Morgunblaðið - 28.10.1970, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.10.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1970 21 — Erlendur Framhald af bls. 15 haldinn ? Til hvers væri hann hingað kominn? Og hvers vænti hann? Og að lokum — hvernig kæmi þetta land honum íyr- ir sjónir miðað við þá landkynn ing, sem hafa má af þessum ferðamannabæklingum? Ég lít yfir ritin á borðinu og hugsa sem svo: ef ég væri hér últend- ingur, gripi ég fyrst bæklinginn um veðurfarið á Islandi; það hlýtur alltént að vera nokkur ráðgáta þeim, sem hér er langt að kominn. Framan á ritinu er mynd tekin úr Heimaey í Vest- mannaeyjum með útsýn til Elliða eyjar og Bjarnareyjar og Eyja- fjallajökuls, en texti saminn af Páli Bergþórssyni. Og það ligg- ur við, að ég missti þráðinn í þessum þykjasthugleiðingum minum við fyrstu setninguna: „Sumir fara að skjálfa, þegar þeir heyra nafnið lsland.“ En víst er þetta svo. Við tökum tæp ast eftir kuldanum í þessu nafni. En útlendingur skilur það næsta bókstaflega: ís-land, og þvi fremur, því fjær sem hann á heima á hnettinum. 1 vitund hans er Island fyrst og fremst ís-land. Fyrr á árum reyndu ís- lenzkir auglýsendur að berja klakkann af þessu ískalda vöru merki með þvi að bjóða útlend- ingum miðnætursól, þeim sem hingað kæmu, hverjum eins og hafa valdi. „Gagnsemi" þvílíkrar auglýsingar þarf varla að ræða nóg að taka fram, að veðurfræð- ingur Flugfélagsins kynnir tíðar farið á mun heppilegri og raun- særri hátt. Við, sem erum hér fædd og uppalin, finnum ekki til annars en ísland sé sinn eigin miðpúntur og sjálfu sér nóg. En þeim, sem kemur hing- að beint úr einhverri milljóna- borginni í Evrópu eða Ameríku, kann að virðast hann kominn á heimsins dratthala. Sé hann heppinn, getur veðrið hér komið honum þægilega á óvart. Því vitaskuld kemur enginn hingarf til að spóka sig á börum, dufla í næturklúbbum eða flatmaga á baðströndum. Vegna slíks leitar fólk til annarra og þar til heppi- legri landa. Þess má svo geta hér, úr því að minnzt er á útgáfustarfsemi Flugfélagsins, að það hefur líka gefið út bæklinga um helztu svæði á landinu, þangað sem er- lendum ferðamönnum er ráðið að fara: Mývatn, Skaftafell, Vest- mannaeyjar, svo helztu dæmi séu tekin. Merkilegt er til þess að vita, að til tveggja þess- ara staða, Skaftafells og Vest- mannaeyja, er ■— í reyndinni — ekki farandi öðru visi en flug leiðis. Spurning er því með hliðsjón af ástandi islenzkra vega (eins og það er nú og eins og líkur eru til, að því verði háttað fyrst um sinn), hvort túr- ismi á Islandi hlýtur ekki enn um langa framtið að byggjast á tíðum og öruggum flugsamgöng- um innanlands. Vafalaust hafa ferðamálasérfræðingar rætt þessi mál og ef til vill komizt að niðurstöðum, þó þær séu mér ókunnar. En í rauninni má segja, að innanlandsflugið hér komi í stað hvors tveggja: flug- samgangna og járnbrauta í öðr- um löndum. Auðséð er á útgáfustarfsemi Flugfélagsins, að það hefur markað sér ákveðna stefnu, sem síðan er verið að framkvæma. Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi Flugfélagsins sagði einu sinni við mig, að það væru fyrst og fremst náttúruskoðarar og annað athugult og rólegt menn- ingarfólk, sem þeir Flugfélags- menn reyndu að laða hingað. Fer þá ekki heldur milli mála, að það er til slíkra ferðamanna, sem þeir eru að tala í bæklingum pinum; manna, sem koma til að skoða íslenzka náttúru og njóta hennar og sjá eitthvað óvenju- legt, eitthvað, sem er ekki á hverju strái í veröldinni, eitt- hvað, sem víkkar sjónhring þeirra, veitir þeim nýja reynslu, nýjar minningar. Landkynning með túrisma að markmiði er alger sérgrein, al- veg sérstakt fag. I þeirri grein mun nú enginn standa þeim Flug félagsmönnum á sporði, og má þá ekki heldur gleyma því, að