Morgunblaðið - 07.01.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.01.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1969. en að öðru leyti sýndi hún ekki af sér nein geðbrigði. — Hvað sannanir hafið þér? — Við höfum fundið staðinn, þar sem líki tengdadóttur yðar var fleygt í ána, ásamt farangr- inuro hennar og innbrotsverk- færunum. — Ah! Meira var ekki sagt, en hún sat kyrr með henduirnar kreppt- ar í kjöltu sinni. — Sonur yðar neitar að af- saka sig með sjálfsvörn. Og það er misskilningur hjá honum, því að ég er viss um, að þegar konan hans kom inn, þá var hún vopnuð og ætlaði að granda hon- um. — Hversvegna? — Það er það, sem ég ætla að spyrja yður um. — Ég hef bara enga hugmynd um það. — Hvar voruð þér? — í herberginu mínu eins og ég var búin að segja yður. - Og þér heyrðuð ekki neitt? — Ekkert. Aðeins þegar hurð var látin aftur. Og svo í bílnum úti á götunnii. — Leigubílnum? — Já, það hélt ég hlyti að vera, þar sem tengdadóttir mín var búin að segjast ætla að ná sér í leigubíl. — Þér eruð þá ekki viss? Þetta gæti hafa verið einkabíll? — Ég sá hann ekki. — Þá hefði þetta hæglega get að verið bíllintn hans sonar yðar? — Hann fullyrti við mig, að hann hefði ekkert farið út. •— Yður er væntanlega ljóst ósamræmið með þessu, sem þér segið nú, og hinu, sem þér sögð- uð þegar þér komuð hingað ótil- kvödd? — Nei. — Þá fullyr^ið þér, að tengda dóttir yðar hefði farið burt í leigubíl. — Ég held enn, að hún hafi gert það. — En þér eruð ekki viss um það lengur. Eruð þér þá líka sannfærð um, að ekki hafi verið reynt að brjótast inn til ykkar? — Ég sá þess engin merki. — Hvenær komuð þér niður á miðvikudagsmorgun? — Um hálfsjöleytið. — Fóruð þér þá inn í lesstof- una? — Ekki strax. Ég hitaði kaff- ið fyrst. — Þér opnuðuð ekki glugga- hlerana? — Jú, ég býst við að ég hafi gert það. — Áður en þér komuð niður? — Sennilega. — Þér gætuð ekki svarið það? — Setjið þér nú yður í mín spor, hr. Maigret. í tvo daga hef ég litla hugmynd haft um, hvað fram hefur farið. Ég hef verið spurð allra hugsanlegra spurn- inga. Ég hef setið í biðstofunni yðar í guð má vita, hve marga klukkutíma. Ég er þreytt. En geri samt mitt bezta til að halda þetta út. — Til hvers komuð þér hing- að í kvöld? — Er það ekki eðlilegt, að móð ir fylgi sýni sínum, þegar svona stendur á? Við höfum alltaf bú- ið saman. Hann gæti þurft á mér að halda. — Munduð þér fylgja honum í fangelsi? — Ég ski’l yður ekki. Ég trúi ekki, að. . . . — Við skulum orða þetta öðru vísi: Ef ég legði fram ákæru gegn syni yðar, munduð þér þá taka þátt í ábyrgðimni á því, sem hann hefur gert? — En nú þegar hann hefur ekkert gert! — Eruð þér svo alveg viss um það? — Til hvers hefði hann átt að fara að myrða konuna sína? — Þér forðizt að gefa mér beint svar. Eruð þér sannfærð um, að hann hafi ekki myrt hana? — Já, að því er ég bezt veit. — Er hugsanlegt, að hann hafi gert það? — Hann hafði engan tilgang með því. — En hann gerði það nú samt! sagði hann hranalega og horfði beint framan í hana. Hún sat eins og málþola. Síðan tók hún vasaklút upp úr töskunni sinni. Augu hennar voru þurr. Hún var ekki að gráta. Hún þerraði aðeins á sér varirnar með klútnum. — Gæti ég fengið glas af vatni? Hann var dálitla stund að leita að því, þar eð hann var ekki eins kunnugur þarna og í sirani eigin skrifstofu. — Jafnskjótt sem saksóknar- inn kemur í dómshúsið, verður sonur yðar ákærður. Og ég get sagt yður það strax, að hann hefur engan möguleika á að sleppa. — Þér eigið við . .. ? — Að hann fari undir fallöx- ina. Það leið ekki yfir hana, held- ur sat hún stífbein og starði fram fyrir sig. — Lík fyrri konunnar hans verður grafið upp. Þér vitið 46 .jálfsagt að merki um eitur geta vel fundizt í beinagrind. — Til hvers hefði hann átt að myrða þær báðar? Það er óhugs- andi. Það er ekki satt. Ég veit ekki tií hvers þér eruð að segja mér þetta, en það er bara ekki satt. Lofið mér að tala við hann í einrúmi, og þó skal ég komast að sannleikanum. — Voruð þér í stofunni yðar allt þriðjudagskvöldið? — Já. — Og fóruð alls ekkert niður? — Nei. Til hvers hefði ég átt að vera að því, þegar þessi kven maður var loksins að fara? Maigret gekk að glugganum og kældi á sér ennið á rúðunmi, gekk síðan í næstu skrifstofu, greip flöskuna og drakk úr henni sem svaraði tveimur eða þremur einfö'ldum. Þegar hann kom inn aftur, var hann orðinn eins þungur í göngu lagi og Guillaume Serre og augnaráðið jafn þvermóðskulegt og hjá honum. 