Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1969, 23 Ólöf Gísladóttir f DAG verður jarðlsett frá Hafnarfjarðarkirkju, Ólöf Gísla dóttir sem lézt á Hafnarfjarðar- spítala 27. febr. síðastliðinn, rúm lega 70 ára að aldri. Með Ólöfu er gengin merk og góð kona, sem mun verða minnisstæð okk- ur, sem hana þekktum, ekki sízt þeim af okkur sem vorum svo heppnir að eignast hennar traustu vináttu sem aldrei brázt og var okkur svo mikils virði. Ólöf fæddist 13 júlí árið 1898 að Hávarðakoti í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu. Litlu síðar fluttisit hún að Vesturholtum í sömu sveit, með foreldrum sín am og þar ólst hún upp. Foreldrar Ólafar voru hjón- in Jónína Margrét Ólafsdóttir og Gísli Bjarnason, sem voru virt og vel metin í sinni sveit. Bæði voru þau ættuð úr Rangárvalla- sýslu, og þjuggu lengst af íVest urholtum. Þar ólst Ólöf upp í stórum systkinahópi, þau voru átta systkinin og var hún næst eizt, svo augljóst er, að snemma hefur hún þurft að fara að vinna bæði við heimilisstörfin og svo að hugsa um systkini sín. Vart hefur allt verið til staðar, sem nú þykir sjálfsagt, en gert var það bezta úr öllu, og systkina- hópurinn samhentur. Ólöf giftist árið 1920 Halldóri Halldórssyni frá Sauðholti. Fyrstu búskapar ár þeirra var í Innri-Njarðvík. Þá fluttu þau að Ásmundarstöðum í Holltum í Rangárvallasýslu og bjuggu þar í fjögur ár. Þar fæddust þeim þrjú börn. Árið 1926 flytjast þau svo til Hafnarfjarðar og dvelja þar bæði til æviloka. Mann sinn missti Ólöf í júlí árið 1941. Harxn lézt á Hafnar- fjarðrspítala eftir langa vanheilsu Haildór var mikill dugnaðar- maður og sá mjög vel fyir heim- ilinu, enda voru þau mjög sam- hent um að búa heimili sitt vel. Og þangað þótti öllum gaman að koma og gott að dvelja. í þau 20 ár, sem þeim auðn- ist að búa saman, eignuðust þau 10 börn, sem öll eru á lífi, 8 syni og 2 dætur, og getur hver séð að oftast mun húsmóðirin hafa haft nóg að gera. Og aldrei kom maður svo á þeirra heim- ili, að ekki væri þar allt i röð og reglu og viðurgerningur all- ur sem maður gat best á kosið. Því var oft gestkvæmt hjá þeim. Eftir að Halldór féll frá, pá sameinuðust systkinin um að halda heimilinu áfram, og kom það þá vel í ljóa, hversu mikil mannkostamenneskja Ólöf var. að geta haldið heimilinu í sömu skorðum og áður var, börnin þetta mörg, elzta 19 ára og það yngsta á fyrsta ári. Geta má þess, að Karl, sonur þeirra, var uppalinn í Vfesturholtum hjá for íeldrum Ólafar. Hennar mesta stoð var efalaust elzti sonur þeirra: Þórhallur, sem ekki var þá nema 19 ára, en var þá far- inn að vera til sjós á togara. Svo bættust hin smám saman í hópinn að hjálpa til við heimil- ishaldið, eftir því sem þau stækk uðu og gátu farið að vinna. Þegar ég lít til baka og rifja upp kynni mín í um 40 ár, fyrst við ykkur hjónin og síðan við þig Ólöf, og þinn stóra barna- hóp, þá er margs að minnast. Margar ánægjustundir hef ég dvalið á þínu heimili og notið gestrisni þinr.ar sem var svo mik il. Mér fannst alltaf ánægja þín