Morgunblaðið - 20.04.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.04.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1971 11 Getum lært lýðræðisleg vinnu| brögð af Sjálfstæðisflokknum Sagði Jónatan Þórmundsson á flokksþingi Framsóknarflokksins Á FUNDI flokksþings Framsóknarflokksins sl. laugardag fóru fram al- mennar stjómmálaumræð- ur. Fyrst framan af fund- inum var þátttaka í um- ræðum dræm og þurfti fundarstjóri að hvetja menn til að taka til máls. Úr þessu rættist, þegar leið á fundinn. Meginstarf þingsins hefur hins vegar farið fram á lokuðum nefndum, sem störfuðu síð ari hluta laugardags og á sunnudag. Blaðamaður Morgunblaðsins hefur set- ið fundi flokksþingsins og fylgzt með störfum þess. Það kom. fram í ræðu Tómasar Ármasonar, gjald- kera flokksinis, sl. laugardag, að heildarútgjöld flokksims voru 1,7 millj. kr., en tekjur námu samtals 2,1 millj. kr. og hagnaður varð því á rekstri flokksins, sem nam 399 þús. kr. á árinu 1970. Það kom ennfremur fram að Fram- sóknarflokkurinn á húseign- irnar að Fríkirkjuvegi 7 og 7a, sem eru, samkvæmt fast- eigmamati, að verðmæti 12 millj. kr. Þá héfur Fram- sóknarflokkurimm nýverið fest kaup á lóðimni Laufás- vegi 16 fyrir 1 millj. kr. Þá er í eigu hf. Goðheima, sem Framsókmarflokkurinm á að mestu leyti, húseignin að Tjarnargötu 30, sem melin er á 4,5 millj. kr. Loks upp'ýsti gjaldkeri, að flokkurimn ætti eign að Skúlatúni 6, sem metin væri á 3,8 millj. kr. Um rekstur Tímans sagði gj aldkeri, að niðurstöður á gjaldareikningi væru 33,4 millj. kr., en tekjur blaðsins hefðu verið 34,2 mállj. kr. Alls næmu skuldir blaðsins 10 millj. kr. en eignir 8 millj. kr. LÆRA AF SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKNUM í hinum almennu umræð- um var nokkuð f j allar um lýðræði í flokksstarfi og virt- ust ungir framsóknarmerun eiga frumkvæði í þeim efn- um. Helgi Bergs, ritari, gat þess í skýrslu sinni, að Fram- sóknarflokkurmn ætti að hafa forystu í lýðræðislegu fiokks starfi. Flokkurinn hefði einn stjórnmálaflokka efnt til skoðamakamnama í öllum kjör- dæmum um framboðslista. Flokksþingið hefð1 verið opnað öllum. Helgi taldi enn- fremur að verkefnaskipti ættu að vtra á milu mið- stjórnar og flokksþings, þannig að flokksþingið álykt- aði um grundvallai',atriði í stefnu flokksins. í ræðu Jónatans Þórmunds- sonar, prófessors, kom fram nokkuð hörð gagnrýni á flokksstjómina. Jónatan sagð- ist ekki vera jafn viss um það, eims og Ólafur Jóhann- esson, að flokksþingið mark- aði djúp spor. Þingið væri of mikil afgreiðslustoínun fyrir framkvæmdastjórnina. Hann harmaði ennfremur þau virunubrögð framkvæmda- stjórnar flokksins að fela fá- einum mönnum að undirbúa þingslkjölin nokkrum dögum fyrir þingið. Álýktanir flokks- þinga til þessa hefðu borið keim af kosningastefnuskrám. Stefnumörkun þingsins hlyti að eiga sér nokkum aðdrag- anda. Þá sagði Jónatan, að Framsóknarflokkurinn ætti Helgi Bergs að vera forystuflokkur í lýð- ræðislegum flokksstörfum. En eins og málum væri nú háttað, gæti Framsóknar- flokkurinn lært sitt hvað af Sjálfstæðisflokknum í lýð- ræðislegum vinnubrögðum. Jónatan lagði á það áherzlu, að forystumenm flokkksins yrðu kosnir beimni kosningu af flokksþinginu. Ólafur Jensson sagðist vera andvígur þeim tillögum Jóna- tans um að færa kosnimgu forystumanna inn á flokks- þing. ólafur taldi ennfremur, að skortur væri á lýðræði innan ílokksfélaganna sjáifra. Þannig væri SUF ætluð hlut- deild í stjórn flokksins, án tillits til félagatölu. Hannes Pálsson lýsti því yfir, að það væri