9. kafli. Hann sat á stól, sem hann átti ekki sjálfur, með báða olnboga á borðinu, með stærstu pípuna sína í munninum, og starði á gömlu konuna sem leit út eins og ein- hver abbadís. — Svo að sonur yðar myrti hvorki fyrri konuna sína né þó seinni, frú Serre? sagði hann og tíndi fram orðin. Hún hleypti brúnum, eins og hissa, en glaðnaði samt ekkert á svipinn. Stór vinnushúr óshnst Upplýsingar i sima 13428 Dansskóli SIGVALDA Innritun daglega i sima 14081 kl. 10-12 og 1-7 Listdansskóli Cuðnýjar Pétursdóttur Lindarbæ Reykjavík og Félagsheimili Kópavogs Kópavogi. Kennsla hefst aftur A. janúar næstkomandi. Nemendur frá fyrri námskeiði mæti á sömu tímum og dögum og áður. Innritun nýrra nemenda og uppl. eru í síma 40486 í dag og á morgun frá kl. 3—6. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS 000 Blessaður góði, það er ekki sama á hvern þú ekur! — Og heldur ekki föður sinn, bætti hann við. — Hvað hafið þér . . . ? — Suss! Ef yður er sama, skulum við gera út um þetta eins fljótt og við getum. í bili skulum við ekkert hugsa um þetta fyrr en tími er kominn. — Og við skulum heldur ekki táia neitt um mál mannsins yð- ; ar. En það sem ég er næstum viss um, er það, að fyrri tengda- dóttir yðar var myrt á eitri. Og sannanir. Þær koma þegar þeirra ég vil ganga iengra. Ég e.r sann- færður um, að það var ekki gert með arseníki eða neinu af þess- um sterku eiiturtegundum, sem venjulega eru notaðar. — Og meðal annarra orða, frú Serre, vil ég benda yður á, að eitur er venjulega kvenna vopn. — B áðar tengdadætur yðar þjáðust af hjartasjúkdómi og það gerði maðurinn yðar líka. — Viss meðöl, sem mundu ekki hafa skaðleg áhrif á heilsu hraust fólk, geta verið banvæn ' þeim, sem eru veilir fyrir hjarta. Mér þætti gaman að vita, hvor't María hefur ekki einmitt fengið okkur lykilinn að þessu vanda- ! máli, í einu bréfinu til vinkonu sinnar. Hún talar um einhverja Englandsferð, sem þér fóruð ein hverntíma með manninum yðar og leggur áherz'iu á, að þið hafið orðið svo sjóveik, að þið hafið J orðið að leita til læknisins á ! skipinu. [ — Hvað mundi hann fyrir- skipa í slíku tilfelli? — Það hef ég enga hugmynd um. — Það er mjög ólíklegt. Þeir eru vanir að gefa atrópín í einni eða annarri mynd. En nú getur atrópín einmitt verið ban vænt fyrir hjartasjúkt fólk, ef skammturinn er verulega stór. — Þér eigið við að maðurinm minn . . . — Við munum koma að því seinna, enda þótt ómögulegt sé að sanna neitt héðanaf. Maðurinn yðar var talsvert útsláttarsamur 7. JAN l AB. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Vikan byrjar vel. Sinntu heilsufari þínu. Ljúktu við allt sem setið he'ur á hakanum Kvöldið getur orðið afar gott. Nautið 20. apríl — 20. maí Álit þitt virðist hljóta betri hljómgrunn í dag. Útilokaðu allt fálm. í kvöld færðu ágæta hugmynd, sem mætti hagnýta sér fram í tímann. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Vinir þínir eru sérlega samvinnuþýðir, en láttu þá samt ekki axla byiðarnar eima. Notaðu einstakt tækifæri. Krabbinn 21. júní — 2? .júlí Farðu einfaldar leiðii. Það er vandasamt að finna sparnaðar- leiðir. líklegt að einhver leiti á náðir þínar til að greiða sál- ræna f.ækju. Þú ert illa undir það búinn, þótt þú hafir mátt vita það Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Freistaðu gæfunnar i viðskiptum og fjármálum. Félagi þinn eða maki leggja þér heilræði. Þegar á líður færðu einstakt tæki- færi. Meyjan 23. ágúst — 22 septcmber Auðvelt er að ganga frá smáatriðunum. Stórmálin eru ekki tilbúin Einfalt svar við gömlu vandamáli er á næsta leiti, og kann að vera að þér verð: það ljóst seinna í dag. Hugsaðu ráð þitt vel. Vogin 23. september — 22. október í dag verður tekið af skarið. Eldra fólkið er virðulegra og hefur ýmislegt til málanna að leggja. Hlustaðu, þótt þú hafir heyrt þetta áður. „ Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Athugaðu vel smáatriðin og gæðin. Kynntu sjálfan þig og vinnu þs'nia í sífellu með allri þeirri sölumennsku, sem þú getur safnað þér saman í sarpinn. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember Farðu í sparifötin og vertu í hátíðaiskapi, þú kannt að þurfa að fara eitthvert, sem þú hefur áður farið án frekari útskýr- inga, Lagaflækjur skýiast með fréttri aðferð. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Vertu hógvær í fnamkvæmdum og varðveittu þannig hóp eða fjölskylduhagsmuni. Athugaðu hvort einhvers staðar eru geilar í áformum þínum. Gerðu eitthvað til að róa foreldra þína. Vatnsberinn 20. janúar — 28. febrúar Reyndu að komast til botns í málefnum er varða gamla kunningja. Ef þú spyrð réttrar spurningar getur þér opnast heill heimur lystisemda. Málefni gamla fólksins þarfnast ait- hugunar. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Einhverjir atburðir endurtaka sig, en vertu ekki hissa þótt útkoman verði öðruvísi. Reyndu að fá endurgoldna peninga, sem þú hefur lánað einhverjum. Orð annarra verða þér umhugs- unarefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.