Morgunblaðið - 30.08.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.08.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1970 17 Bjarni Snæbjörnsson látinn Enn er hníginn í valinn einn þeirra sæmdarmanna, sem mest og bezt hafa þjónað þjóð sinni á þessari öld, Bjarni Snæbjörns son, læknir í Hafnarfirði. Bjarni Snæbjörnsson var I senn mikilvirkur maður og mik- ils virtur. Hann var sístarfandi og ætíð boðinn og búinn að koma til hjálpar. Hann taldi það helga skyldu sína að láta gott af störfum sínum leiða, ekki ein göngu fyrir þá einstaklinga, sem nutu handleiðslu hans, heldur fyrir landið. Þess vegna var hugur hans bundinn við þjóð- málin samhliða læknisstarfinu, og ekki komst hann hjá því að takast á hendur trúnaðarstörf, þótt fjarri færi því, að honum kæmi nokkurn tíma til hugar að krefjast eins eða neins sér til handa í því efni. Bjarni Snæbjörnsson var svo stefnufastur, að ætla hefði mátt, að hann skapaði sér óvild þeirra, sem andstæðrar skoðun- ar voru. En mannkostir hans, heiðarleiki og velvilji orkuðu því, að hann var vinsælasti mað- ur sinnar heimabyggðar og virt- ur af landsmönnum öllum. Það eru menn á borð við Bjarna Snæbjörnsson, sem eiga að vera fordæmi annarra. Ef nægilega margir taka sér glæst- an lífsferil hans til fyrirmynd- ar, þarf engu að kvíða. Náttúruvernd og spjöll Morgunblaðið hefur tekið ein dregna afstöðu gegn því, að virkjunarframkvæmdum, hvort heldur er í Laxá eða annars staðar, verði hagað þannig, að tilfinnanleg náttúruspjöll hljót- ist af. Þvert á móti ber að haga öllum framkvæmdum þannig, að landið batni og auðgist, enda vel hægt. Þessi sjónarmið njóta vax- andi skilnings og engin ástæða er til að ætla annað en þeirra verði vel gætt í framtiðinni. En í baráttunni fyrir góðum málsstað ber að hlýta leikregl- um lýðræðisins. Þess vegna ber að harma þær aðgerðir, sem nokkrir Þingeyingar gripu til, er þeir rufu stíflugarð og beittu valdi i stað þess að sækja mál sitt að löglegum leiðum. Með þessum aðgerðum hafa þeir mjög skaðað málstað sinn og allra þeirra, sem vernda vilja landið og bæta það. Er vonandi, að ekki dragi til fleiri slíkra óhappaverka, og mættu þing- eysku bændurnir t.d. minnast þess, að öll andstaða gegn gjald heimtu á Keflavíkurvegi féll nið ur, er óhappamenn brenndu skál ann þar. Á sama hátt hefur sam- úðin við málstað bænda í Laxárdal nú beðið mikinn hnekki. Ber brýna nauðsyn til að ná strax samkomulagi um skynsam- legar framkvæmdir, og setja þessar leiðinda deilur niður í eitt skipti fyrir öll. Það er líka unnt, ef allri þrákelkni er ýtt til hliðar. „Framsóknar- mórair’ Framsóknarmálgagnið liggur Sjálfstæðisflokknum mjög á hálsi fyrir það, að hann skyldi ekki rjúfa það samkomulag, sem gert var við Alþýðuflokkinn, að þingrofsvald væri ekki notað, nema með samþykki beggja stjórnarflokka. Segir Timinn, að ekkert sé sjálfsagðara en að rifta þessu samkomulagi. Eitt sé að gera samninga, annað hvort þeir séu haldnir. Þarna kemur glöggt I ljós gamla framsóknar- eðlið, sviksemin og óheilindin, sem gert hafa það að verkum, að Framsóknarflokkurinn hefut verið ósamstarfshæfur. Frumskilyrði þess, að heil- Frá Hvalstöðinni í Hvalfirði. (Ljósm. H. Hall) Reykjavíkurbréf Laugardagur 29. ágúst brigt og traust stjórnarfar geti ríkt er, að menn og flokkar geti treyst þvi, að orð og samningar séu haldnir. Ef hver situr á svik ráðum við annan, hlýtur það að leiða til lausungar og ótraustra stjórnarhátta. Þótt ekki