Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1989. 19 Landamæraskærur Kínverja og Rússa — eru ekki ný bóla — en átökin um síðustu helgi voru þó hin alvar- legustu til þessa Síðustu landamæraskærur Rússa og Kínverja hafa verið mjög í fréttun-um undanfarna viku. Framan af var erfitt að afla áreiðanlegra frétta um átökin sem urðu við Ussuri fljótið á sem skiptir löndum og um það bil miðja vegu milli borganna Vladivostok og Khabarovsk. Yuri Dimitriev, sem var sjónarvottur að átök- unum, skrifaði grein um þau í málgagn sovézku verzlunar samtakanna. Hann segir með- al annars: „Það var kalt í veðri og klukkan var um ellefu að morgni, að staðartíma, þegar óskammfeilnir Maoistar, örv- aðir af áróðri frá Peking, gerðu ósvífnislega og vopnaða tilraun til að ráðast inn yfir landamæri Sovétríkjanna. Hópur vopna'ðra manna — að minnsta kosti rösklega tvö hundruð talsins — skaut skyndilega upp kollinum á Ussurifljótsbakkanum — Kína megin. Bersýnilega voru þar hermenn á ferð, þóct þeir reyndu að dulbúast. Þeir hrópuðu vígorð gegn Sovétríkjunum og þustu í átt ina til Damansky-eyjar, sem er á yfirráðasvæði okkar. So- vézkir landamæraverðir komu á vettvang og Kínverjunum var tjáð, að þeir hefðu farið með ójöfnuði yfir landamæri Sovétríkjan-na og þeim væri hollast að hafa sig á brott. Þessu var svarað með því að hefja vélbyssuskothríð á okkar menn af kínverska fljótsbakkanum. Vopnaðir þorparar í hópnum byrjuðu einnig skothríð og hrópuðu skútyrði að sovézkum vörð- um, sem voru aðeins að rækja skyldustörf sín. Eins og venja er höfðu þeir byssurnar ekki í miðunarstöðu, heldur höfðu þær um axlirnar. Þegar sýnt var, a'ð Kínverj ar myndu ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana, tóku sovézkir landamæraverðir til sinna ráða og hröktu ofbeldis seggina á braut.“ Síðan segir greinarhöfund- ur: „Hvað á að halda um þessi alvarlegu átök? Engin vafi er á því, að af hálfu Kínverja var þetta undirbúið og skipu- lagt. Kínverskir áróðursseggir hafa löngum haft í frammi ögranir við sovézka landa- mæraverði, en þeim væri fyrir beztu að skilja, að ekkert get- ur skotið okkur skelk í bringu.“ Margir hafa það fyrir satt, að sovézir landamæraverðir ■ JOOKIÍ • \ -S O VyJ f \ ^ ‘~~N Kttíbérovskj KINA Örin bendir á þann stað sem átökin urðu milli sovézkra og kínverskra um síðustu helgi, en það var um það bil miðja vegu milli borganna Vladivos- tok og Khabarovsk. vörður mjög öflugur og var efldur stórlega, eftir a’ð menn ingar-byltingin í Kína komst í algleyming. Sovézkir landa- mæraverðir hafa um það strengileg fyrirmæli að gera ekkert, sem Kínverjar kunni að taka sem eggjun né láta þá egna sig til vandræða, á Sovézkir verðir við landamæri Kína. hafi verið mjög þolin-móðir og langlundargeð þeirra ótrúlegt, þar sem Kínverjar hafi haft uppi ögranir í æ ríkara mæli, síðan sambúð landanna fór að kólna og snerist síðar upp í fullan fjandskap. Með öllum landamærunum, sem eru 9 þúsund kílómetrar og ná frá iðnaðarhéruðum Mansjúríu til eyðima/kan-na í Miðasíu, er Milljónir manna fóru í mótmælagöngur í borgum Kína, þegar fréttirnar bárust af átökunum við landamærin. Mynd in er frá Peking. hverju svo sem gengur. Eins og alkunna er hafa klögumálin gengið á víxl, síð- an átökin urðu um síðustu helgi og mótmælagöngur fjöl- mennar verið farnar bæði í Sovétríkjunum og Kína. I mótmælaorðsendingu kín- versku stjórnarinnar segir, að sovézkir endurskoðunarsinnar hafi hvað eftir annáð virt að vettugi rétt landamæra, þrátt fyrir viðvaranir. Segir að á tímabilinu 23. janúar — 2. marz hafi sovézkir hermenn 16 sinnum ruðzt inn í Kína við Chenpao-eyjuna, og hafi þeir iðulega sært kínverska hermenn og rænt vopnum þeirra. Ennfremur að frá því í nóvem-ber 1967 til 5. janúar 1968 hafi sovézkir hermenn ruðzt með ófriði að minnsta kosti 18 sinnum inn á kín- verskt landsvæði í héraðinu við Chilichin-eyjuna fyrir n-orðan Chenpao. Kínverjar segjast margsinnis hafa mót- mælt flugi sovézkra njósna- flugvéla yfir kínversku landi. Sovétstjórnin hefur vita- skuld borfð þessar ásakanir jafnóðum til baka og lýst þær staðlausa stafi, og einnig bor- ið Kínverjum á brýn ögranir og yfirgangssemi við sovézka landamæraverði. í Kína hefur verið unnið að því markvisst að magna ótta alþýðu manna við s-ovézka inn rás í landið og í ræðu Chou en lai í fyrrahaust sagði hann skilmerkilega, að innrás frá Sovétríkjunum væri alls ekki óhugsandi. Sta'ðhæft var, að Sovét hefði fjölgað stórlega í gæzluliði á landamærum ríkj anna. Þó að ekki sé það vitað með vissu munu sovézkir á landamærunum vera allt að ein milljón manna. Kínverjar eru þó litlu færri, eru sagðir um átta hundruð þúsund. Þá Framhald á bls. 31 STAÐREYND ÓTRÚLEGRI EN SKÁLDSKAPUR nefnist erindi, s-em Svein B. Johansen flytur í Saifnaðarheimili Aðverutista, Keflavík, sunnudaginn 9. marz kL 5 síðdegis. Einsöngur: Jón Hj. Jónsson. Litskugigamyndir. Allir velkoijjnir. Breiðíiráingar - Rangæingar Spila- og skemmtikvöld fclaganna verður í Breiðfirð- ingabúð laugardaginn 8. marz og hefst kl. 21. 3ja kvölda kcppni hefst — Góð verðlaun. Skcmmtinefndir félaganna. Húsbyggjendur í eldhúsið smíðum við innréttingu, í svefnherbergið skápa. — Leitið tilboða. Húsgagnaverkstæði ÞÓRS OG EIRÍKS Súðarvogi 44 (Kænuvogsmegin) Sími 31360. íbúð óskost til koups 2ja eða 2ja til 3ja herb. ný eða nýleg íbúð óskast til kaups. Má ekki vera í Árbæ eða Kópavogi og ekki í kjallara, en helzt í háhýsi eða blokk. Góð útborgun. Nánari upplýsingar í síma 24808 eða 12496 í dag KVOLDKABARETT Lionsklúbbsins ÞÓRS að Hótel Sögu sunnudagskvöld. Fjölbieytt skemmtiatriði. Styrkjum gott málefni. Lionsklúbburinn Þór. ■BnBHHUHnHUBHBfVUHHHUi Félagsfundur Verzlunarmannatélag Reykjavíkur heldur félagsfund mánudaginn 10. marz 1969 kl. 6,15 í Tjarnarbúð FUNDAREFNI: Samningaviðreeður og verkfallsheimild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.