Morgunblaðið - 27.04.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.04.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1971 Zorba frumsýndur á föstudag ZORBA verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu á föstudaginn og er það jafnframt síðasta frum- sýning leikársins. Æfingar hafa staðið í tvo mánuði og taka þátt í leiknum um 60 leikarar, söngv arar, dansarar og aukaleikarar. Mun þetta vera ein fjölmenn- asta leiksýning á fjölum Þjóð- leikhússins. Höfundar leiksins eru: Joseph Stein (sá er samdi Fiðlarann á þakinu), John Kander tónlist og Fred Ebb ljóð. En leikurinn er byggður á hinni þekktu skáldsögu Nikos Kazanzakis. Ennfremur var sagan kvikmynd uð og hefur sú mynd hlotið frá- bærar vinsældir eins og kunn- ugt er. Nú munu liðin nær tvö ár frá því að leikurin.n var frumsýndur á Broadway og er sýndur í nágrannalöndum okk- ar um þessar mundh við óhemju miklar vinsældir. Bæði leikstjórinn og ballett- meistarinn eru frá Bandarikjun um. Leikstjórinn heitir Rodger Sullivan og er þekktur maður í sinni listgreien. Hann hefur að undanförnu starfað við leik- stjórn á Norðurlöndum og svið- setti m.a. Zorba um síðustu ára mót í Óðinsvéum. Strax að frumsýningu lokinni hér, fer hann til Svíþjóðar og stjórnar þar söngleik á þessu vori. Ball- ettmeistarinn heitir Danía Krupska, og hefur margsinnis stjórnað og samið dansa fyrir söngleiki. Einn erlendur gestur enn tekur þátt í þessari sýn- ingu, og er það sænska söng- konan Susanna Brenning sem fer með hlutverk forsöngvarans í leiknum. Leikmyndir og búningateikn- ingar eru gerðar af Lárusi Ing- ólfssyni, en Garðar Cortes er hljómsveitarstjóri. Helztu hlutverkin eru ieikin af Róbert Arnfínnssyni, en hann er Zorba, Herdis Þorvalds Eins og fyrr segir verður frumsýningin á Zorba föstudag- inn 30. apríl. önnur og þriðja sýning leiksins verða svo 1. og 2. maí. Þýðandi leiksins er Þorsteinn Valdimarsson skáld. Róbert Amfinnsson og Herdís Þorvaldsdóttir í hlutverkum sinum sem Zorba og Búbólina. dóttir er Búbólína, Jón Gunn- arsson er ungi maðurinn, Mar- grét Jóhannsdóttir fer með hlut verk ekkjunnar. Auk þeirra fara leikaramir Gunnar Eyjólfs- son, Sigríður Þorvaldsdóttir, Árni Tryggvason, Ævar Kvar- an, Anna Guðmundsdóttir, Bald- vin Halldórsson, Lárus Ingólfs- son, Erlingur Gíslason og fleiri með áberandi hlutverk í leíkn- um. Aðstoðarleikstjóil er Þórhall- ur Sigurðsson og fer hann einn- ig með hlutverk í leiknum. 1. mynd: Þegar menn í landi sáu hvað verða vildi hjá brezka togaranum fór Lóðsinn óðar út með Jón lóðs Sigurðsson og öslaði Lóðsinn togaranum til að- stoðar í 11 vindstigunum. 2. mynd: Lóðsinn kom lóðsinum um borð i togar- ann og upp úr því sigldi togarinn ekki lengur inn milli skerja. 