Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 5
MORGUNB-LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPT. 1968 5 Merkasta ráistefna, sem hér hefur verii haldin um iinaiarmálefni Viðtal vii Jóhunn Hufstein, iðnaðurmúlurnðherra MORGUNBLADIÐ sneri sér til Jnhanns Hafsteins iðnaðar- málaráðherra, og spurði hann um iðnþróunarstefnu þá, sem Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík boðaði til og álits- gerð þá, sem birt var hér í blað- Jóhann Hafstein. inu í gær. Ráðherran sagði: — „Þetta var mjög veigamik- il og ánægjuleg samkoma af ýms um ástæðum. í fyrsta lagi var hér um að ræða mjög þýðingar mikla nýjung í starfsemi Sjálf- stæðismanna, sem Fulltrúaráðið átti frumkvæði að. Er þetta fyrsta ráðstefnan, sem haldin er af mörgum sem fyrirhugað er að boða til um ýmsa veigamikla þætti í atvinnumálum og þjóðmál um. Á þessari ráðstefnu voru að verki um 100 menn, sem sátu á stöðugum fundum í þrjá daga, allt voru það áhugamenn og menn með sérþekkingu á sviði iðnað ar og ef t.d. 10 slíkar ráðstefn- ur um mismunandi málaflokka væru haldnar, mundu allt að þús und manns hafa lagt af mörk- um mjög þýðingarmikinn skerf til að móta stefnu Sjálfstæðis- manna í þeim stórmálum, sem ráð stefnurnar fjalla um. — Getur slík ráðstefna mark að stefnu Sjálfstæðisflokksins? — Nei, að vísu ekki, bæði er hún nokkuð staðbundin, þó að þátt hafi tekið í henni menn utan Reykjavíkur, en auk þess kveða reglur flokksins á um það, hver marki stefnu hans, en það eru Landsfundir, Flokksráð, Mið stjórn og þingflokkur, en slíkar ráðstefnur munu hafa mjög mik- il áhrif á það, hvernig stefnan verður mörkuð. Eftir þessa þrjá daga, sem menn sátu á rökstólum, tók sér stök nefnd málin til athugunar og vann úr erindum og umræð- um, álitsgerð, sem síðan var aft ur lögð fyrir ráðstefnuna til end anlegrar ákvörðunar og hún send þingmönnum og miðstjórn. Morgunblaðið spurði iðnaðar- málaráðherra hvað hann vildi segja um álitsgerðina. — Ég tel hana mjög athyglis- verða og hún ber þess vott að hæfustu kunnáttumenn hafa unn ið að henni beint og óbeint.Álits gerðin leggur megináherzlu á þá veigamiklu staðreynd, að svo horfir í dag sem iðnaðurinn verði sú atvinnugrein landsmanna, sem á komandi árum muni öðrum at- vinnugreinum fremur sinna því hlutv. að veita atvinnu auknum fjölda vinnandi fólks, en 15-40 þúsund manns munu bætast á vinnumarkaðinn á næstu 20 ár- um. Ég tel líka alveg rétt álykt að, að endurskoða þurfi aðstöðu iðnaðarins miðað við aðrar at- vinnugreinar, bæði að því er varðar fjáröflun og lánastarf- semi. Ráðherrann kvaðst hafa haft mjög mikla ánægju af að hlusta á þau fjölmörgu ágætu erindi og ávörp, sem flutt voru, og kynn- ast betur og starfa með frammá- mönnum á sviði iðnaðar og iðn- reksturs og sagði að lokum, að hann vildi nota tækifærið til að flytja öllum þeim þakklæti, sem að þessari merku ráðstefnu hefðu unnið og mætt á henni og lagt þar fram krafta sína. Viðtul við Boldvin Tryggvnson formnnn Fulltrúurúðs Sjúlfstæðis- félngnnnn í Reykjuvik BALDVIN Tryggvason, for- maður Fulltrúaráðs Sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík hafði forustu um það að koma iðn- þróunarráðstefnu Sjálfstæðis- manna á. Spurði Morgunblaðið hann um aðdragandann að ráð- stefnunni. Baldvin sagði: Á s.l. vori ákvað stjórn Full- trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna að beita sér fyrir nokkrum ráð- stefnum um atvinnumál og þýðingarmikil þjóðmál og varð iðnaðurinn fyrstur fyrir val- inu, og réð þar ef til vill mestu um hinn mikli áhugi Jóhanns Hafsteins iðnaðarmálaráð- herra, sem mjög beitti sér við undirbúningi ráðstefnunnar og lagði geysimikla vinnu í hana. Leitað var til nokkurra Sjálfstæðismanna um að þeir ynnu að undirbúningi og fram- kvæmd ráðstefnunnar. Varð Davíð Sch. Thorsteinsson við þeirri ósk að taka að sér for- mennsku í undirbúningsnefnd- inni, en aðrir þeir, sem mest störfuðu með honum voru: Sveinn Björnsson verkfræðing ur, Otto Schopka viðskipta- fræðingur, Árni Þ. Árnason fulltrúi og Gunnar J. Friðriks- son framkvæmdastjóri. Starfið við undirbúninginn var geysi- umfangsmikið, enda var strax Baldvin Tryggvason í upphafi ákveðið að vandað yrði sem