Morgunblaðið - 07.01.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.01.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1969. 17 Framhald af bls. 13. erfitt fyrir það að taka upp mý störf, þótt í boði væru. — Hvernig hefur rekstur- inn gengið? — Skóverksmiðjan hefir allt af, síðan ég man eftir verið rekin með hagnaði nema ár- ið 1967, þá varð svolítill hal'li. Hins vegar gekk reksturinn 1968 mjög vel. Við höfum þann hátt á, að í nóvember eða des ember ár hvert sendum við út sýnilhorn af framleiðslu næsta árs og tökum við pöntunum fyrirfram. Nú þegar vorum við á þenman hátt búnir að selja sem svarar framleiðelu fyrra helmings ársins 1969 að minnsta kosti og með mun hag stæðari kjörum en áður. Jafn vel útflutningur sterklega í at hugun. Gengisfellingin hefir veitt íslanzkri iðnaðarvöru nú betri samkeppnisaðstöðu en áður, og áróðurinn fyrir ís- lenzkum iðnaðarvörum hefir almennt haft geysimikil og góð áhrif. Svo held ég mér sé ó- hætt að segja, að vörurnar hafi verið vinsælar. Helgi Haraldsson, Rauða- mýri 15, varaformaður Iðju: — Varst þú búinn að vinna lengi í Iðunni? — Ég hef unnið á Iðunni í 7 ár við að sníða skóleður. — Hefur þú von um aðra vinnu á næstunni? — Ég hef að vísu ekki leitað fyrir mér um atvinnu enn, en útlitið er þannig, að ég býst ekki við, að það beri neinn árangur fyrst um sinn. Ég er hræddur um, að svo sé um allan fjöldann af starfs- mönnunum. Ég geri að vísu ráð fyrir, að starfsmenn verk smiðjunnar fái vinnu við end urreisnina, ef af henni verð- ur, en undirbúningur þess tek ur marga mánuði, svo að það verður sennilega aldrei um neina vinnu við það að ræða í vetur. — Hvernig fer fólkið að því að komast af? — Ég veit það ekki. Það verður að láta hverjum degi nægja sína þjáningu og reyna með einhverju móti að klóra í bakkann. Atvinnuleysisstyrk ur hrekkur skammt, eins og állt hækkar óðfluga í verði núna. — Hvað átt þú fyrir stórri fjölskyldu að sjá? — Við erum sjö í heimili. — Telur þú, að Iðja muni láta þetba mál til sín taka? — Iðja hefur ekki enn hald ið fund um málið, enda svo skammt um liðið, en ég geri ráð fyrir því, að félagið reyni að ýta á eftir því, að endur- reisn fari fram. Margrét Jónsdóttir, Hlíðar götu 6: — Hve lengi hefir þú unn- ið á Iðunni, Margrét’ — Ég hef unnið á skó- saumastofunni í 24 ár og því orðin nokkurn veginn sam- gróin verksmiðjunni. Erla dótt ir mín hefur einnig unnið á saumastofunni öll sumur síðan fyrir fermintgu og líka nú í vetur fram að þessu. Fóstur- faðir minn, Friðþjófur Guð- laugsson, sem nú liggurreynd ar á sjúkrahúsi vegna skurð aðgerðar, var búinn að vera lagermaður á efnislager í 18 ár, svo að við hérna á heimil- inu unnum þarna öll og höf- um nú öll misst atvinnuna okkar jafnskyndilega. — Hvað tekur nú við? — Nú hefur maður ekkert fram undan, því að það er engin von um að komast í vinnu neins staðar. Auðvitað reyni ég að tala við atvinnu- rekendur og athuga, hvort nokkurs sitaðar er smuga, en vonin er dauf og horfumar daprar. Ég geri mér engar vonir um, að pabbi fái nokk- urs staðar vinnu, enda kom- inn yfir sjötugt, en hann hef ur þó alltaf verið hraustur og skilað sínu verki eins og hver annar. Fyrir unglinga und ir tvítugsaldri hefur verið af ar erfitt undanfarið að fá nokkuð að gera hér í bænum. Ég veit um margar konur á aldur við mig, sem ganga at- vinnulausar, og biðlistar hafa verið bæði á Gefjun og Ið- unn í haust. — Nei, ég sé ekkert fram undan annað en láta skrá sig á Vinnumiðlunarskrifstofunni og þiggja atvinnuleysingja- styrk. í Skógerðinni unnu um 40 konur, einhverjar giftar og ekki beinlínis fyrirvinnur, en ég man 'líka eftir einni, sem á heilsulausan mann, og nokkrar eru nýorðnar ekkj- ur með börn á framfæri. Það er vitað, að eitthvað af þessu fólki verður að þiggja af bæn um, og þess vegna er það mikið atriði fyrir bæjarfélag