til bóta, að drög að ályktunum þingsins yrðu famin áður. VIÐRÆÐUR SUF OG HANNIBALISTA, TAFLMENNSKA OG TRIMM Varfærnislegar umræður spunnust um viðræður SUF við Samtök frjálslyndra og vimstrimamma. Jónatan Þór- mundsson, prófessor, lýsti því yfir, að hann væri ekki sam- Jónatan Þórmundsson mála ummælum formanms flokksims, Ólafs Jóharaiesson- ar, prófeasors, um það að við- ræður SUF og Hannibalista hefðu verið mistök. Hrafn Sveinbj amarson lýsti því yfir, að memn hefðu alls ekki verið ánægðir með það, þegar stjóm SUF fór að trimma í vetur með viðræðum sínum við Hanmibal. Halldóx Kristjánsson sagði m.a., að fyrirbærið hannibal- istar væri lítið þekkt og aldrei fyrr hefði flokki eða stjórnmálabúskap verið komið upp á minnd málefnagrund- velli. Það væri nú greinileg uppdráttarsýki í liði Hanini- bals. Það hefði verið furðu- legt tilboð að bjóða stjóm SUF til viðræðma, þó að hann sæi ekki, að hún hefði með þeim sagt sig úr lögum við flokk- inn. Hannes Pálsson taldi að viðræðumar hefðu verið tafl- mennska af hálfu SUF eins og hjá Hanmibal sjálfum. Andrés Kristjánsson taldi hins vegar, að viðræðurnar hefðu orðið til góðs og bætt aðstöðu flokksins. Ólafur Ragnar Grímsson taldi, að viðræðurnar gætu orðið Framsókmarflokknum til gengis, ef hanm héldi rétt á málunum. Vegna viðræðna SUF stæði Framsóknarfiokk- urinn nú í miðdepii umræðna um stjómarþátttöku. Ólafur minnti síðan á, að það þyrfti tvo til, ef kljúfa ætti flokk- irnn. í því sambandi taldi Ól- afur, að ritstjórar Tímans hefðu ekki haldið af snilh á þessum málum. Tómas Karls- son hefði fyrstur manna bent á hættuna á því, að Fram- sóknarflokkurimn klofnaöi. Ólafur spurði síðan hvers vegna svona mikil áherzla væri lögð á þannan þátt máls- ins. Tómas Árnason taldi, að ekki ætti að gera viðræður SUF að stóru máli; hann segði það eitt um þær að hann væri ekki sammála þeirri aðferð, sem stjórn SUF beitti. Már Pétursson sagði, að helztu skoðanabræður ungu mann- anna í þessum efnum væru allra ' elztu mennimir í flokknum. Baldur Óskarsson harmaði ummæli Ólafs Jó- hannessonar um mistök SUF. FLOKKURINN ÞARF AÐ FINNA SJÁLFAN SIG Skiptar skoðanix komu fram hjá þingfulltr úum um það, hvort Framsókmarflokurinn ætti að stefna til hægri eða vinstri og hver grundvallar- stefna flokksins væri. í þessu sambandi átaldi Ólafur Jensson m.a., að lýs- ingar Tímanis á hinum vinstri flokkunum væru jafnan ófagrar. Flokkurinn þyrfti að finna sjálfan sig. Andrés Kristjánsson taldi það vera höfuðverkefni Framsóknar- flokksins að sameina alla „íhaldsandstæðinga“. Eðlilegt væri, að stærstu stjórnmála- flokkarnir stjómuðu til skipt- is með aðstoð mirani flokk- anna. Ólaíur Ragnar Gríms- son sagði, að flokkurinn heíði unnið sína mestu sigra, þegar hann hefði sungið kjörorðið: „Allt er betra en „íhaldið“ um allar sveitir landsinis. Framsóknarflokkurinn ætti að vera aðalandstæðingur ,íhaldsinis“ í landinu. Ef hann yrði það ekki, biði hans það hlutskipti að verða einn af litlu flokkunum, sem dreymdi um stjómarsamstarf við við Sj álfstæðisflokkinin. Nú væru komnir fram menn, sem ekki myndu una lengur við hina sterku stöðu Sjálfstæðis- flokksins í íslenzkum stjóm- málum. Baldur óskarsison taldi, að það ætti að korna fram á þessu þingi, að Fram- sóknarflokurinm vildi, að for- ystuhlutverki Sjáifstæðis- flokksins Iyki. Bjöm Jónsson spurði að því, hvers vegna flokkurinn veittist ekki gegn „fhaldinu“, ef harm teldi sig íhaldsand- stæðing. Sannleikuriinn væri raunar sá, að yfirgnæfandi meirihluti manna hér á landi væri hægrisinnaður. Björn