væri af annarri ástæðu en þessari, hljóta Sjálfstæðismenn að virða þá samninga, sem þeir gera og fylgja þeim til fulls. En megin- atriðið er þó hitt, að i röðum Sjálfstæðismanna ríkir enginn „framsóknarmórall“, menn standa við gerða samninga, jafn vel þótt þeim finnist afstaða gagnaðilans óhyggileg. Raunar var það svo, að ekki var nein knýjandi nauðsyn til að rjúfa þing og efna til kosn- inga í haust. Á það hefur fyrir löngu verið bent hér í blaðinu. Þess vegna þurfti ekki að hafa neitt óðagot í viðræðum um þetta mál. Menn vonuðu raunar í lengstu lög, að samkomulag mundi nást um þetta atriði, en úr því, að það tókst ekki hljóta núverandi stjórnarflokkar að starfa vel saman á því þingi, sem framundan er, gera nauð- synlegar ráðstafanir og sýna þá ábyrgðartilfinningu, sem ein- kennt hefur stjórnarsamstarfið frá fyrstu tið. Fjárfestingar- félagið stofnað Á næstunni mun verða unnið að stofnun Fjárfestingarfélags Islands h.f. Forgöngu um stofn- un þess hafa sem kunnugt er Verzlunarráð Islands, Félag ís- lenzkra iðnrekenda og Samband islenzkra samvinnufélaga. Ákveðið er að efnt verði til almenns hlutafjárútboðs, vænt- anlega síðar á árinu, og getur þá hver og einn, sem þess ósk- ar, orðið hluthafi í Fjárfesting- arfélaginu. Eðlilegt er því, að menn spyrji, hvort líkur séu til, að úm arðvænlega fjárfestingu sé að ræða, er þeir verja fé til kaupa á hlutabréfum I þessu fyrirtæki. Verður þess vegna leitazt við að gera mönnum nokkra grein fyrir starfrækslu þess og væntanlegum hagnaði. Meginmarkmið félagsins verð- ur Kaup og sala hlutabréfa. Geta þá þeir, sem hug hafa á at- vinnurekstri, en skortir fjár- magn, leitað til félagsins um þátttöku I fyrirtækjunum, og á sama hátt geta eldri fyrirtæki, sem hyggjast auka umsvif sín eða bæta rekstur, leitað eftir þátttöku Fjárfestingarfélagsins. Þannig mun félagið fljótlega eignast talsvert af hlutabréfum, sem það ýmist mun eiga til nokkurrar frambúðar eða selja aftur strax og það er talið heppilegt af fjárhagsástæðum, en Fjárfestingarfélagið verður að sjálfsögðu rekið með hagnað- arsjónarmið fyrir augum. Þá verður sá háttur einnig upp tekinn, að félagið tryggi sölu á hlutabréfum fyrir ákveðna þóknun og sé þá ábyrgt fyrir þeirri sölu og verði að kaupa bréfin sjálft, ef ekki tekst að selja þau öðrum. Þannig er unnt að tryggja, að atvinnufyr- irtæki, sem ella kæmust ekki á legg, rísi upp. Loks mun Fjárfestingarfélag- ið hafa frumkvæði að því að athuga, hvaða atvinnufyrirtæki megi byggja hér á Islandi, leit- ast við að laða saman þau öfl, sem gætu komið þeim á fót og taka sjálft þátt I þvi að hrinda verkefnum í framkvæmd. Hver er hagnaðarvonin? Við starfrækslu Fjárfestingar- félagsins verður það sjónarmið ríkjandi að nota fjármunina ætíð á sem hagkvæmastan hátt, þannig að bæði félagið sjálft og fyrirtæki, sem það tekur þátt í, hagnist — og þar með aukist þjóðarauður og afkoma manna batni. Hitt er rétt, að menn viti, að fyrstu árin, sem fyrirtækið starf ar, eru ekki líkur til þess, að mikill arður verði greiddur hlut höfum. Hagnaður fyrirtækisins kemur fyrst i ljós, er farið verð ur að selja eignir, sem fljótlega kynnu að verða keyptar og þá fyrst og fremst hlutabréf. Ekki er þvi rétt að ráðleggja neinum þeim, sem vill fá skjótan arð af fjármunum sinum, að festa fé í þessu fyrirtæki. Hins vegar er fyllsta ástæða til að ætla, að innan tiltölulega fárra ára verði hagnaður Fjárfestingarfélagsins verulegur, og þá verður að