Morgunblaðið - 30.08.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.08.1970, Blaðsíða 10
MORGUNBLAEHÐ, SUNNUDAGUR 30. AGUST 1970 10 Grunnur kirkjunnar, sem séra Jón Steingrímsson söng eldmessuna í. Krossinn er reistur austast I kirkjutóftinni, sem er í kirkjugarðinum. Á bak við krossinn ber í vegg nýju kapellunnar á milli trjánna. (Ljósm. Mbl. j.h.a.) Kirk j ubæ j arklaustur: Menn þakka það eingöngu mess- unni að hraunið skyldi stöðvast Minningarkapella um séra Jón Steingrímsson að rísa KIRKJUBÆJARKLAUST- UR er ekki einungis rómað fyrir forna byggð Papa, lengri kristna erfð en nokkur anmar staður á landinu og sögufrægt munnuklaustur. Á n----------------□ Síðari grein □---:------------□ Siggeir Lárusson. þessum stað hefur einnig verið sungin sú messa, sem hvað eftirminnidegust hefur orðið í íslenzkri kirkjusögu, eldmessa séra Jóns Stein- grímssonar. Séra Jón Steingrímsson segir frá þessari messu í ævisögu sinni. Hann lýsir fyrst ástandinu í sýslunni eftir að Skaftáreldar komu upp og er sú lýsing allt annað en glæsileg. „Áður áminnzt sumar, haust og vetur, sem eldsins ógn mest yfir geis- aði, gekk hér soddan umbreyt- ing á í öllu, að ég get þar ei orðum að komið. Hér var flótti fólks til og frá. t>ar einn þorði ei vera óhultur vegna eldsyfir- gangsins, þangað flýði hinn ann ar, og svo hingað og þangað, allt vestur um Gullbringusýslu. Mátti ég vakinn og sofinn vera að hjálpa þeim með ýmislegt, gefa þeim attest, geyma fyrir þá etc., en allra helzt telja þeim trú og hughreysta þá, og þá aðrir prestamir flýðu, beiddu margir mig í guðs nafni að skilja ei við sig, þvi þeir hefðu þá trú að ef ég væri hér kjur, biðjandi guð fyrir þeim, þá mundi hér eldur- inn engum bæ né manni granda, og það skeði svo.“ Hér birtist sú trú sóknarbarna séra Jóns, að fyrir hans bæn mundi guð þyrma bæjum og fólki þar í sókn. Sjálfur tekur hann undir þessa trú og telur hana hafa ásannazt. Kemur það m.a. fram í eftirfarandi orðum I ævisögunni: „Ég fór svipsinnis vestur i Mýrdal. Á meðan tók eldurinn af einn bæ af sókn minni og fordjarfaði mikið hinn anna. En helzta orsök mun þó hafa verið sundurlyndiseldur, er framar var áður og undir það á þeim bæjum en öðrum í minni sókn.“ Hér vill séra Jón ekki þakka sér eingöngu, að guð held ur hlífisskildi yfir byggðinni en orsakirnar til þess, að þessir tveir bæir eyddust, eru að hans dómi guðfræðilegar fremur en náttúrufræðilegar. Og þá kem- ur frásögn séra Jón Steingríms- sonar um eldmessuna sjálfa: „Þá tók eldurinn að færa sig fram eftir árfarveginum, að ei sá annað fyrir en hann ætlaði kirkjuna og so að eyðileggja. En þar hann var á fullri framrás í afhallandi farveg, stefndi á klaustrið og kirkjuna, sérdeilis- lega einn sunnudag, þ.e. þann 4. eftir trinitatis, embættaði ég í kirkjunni, sem öll var i hrist- ingu og skjálfta af ógnum þeim, er að ofan komu. En svo var ég óskelfdur, og ég ætla allir þeir, er í kirkjunni voru, að vér vor- um ljúfir og reiðubúnir að taka á móti því, sem guð vildi. Var þá guð heitt og í alvöru ákall- aður, enda hagaði hans náð þvi svo til, að eldurinn komst ei þver fótar lengra en hann var fyrir embættið, heldur hrúgaðist hvað ofan á annað í einum bunka. Þar með komu ofan á hann öll byggð arvötn eður ár, sem kæfðu hann í mestu ákefð. Einum guði sé æran!“ Þannig er frásögn séra Jóns sjálfs. Af henni mætti ætla, að hraunstraumurinn hafi verið kominn mjög nærri kirkjunni, er hann stöðvaðist, en svo var ekki. Hraunstraumurinn stöðvaðist fyrir vestan Systrastapa í u.