Morgunblaðið - 30.08.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.08.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1970 svo töluðu þeir um Kóreu og komust ekki í rúmið fyrr en klukkan hálf f jögur. II. Mark Raeburn var að vegg- fóðra. Hann hafði tekið á leigu íbúðina uppi yfir skrifstofunni sinni, fyrir hærri leigu en hann hafði efni á, og varð því að veggfóðrá sjálfur. En þar eð hann háfði mikið að gera, gat hann ekki snúið sér að þessu nema stund og stund. Föstudag inn 19. júlí, eitthvað þremurvik um eftir boðið hjá Walter, var hann líka að veggfóðra fyrir morgunverð og jafnframt að reikna út yfirdráttinn sinn í hug anum. Hann blístraði einhverja lagleysu, um leið og hann greip 4. seildist eftir viskíflösku og barmafyllti glasið hjá Mark. Hann þekkti venjur Marks: Þeg- hann drakk á annað borð, þá drakk hann. — Jæja, þetta var gott boð, sagði hann. — Það var eftirtektarvert boð. Mark saup vel á og rifjaði það upp fyrir sér. Tekið andlitið á Edith Desmond og starandi aug- un, og kuldalega fjarrænu i framkomu mannsins hennar, vin gjarnlega brosið á Harry Rick og varfærið augnaráð, og upp- þotið hjá Sally Evans, eins og hjá óhemju, og Clayton ofursta, þegar hann tók Edith undir arminn og leiddi hana burt. — Já, eftirtektarverðasta boð, sem ég hef lengi verið í. Walter saup lika vel á. Hann var orðinn dálítið þéttur. — Veslingurinn hann Alec Des mond. Maður hefði getað haldið, að Edith ætlaði að „deyja“ í kvöld. En líklega gerir hún það ekki, heldur fer hún að kasta hinu og þessu lauslegu í hann. Eða þá hún hleypur út á Al- menninginn í náttkjólnum. Það gerði hún einu 'sinni. Það er nú meiri kellingin. . . .! Þeir töluðu stundarkorn um kvenfólk og drukku meira viskí, veggfóðursrenninginn og bar hann upp að veggnum, uppi við loft. í sama bili hringdi síminn. Mark bölvaði í hljóði og flýtti sér að ganga frá renningnum. En þetta skyldi vera viðskipta- vinur, sem kynni að hafa eitt- hvert feitt verkefni handa hon- um. . . Hann sleppti veggfóðrinu og tók símann. Mark? Þetta er bara hann Walter. — Geturðu beðið andartak, Walter? . . . Ég er með hálf- límdan veggfóðursrenning. — Nei, Mark. Hlustaðu nú á. Nú heyrði hann, að það var ein- hver asi á Walter. — Er eitthvað að? — Já, það hefur komið fyrir nokkuð hræðilegt. Pósturinn var rétt núna að segja henni frú Gull hjá okkur, að Edith Desmond hefði fundizt úti á Al-menningnum, myrt og henni hefði verið nauðg að. Mark velti þessari frétt fyrir sér, þegjandi. Edith stóð ljóslif- andi fyrir augum hans, eins og hann hafði séð hana i fyrsta sinn — föl, máluð og tauga- óstyrk.... Leyndardómur góðrar uppskriftar! Uppskrift verður aldrei góð, ef notuð eru iéleg hráefni. Þetta vita allar reyndar húsmæður. Því hefur Ljóma Vítamín Smjörlíki verið mest selda smjörlíki á (slandi í mörg ár. LJÓMA VÍTAMÍN SMJÖR- LlKI GERIR ALLAN MAT GÓDAN OG GÓÐAN MAT BETRI SD smjörliki hf. — Heyriðu til min, Mark? Hann gerði sér ljóst, að nokkur augnablik voru liðin. — Já. Þetta er ljótt að heyra. — Nú, jæja, en sannleikur- inn er sá, að ég er ekki full- komlega viss um það enn, að það sé satt. Pósturinn sagði að vísu, að hann vissi það fyrir víst, en það er aðeins hugsanlegt; að um misskilning sé að ræða. — En þú heldur, að svo sé ekki? — Nei, sannast að segja, held ég það sé satt. Þú skilur, að það hefur tvisvar verið ráðizt á kvenfólk þarna úti á Almenn- ingnum, siðustu vikurnar. — Var það rán eða nauðgun? — Nauðgun. Maðurinn er sýni lega eitthvað bilaður. 