mest, þegar flest var hjá þér og þú hafðir sem mest að gera, að hugsa um veitingar handa öllum því enginn mátti fara frá þér fyrr en þú hafðir gert honum gott og hresst, margan mest með þínu þægilega viðmóti og léttu lund. Og þegar þú gazt tekið þér frí frá önnum dagsins, og sezt hjá gestum þínum og deilt geði þínu við þá, þá var indælt að vera í þeim hópi, heyra þig segja frá og heyra þinn innilega hlát- ur, sem kom frá hjarta þínu. Ástúðlegra samband milli móð ur og barna hef ég ekki þekkt og mikið þótti þér vænt um börnin þín öll. Þó býzt ég við, að vænst hafi þér þótt um tvö yngstu börnin þín, Þórdísi og Svein, og hjá honum dvaldist þú síðast. Reyndi hann að búa þér þægiliegt og gott heimili sem honum tókst. Á þessari kveðjusitund er mér þakklæti efst í huga. Ég þakka allar samverustundirnar, sem ég átti með þér, Ólöf og fjöl- skyldu þinni. Við hjónin og fjölslkylda okk- ar vottum börnum þínum þarna börnum og barnabarnabörnum okkar innilegustu samúð og um leið biðjum sálu þinni blessun- ar Guðá á þeirri vegferð, sem þú ert nú að hefja í eilífum heimkynnum kærleikans. S.P. Bjarnhéðinn Árnason — Minning F. 3. nóv. 1924. D. 26. febr. 1969. I DAG verður Bjarnhéðinn (Baddi) borinn til 'hinztu hvílu. Nú er ég í fyrsta sinn sé á bak kærum vini, falla mér í hug orð- ira: Drottinn gaf og drottinn tók. Fram að þessu hef ég áðeins notið gjafmildi hans, en nú hef- ur hann tekið mág minn. Badda á ég ótal margt að þakka. Ég dvaldi lengi á heim- ili hans og kyhntist þá hvílík- um mannkostum hann var bú- inn. Hann var mjög geðgóður og dagfarsprúður maður, sem var ætíð reiðubúinn að rétta vinum sínum hjálparhönd. Það þurfti enginn að biðja Badda um að- sto’ð, hann var ætíð fyrr til að bjóða hana. Baddi kvæntist systur minni Vilnýju Bjarnadóttur 25. júní 1955 og eignuðust þau þrjú börn, Guðna 14 ára, Ásdísi 8 ára og Sævar 4 ára. Baddi hafði bú- ið fjölskyldu sinni fallegt heim- ili að Seljavegi 6, Selfossi. Á þessu heimili ríkti friður, því að þau voru mjög samlynd hjón og aldrei vissi ég til þess að þeún yrði sundurorða. En hamingjan er fallvölt. 1 september síðastliðinn heyrði ég, að Baddi væri eitthváð veikur, en þar sem hann var aðeins nokkra daga frá vinnu, hélt ég, að þetta væri ekki neitt alvar- legt, en þar skjátlaðist mér. Hann var fársjúkur, en af ein- skærri samvizkusemi og hörku hélt hann vinnu sinni áfram allt til áramóta, en þá var hann orðinn svo máttfarinn að hann komst vart fram úr rúminu hjálparlaust. Eftir tveggja mán- aða legu hefur sá er hann trúði og treysti veitt honum hvíld. Ég votta systur minni, börn- um hennar og aldraðri móður hans mínar innilegustu sam- hryggð. Megi guð græða sár okkar allra. Hera. ÞETTA GERDIST í desember 1968 ALÞINGI Stjórnarfrumvarp um að 740 millj. kr. af gengishagnaði verði ráðstafað til sjávarútvegsins (3). Stjórnarfrumvarp um að lausaskuld um iðnaðarins verði breytt í föst lán (5) . Stjórnarfrumvarp um að hagnaði af birgðum landbúnaðarvara, um 150 millj. kr., verði ráðstafað í þágu land- búnaðarins (5). Vestfjarðaáætlunin rædd á Alþingi (6) . Stjórnarfrumvarp, er miðar að efl- ingu Bjargráðasjóðs (11). Upplýst að nettólækkun stofnlána Sementsverksmiðjunnar hafi numið 311 millj. kr. á sl. 10 árum (1(2). Forsætisráðherra lýsir yfir, að frek- ari útlánaaukning bankanna sé óhjá- kvæmileg til þess að gengisbreytingin nái tilgangi sínum (12). Stjórnarfrumvarp um prófessorsem- bætti í ættfræði tengt nafni Einars Bjarnasonar, ríkisendurskoðanda (14). Fjárlög til 2. umræðu á Alþingi (14). * Fjárveitinganefnd leggur til að framlög til nýbygginga skóla verði 33,1 millj. kr. (1«). Tíu frumvörp afgreidd sem lög frá Alþingi (20). Kosið í Norðurlandaráð og stjórnir stofnana (22). Umræður um ferðamál á Alþingi (22). Þinghlé gert til 7. febrúar (22). VEBUR OG FÆRÐ Nóvembermánuður með þeim hlýj- ustu á þessari öld (5). Miklar jarðhræringar á Suð-Vest- urlandi. Snarpasti kippurinn 5—6 stig (6). Kuldakast hér á landi (19). Óvenjugóðar samgöngur milli byggðarlaga um jólin (28). Hafísinn færist nær landi (28). ÚTGERÐIN Rekstur verksmiðjutogara hagkvæm ur og fjárhagslega öruggur sam- kvæmt niðurstöðum nefndar á vegum FFSÍ (3). Fjórir bátar teknir að ólöglegum veiðum út af Gróttu (3). Löndun íslenzkra skipa mótmælt í Noregi (7). Aflinn við Suð-Vesturland 171 þús. lest frá áramótum (17). íslenzk skip seldu fisk erlendis fyr- ir 164 millj. kr. í ágúst-nóvember (17). To^arínn Sigurður aflahæsta skipið 1968 (31). FRAMKVÆMDIR Lægsta tilboð í Breiðholtsskóla 66 mi1»i. kr. (1). Flugfélagið annast nú mestallt við- hald á flugflota sínum (1). Nýr barnaskóli í Hreppum (1). • Sjónvarpið nær til Akureyrar og nágrennis (3). Ný sjúkrahúsdeild opnuð við sjúkra liús Akraness (4). Eimskipafélagið kaupir ms. Vatna- jökul (4). Hitinn í borholu á Reykjanessvæð- inu mælist 286 gráður (6). Borað eftir heitu vatni í Svarfaðar- dal (7). Mývetningar ná sjónvarpsútsending um (11). VR kaupir hús við Hagatorg (11). Hitaveituframkvæmdir fyrirhugaðar í Reykjavík (14). Sjónvarp komið á Vestfjörðum (17). Turn Hallgrímskirkju uppsteyptur (17). Viðbyggingu barnaskólans í Þor- lákshöfn að ljúka (18). Sjónvarp sést á Blönduósi (28). Eimskip tekur fyrsta hluta Faxa- skála í notkun (29). MENN OG MÁLEFNI Dr. Sigurður Nordal heiðursfélagi Vísindafélags íslendinga (1). Frú Ásta Guðmundsdóttir Wright gefur um 4 millj. kr. til styrktar ís- lenzkum vísindum (1). Prófessor Þorbjörn Sigurgeirsson sæmdur Stúdentastjörnunni fyrstur manna (3). Sinfóníuhljómsveitin heiðrar dr. Pál ísólfsson með tónleikum (4). Arkitektarnir Skarphéðinn Jóhanns son og Guðmundur Kr. Guðmundsson hlutskarpastir í samkeppni um teikn- in?u að húsi fyrir Seðlabankann (11). Hjálmar R. Bárðarson endurkjörinn formaður sérnefndar IMCO (11). Guðrún P. Helgadóttir .skólastjóri, ver doktorsritgerð í Oxford (12). íslenzkur ballettdansari, Þórarinn Baldvinsson .hlýtur mi'kið lof í Lon- don (18). Sveinn Sæmundsson, yfirlögreglu- þjónn rannsóknarlögreglunnar lætur af störfum vegna aldurs (19). Aðalsteinn Guðjohnsen ráðinn raf- ma^nsstjóri