ið, að það fái einhverja vinnu. Endurbygging Iðunnar er lífs nauðsyn, finnst mér, sem allra fyrst, og ætti það að vera allra hagur, að 'lánastofnanir greiði fyrir því eins og hægt er. Guðrún Jónsdóttir, Helga- magrastræti 4: — Ertu búin að vinna lengi á Iðunni? — Það verða 9 ár í vor, síðan ég fór að vinna þar við frágang og snyrtingu í skódeild inni. — Hefur þú áhyggjur af framtíðinni? — Já, ég persónulega hef miklar áhyggjur af framtíð- inni. Atvinnan er farin, skilst mér, um ófyrirsjáanlegan tíma Engin von er um aðra at- vinnu, það sem ég veit um, a.m.k. ekki á þessari stundu. — Á hverju á þá að lifa? — Það er spurningin, við vitum það satt að segja ekki. Þeir eru áreiðanlega margir, sem grufla og reyna að gera sér grein fyrir, hvað er fram undan, en sjá ekkert nema auðn og tóm. Þó að ekki sé allt eyðilagt í deildinni, sem ég vann í, er verksmiðjan ein heild, og þar sem efnislager. saumastofur og hráefni fóru í eldinum, er öll starfsemin vit anlega lömuð. — Hvernig eru þínir heim- ilishagir? — Ég hef engan á fram- færi mínu, svo að annarra hagir margra eru erfiðari en mínir. Ég fæ ekki annað séð en neyð sé framundan hjá fjölskyldumönnum. Einhleypt fólk bjargast eitthvað fyrst, en það, sem maður hefur handa milli núna, sem er þó enginn auður, tálgast fljótt upp í daglegar þarfir, eins og dýrtíðin er orðin. Annars er svo skammt um liðið, að maður er ekki farinn að gera sér grein fyrir hlutunum eins og þeir eru. Krtstinn Kristjánsson, Æg- isgötu 19: — Hver er orðinn starfs- aldur þinn hjá Iðunni, Krist- inn? — Ég er búin að vinna þar í rúm 15 ár við ýmis verk, lengst við fræsingu og snyrt- ingu. Konan mín, Jóhanna Þorsteinsdóttir, hefur unnið þar síðan í október, en hafði unnið þar á kvöldvakt 4—5 árum áður og haft þaðan svo heimavinnu síðan. Annars höf um við hjónin unnið við skó- gerð, frá því við vorum 16— 17 ára gömul, fyrst hjá J. S. Kvaran, þar sem ég byrjaði 1932, svo hjá „Krafti, þá hjá Eiði heitnum Haráldssyni og síðar hjá Einari Sigurðssyni, áður en við byrjuðum hjá Ið- unni. — Hvemig þykir ykkur horfurnar vera nú? — Það er ógurlegt fyrir fólkið, ef þessi vinna fellur niður fyrir fullt og allt. Við getum ekki trúað, að svo verði verksmiðjan hiýtur að verða byggð upp aftur. Þarna hafa unnið heilar fjö'lskyldur í sum um tilfellum og haft af fram færi sitt, auk allra annarra. — Hvernig eru atvinnu- horfur ykkar á næstunni? — Jóhanna hefur von um vinnu hjá K.J. og Co., þegar niðursuðan tekur til starfa, af því að hún hefur unnið þar áður, en ég veiit ekki um neitt sem ég gæti horfið að. Það er heldur ekki gripið upp vinna við hæfi, þegar maður er búinn að vinna við sama verkið alla ævi, nærri því að segja. — Er fjölskyldan stór? — Hjá okkur er 6 manna fjölskylda, að vísu ekki nema 3 böm á framfæri. Það hlýt- ur að þrengjast verulega í búi, ef ekki rætisrt úr. — Nei, þeir hljóta að byggja upp aft ur. Hér er samhent og þjálfað starfslið, og það ætti að vera miki'ls virði. Ég skal taka sem dæmi, að í salnum, þar sem ég vann, unnu rúmlega 20 manns, allt gamalþjálfaðir menn og vanir þessum verkum til fjölda ára nema 2 lítt vamir unglingar. — Nei, við trúum ekki öðru en byggt verði upp. En það tekur sjálfsagt langan tíma, og á meðan hlýtur að verða hrein neyð hjá mörgum, sem þarna hafa haft lífsupp- eldi siitt. — Sv. P. MIG langar til þess að kynna mér Biblíuna. En hún er ný fyrir mér, og þess vegna veit ég ekki, hvernig eða hvar ég á að byrja. Hvað viljið þér ráðleggja mér? Bezta leiðin til þekkingar á Biblíunni er að kynna sér ýtarlega, hvað stendur í Biblíunni. Þér verðið að lesa hana með kostgæfni og með reglu. Annars kann svo að fara, að þér skiljið hvorki upp né niður, þegar þér kynnizt hinum margvíslegu atburðum og stað- reyndum og kenningum, sem Biblían greinir frá. Það var t.d. ungur maður, sem sagði sem svo: „Ég ætla að opna Biblíuna mína af handahófi og lesa nokkur orð, þar sem hún opnast. Síðan ætla ég að fletta henni upp annars staðar á sama hátt — og allt, sem ég les, er boðskapur Guðs til mín“. En það var bæði fyndið og skrítið, að fyrst kom hann niður á frásöguna af því, er Júdas gekk út og hengdi sig, en síðan las hann á öðrum stað: „Far þú og gjör þú slíkt hið sama“. Nei, þetta er ekki leiðin til þess að verða handgenginn Biblíunni. Pétur Sveinn Gunn- arsson — Minning F. 22. 