1 gær var fullt tungl og þá eru svona menn sagðir vera verstir. — Já, sagðir vera. — Sjáðu nú til, Mark. Ef þetta er satt, verð ég að hafa sam- band við Alec tafarlaust. Þau Edith eru bæði skjóistæðingar mínir. — Já, það þarftu sjálfsagt. — En ef það nú skyldi vera ósatt. Þú veizt nú, hvernig svona sögur komast á kreik. Ég get ekki hringt í Alec fyrr en ég veit, hvort það er satt. Geturðu komizt að því hjá Scotland Yard? — Ég gæti sennilega fengið að vita það hjá blöðunum. — Já, blessaður gerðu það. Og hringdu svo í mig. Raeburn hringdi á blað og spurði um hr. Cassidy. — Ég held ekki, að Cassidy sé kominn. — Viljið þér gá að því? Segið honum, að ég heiti Raeburn. Seg ið honum, að ég vilji segja hon- um frá morði í Wimbledon. Þeg- ar morð var nefnt, kom Cassidy samstundis í símann. -— Þetta er Cassidy. Er það Mark Raeburn? — Já. — Hvað er þetta í Wimbledon? — Ég frétti, að kona að nafni Edith Desmond hefði verið myrt úti á Almenningnum. — Það stendur heima. — Dökkhærð, rúmlega þritug, á heima þarna í nágrenninu ? — Stendur heima. Svo að þetta var þá Edith Desmond. En Cass- idy sagði: — Því miður, það heyrði ég ekki. — Ég var að segja, að ég hefði verið þarna áðan. — Var henni nauðgað? — Já, það hefur verið látið í veðri vaka. En það var henni ekki. Henni var misþyrmt og hún kyrkt. En hvernig veiztu yfir- leitt um þetta? — Lögfræðingurinn hennar, sem á líka heima þarna í ná- grenninu hafði frétt um þetta og bað mig að fá það staðfest. En annars hef ég hitt Edith Des- inond. — Virkilega? — Já, ég hitti hana i samkvæmi fyrir þremur vikum. Þú hefur sjálfsagt fengið allar þær upp- lýsingar, sem þú þarfnast um hana? — Ekki veit ég nú, hvort það er allt, sem ég þarfnast. Hún var þrjátíu og þriggja ára. Mað- urinn í utanrikisþjónustunni. Hún var líka í opinberri skrif- stofu og í Cambridge. Vel gefin. Og hlýtur líka að hafa verið ásjáleg. Meira veit ég ekki í bili. Við erum að útbúa fréttina. Hvað veizt þú? — Fæðingarnafn hennar var Carmichael og faðir hennar var lögfræðingur í Suður-Afríku. — Þakka þér fyrir. Það vissi ég ekki. — Hver er í þessu af lögregl- unnar hálfu? — Werner. — Hmm! Þetta var eitt af skozku hljóðunum, sem Mark gaf frá sér. — Þú virðist ekkert vera hrif inn. Werner er fær maður. Og þú getur verið viss um, að þetta verður ekki tekið neinum vettl- ingatökum. Það hafa verið tvær svona árásir áður. Og enn gæti orðið framið morð. — Jæja, það er nú ekki rétt af mér að vera að tefja þig. Mark studdi sem snöggvast fingri á simann og hringdi síðan i Walter. — Walter? Sjáðu til, þetta er satt. Þetta virðist hafa verið hvort tveggja í senn, nauðgun og rán. — Guð minn góður. Óhugnan- legt! Ég ætti líklega að skreppa og vita, hvort ég get orðið hon- um Alec að einhverju liði. Walt- er hringdi af og Mark stóð andar tak við símann og hugsaði um Edith Desmond. Svo hristi hann höfuðið og gekk aftur að veggn- um. Klístrið á veggfóðrinu var orðið skraufþurrt. Síminn hringdi og Mark rétti út höndina. Hann hafði verið að hugsa út ráð til þess að draga úr hnupli í verksmiðju í Crickle wood, en ennþá hafði hann aldrei haft næði til þess meira en þrjár mínútur í senn. -— Raeburn, sagði