Morgunblaðið - 13.02.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.02.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1971 BLÓÐ- TURNINN f . . 12 . . réttmæt. En af því að rétturinn vissi hvaða orð fór af Caleb, tók hann framburð Chudleys til greina og sektaði Caleb allveru- lega. — Hvernig kom Caleb saman við bróður sinn? — Það veit ég ekki. Benjamin er ekki mikið í landinu, og þeg- ar hann er þar, eyðir hann ekki miklum tima heima í Klaustrinu. En það þýðir annars ekki mikið að tala um þetta. Ég sting upp á, að við tökum á okkur náðir og hittumst svo aftur klukkan átta í fyrramálið. 4. kafli Næsta morgun ók Appleyard Jimmy út úr Lydenbridge og eft- ir veginum, sem lá með- fram Farningcote-bóndabænum. En í stað þess að snúa þangað heim, hélt hann áfram nokkum spöl þar til þeir komu móts við turninn. — Við ættum að fara út hér, sagði hann. — Við getum farið gangandi að staðnum þar sem likið fannst, og þá getið þér at- hugað turninn í leiðinni. Jimmy, sem var þegar farinn að hafa áhuga á þessari ósjá- legu byggingu, féllst fúslega á þetta. Það var ekki nema einn skurður milli vegarins og bletts ins, sem turninn stóð á. Þeir fóru yfir hann og komu þá í iyngvaxinn blett af óræktanleg um móa, sem hallaði ofurlitið upp að turninum, sem var eitt- hvað fimmtíu skref frá vegin- um. Svona nærri var turninn næstum enn Ijótari en úr nokk- urri fjarlægð. Þetta var ekkert annað en sívalningur úr steini, fimmtíu fet á hæð og eitthvað tíu í þvermál. Að utan var hann þakinn grófu og moldarlituðu gipsi, nema á einum stað, þar sem var mjó, ryðguð hurð. En uppi á öllu þessu var þrífótur úr járni, sem hélt uppi holri kúlu úr kopar, sem nú var orð- in spanskgrænug og virtist tærð. Jimmy gekk í kringum tum- inn þangað til hann kom að dyr unum. Dyrnar voru læstar með keðju og hengilási. Á sylluna fyrir ofan dyrnar hafði verið höggvin áletrun, en stafirnir voru orðnir svo veðraðir, að torvelt var að lesa úr þeim. Loksins komst Jimmy þó fram úr þeim: Meðan þessi turn er uppi- standandi, skal Glapthorneætt- in búa i Farningcote. — Nú, svo að þetta er þá flug an, sem Símon gamli Glap- thorne gengur með í kollipum, sagði hann. — En hver í ósköp- unum hefur varið fé og fyr'r- Brauðhúsið Brauðhús — steikhús Veizlubrauð kaffisnittur coctailsnittur brauðtertur kvöldborð í veizlur síldarréttir 10 tegundir. Alls konar steikur grilleraðir kjúklingar nautafilet roastbeef enskt buff fish and chips hamborgarar ekta franskar kartöflur o.m.fl. Góðfúslega pantið tímanlega fyrir ferm- ingarnar. Brauðhúsið Laugavegi 126 (við Hlemmtorg) sími 24631. höfn til þess að koma upp öðru eins skrípi og þessu? Sannar- lega er það til einskis gagns og jafnvel höfundur nýtízku ljósa- búnaðar gæti varla orðið hrifinn af útliti þess. — Ég skal nú ekki segja, hver hefur reist þetta, en það er að minnsta kosti orðið mjög gam alt, sagði Appleyard. -— Það er sagt, að einhvern tíma hafi ver- ið vindhani ofan á kúlunni. En hann var dottinn af löngu áð- ur en ég kom hingað. — Vindhani? Sagði Jimmy. — Þetta er að minnsta