Morgunblaðið - 10.05.1970, Síða 17

Morgunblaðið - 10.05.1970, Síða 17
MORGUNRLADIÐ, SUNN’UDAGUR 10. MAÍ 1970 17 Við Tjamarbakkaim. (Ljáson. Sv. Þorim.) margar ræður hafa verið þar haldnar. Þá hefur verið fróð'legt að fylgjast með hversu jafnvægi náttúrunnar birtist í gervi þriggja þingmanna Framsóknar úr Norðxu-landskjördæmi eystra. Gísli Guðmundsson er þeirra elztur og virð.ulegastur. Hvort sem menn eru Gísla sammála eða ekki, þá viðurkenna allir hans miklu vitsmuni. Enda bera sam- flokksmenn hans slíka lotningu fyrir þeim, að þeir nefna hann oft Njál sín á milli. Á hinum endanum er svo Ingvar Gíslason, eins og allur landslýður mátti heyra í útvarpsumræðum á dög- unuim. Mitt á milli er hinn kok- hrausti málrófsmaður, Stefán Valgeirsson, sem um vitsmuni, sjálfumgleði og málgefni virðist vera andlegur tvíburabróðir Magnúsar Kjartanssonar. Örþrifaleit Tímans Þó að mörgu sé að sinna um þessar mundir, eru samt sveitar- stjómarkosningarnar og úrslit Reykjavíkurbréf Laugardagur 9. maí Richard Thors látinn Nú í vikunni fór hér í Reykja- vík fram útför Richards Thors, framkvæmd'aistjóra, siem látizt hafði erlendis. Hann hafði um alllangt skeið verið heilsuveill og lengi fótaveikur. Þegar af þeirri ástæðu er orðið langt síð- an hann sást á mannamótum, enda þurftu veikindi ekki til að koma, þvi að hann var alla ævi mjög hlédrægur. Richard var elztur bræðra sinna, hinna miklu athafnamanna, sona Thors Jenisenis. Hamn réð lömiguim mestu um stórframkvæmdir þeirra, en sinnti minna dagleg- um rekstri. Richard fékk eins og þeir og aðrir íslenzkir út- vegsmenn að keima á því að svipull er sjávaraifili, en mjög þurfti um að þrengjast til að Richard Thors kynni engin ráð. í eðli sínu var hann flestum meiri einkaframtaksmaður. En vegna dýrkeyptrar reynslu gerð ist hann einn af frumkvöðlurn SÍF, sem fékk raiunverulega einkasölu á saltfiski úr landi, og var til þess ráðs gripið í kreppunni miklu eftir 1930, þeg- ar saltfiskur var aðalútflutn- ingsvara fslendinga. Richard var ætíð síðan sannfærður um, að í þessari grein útlfutnings- ins, sem hann þekkti bezt, væri íslendingum lífsnauðsyn að hafa öflug samtök sín á milli til að koma í veg fyrir undirboð. Ýmsir aðrir unnendur frjálsrar verzlunar voru þessum skoðun- um mjög andvígir, en hvorki Richard né ólafii bróður hans varð haggað í þeim efnum. Inn- anlands varð Richard þekktast- ur er hann beitti sér fyrir bygg- ingu Hjalteyrarverksmiðjunnar, enda reyndist hann þá tilþrifa- mestur. Hann kom verksmiðj- unni upp á fáum mánuðum til andsvara við heiftúðlegar póli- tískar árásir á þá Kveldúlfs- menn. Af opinberum málum hafði Richard Thors lítil bein afskipti önnur en þau, að hann þótti í nær hálfa öld sjálfkjör- inn í nefndir, er önnuðust við- skiptasamninga íslands við Bretland og Miðjarðarhafslönd. Með þeim störfum vann hann þjóð sinni mikið gagn, en þó enn meira með því að reynast einn mesti framkvæmdamaður hér á landi lengst af sinnar samtíðar. Heklueldar Enn fer hrollur um flesta fs- lendinga um leið og þeir heyra, a® eldur hafi brotizt úit í Heldiu eða næsta nágrenni hennar. Sem betur fer virðist svo að þessu sinni sem eldsumbrotin séu ekki líkleg til að valda verulegum skaða nema á beit fyrir búfé. Nokkuð framandleg þóttu mönnum þó viðbrögð a.m.k. tveggja vísindamanna, þegar þeir í sjónvarpi lýstu ánægju sinni yfir þessum ósköpum. Sennlle'ga hafa þetta þó fremur verið hreyistiyrði en alvar-a, því að þótt menn skilji tilhlökkun yfir að fást við merkilegt