í Reykjavík (20). Hörður Einarsson kosinn formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Revkjavík (20). TiIIaga í borgarstjórn Reykjavíkur um árleg heiðurslaun til handa Tóm- asi Guðmundssyni skáldi (20). Séra Ingþór Indriðason kosinn prest ur í Hveragerði (21). Dr. Henrik Frehen tekur við em- bætti sínu sem kaþólskur biskup á fslandi (22). FfiLAGSMÁL Félag dönskukennara stofnað. Ing- ólfur A. Þorkelsson formaður (1). Valgarð J. Ólafsson kosinn formað- ur Anglínu (1). Átthagafélag Norðfirðinga stofnað í Reykjavík. Friðjón Guðröðsson kjör- inn formaður (5). Aðalfundur LÍÚ haldinn 1 Reykja- vík (5). Sverrir Júlíusson endurkjör- inn formaður (7). Til umræðu hvort háskólamenn í opinberri þjónustu gangi úr BSRB (7). Eggert ísaksson kosinn formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði (11). Landssamband lögreglumanna stofn að. Jónas Jónasson formaður (11). Framhaldsstofnfundur Almenna út- gerðarfélagsins h.f. haldinn (12). Fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir 1969 lögð fram (13). Atvinnumálanefnd Reykjavíkur leggur fram tillögur til atvinnuaukn- ingar (19). Deild vélskólans í Vestmannaeyjum heimsækir aðalskólann í Reykjavík (20). Blaðamannafélagið heldur námskeið í blaðamennsku (21). Fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir 1969 samþykkt (22). Guðmundur J. Kristjánsson endur- kosinn formaður Landssambands ísl. stangveiðifélaga (22). Óeirðir í Miðbænum eftir fund Æskulýðsfylkingarinnar og Fél. rót- tækra stúdenta (24). BÓKMENNTIR OG LISTIR Alfreð Flóki heldur málverkasýn- ingu (1). Veturliði Gunnarsson heldur mál- verkasýningu (3). öræfamynd eftir Ásgrím Jónsson seld á 65 þús. kr. (4). Leikfélag Hrunamanna sýnir Gullna hliðið (5). Þjóðleikhúsið sýnir barnaleikritið Síglaða söngvara, eftir Thorbjörn Egner (7). Blásarakvintett Tónlistarskólans í Reykjav^k heldur tónlelka á Akur- eyri (10). íslenzk listahátíð ái-.»/eVn 1970 (10) Bókmenntakymúng helguð Gunnarj Gunnarssyni haldin að Egilsstöðum (11). Leikfélagið í Stykkisnólmi sýnir Allra meina bót, eftir Patrek og Pál (11). Strengjahljómsveit leikur í skólum í Vestmannaeyjum (13). Drengjakórinn „Litlu næturgalarn- ir“ heimsækir ísland (22). Þjóðleikhúsið sýnir Delerium bú- bónis, eftir Jónas og Jón Múla Árna- syni (31). Litla leikfélagið sýnir Einu sinni á jólanótt (31). NÝJAR BÆKUR Skagfirzkar æviskrár, III bindi (1). Alþýða og athafnalíf, eftir Eyjólf K. ónsson (1). Ritsafn Einars H. Kvaran í nýrri útgáfu (3). Bréf til bróður, eftir Jóhann Sig- urjónsson (3). Fljótt, fljótt, sagði fuglinn, eftir Thor Vilhjálmsson (4). Vaskir menn, sagnaþættir eftir Guðm. G. Guðmundsson (5). Brotabrot, smásagnasafn eftir Stein ar Sigurjónsson (5). Elliðaárnar, eftir Guðmund Danjels- son (6). Tilhugalíf, skáldsaga eftir Krist- mann Guðmundsson (6). Ljóðabþk eftir dr. Einar Ól. Sveins- son (6). Grettissaga í útgáfu Halldórs Lax- ness (6). Úr dagbók vitavarðar, eftir Óskar Aðalstein (7). í stríði og stórsjóum, eftir Svein Sæmundsson (7). Gróandi þjóðlíf, eftir