kosti óþarflega öflug undirstaða und- ir einn vindhana. Það er rétt eins og að reisa stálgrinda- skýjakljúf til þess eins að draga upp flagg á. En til hvers eru þessar dyr? Er nokkuð þarna inni? x — Alls ekkert. Turninn er holur að innan, og veggirnir eitt hvað tveggja feta þykkir, rétt eins og reykháfur. En svo eru járnkengir innan á þeim, svo að hægt er að klifra alveg upp, og hann er opinn upp úr. — Ef ekkert er þarna inni, virðist það varla ómaksins vert að harðlæsa honum svona, sagði Jimmy. — Það var nú ekki gert fyrr en á síðastliðnu ári. Það var skrá á hurðinni en hún var löngu brotin svo að strákar gátu komizt inn óhindrað og klifrað upp á kengjunum, en þeir voru næstum ryðgaðir sund ur. Einn þeirra lét undan ein- hverjum strák, sem var óvenju þungur, og hann fékk slæma byltu. Foreldrar hans kvörtuðu við okkur og sögðu, að þetta væri hættulegur staður og eftir miklar umræður feng- um við Símon gamla til að setja þarna keðju og hengilás. Appleyard skríkti. — Ég tal- aði sjálfur við hann um þetta, hélt hann áfram. — Hann var nú fyrst þrár eins og múlasni. Sagði, að ef fólk væri að flækj- ast inn á bannsvæði og meiddi sig, þá gæti það sjálfu sér um kennt. Sagðist ekki skilja, hvernig hann ætti að fara að eyða peningum til að forða fólki frá þess eigin heimsku. En ég fann ráð til að telja honum hughvarf. Ég sagði honum, að ef hann þrjózkaðist við þessu mundi lögreglan sækja um leyfi til að rífa turninn, sem hverja aðra hættulega byggingu. Af þessu var hann næstum búinn að fá annað slag og tveim dög- um seinna var hengilásinn kom- inn á, eins og þér sjáið hann nú. Eins og ég sagði, var þetta fyrir hér um bil einu ári, og ég býst ekki við, að dyrnar hafi nokkurn tíma verið opnaðar síð- an. — Haldið þér raunverulega að gamli maðurinn trúi því, að meðan turninn standi geti ekk- ert hrakið ættina frá Farning- cote-klaustrinu ? — Ég er nokkum veginn viss um, að þessi hugmynd situr svo fast í honum, að ekkert geti haggað henni. Ekki svo að skilja, að hann sé neitt rugl- aður í kollinum, því að á öðrum sviðum er hann með fullu viti. En hann hlýtur að hafa kunn- að þessa áletrun utanbókar alla sína ævi og vera því farinn að trúa henni. Jæja, ef þér eruð bún ir að svipast um, skulum við halda áfram með verk okkar. Þeir skildu nú og gengu hvor í sína áttina til bess að athuga 5 A'4 1 i HEIXJARMATINN IwlmimJJjJr !<■*.** ii ASKUR V. UVIM U YÐUR GLODARS'I’. GRÍSAKOTELKTI I 'R GRII Jv\I)A KJI JKLINGA ROAST BEEF GI X>ÐARSTEIKT ÍAMB HAM BORGARA DJGPSTEIK rAN FISK nuAurlamhbmut IJ ximi SiiljitO r grasblettina innan um kjarrið þarna i móanum. Meðan þeir voru að þessu, heyrðu þeir blístrað giaðlega og er þeir nálg uðust staðinn, rákust þeir á lít inn dreng með skólatösku um öxl, sem þrammaði í áttina að veginum. — Hæ, bíddu andartak! sagði Appleyard. — Þú ert Walter Chudley, er það ekki ? -— Stendur heima, sagði drengurinn. — Og þú ert lög- reglufulltrúinn frá Lyden- bridge. En það má ekki tefja mig, því að þá verð ég of seinn í skólann, og fæ skammir. -— Gerðu bar eins og þér