land- kynning sú, sem þeir hafa geng- izt fyrir, hefur í framkvæmd- inni verið almenn kynning, þó svo að henni hafi vafalaust ver- ið ætlað að hafa fjárhagslegt gildi fyrir félagið; hinn er- lendi ferðamaður hefur að lang- mestu leyti verið upplýstur um landið sem slikt, en að minnstu leyti um það fyrirtæki, sem gengst fyrir allri þessari kynn- ing. Aðrir hafa svo notið góðs af. -x En nú er bezt að hrökkva upp úr þessum alvarlegu hugleiðing- um leikmanns um svo sérfræði- legt efni, sem ferðamálin eru sannarlega orðin, og hitta sjálf- an sig fyrir i tíu kílómetra hæð úti fyrir Noregsströnd. Það er heiðskírt og bjart og afskaplega notalegt að vera svona hátt uppi yfir þessum „frændum vorurn", sem búa þarna niðri og eru svo duglegir og leiðinlegir, að engu tali tekur. Það er eitt frumeðli Islendingsins að vilja ekki vera Norðmaður — söguleg stað- reynd! Sem betur fer er Noreg- ur skjótlega að baki; þotan berst inn yfir Sjáland með allri sinni lofsungnu sveitasælu. Vélin lækkar flugið, Danmörk kemur til móts við okkur, rjóð í kvöld- sólinni, akrar, bændabýli, þétt- býli. Nú er breytt um stefnu — til suðausturs, austurs og að lok um til norðausturs, ef ég er ekki áttavilltur. Síðan lækkar þotan sig eins og sólin í vestri, hún er líka að lækka flugið, svo skugginn breiðist yfir landið, sem kemur nær og nær. Og him- inninn uppi yfir, sem við erum nánast að kveðja, verður rauð- ari og rauðari, og roðinn færist vestar og vestar. Bráðum ferða- lok. Enn er sólskin inni í Gull- faxa, síðustu geislar dagsins Ieika á vanga Ijóshærðrar flug- freyju, sem er Dúin að bera far- þegum mat og drykk og brosa persónulega til hvers og eins og vera mjög falleg í tvo tíma og þrjátíu mínútur. Nú er hún hætt að selja litlar viskíflöskur og koníaksflöskur á tuttugu og fimm krónur stykkið, en bendir farþegum á öryggisbeltin. Tæp- um þrem stundum eftir brottför frá Keflavík erum við stödd á ísafjörður Börn eða fullorðnir óskast ti lað bera Morg- unblaðið til kaupenda á ísafirði. Upplýsingar hjá Bókaverzlun Matthíasar Bjarnasonar. ForstöðukonustaBa við leikskólann í Tjarnarborg er laus til umsóknar. Umsóknir sendist skrifstofu Sumargjafar, Fornhaga 8 fyrir 3. nóvember n.k. Stjóm Sumargjafar. danskri grund. Það er tuttugu stiga heitt logn og mikil umferð á Kastrúp. Leiðin hefur ekki verið löng, að þvi er virðist, en nú tekur við langur gangur inn- anhúss, svo langur, að starfs- fólkið fer hann ekki öðru vísi en á hjólaskautum. Og án þess ég komist aftur út undir bert loft, hefur þessi gangur beint för minni gegnum „tran.sit“ og síðan inn í Caravelle súper frá Austrian Airlines; áætlun Stokk hólmur. Farþegar reynast vera tveir auk mín, en flugfreyjur sveima þarna hvorki færri né fleiri en fimm talsins, búlduleit- ar, miðevrópulegar, allt að því prestdætralegar. Framan á sér bera þær rauðrósóttar svuntur; líklega er þeim ætlað (stúlkun- um og svuntunum) að minna á sumar í Týról og lokka mann þangað með — Austrian . Air- lines. Það eru einhver loft- þyngsli í vélinni og vottur af smurolíuþef. En Káta ekkjan hljómar i hverjum hátalara og lætur vel í eyrum, meðan dansk ur aftanninn úti fyrir kveikir á fleiri og fleiri stjörnum yfir Kastrúp. Ein flugfreyjan gengur á milli ökkar (við höfðum setzt svo langt hver frá öðrum sem rúm leyfir) og spyr, hvort við viljum „kaupa“ blöð. En enginn vill kaupa blöð, enda engin blöð sjáanleg. Hún hefði orðið að hlaupa eftir þeim, himnaríkisljós ið og sæmdardrósin. En hvar voru allir farþegarn- ir — og brottför eftir tvær mínút- ur? Yrðu þeir ef til vill ekki fleiri? Þrír farþegar á slíkri flugleið hlaut að teljast óvenju- legt, kynlegt, dularfullt — svona lagaður tómagangur gat ekki spáð neinu góðu. Það skyldi þó aldrei vilja svo til, að þetta yrði