Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1969. Kynning körfuknattleiksmanna: Gunnar Gunnarsson fyrirliði KR-iiðsins I DAG kynnum við fyrirliða, núverandi íslandsmeistara KR, Gunnar Gunnarsson. Gunnar er 24 ára og 183 cm á hæð. Með félagi sínu hefur hann leikið 102 leiki en 100. leikurinn var á móti ÍR á dögunum, sem ÍR vann 69:60. Með KR hefur Gunnar skorað yfir 1000 stig en um 100 stig með landsliðinu í 16 landsleikjum en 4 unglinga- landsleiki hefur hann og leik- ið. Hóf að leika með M.fl. KR 1962, 17 ára. Gunnar er einn helzti upp- bygsjari KR-liðsins og lykil- maður að flestum leikaðferð- um. Einnig er hann frábær skotmaður og eru langskotin hans sterka hlið en í vetur hefur hann hitt fremur illa. Þess má geta að árið 1965 varð hann næst sigahæsti leik maður 1. deildar með 15 stig að meðaltali, og átti um tíma met í skorun í einum leik 42 stig. Gunnar er sterkur varnar- leikmaður og laginn að trufla andstæðingana, og fljótur að snúa vörn í sókn með sínum frábæru hjálpargjöfum. Með vinstri hendinni á Gunnar oft glæsileg sveifluskot, en gegn- umbrot hans er erfitt að stöðva því mótherjinn veit ekki með hvorri hendinni hann skýtur. 14 ára hóf hann iðkun körfu knattleiks með KR og hefur Gunnar Gunnarsson, fyrirliði leikið með 3. fl. og upp úr. Fyrstu árin lék hann í stöðu miðherja en nú leikur hann í stöðu bakvarðar. íslands- og Reykjavíkurmeistari hefur hann orðið í 3. fl. og 2. fl. en með m.fl. hefur Gunnar orð- ið íslandsmeistari 4 sinnum og Reykjavíkurmeistari tvívegis en fyrirliðastöðu hefur Gunn- ar gegnt í eitt og hálft ár. Gunnar hefur þjálfað yngri flokka KR, og á nú sæti í ungl ingalandsliðsnefnd KKÍ. Gunn ar er bókhaldari að atvinnu. Það er unun að hafa vald á skíðunum í góðri brekku. KR gengst fyrir skíðakennslu — 15 bextu menn félagsins kenna í Skálafelli um helgina MIKILL fjöldi Reykvíkinga hef- ur sótt til fjalla undanfarnar helg ar, og notið góðrar skiðaaðstöfu í Skálafelli. Á annað þúsund manns munu hafa sótt Skáiafell um hverja helgi. Nú ætlar skíða- deild KR að gangast fyrir al- hliða skiðakennslu fyrir yngri sem eldri og hefur fengið til þess fimmlán beztu skiðamenn félagsins. Kennsiunni verðu; hagað fjann ig, að kennt verður frá kl. 15-17.30 á laugardag, en frá k!. 10 til 12.30 og 14-16.30 á sunnu- dag. Kennslan fer fram rétt ofan við bílastæðin og munu félagar úr hjáiparsveit skáta aðstoða við innritun og skipulag. 12—15 nem endur verða í hverjum flokki og verður reynt að velja í flokkana eftir aldri og getu. Aðalkennaii verður Leifur Gíslason, sem hef Körfuboltamenn taka þátt í Evrópumótinu í maí En ýmsir af þeim beztu geta ekki verið með vegna próta ÁKVEÐIÐ er að ísl. landslið í körfuknattleik taki þátt i Evrópu meistaramótinu, sem fram fer í Svíþjóð 9.-13. maí n.k. ísland verður í riðli með Tékkum, A- Þjóðverjum, Svíum og Dönum. Aðeins tvö af þessum liðum kom ast í lokakeppnina á ítalíu í september, þar sem 16 lið leika til úrslita um Evróputitill. Venj- an er sú að raða þannig i undan- riðla að tveimur sterkum liðum er þar skipað niður ásamt öðr- um veikari og hafa því hinar „sterkari" þjóðir mesta mögu- leika í lokakeppninni. Tékkar og A-Þjóðverjar munu sterkastir í riðli íslands en Tékk ar urðu í 2. sæti á sl. EM-móti. A->jóðverjar hafa lengi verið í fremstu röð ,og okkur hefur aldrei tekizt að sigra Svía en höf Aðoliundur Frum í dug AÐALFUNDUR Fram verður haldinn í dag ki. 1.30 i Félags- heimilinu við Skipholt. Félagar eru hvattir til að fjöimenna. um ávailt unnið Dani síðan 1962, þótt oft hafi verið mjótt á mun- um,. 