Þorstein Thor arensen (7). Katla kveður, síðasta bók Ragnheið- ar Jónsdóttur (7). Hart í stjór, sjóferðasögur af Júlíusi Júníussyni (8). Jóns saga Jónssonar, sjálfsævisaga (8). Uppi var Breki, eftir Sigfús John- sen (8). Ferðin frá Brekku, minningar eftir Snorra Sigfússon (8). Eddukvæði með nútímastafsetningu (8). Vér íslands börn, eftir Jón Helga- son, ritstjóra (8). Heildarútgáfa á verkum Hannesar Hafsteins (10). Vietnam, eftir Magnús Kjartansson (10). Sonur bjargs og báru, ævisaga Jóns í Belgjagerðinni, eftir Guðm. G. Haga lín (11). Minnisverðir menn,. eftir Tómas Guðmundsson og Sverri Kristjánsson (12). Menn í öndvegi, bækur um Jón Arason og Jón Loftsson (12). Átta raddir úr pípulögn, fyrsta skáldsaga Vésteins Lúðvíkssonar (12). Áður en fífan fýkur, eftir Ólaf Þor- valdsson (12). Eyfirðingabók I, eftir sr. Benjamín Kristjánsson (12). í álögum, skáldsaga eftir Magneu frá Kleifum (12). íslenzkar fornsögur, ritgerðir eftir dr. Sigurð Nordal (13). Fagra veröld, ljóðabók Tómasar Guðmundssonar í viðhafnarútgáfu (12). Fagur fiskur í sjó, 2. bindi ævi- sögu Einars Sigurðssonar eftir Þór- berg Þórðarson (14). Orðstír og auður .skáldsaga eftir Gunnar Dal (10). Snaran, skáldsaga eftir Jakobínu Sigurðardóttur (15). Færeyjar, eftir Gils Guðmundsson (15). Álög og bannhelgi, eftir Árna Óla (17). Svipur Reykjavíkur, eftir Árna Óla (17). Kjarvalskver, eftir Matthías Jo- hannessen (18). Kaupstaður í hálfa öld, I. bindl sögu Reykjavíkur (18). Innrásin í neytendasamtökin, eftir Svein Ásgeirsson (19). Læknir segir sögu, Lúkasarguð- spjall í endurskoðaðri þýðingu (19). Eins og opinn gluggi, eftir Sigvalda Hjálmarsson (19). SLYSFARIR OG SKAÐAR Eldur í bv. Gylfa (3). Magnús Teitsson, maður um sex- tugt, hverfur sporlaust í Kópavogi (3). Alfred Schmithe, 34 ára Þjóðverji. bíður bana í Straumsvík (4). Eldur i vélsmiðjunni Magna í Eyj- um (12). Vélbáturinn Glófaxi NK 54 brennur í Neskaupstað (12). Krossanes SU 320 strandar í Fær- eyjum, en náðist aftur á flot (12). Nokkrar skemmdir á sjúkrahúsi Ak ureyrar í eldi (15). Tveir menn höfuðkúpubrotna 1 Straumsvík (17). Brim tók með sér 500 tómar tunnur á Vopnafirði (22). Sigríður Sturludóttir, 35 ára, frá Flateyri, bíður bana í bílslysi (24). Eldur í þaki skipasmíðastöðvar Þor- geirs og Ellerts á Akranesi (24). Húsið Kirkjuvegur 8 á Ólafsfirði stórskemmist í eldi (31). 68 íslendingar fórust 1968 (31). AFMÆLI Fullveldi íslands 50 ára (1). Skíðaráð Reykjavíkur 30 ára (4). Nordmannslaget 35 ára (5). Hólskirkja í Bolungarvík 60 ára (18). Glímufélagið Ármann 80 ára (18). Sálarrannsóknarfélag íslands 50 ára (19). Rafveita Patreksfjarðar 50 ára (22). ÍÞRÓTTIR Guðmundur Gíslason, Á, setur ís- landsmet í 100 m flugsundi, 1X)1,8 mín. (6). ÍR Reykjavíkurmeistari í körfu- knattleik (11). Körfuknattleiksliðið Sparta Prag i heimsókn (17). ÝMISLEGT Seölabankinn veitir 2 millj. kr. úr ávísanasjóöi til vísinda- og náttúrtt- verndar (1). Loftleiðir hafa 3,4% af heildarfar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.