rann- sóknarefni, þá er þetta í flestra augum helzt til geigvænlegt til gamanmála. Annað mál er, að vegna nútímatækni og miargvia- legrar aðstöðu til samhjálpar, þá ógna náttúruhamfarir svo sem eldigos oig hafís mönnum ekki lengur með sama hætti og áður. Enn getur þó af þessum sökum leitt margháttað tjón. Nú mun flestum fyrst hafa orðið hugsað til þess, hvort líklegt væri að Búrfellsvirkjun yrði fyrir skakkaföllum af þessum sökum. Sú hugsun lá því nær sem mikill mannfjöldi hafði ver- ið saman kominn þar eystra fá- um dögum áður til að fagna þessum miklu mannvirkjum. Sum ir þeirra, sem þar voru saman komnir, höfðu lagt misjafnt til mála áður fyrri. Engin ástæða er þó til að véfengja gleði þeirra nú yfir unnum afrekum annarra, enda hefði það orðið þjóðinni allri mikið áfall, ef Búrfellis- virkjun hefði laskazt söfcum eldsumbrota. En á því sýnist sem sagt engin hætta. Hjátrú og tilviljanir Líklegt er, að áður fyrri hefðu þessi eldsumbrot verið sett í samband við hina miklu vígsluathöfn. Svo var t.d. um eldgosið á Mosfellsheiði eða í Ölfusi um svipað leyti og Kristni var lögtekin á Alþingi. Hvort tímasetning þeirra at- burða var svo nákvæmlega hin sama eins og sagnir herma, verð ur nú ekki fullyrt. Eins deila menn um, hvort sólmyrkvi hafi orðið alveg á sama tíma og í Heimskringlu segir í sambandi við fall Ólafs Haraldssonar. En svo skammt hefur verið á milli þessara atburða, að þeir tengd- ust með eðlilegum hætti í hugum almennings. Nú er hjátrú minni og þekking meiri. Þegar af því kemur engum lengur til hugar að tengja saman svo ólíka at- burði. Nú er og nákvæm tíma- setning á öllum einstökum at- vikum. Þegar fáum stundarfjórð ungum eftir upphaf gossins, er búið að taka af því mikilfeng- legar myndir, bæði af landi og úr lofti. Hér er enn eitt dæmi þeirra miklu breytinga, sem orð- ið hafa á ekki lengri tíma en frá 1913, þegar síðast var gos á svipuðum slóðum fyrir norðan Heklu. Þá liðu nokkrir dagar þangað til framtakssamir bænd- ur úr nágrenninu tóku sig til og riðu inn á afrétt í því skyni að staðsetja eldstöðvar nákvæm- lega. Nú eigum við fjölda af- bragðsgóðra j arðfræðinga, sem á skammri stundu fara til að skoða verksummerki. Þá var eini j arðifræði ngurinn á landinu, dr. Helgi Pétura forfallaður. Hinn fjölfróði landlæknir Guðmundur Björnsson, var því af Stjórnar- ráðsins hálfu fenginn til að fara að eldstöðvunum og senda þvi skýrslu um athug- anir sínar á „eldgosunum". En Guðmundur ætlaði hvort eð var austur yfir fjall í embættis- ferð og kom leiðangur land- læknis að eldstöðvunum hálfum mánuði eftir að eldgosið hafði brotizt út. * Island meira og betra Á meðan hinni miklu mann- Virkjagerð við Búrfell stóð, bar eitt sinn svo til að margir þing- menn brugðu sér þangað aust- ur. Einm þeirra lét þá ummælt á þá leið, að sér virtist ísland verða meira og betra Jand, þeg- ar hann sæi hinar mikilfenglegu framkvæmdir. Svipað mun flest- um hafa verið innanbrjósts, er þeir voru á dögunum eystra við hina formlegu vígslu virkjunar- innar. Erlendum mönnum, sem margir voru langt að komnir, fannst ekki síður en íslendingum mikils um vert það, er fyrir augu þeirra bar. Þeir komu flestir úr frjósömum löndum og gagnauðugum og höfðu þess vegna næman skilning á þýðingu þess, að íslendingar hagnýttu all- ar auðlindir landsins. Eins og fyrr segir er ekki ástæða til að efa, að jafnvel þeir, sem á sín- um tíma þvældust á móti fram- kvæmdunum, gleðjist nú yfir hversu vel hefir til tekizt. Og þó. Elín Pálmadóttir segir