sjálf sögðu greiddur hæfilegur arður til þeirra, sem fjármunum sín- um verja í þessum gagnlega til- gangi. Ekki ætti þvi að vera óhófleg bjartsýni að hvetja þá, sem í nokkur ár geta beðið eft- ir því að sjá verulegan ávöxt af fjármagni sinu, til þess að taka þátt í þessari starfsemi, en eins og áður segir getur hver og einn gert það, er hlutaféð verður boðið út á almennum markaði. Þess er einnig að geta, aö boðað hefur verið, að skattalög- um verði breytt þannig, að tals- verður arður, sem menn fá af hlutabréfum, verði skattfrjáls hjá þeim, og sömuleiðis verði einhver hlutabréfaeign eigna- skattfrjáls. Ekki er afráðið, hvernig þessu verður háttað, en almennur skilningur er ríkjandi á þvi að örva þurfi menn til þátttöku í atvinnurekstri með þeim hætti að ívilna þeim, sem þannig verja fjármunum sínum, í sköttum líkt og átt hefur sér stað með sparifé. Einnig þetta atriði hefur þau áhrif, að arð- vænlegt á að vera að taka þátt i þessu fyrirtæki. Hvað er gagnlegast? Sérhver heilbrigður einstakl- ingur leitast við að verja fjár- munum sínum þannig, að til sem mestrar hagsældar leiði fyrir hann og fjölskyldu hans, sam- hliða þvi sem hann styrkir þjóð- arhag með skynsamlegri hagnýt ingu fjármuna. Flestir leitast við að koma sér upp fasteign. Sem betur fer búa fleiri og fleiri fjölskyldur í eigin húsnæði. Síð- an reyna menn að eignast bif- reið og búa um sig og sína, eins og bezt má verða, og loks leggja menn fé fyrir til erfiðleikaára eða til að öðlast frekara fjár- hagslegt öryggi. Víða erlendis tíðkast það mjög að almenningur verji sparifé sinu til kaupa á hluta- bréfum, og hefur það verið hin arðvænlegasta og öruggasta fjár festing. Hér má segja, að þetta þekkist varla, og afleiðingin hefur orðið sú, að meiri tor- tryggni ríkir i garð atvinnufyr- irtækja en heppilegt er, og al- þýða öðlast ekki þá aðild að at- vinnulífinu, sem er án efa heppi legasta og bezta skipan mála. 1 þessu efni þarf að verða mikil breyting nú alveg á næstu árum, og fyrsta sporið í þá átt er stofnun Fjárfestingarfélags- ins, en í kjölfarið kemur kaup- þing á vegum Seðlabankans og siðan vonandi hvert fyrirtækið af öðru, unz 'því marki er náð, að þorri landsmanna er eignar- aðili að atvinnulífinu og nýtur arðs af afrakstri fyrirtækjanna. Auðstjórn almennings Þessi stefna hefur verið nefnd auðstjórn almennings. Hún grundvallast á þeirri hugs- un, að leitazt er við að dreifa þjóðarauðnum sem mest á milli landsmanna, að gera sem allra flesta fjárhagslega sjálfstæða og ábyrga fyrir hyggilegum fjár- málaráðstöfunum. 1 nútíma þjóðfélögum verða fyrirtækin að vera stór, sum hver að minnsta kosti, og þá ráða einstaklingar ekki við at- vinnureksturinn, heldur verður að safna fé frá fjölda manna til að koma fyrirtækjunum á stofn. Ef þeirri stefnu er ekki fylgt, er hætt við, að auðlegðin safn- ist stöðugt meira á hendur ríkis- valdsins og opinber fyrirtæki vafstri í hverskyns atvinnu- rekstri. Sú stefna leiðir til minni afraksturs og verri lifskjara, samhliða því sem mikil hætta er fólgin í því að þjappa þjóðar- auðnum saman og fela stjóm- málamönnum úrslitaáhrif yfir fjármagni jafnt og öðrum þátt um samfélagsins. Þessi sannindi eru menn stöð- ugt að gera sér ljósari hér á landi eins og annars staðar, og þess vegna er ástæða til að ætla, að almenningseign hlutafjár sé á næsta leiti, og að því er stefnt með stofnun Fjárfestihgarfélags Islands h.f. Prófkjörin Prófkjörin, sem Sjálfstæðiæ flokkurinn