1. 1954 — D. 29. 12. 1968. FREGNIN um lát hins unga vinar okScar kom eins og þruma úr 'heiðskíru lofti, þrátt fyriir undangengin veikindi hans. Síðastliðið haust gekk hann undir mikinn uppslkurð, sem virtist heppnast fram úr vonum og von- in hélzt í hugum otekar allra um að hann næði fullri heilsu. Hamn 'koonst heim og í skódann aftur, og virtis't vera á batavegi. Pétur Sveinn var aðeins fjórtán ára er hann var kallaður burt úr þessari veröld. Pétur Sveinn var eirtt þeirra barna sem allir höfðu yndi atf að vera í návist við, því að lund harus var srvo lértt og þægileg. Hann var ailrtaf reiðu- búinn til að gliettast og gera að gamni sínu enda var hann vin- sæil í vinahópi. Hann var greind- ur vel og umifram allit samvizku- samur og duglegur, hvort sem hann var við niám eða vinmu. Enmtfremur sýndi handavinna hans mertki um atfburða hand- iagni. Engum blandasit hugur um að Pétur Sveinn var gott manns- efni sem setti mark sitt hátt. Hann átti sér hugsjónir og eng- um sem hann þekkti leilkur vatfi á, að ef hann hefði náð fulloxð insiárum hetfði hann orðið sam- félaginu til góðs. Pétur Sveinn var fæddur 22. janúar 1954, sonur hjónanna Guð- bjargar Guðbrandsdóttur og Gunnars Péturssonar og var hann sá yngri atf tveimur sonum þeirra 'hjóna. Átti hann gott beimili hjá umhyggjusömum for- eldrum, bróður og elskaðri ömmu og afa, að Reykjavikur- vegi 5 Hatfnartfiirði. Hann var auigasiteinn þeirra alira og er þetta því þunig raun fyrir þau að sij'á atf baki honum svona uhg- um. Þó er það mifcil huggun í 'þeirri þutnigu sorg að hann gait lilfað sínu eðlilega lífi glaður og ánægður, iþrátt fyrir sjúkleika sinn og hlafckað til jólagleðinnar og divalizt með þeim yfir jólin þar til hann var skyndilega kall- aður burt sunnudaginn 29. des- ember. Sem lágur lœfcjar-niðiur, er líður kvöldsins friður um bjartan blómstur-reiit, er kærleikskveðjan hljóða, sem kallar dreniginn góða í himinljómans hvítu sveit. Þar eniglar enigli fagna er allar sorgir þagna og deyja í dýrðarhljóm. Ó, mikli drottins dagur, er dauðinn verður fagur, hvert tár sem lifdögg laugi blóm! Biðjum svo Guð að styrkja foreldra hans, bróður, atfa og ömmur í þessari þungu sorg þeirra og nú er hann leggur af stað yíir móðuna mifclu óskum við honum góðrar heimfcomu. En við, sem etftir liifum omum okkur við minninguna um góðan dreng sem öllum vildi gott gera. Ólöf og Guðmundur. HAPPDRÆTTI 7. janUar: Eftir þrjá daga er happa- dagur. '10. janúar verður dregið í vöruhappdrætti SÍBS. — Vinningar aldrei fleiri. — Vinningar aldrei fleiri. — Vinningslíkur aldrei meiri. Hver síðastur að ná í miða- röð. MEIRA EN FJÖRÐI Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64., 65. og 66. tölublaði Lögbirtinga- blaðlsins 1968 á Hraumbraut 22, þinglýstri eiign Sbeinars Marteinssonar, fer fram á eigninni sjáltfri föstudaginn 10. janúar 1969 kl. 14.00. _________________Bæjarfógetinn í Képavogi. N auðungaruppboð eftir ákvörðun og kröfum uppboðsaðila fer fram 3. og síðasta nauðungaruppboð á frystihúsi Atlantors h/f. Framnesivegi 1 Keflavík föstudaginn 10. jan. 1969 kl. 14. Uppboðið verður sett í skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33 Keflavík og síðan flutt og fram- haldið á eigninni sjálfri eftir ákvörðun uppboðs- réttar. Bæjarfógetinn í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.