frá því í Morgunblaðinu á upp- stigningardag, að einhver kunn- ingi hennar hafi látið uppi and- úð gegn öllum vatnsaflsvirkjun- um hér og viiljí f þess stað að íis- lendingar hagnýti sér atomorku. Hvemig íslendingar eigi að afla hennar, hefur Elín hins vegar ekki eftir þessum hugvitssama manni. Samkvæmt orðum hans er ofstækið gamla enn ekki út- dautt. Svo er ekki heldur í huga þeirra, sem enn fást ekki til að gera sér grein fyrir, að álbræðsl an í Straumsvík var alger for- senda þess, að imnt reyndist að framkvæma Búrfellsvirkjun. Án orkusölu til álverksmiðjunnar voru engin fjárhagsleg skilyrði fyrir svo stórri virkjun sem við Búrfell hefur nú verið hrint í framkvæmd. Þessu haggar það ekki þó að orkan sé í fyrstu seld ódýrar til álbræðslunnar en Islendingar þurfia að borga. ÁI- bræðslan vinnur látlaust. Lands menn kaupa orkuna einungis öðru hvoru, eftir því sem hverj- um og einum hentar. Með því að sameina þetta tvennt, er hægt á tiltölulega skömmum tíma að greiða byggingarkostnaðinn niður, svo að Búrfellsstöð verð- ur um alla framtíð samkeppnis- fær við atómorkustöðvar. Þess vegna ríður okkur fslendingum á að nota tækifærið og virkja sem mest af vatnsafli okkar áð- ur en atómorka er í raun og veru orðin samkeppnisfær við nýj ar vatnsaflsstöðvar. Náttúran leitar jafnvægis Stundum er talað um það, að á löngum tíma leiti náttúruöflin jafnvægis sín á milli. Svipað virðist á stundum gerast í mann- heimi. Síðustu vikur hefur mikið verið að gera á Alþingi og þeirra efst í huga fiLestra. Framsóknarmenn gera nú örvænt ingarfulla tilraun til að „fella“ meirihluta Sjálfstæðismanna í Reykjavik, eins oig þeir þreytast ekki á að útskýra. Það er þó ekki af áhuga fyrir velfarnaði Reykvíkinga, ®em þeir af öllum lífis og sálar kröflt- um leitast Við að skapa glund- roða í málefnum höfuðborgar- innar. Formaður flokksins segir berum orðum að það sé vegna þess, að með því ætli hann að afla sér og flokki sínum lykils- ins að Stjórnarráðinu. Rosknir Reykvíkingar muna vel hvílíkur ófarnaður það var fyrir Reykjavík og íbúa hennar, að Framsóknarhöfðingjamir höfðu um langan aldur lyklavold að því húsi, sem þeir þrá svo mjög að geta náð undir sig á ný. Þeir, sem muna þá tíma og það gera margir enn, mega ekki þreytast á að segja yngri sam- borgurum sínum frá þeim, svo að vítin verði þeim til varnað- ar. Sj álfstraust Framsóknar 1 þessari lykilsleit virðist raunar vera serið valt. Á sínum tíma neitaði ritstjóri Tímans að taka þátt í því ásamt öðrum and- stæðingum borgarstjórans, að krefja hann í útvarpi sagna um borgarmálefni. Hefði þó mátt ætla að þrír þaulvanir blaða- menn hefðu í fullu tré við borg- arstjórann einan. En svo var ekki að mati Tímaritstjórans. Síðan komu Framsóknarmenn einnig í veg fyrir, að eldhús- umræður færu nú fram í sjón- varpi. Slíkt hefði þó átt að vera einstakt tækifæri fyrir stjómar- andstöðuifiloiklkiana, þegar þeir eru orðnir þrír í stað tveggja áður. Nei, mennirnir sem ákafast hafa kvartað undan, að þeir fengju ekki að koma nógu oft firam í sjómvarpið, guiggmiuðu þeig- ar á reyndi. Þeir vilja heldur leita lykilsins, þar sem almenn- ingur fær ekki að líta eigin aug- um þeirra þokbalegu iðju. Hins vegar glopraðist það út úr ein- um ritstjóra Tímans á dögunum, að hafin væri leit að persónu- legum óhróðri um Geir borgar- stjóra, óhróðri, sem síðan á að nota honum og flokki hans til falls. Slíkar vinnuaðferðir eru bersýnilega Framsóknarmönnum bezt að skapi, en ólíklegt er, að Reykvíkingar láti sér slík vinnubrögð vel líka. Hvað ræður úrslitum? Eitt af því, sem fróðir menn hafa ekki fundið skýringu á, er, hvað ræður úrslitum um ýmsar gerðir manna, þ.