allra mest til alls undirbúnings, enda var ráð- stefnan með nýju sniði og mun aðgengilegra en tíðkazt hefur fram til þessa. M.a. voru hald- in 30 erindi á ráðstefnunni, um ræðuhópar störfuðu og ná- kvæmlega haldið til haga öll- um hugmyndum sem fram komu. Vil ég hér með flytja þakkir stjórnar Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna til allra þeirra, sem að undirbúningn- um stóðu, unnu að öflun marg- víslegra upplýsinga sem fram komu í fróðlegum erindum og raunar til allra sem þátt tóku í ráðstefnunni. — Hvern telur þú megin ár- angurinn af þessari ráðstefnu? Að sjálfsögðu er þap von mín, eins og allra þeirra, sem þátt tóku í þessari ráðstefnu, að hún verði umfram allt til þess að vskja áhuga almenn- ings á mikilvægi iðnaðar í ís- lenzku þjóðfélagi og stuðli þannig að öflugri iðnþróun í landinu. Eins og fyrr segir voru flutt 30 ítarleg erindi á ráðstefnunni um hin ýmsu svið iðnaðarins og vandamál hinna ýmsu iðn- greina. Þannig kynntust hinir fjölmörgu þátttakendur ráð- stefnunnar margvíslegum sjón- armiðum og hugmyndum og hver viðfangsefni eru brýnust úrlausnar í íslenzkum iðnaði í dag og næstu framtíð. Þessi atriði voru síðan rædd í umræðuhópum, sem síðan skiluðu greinargerðum um nið- urstöður sínar. í þeirri álitsgerð, sem síðar var gerð, og hefur nú verið birt, er safnað saman helztu sjónarmiðum og hugmyndum er fram komu á ráðstefnunni. En þar að auki er mikið efni fyrir hendi, þar sem eru fyrir- lestrarnir og greinargerðir umræðuhópanna. Allt þetta efni er til reiðu fyrir Sjálf- stæðisflokkinn þegar hann á næsta Landsfundi sín- um ákveður stefnu flokks- ins í þessum mikluvægu at,- vinnumálum þjóðarinnar. Það var mjög athyglisvert og ánægjulegt, að á þessari ráð- stefnu mættu svo til allir þeir menn, sem eitthvað hafa látið iðnaðarmál til sín taka og hafa haft eitthvað raunhæft til þess ara mála að leggja. Blandaðist Framhald á hls. S Davíð Sch. Thorsteinsson. Viðtul við Dovíð Sch. Thorsteinsson MORGUNBLAÐIÐ snéri sér til Davíðs Sch. Thorsteinsson, sem var formaður nefndar þeirrar, sem undirbjó og stjórnaði iðn- þróunarráðstefnunni, og spurði hann um álit hans á þeirri ályktun, se,m gengið var frá. Hann sagði: Ályktunin er byggð á erind- um þeim, sem flutt voru á ráð- stefnunni og umræðunum þar, og leifast var við að láta koma fram í henni flest þau sjónar- mið, sem veigamest voru í þeim 30 erindum, sem á ráðstefn- unni voru flutt. Einnig fóru fram hópumræður á ráðstefn- nnui, þar sem fjörugar umræð ur áttu sér stað og skilaði hver hópur skriflega áliti á þeim spurningum, sem fyrir þá voru lagðar, og við þau álit var einn ig stuðzt. Að sjálfsögðu skiptir nú mestu máli, eftir að gengið hef ur verið frá ályktuninni og hún birt, hvaða áhrif hún hef- ur á stefnu Sjálfstæðisflokks- ins í iðnaðarmálum og fram- kvæmd þeirrar stefnu til hags- bóta fyrir íslenzkan iðnað og þar með þjóðina í heild. — Hverjar telur þú veiga- mestu þætti ályktunarinnar? — Ég er að sjálfsögðu sam- mála öllu, sem þar stendur og tel mjög mikilvægt að sem allra flestir áhrifamenn og raunar ekki síður almenning- ur kynni sér rækilega þau sjón armið og þær tillögur, sem þar koma fram. , Segja má að meginþráðurinn í allri ályktuninni sé sá, að vekja á því athygli að iðnaður hefur hingað til ekki búið við sömu skilyrði og aðrar innlend ar atvinnugreinar og að undir- strika nauðsyn þess, að jafn- rétti ríki varðandi aðstöðu iðn aðarins við aðrar íslenzkar at- vinnugreinar. Við krefjumst engra sérréttinda, eða forrétt- inda, en við krefjumst þess að fá að sitja við sama borð og aðrir. — Þú minnist á hver áflrif ráðstefnan og ályktunin kynni að hafa. — Já, ég tel mjög nauðsyn- legt að þjóðin öll geri sér bet- ur ljóst en hingað til hve mikil vægur iðnaðurinn er, því ég álít að sjálfstætt og fullvalda ísland, eins og við viljum hafa það, sé óhugsandi í heiminum Framhald á bls. S VOLKSWAGENEIGENDUR VÉLARLOK ☆ ☆ Hötum fyrirliggjandi BRETTI - HURÐIR - OC GEYMSLULOK á Volkswagen í allflestum litum Skiptum á einum degi með dags- fyrirvara tyrir ákveðið verð Reynið viðskiptin BÍLASPRAUTUN GARÐARS SIGMUNDSSONAR Símar 19099 og 20988.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.