hann. — Mark, þetta er Walter aft- ur. Ég var rétt að koma frá hon- um Alec Desmond. Þekkirðu þennan Werner fulltrúa, sem hef ur með málið að gera? Úti fyrir hamaðist loftbor allt í einu, rétt eins og vélbyssa. Raeburn varð að bíða þangað til hann hætti aftur. — Já, af afspurn. Og hvaða orð fer af honum ? — Hann kvað vera duglegur, en bölvaður fantur. — Ég skil. Hann virðist hafa gengið heldur betur hart að Al- ec. Og þú veizt, hvernig Alec er. — Já. Mark mundi greinilega eftir köldu fjarrænunni í fari Alecs. — Nú jæja, Werner spurði hann spjörunum úr um Edith. Hvað hún hefði verið að gera úti á Almenningnum svo síðla kvölds, hvort hún hefði átt vanda til þess, og svo framvegis. Hann grunar sýnilega, að Edith hafi verið eitthvað einkennileg. — Vitanlega. Mark tók að missa þoiinmæðina. — Alec mölvaði nokkur tonn af ís og lét þau detta yfir Wern- er úr mikilli hæð. Hann lætur það nú ekki sjást, en hann er afskaplega áhyggjufullur ef Werner skyldi reka málið þann- ig, að allt kæmi í ljós, sem er um Edith að segja — að hún sýni sig að hafa verið fyllibytta með brókarsótt. — Ég held nú ekki, að hann verði svo slæmur, þó að hann komi hrottalega fram. En náttúr lega getur hann grunað, að Alec sé að leyna einhverju um Edith — sem hann auðvitað var — og Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Hafðu góðvini þína í huga, ef éitthvað rætist úr þinum högum. Nautið, 20. apríi — 20. maí. Nú verða ekki neinar stórbreytingar á í svipinn. Reyndu þvi að ganga sem bezt frá öliu, meðan tími gefst. og því er ekki seinna Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Margt verður til að vekja forvitni þína, vænna að kanna alla málavöxtu. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Allt byrjar vel, og svo verður áfram um hríð. Því er gáfulegt að Ijúka öllu þvi, sem beðið hefur, strax. I.jónið, 23. júlí — 22. ágúst. Reyndu að gera þennan dag skenimtilegan öllum þeim, sem þú umgengst, Það fer vel á því. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Ef þú flýtir þér að taka til við allan frágang í bítið, geturðu gengið frá öllum verkum, sem þér finnast leiðinlegust, og því gert daginn hinn ánægjulegasta í alla staði. Vogin, 23. september — 22. október. Reyndu að gera það fyrir ættingjana, að ganga frá Öllu, sem þú áttir ógert. Þeir eiga líka rétt á glaðningu. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Reyndu að koma öilum beztu hugmyndum þínum í verk strax. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Reyndu að víkka sjóndeildarhringinn eitthvað. Það borgar sig stundum að hugsa dálitla stund. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Vertu athafnasamur í dag við að endurbæta það, sem lagfæringar þarf með. Þú getur þar með leyft þér að vinna að merkari verkefnum á næstunni. Reyndu endilega að bæta afkomu þína. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Flestir vilja aðstoða og láta bera á því. Þér er alveg óhætt að vera dálítið skemmtilegri, en þú hefur Iagt á þig að vera undanfarið. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Þú skait hyrja snemma verkið, og taka allt eftir þeirri röð, sem þú hafðir hugsað þér að vinna. Þú skalt vanda þig vel, því að ekki er liklegt, að annað tækifæri eða betra gefist á næstunni. þé L'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.