efnir til i flestum kjördæmum, hafa að vonum vak ið mikla athygli. Umfangsmest er prófkjörið að sjálfsögðu í Reykjavik, og undirbúningur þess hefur staðið yfir. Með próf- kjörunum er auðvitað að því stefnt að fá fram vilja almenn- ings um það, hvaða einstakling- ar skipi framboðslista. Óneitan- lega eru prófkjör nokkuð erfið í framkvæmd, þegar ekki á ein- ungis að velja einn mann, eins og er til dæmis i forsetakosn- ingum í Bandaríkjunum, og hafa sumir jafnvel haldið því fram, að prófkjör væru illframkvæm- anleg við þær aðstæður, sem hér eru. Svo reyndist þó ekki í borg arstjórnarkosningunum, heldur kom sterkur og góður listi út úr prófkjörinu með einni breyt- ingu, sem nauðsynleg var tal- in, þar sem engin kona var í efstu sætunum. Við prófkjörin kemst að sjálf- sögðu rót á hugi manna, og miklar umræður eru þá um menn og málefni. Við þvl er ekkert að segja, þegar drengi- lega er barizt, en hins vegar er fráleitt að grípa til aðferðar eins og þeirrar, sem rætt hefur verið um í blöðum, að senda út nafnlaust dreifibréf og hlýtur það að koma þeim einum í koll, sem slíkum aðferðum beitir. Andstæðingum Sjálfstæðis- flokksins finnst kjörið tækifæri til að koma á kreik hvers kyns kynjasögum um „átök“ milli manna, og hefur það óspart ver- ið gert að undanförnu, en rétt er að aðvara Sjálfstæðismenn og benda þeim á, að slíkar sögur, sem þeir kunna að heyra, eru yfirleitt tilbúnar í herbúðum andstæðinganna til þess að reyna að skaða Sjálfstæðis- flokkinn. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavik hefur verið mjög í fréttunum að undanförnu vegna undirbúnings prófkjörs- ins og eðlilegt er, að þeir, sem standa utan við flokks- starf Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, geri sér ekki fylli- lega grein fyrir því, hvaða stofn un hér er um að ræða. Fulltrúa- ráðið er eins konar samnefnari Sjálfstæðisfélaganna fjögurra í Reykjavík og frá s.l. hausti hinna nýju hverfasamtaka Sjálf- stæðismanna. Þessir aðilar allir kjósa fulltrúa, sem skipa Full- trúaráðið. Þetta er þýðingar- mesta stofnun Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík og i því eiga sæti um 1100 manns. Þetta er fólkið, sem ber hita og þunga baráttunnar i kosningum og á kosningadaginn ræður starf þess úrslitum um niðurstöður kosn- inga fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 1 skoðanakönnun Fulltrúaráðs- ins fyrir skömmu tóku þátt 576 Fulltrúaráðsmeðlimir. Atkvæða- tölurnar voru sem hér segir: Jó- hann Hafstein, 477 atkv., Geir Hallgrimsson 432 atkv., Pétur Sig urðsson 429 atkv., Ólafur Björns- son 357, Auður Auðuns 321, Birg- ir Kjaran 307, Gunnar Thorodd- sen, 300, Ragnhildur Helgadótt- ir 296, Þorsteinn Gíslason 246, Guðmundur H. Garðarson 224, Ellert B. Schram 212, Geirþrúð- ur Bernhöft 202, Sveinn Guð- mundsson 147, Gunnar J. Frið- riksson 138 og Hörður Einarsson 125. Þetta eru atkvæðatölur þeirra, sem hlutu yfir 20% at- kvæðamagns. Skoðanakönnun þessi var algjörlega óbundin. Meðlimir Fulltrúaráðsins rituðu nöfn á atkvæðaseðil sinn án sér- stakrar tilnefningar, en niður- staðan var ótvíræð traustsyfirlýs ing á forystu Sjálfstæðisflokks- ins. Á næstu vikum og mánuð- um mun mikið starf og mikil ábyrgð lögð á herðar meðlima Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík, en óhætt er að fullyrða, að þeir munu standa undir þeirri ábyrgð eins og jafn- an, þegar mikið hefur legið við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.