spurði síðan að því, hvers vegna Framsóknarflokkuriinn léti Sjálfstæðisflokknum þetta fólk eftir. Framsóknarflokk- urinn ætti að safna að sér þessu fylgi í stað þess að reyna að ná í þær örfáu hræður, sem væru á milli Fr amsóknarflokksine og vinistri flokkanina. Svipaðar skoðánir komu fram hjá Tómasi Ámasyni. Hann taldi, að stefna þessa fiokksþings yrði að hitta í mark. Stefnan yrði að fá hljómgruran hjá mörgu af því fólki, sem til þessa hefði stutt stjórnmála- flokkana. Alþjóðleg hafísráð- stefna í Reykjavík ALÞJÓÐLEG hafísráðstefna verður haldin í Beykjavík dag- ana 10.—13. niaí nk. Báðstefnan er lialdin & vegum Bannsókna- ráðs ríkisins en Bauer Scientific Trust í Washington og UNESCO hafa einnig veitt fjárstyrld til að standa straum af kostnaði við ráðstefnuna. Með tillíti tU und- anfarinna hafísára var talið rétt að athuga, hvort stuðla mætti að auknu samstarfi þjóða, sem stunda hafísrannsóknir í norður- höfum. Slíkt samstarf um liafís- rannsóknir gæti orðið afar mik- ilvægt, ekki sízt fyrir okknr Is- Iendinga. Frá þesu segir í frétta- tilkynningu frá Bamisóknaráði ríkisins. Þar segir ennfremnr: Haustið 1969 skipaði Rann- sóknaráð þvi nefnd til að kanna, hvort grundvöllur fyriir alþjóð- legri hafís ráðstefnu væri fyrir hendi og til að annast undirbún- ing ráðstefnunnar ef svo væri. 1 nefndina voru skipaðir Hlynur Sigtryggsson, veðurstofustjóri, sem er formaður nefndarinniar, Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, dr. Sig- urður Þórarinsson prófessor, dr. Trausti Einarsson prófessor og dr. Unnsteinn Stefánsson haf- fræðingur. Dr. Svend Aage Maihnberg tók á síðastliðnu hausti sæti dr. Unnsteins, sem þá fór trl starfa hjá Unesco, og Markús Einarsson veöurfræð- inigur hefur starfað i nefndinni sem varamaður Hlyns Sig- tryggssonar. Framkvæmdastjóri ráðstefniunnar var ráðinm Þor- bjöm Karlsson, verkfræðingur. Undirtektir visindamanna út um heim voru sllkar, að álcveðið var að efna til ráðstefnu vorið 1971. Alþjóðleg ráðstefna um hafis var síðast haldin í Easton, Framh. á bls. 14 Notaóirbílartilsölu Humber Sceptre ’70, 350 þ. kr-, Hunter sjálfskiptur '70 ekinn 4 þ. km, 310 þ. kr. Sunbeam Alpine '70 ekinn 4 þ. mílur, 375 þ. kr. Sunbeam Arrow '70 ekinn 11 þ. km, 280 þ. kr. Hillman Super Minx Station ’66, 140 þ. kr., nýl. skipt um mótor Hillman Imp. '67, 110 þ. kr. Commer 2500 sendib '64 46 þ kr. Jeepster 6 cyl. sjálfsk. '67, 290 þ. kr. Jeepster 6 cyl. beinsk. '67, 300 þ. kr. Bronco '66, 240 þ. kr. Saab '66, 170 þ. kr. Volkswagen 1600 Variant '70, 310 þ. Volkswagen ’64 með nýupp- gerðri vél, 90 þ. Volkswagen '66, 115 þ. Taunus 20 M 4ra dyra '66, 165 þ. Taunus 12 M '66, 130 þ. Austin Mini ’63, 75 þ. Opel Caravan '65, 100 þ. Opel Kadet '66. Ekinn 40 þ. 160 þ. kr. Moskvitch '67, 110 þ. Renault Dauphine '62, 30 þ. kr. Dodge ’60, 70 þ. kr. Gegn skuldabréfum: Rambler Rebell '67, 280 þ. Rambler American '67, 250 þ. Rambler Ambassador '66, sér- lega fallegur, 280 þ. Rambler Ambassador '68, 2ja dyra, 360 þ. Plymouth Belvader '67, 260 þ. Rambler American '68, 300 þ. Toyota Crown '66, 180 þ. Allt á sama stað EGILL, VILHJALMSSON HE Laugavegi 118 — Síml 2-22-40 Myndubolir Litaðir bolir með áprentuðum myndurn nýkomnir. •MIIIIHHI fllMIIIHIMII JHIHHIHHH HtHHMMHIIII IHMHHIHHIII HHMIHHHMHL HtHIHHIHHH IHHIHIHIHH HIHHtHHIIU -----------------------------------------tmnMNk mihhhhiii. IMimilMIHI. llltlttttttlHIII HHllHHHIHII *hihhhh1M '•MMMétll HIHHIHIIIHM iMMIIimlMIIIIIMIIIIIIHKHMMIMMIimMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.