra lýst í reglugerð þessari fjölbýlishúsum nefndarinnar í byggingu. Húsnæðismálastjórn skal aug- Með því að hafa þennan hátt lýsa íbúðir þær, sem koma til á við framkvæmdir áðurnefnds úthlutunar eftir 14 mánuði með samkomulags, í stað þess að bjóða hæfilegum umsóknarfresti fyrir væntanlega kaupendur þeirra. Greiðsluskilmálar á andvirði þeirra íbúða, sem seldar verða, skulu vera sem hér segir: a) Kaupandi greiðir 20 prs. af andvirði íbúðanna á fjórum árum, þannig að 5 prs. greiðadt 12 mánuðum áður en íbúðin er fullgerð og afhent kaupenda. Síðan greiðir kaupandi 5 prs. af andvirðinu á ári, næstu þrjú árin, á sama gjalddaga og fyrstu afborgunina. Setja skal hann tryggingu fyrir þessum þremur ársgjöldum, sem Veðdeild Lands banka íslands metur gilda. b) Afgangur andvirðis íbúð- anna, 80 prs. af söluverðinu greiðist með láni frá Húsnœðis- má'lastofnun ríkisins, sem vera skal til 33 ára, afborgunarlaust fyrstu þrjú árin, en endurgreið- ast síðan á 30 árum. Að öðru leyti skulu kjör á þessum ián- um vera hin sömu og á lánum Húsnæðismálastofnunar ríkisóns á hverjum tíma. framkvæmdirnar út á venjuleg- an hátt mun hafa verið ætlunin að gera þrennt í senn: Auka byggingarhraðann, lækka bygg- ingarkostnaðinn og koma fram hagkvæmni og nýjungum í bygg ingariðnaðinum. Nú hafa orðið töluverðar deilur um störf fram kvæmdanefndarinnar, og er það má'l flestra þeirra, er við bygg- ingamál fást, að henini hafi ekki, þrátt fyrir hagstæð skilyrði, tek fct að ná fram áðurnefndum mark miðum. Þá hefur einnig verið rætt og ritað um áhrif fram- kvæmdanna á aðrar byggingar- framkvæmdir í landinu. Hér á eftir verður vikið að flestum helztu deilumáluunum, og reynt að draga hið rétta og sanna fram. Á EFTIR AÆTLUN. 24. maí 1967 birtu fréttastofn- anir fréttatilkynningu frá fram- kvæmdanefnd byggingaráætlana og var í henni gerð ítarleg grein fyrir fyrirhuguðum framkvænud um, jafnframt því sem auglýst var eftir umsóknum um íbúðirn- ar. Segir í tilkynningunni, að áætlað sé, að búið verði að af- henda 260 íbúðir fyrir 15. júlí 1968, auk þess sem einbýlishús- in, sem byggja á, verði ti'lbúin í desember 1967 og í janúar 1968. Fyrstu fjölbýlishúsaíbúðir F.B. voru afhentar laust fyrir miðjan mai mónuð sl., en afhendingu þeirra íbúða, sem eru í fvrsta ófanga byggingaráætlunarinnar verður ekki lokið fyrr en í febr- úar 1969, eða 6—7 mánuðum síð- ar en ráð var fyrir gert. Fram- kvæmdir við það fjölbýlishús, sem var tekið í notkun, hófust 6. apríl 1967, og tók bygging þess því um 13 mánuði. Af þessu má marka, að áætl- anir um byggingarhraða hafa engan vegin staðizt, og er hann sízt meiri en hjá byggingarmeist urum. Bent hefur verið á það af forráðamönnum F.B. að á þeim tíma „þegar 150—200 fjölskyldur fluttar inn í hús Fram- kvæmdanefndarinnar, verður einasta stigahús túilbið ti'l íbúðar hjá keppinautunum." Þetta er að vísu rétt, en sann- leikurinn er ekki hálfsagður, því að framkvæmdanefnd byggingar áætlana var úthlutað sínum lóð- um í Breiðholtshverfinu 25. á- gúst 1966. F.B. lagði teikningar sinar inn til samþykktar þá um veturinn og gat hafizt handa strax um vorið. Byggingarmeist- urunum var hinsvegar úthlutað sínum lóðum í apríl 1967, og fengu þeir teikningar sínar sam- þykktar í september og gátu þá hafið framkvæmdir sínar, en á mun óhagstæðari árstíð en F.B. Byggingarmeistarar eru um þess ar mundir að ljíka við íbúðirn- ar, sem þeir byrjuðu á þó, og sézt því, að framkvæmdir þeirra hafa tekið heldur skemmri tíma en framkvæmdir F.B., hvort sem miðað er við lóðaúthlutun eða byrjunarframkvæmdir, þrátt fyr ir að aðstæður þeirra væru óhag stæðari, einkum og sér í 'lagi að því, er lítur að útvegun fjár- magns. Framkvæmdanefndin hefur skýrt það hvers vegna fram- kvæmdir hennar eru á eftir á- ætlun á þá lund, að langan tíma hafi tekið að þjálfa byggingar- starfsliðið i nýjum byggingarað- ferðum og að byggingarsvæðið hafi ekki verið tilbúið á þeim, tíma, sem þeir væntu Það er óneitanlega mikill ókostur við nýjungar í byggingartækni, að svo langan tíma taki að þjálfa menn upp í að nota þær, að skakki 6—7 mánuðum á áætlun og niðurstöðu. Það er hins vegar gömul saga þeirra sem við bygg ingarframkvæmdir fást, að svæð ið sé ekki eins og þeir kjósa, þegar framkvæmdir herjast. Viss ulega tefur s'líkt fyrir, en ekki meira hjá F.B. heldur en bygg- ingarmeisturunum, þar sem byrj unaraðstaða var mjög svipuð. LÍTIL TIT.RAUNASTARF- SEMI VIÐ BYGGINGU EIN- BÝLTSHÚSANNA Eitt af hlutverkum F.B. var aff gera t’ilraun með byggingu einbýlishúsa úr timbri. Var á- kveðið að reisa 23 slík hús, og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.