þ.b. fjögurra kílómetra fjarlægð frá kirkjunni. Siggeir Lárusson bóndi á Kirkjubæjarklaustri segir, að það sé algengt að menn haldi að hraunið hafi verið komið alveg að kirkjunni. En hann segir, að hraunið hafi farið mjög hratt yfir: — Þetta hraun var mjög ó- venjulegt. Það var eins og vatns flóð og byltist á mikilli ferð eftir farvegi Skaftár. Ef það hefði ekki staðnæmzt, hefði ekki tek- ið langan tíma fyrir það að renna hér heim að bæjarhúsum. Og það mun staðreynd, að hraun ið hafi stanzað meðan á mess- unni stóð. Eftir messu fór séra Jón með alla kirkjugesti inn fyrir Systrastapa, og þá sáu þeir, hvernig hraunstraumurinn hafði staðnæmzt. Það er því ekkert rangfært hjá séra Jóni, en orð hans má misskilja, ef menn eru ekki kunnugir staðhátt um. -— Eru einhverjar náttúru- fræðilegar skýringar á því, Sig- geir, að hraunrennslið stanzaði einmitt þarna, handan Stapans? — Nei, það getur víst enginn gefið neina náttúrufræðilega skýringu á því. Menn þakka það eingöngu messunni. Þannig lifir minningin um eld- messuna á Kirkjubæjarklaustri, en hún er einnig fræg viða um lönd, sem 'bunnugt er. Og nú hefur myndarlega verið hafizt handa um veglegt minnismerki um séra Jón Steingrímsson. Er það kapella, sem nú er í smíðum á Kirkjubæjarklaustri og vænt- anlega verður fokheld í haust. Sóknarpresturinn á Kirkjubæj arklaustri, séra Sigurjón Einars son, var ekki heima, þegar við vorum þar á ferð, en hann er einn af helztu forgöngumönnum kapellumálsins. Valdimar Lárus son á Kirkjubæjarklaustri er einnig í þeirri nefnd, sem að kap elluframkvæmdunum vinnur, og veitti hann góðfúslega allar upp lýsingar um málið. — Fyrsta framlag til þessarar kapellu voru fimm þúsund dalir, sem Jón Sigurðsson í Las Vegas gaf til minningar um foreldra sína. Skyldi gjöfinni varið til einhvers varanlegs kirkjulegs minnismerkis hér á Kirkjubæjar klaustri, en þá var hugmyndin um minningarkapellu séra Jóns Steingrimssonar ekki komin til. Én þegar ákveðið var að reisa kapellu hér til minningar um séra Jón, samþykktu bændur í Vestur-Skaftafellssýslu að gefa eitt haustlamb hver í fimm ár til kapellunnar. Þá hafa Sláturfélag Suðurlands og Samvinnutrygg- ingar gefið háar fjárhæðir til kapellunnar. Einnig hefur verið mikið um það, að fólk sendi gjaf ir hvaðanæva að af landinu. Hef ur m.a. mikið komið frá ættingj- um séra Jóns Steingrímssonar, en einnig mikið frá öðru fólki um allt land. Með hliðsjón af sögulegum að draganda að kapellubygging- unni, eldmessu séra Jóns, ætti þessi kapella að vera kjörin til áheita, sagði Valdimar. Þú mætt- ir gjarna koma því á framfæri. Minningarkapella séra Jóns Steingrímssonar er í smíðum sem áður sagði. Hún stendur við suð- austurhorn kirkjugarðsins og horfir við heimreiðinni frá Skaft árbrúnni. Arkitektarnir Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir hafa teiknað kapelluna. Haldist það örlæti, sem menn til þessa hafa sýnt minningarkap ellu séra Jóns, ætti þess ekki að vera ýkja langt að bíða að þetta guðshús verði fullgert. Það rís sem verðugt minnismerki um sér stæðan klerk og sögufræga messu og á þeim stað, þar sem kristni hefur lengst átt rætur á Islandi. j.h.a. Rústir gamla bæjarins á Kirkjubæjarklaustri, rétt við kirkjugarðsvegginn. Þarna ætla stimir, að klaustrið bafi staðið. Minningarkapella séra Jóns Steingrímssonar í smíðum-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.