er sagt og komdu hérna, sagði Appleyard í ströngum tón. Þú getur sagt kennaranum, að ég hafi tafið þig. Ferðu alltaf þessa leið i skólann og úr honum? — Já, því ekki það? sagði drengurinn þrjózkulega. — Pabbi segir að það hafi alltaf verið alfaravegur, eftir þessum stíg að veginum. Og það er býsna miklu styttra en að fara að krækja eftir brautinni. — Jæja, sleppum nú þvi en svaraðu bara spurningunum, sem ég legg fyrir þig. Hvenær fórstu úr skólanum í gær? — Á sama tíma og venjulega. Klukkan kortér fyrir fjögur. — Hvað ertu lengi að kom- ast heim? — Það fer allt eftir því, hvort ég flýti mér eða ekki. Ég get komizt heim á hálftíma, ef ég kæri mig um. —- Ef þú kærir þig um? Hvað áttu við með því? — Strákurinn glotti. — Stundum hafa pabbi og mamma eitthvað handa mér að gera þeg- ar ég kem heim, og ef ég á von á því, þá flýti ég mér ekkert sérlega. — Þú ert klókur prakkari, sagði Appleyard. Flýttirðu þér heim í gær? — Jæja, ég dokaði nú ekki eins lengi og ég geri stundum. Mamma sagði mér áður en ég fór, að hún hefði lummur með teinu. Og ég þigg lummur þeg- ar þær eru á boðstólum. —Þú hefur þá komið hingað eitthvað kortér yfir fjögur? Segðu okkur nú nákvæmlega, hvað þú fannst. — Ég sá Caleb Glapt- horne liggjandi á jörðinni, all- an krepptan. Fyrst þegar ég sá hann, dátt mér í hug, að hann hefði fengið sér einum of mikið og hefði lagzt fyrir til þess að sofa það úr. sér. En þegar ég kom nær, sá ég, að andlitið á honum var allt í einni klessu. Og blóðið, maður! Ég hef aldrei séð annað eins síðan hann Kalli, sem er slátrarasonur, fór einu sinni með mig í sláturhúsið til að sjá svini slátrað. Og þá datt mér i hug, að einhver hefði gefið honum svona rækilega á hann og síðan stungið af. — Nú, svo að það datt þér í hug? Sástu byssuna hans nokkurs staðar? — Ég kann að hafa séð hana, en tók bara ekkert sérstaklega eftir henni. Ég var hálfhræddur við allt þetta blóð, svo að ég hljóp heim og sagði mömmu, hvað ég hefði séð. Hún sendi mig þá út á akurinn til að ná í pabba og hann kom heim með mér og þar var þá staddur Horning frá Klaustrinu, að sækja mjólk. — Hvað sagði pabbi þinn þeg- ar þú sagðir honum, hvað þú hefðir séð? — Hann sagði: —. Það var fjandans mátulegt á hann, sagði drengurinn hiklaust. Appleyard sendi Jimmy þýð- ingarmikið augnatillit, en spurði ekki frekar. — Vera systir þín er heima, er það ekki? Aftur glotti pilturinn, rétt eins og honum fyndist þetta mesti brandari. Nei, hún var send að heiman i vikunni sem leið til þess að vera hjá Bessie frænku í Lydenbridge, svaraði hann. — En hún kemur nú víst bráðlega aítur. —Hvernig veiztu það ? — Það er nú víst ekkert í veginum, úr því að Caleb Glapthorne er dauður, svaraði Walter með fyrirlitningu. — Hún var bara send burt, af því að hún var eitthvað að digga við hann. Ég veit það af því að pabbi og mamma skömm- Leikhúskjallarinn Kvöldverður framreiddur frá kl. 18 Vandaður matseðill. Njótið rólcgs kvölds hjá okkur. Borðpantanir í síma 19636 eftir kl. 3. "OP/Ö'" I Í^JQVV,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.