heimspólitísk flug- ferð; að hún endaði til að mynda í Amman eða Kaíró. Eða bara I eilífðinni (svona skáldlegar hugsanir sækja helzt að manni, þegar maður kemur snögglega úr sakleysinu og sveitamennsk- unni i einhverja verald- - arinnar Babýlon. „Hvers vegna — svona fáir,“ spyr ég eina flugfreyjuna og þreifa um leið eftir lítilli viskíflösku í brjóstvasanum eins og trega- ljúfri minning frá því rósrauða kvöldi, sem nú hefur alveg horf ið til vesturs. Hún ypptir öxl- um, kunnáttulega og á þann hátt, sem lýst er í fínum iðju- leysisrómönum frá aldamótum og svarar aðeins sísvona og blátt áfram: „A bad day.“ Það var allt og sumt — a bad day. En fyrir mig var þessi dagur ekki sem verstur. 1 rauninni stórfinn, ágætur; þar með talið þetta flug með Caravelle súper frá Austri- an Airlines; leið: Kastrúp — Arlanda. Ég kenni í brjósti um alla þá, sem eru nú þegar orðn- ir svo miklir heimsmenn, að þeir finna ekki lengur fyrir undrinu að — fljúga með þotu. Erlendur Jönsson. IE5IÐ 2H®r0unl»Tníní> DRCIECn I.O.O.F. 7 = 1521028% = I.O.O.F. 9 = 15210288% ==K.m. Kl Helgafell 597010287 IV./V. — 2. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fótaaðgerðir á fimmtudög- um kl. 2—5 e.h. í félags- heimilinu. Pöntunum veitt viðtaka í síma 16542. Frá Farfuglum Munið handavinnukvöldin á miðvikudögum. Spilakvöld Templara Hafnarfirði Félagsvistin í kvöld mið- vikudag — í Góðt.húsinu kl. 20.30. Fjölmennið. Kristniboðssambandið ' Samkoman í Betaníu fellur niður í kvöld vegna Æsku- lýðsvikunnar í K.F.U.M og K. húsinu. Frá foreldra og styrktarfélagi heyrnardaufra Basarinn og kaffisalan verð ur 1. nóvember að Hallveig arstöðum, konur og aðrir styrktarmeðlimir sem vilja koma munum á basarinn, koma þeim í Heyrnleysingja skólann eða hringi í síma 37903 (Unnur) 42810 (Lo- visa) eða 51995 (Ólöf) og munu þá munirnir verða sóttir. Kvenfélag Langholtssóknar Saumafundur verður fimmtudaginn 29. þ.m. kl. 2 e.h. Vinsamlegast mætið. Frá Náttúrulækningafélagi Beykjavíkur Félagsfundur í matstofu fé- lagsins Kirkjustræti 8, fimmtudaginn 29. október kl. 21. Erindi flytur Njáll Þórarinsson, stórkaupmað- ur: Horft til baka. Veiting- ar. Allir velkomnir. Stjórn N.L.F.R. Sálarrannsóknafélag íslands Bænahringir Þeir félagar, sem hafa áhuga á að starfa í bæna- hringum eru boðaðir á fund, sem haldinn verður að Garðastræti 8 í kvöld kl. 8.30. Ólafur Tryggvason frá Akureyri talar um þetta efni á fundinum. Mætið stundvíslega. Stjórnin. Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn Fundur verður haldinn í S j álf stæðiskvennaf élaginu Sókn í Keflavík í Sjálfstæð ishúsinu fimmtudaginn 29. þ.m. kl. 9 síðdegis. Kaffi- drykkja, spilað bingó. Fé- lagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Minningarspjöld miimingar- sjóðs Davíðs Sch. Thorsteins sonar eru til sölu í Reykjavíkur- apóteki og snyrtivöruverzl- uninni Hygia, sama stað. Læknar fjarverandi Er kominn úr fríi. Kjartan Þorbergsson, tannlæknir, Háaleitisbraut 60, sími 38950. HÆTTA Á NÆSTA LEITI • eftir John Saunders og Alden McWilliams DONT BET005UREOP THAT, DAHNY / FOR, AT THAT MOMENT, IN YOUR SISTER'S APARTMENT... I HATE TO BE RUC*, j UEEROy, BUT....ISN'T THERE SOMETHINtt THAT ýOU SHOULD BE DOINQ.. .SOMEPLACE Húsbóndúm er kannski ennþá á skrif- stofunni, Robin. Eigum við að fara og tala við liann um þessa vinnu? Hvað segir þú, Ada frænka, þorir þú að sleppa mér út með Danny eftir að dimmt er orðið? (2. mynd) Ég get lofað ykkur báðum að það er ekkert að óttast. Raven-fjölskyldan er lítið rómantísk. (3. mynd). (Vertu ekki of viss um það, Daimy). Ég vil ekki vera ókurteis, Lee Roy, en geturðu ekki fundið þér eitthvað að gera einhvers staðar ann- ars staðar? (»1 mnrgfaldnr marhað yðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.