á.m. í hvaða flokk þeir skipa sér, eða hvern- ig þeir kjósa hverju sinni. Sum- ir sýnast raunar halda, að menn skipi sér fast í flokka og sitji þar óhagganlegir ætíð síðan. Þetta er raunar rétt um marga, og yfirleitt meirihluta manna hverju sinni. En hvort tveggja er, að ætíð eru einhverjir, sem skipta um flokka, og eins hitt, að hinir óflokksbundnu eru allt- af svo margir, að það eru þeir, sem ráða eða geta ráðið úrslit- um við allar kosningar. Einmitt af þessum sökum er aldrei hægt að segja fyrir úrslit kosninga í lýðfrjálsu landi. Fyrri kosninga- tölur geta gefið vísbendingu en aldrei öryggi, allra sízt í svo fjölmennu kjördæmi sem Reykja vík er. Höfuðókostur við ein- menningskjördæmin gömlu var afltiur á mófii sá að þar var hægt að fyligjast með nærri hverjuim kjósanda hvemig hann greiddi atkvæði. Kosningar voru þar þess vegna ekki nema að nokkru leynilegar. Slíkt verður með engu móti sagt um Reykja- vík. Hér er kosningin í raun og sannleika frjála. Enginn þarf að óttast, að verða fyrir neinum ókjörum vegna þess eins, hvem ig hann greiddi atkvæði. Mað- ur má, ef hann vill, hugsa um það eitt að fella þá, sem bezt hafa gert, án tillits til þess, hvað í staðinn eigi að koma. Hann get- ur einnig látið stjóm borgar- mála sitja í fyrirrúmi og kosið þá, sem hann treystir bezt til þess að fara með hana öllum til heilla. Loks getur hann látið almennar stjórnmálaskoðanir ráða úrslitum. Fleira kann og til að koma. En öllum er hentast að hugsa sitt ráð, og gera sjálf- um sér grein fyrir því, sem í raun og veru ræður atkvæði hans. Fyrirlestur Bohlens Meðal orsaka þess, að erfitt er að gera sér grein fyrir horf- um í alþjóðamálum, er það hví- líkum dularhjúpi valdhafarnir í Rússlandi hafa vafið sjálfa sig. í lýðfrjálsum löndum verða for- ystumenn að þola harða gagn- rýni, þ.á.m. að sumir séu í stöð- ugri leit einhvers, sem geti orð- ið þeim persónulega til hnjóðs, þó að það skipti engu máli um stjórnmálaafskipti þeirra. í þessum löndum eru einnig birt- ar endurminningar stjórnmála- manna, sem oft á tíðum eru til mikils fróðleiks. Skýrslur og gögn gera möguliegt, að átta sig mun betur á stjórn- málum. Forystumennirnir verða stöðugt að verja sitt mál og sannfæra almenning um, að þeir hafi á réttu að standa. Engu slíku er til að dreifa í löndum kommúnista. Þess vegna verða menn að láta sér nægja getgát- ur um hvað þeim raunverulega búi í huga. Þar er þó tvennt við að styðjast: Annars vegar at- hafnirnar eins og þær blasa við og hins vegar kenningakerfi kommúnista. Alltaf öðru hvoru kemur upp sú hugmynd, að reynslan hafi fengið forystu- mennina til að hverfa frá kenn- ingakerfinu og þess vegna séu þeir frekar viðmælandi en áður, blindan, sem þeir áður hafi ver- ið slegnir, sé smám saman að hverfa. Einn af fremstu dipló- mötum Bandaríkjanna, Bohlen, fyrrv. sendiherra hélt hér s.l. miðvikudag fróðlegan fyrirlest- ur einmitt um þessi efni. Hann rakti þar sambúðarsögu Rúss- lands og Bandaríkjanna og komst að þeirri dapurlegu nið- urstöðu, að valdamenn í Kreml væru enn haldnir hinu gamlla kenningaofstæki. Þess vegna yrðu menn héðan í frá, eins og hingað til, að gera ráð fyrir, að þeir héldu fast við hégiljur M-arx og Lenins, og væru óbil- ugir í því að ryðija kammiúnism- anum braut til valda um víða veröld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.