20 menn hafa verið valdir íil æfinga en auk þess eru nokkrir leikmenn úti á landi sem ekki hafa tök á að mæta. >á eru og nokkrir af okkar beztu mönnum í erfiðu námi og prófum og vafa samt að þeir geti tekið þátt í för inni. Líklegt er að ísl. liðið leikí landsleik við Skota á útleiðinni og ætti það að verða góð upphit un fyrir liðið fyrir leikina í Sví þjóð. ísl landsliðið í körfuknatt- leik hefur átt mjög gott ár, sigr ar gegn Dönum, Norðmönnum og M0LAR | JUGÓSLAVAR og Svíar léku i landsleik í knattspyrnu i Split í Júgóslavíu á miðviku- ’ dag. Júgóslavar sigruðu með | 2 mörkum gegn 1. Sparta Prag og góðir leikir gegn Finnum og Gillettemönnum. Sig- urinn yfir Sparta er einna stærst ur og sýnir hvað liðið getur, er því tekst vel upp. Liðið mun halda utan 5. maí. R.víkurmót hinna yngstu Á MORGUN fer fram Reykja- víkurmót i handknattleik í 4. aldursflokki karla að Háloga- landi og heLt kl. 1 síðdegis. Leikirnir eru alls 15 og eru þess- ir: Víkingur — Ármann Valur — KR Fram — ÍR Víkingur — KR Valur — ÍR Fram — Ármann Vikingur — ÍR KR — Ármann Valur —- Fram TR — Ármann Víkingur — Valur Fram — KR Valur — Ármann KR — ÍR Fiam — Vikingur ur skíðakennararéttindi frá norskum skóla. Bifreið hjálpar- sveitar skáta verður staðsett á bílastæðinu. Kennslugjald fyrir hvert tímabil verður kr. 30 fyrir börn en kr. 50 fyrir eldri en 15 ára. >að er von KR-inga að sem flestir geti notað sér þesia ný- breytni. Ef vel til tekst verður reynt að halda áfram kennsl- unni síðar. Keppt í blaki í fyrsta sinn Í.M.A. (íþróttafélag Menntaskól- ans á Akureyri) mun halda opið blakmót í íþróttaskemmunni á Akureyri dagana 22. og 23. marz. Er þetta fyrsta opinbera blak- mót, sem haldið hefur verið á íslandi. Öllum er heimil þátt- Meistnramót í irjólsum ÍSLANDSMEISTARAMÓT karla og kvenna í frjálsum íþróttum innanhúss mun fara fram i Laug- ardalshöllinni í Reykjavík laug- ardaginn 22. marz n.k. Keppnisgreinar verða: Fyrir karla: 3x40 m., 600 m. og 1000 m. hlaup, 3x40 m. grinda hlaup, hástökk, stangarstökk og kúluvarp, hástökk án atr., lang- stökk án atr. og þrístökk án atr. Fyrir konur: 3x40 m. hlaup og 2x40 m. grindahlaup, langstökk án atr. og hástökk. Auk þess fer fram stangar- stökkskeppni drengja og unglinga meistaramótanna, sem ekki gátu farið fram í húsum þeim, sem þau mót voru háð í. >átttökutilkynningar skulu hafa borizt til Guðmundar >ór- arinssonar, Baidursgötu 6, Reykja vík eigi síðar en að kvöldi mið- vikudagsins 19. marz. >að skal sérstaklega bent á að mótið fer fram viku síðar en upprunalega var ákveðið, og að nú mun öllum keppnisgreinum mótsins verða lokið á einum og sama keppnisdegi. Er það vegna ófyrirsjáanlegra atvika. Aætlað er að mótið hefjist um kl. 15.15. íaka, en flokkaskipting er sem hér 'iegir: 1. fi. 18 á:a og eldri, 2. fi. 16 og 17 ára 3. fi. 14 og 15 ára 4. fl. 13 ára og yngri. >átttökutilkynningum skal ,;kila tii íþróttafélags MA, MA, ' kureyri, fyrir 16. þ.m. Skólamót ídag — í knatt’pyrnu \ SKÓLAMÓT í knattspyrnu ] hefst í dag en framkvæmda-' nefnd skólanna hefur unnið! að skipulagningu keppninn- | ar í samráði við KSÍ og KRR.i Fyrstu leikirnir í dag verða þessir: \ Vélskólinn Menntaskólinn i j Rvík. j Háskólinn — Iðnskólinn. Fyrri leikurinn hefst kl. 2' á Háskálavellinum en hinn ( síðari strax á eftir. Búizt er við miklum viðbún , aði meðal áhorfenda úr við- komandi skólum til að hveíja ( ,in lið. Þá er ákveðið að MA verði / með í skólamótinu og munu væntanlcga leika sinn fyrsta leik n.k. laugardag gegn | Kennaraskólanum. Almenno bókafélagið vann firmakeppni TBR FIRMAKEPFNI í badminton er nýlokið og lauk með sigri Al- menna Bókafélagsins. Fyrir firm að iéku þeir Þór Geirsson og Sigurður Tryggvason. Þeir kepptu til úrslita við Húsgagna- höllina en fyrir það firma léku Adolf Guðmundsson og Þorvald- ur Jónasson. Unnu hinir fyrr- nefndu með 15:11 og 15:6. I 3. og 4. sæti urðu Offsetprent og Rakarastofa Vilhelms Ingólfs sonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.