3. mynd: Jóns lóðs sigldir 1 Russ Curlew öruggiega inn í liöfnina, en þar sem kross- inn er, var togarinn, þegar útlitið var verst, aðeins fáa metra frá hafnargarðinum á hrakningi undan 11 vindstig- um og stórsjó, en eins og fram kom í frétt Mbl. var skipstjórinn heldur „hress- ari“ en eðlilegt var, að minnsta kosti við þessar að- stæður. — Landsfundurinn Framhald af bls. 1 Ef við rennum augum til baka, þótt ekki sé nema um aldarf jórð- ung, mætti okkur virðast, sem við byggjum allt að því í annarri veröld en þá. Lítum á bílamergð- ina og nýju heimilistækin og aðra tækni á mörgum sviðum. Lítum á flugið og ferðahraðann. Hvað um sjónvarpið? Hvað um geím- farir og atómorku? Er þetta allt ekki vísbending um það, að öðru vísi verður um að litast um næstu aldamót en nú? Við væntum mikilla umbóta í bættu stjórnkerfi og lífrænni stjórnsýslu. Við ætlum að hag- nýta okkar eigin auðlindir: haf- ið á landgrunnssvæðinu og land- grunnið sjálft, orku jarðvarma og falivatna. Við ætlum að ástunda gróðurvernd í harðbýlu landi á norðurhjara. Eins er og um náttúruvernd yfirleitt. Sjálfstæði lands og þjóðar vilj- um við tryggja með því að standa traustan vörð um tungu okkar og þjóðlega menningu, samhliða eðlilegum skiptum við aðrar þjóðir á sviði stjórnmála og menningar-máia. Við viljum halda áfram samvinnu við vest- rænar lýðræðisþjóðir og tryggja öryggi landsins með þátttöku í Atlantshafsbandalaginu. Við vilj- um kappkosta að efla norræna samvinnu. En öllu ofar stendur manngild- ið sjálft. Ég leyfi mér að minna á orð okkar glæsta foringja, Ólafs Thors, er hann mælti í ræðu við lýðveldisstofnunina 1944: „Kjörorð hins íslenzka lýðveld- is er: Mannhelgi. Hugsjón þess, — að hér búi um alla framtíð frjáls og öllum óháð menningarþjóð, andlega og efnalega frjálsir og hamingjusamir menn.“ Af slíkum rótum eru hugsjón- ir Sjálfstæðisstefnunnar runnar. Á slíkum stofni skal framtíðin byggjast. Ágætu Landsfundarfulltrúar og aðrir fundarmenn! Engum dylst, að með þessum Landsfundi erum við að fylkja liði til þeirrar kosningabaráttu, sem framundan er. Við minnumst í því sambandi sveitastjórnarkosninga á siðast- liðnu vori og sumri. Sjálfstæðis- flokkurinn sýndi þá, svo að eigi varð um villzt, hversu sterkt afl hann er i íslenzku þjóðlífi um gjörvallt landið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú farið með stjórnarforustu óslitið í þrjú kjörtímabil. Slíkt er ein- stakt i stjórnmálasögu þjóðar- innar. En á þessu tímabili hefur þjóðin sótt fram til meiri vel- sældar, betri lifskjara og vax- andi menningar. Stjórnarforustan leggur Sjálf- stæðisflokknum á herðar ábyrgð umfram aðra flokka. Undan þessari ábyrgð hefur aldrei verið hvikað né tilraun gerð til þess að ganga á snið við hana. Eigi vitum við, hvaða úrslit alþingiskosningarnar fela í skauti sínu. Hitt hygg ég, að flestum þyki sanni næst, að Sjálfstæðisflokkurinn verði eftir sem áður sterkasta aflið. í einstaklingsþroskanum er styrkleiki Sjálfstæðisflokksins. 1 samstöðu til átaka áhrifavaldið. Ég bið þess, að nú sem fyrr megi gifta ráða og gott leiða af stefnu og starfi Sjálfstæðis- flokksins til farsældar landi og lýð. Gaf 100 þúsund krónur HÚSBYGGINGASJÓÐI Öryrkja- bamlalagsins hafa borizt að gjöf 100 þúsund krónttr frá Guðrúnu Hannesdóttiir til niinningar um eiginmann hennar, Sigurð Karl Friðriksson frá Bakkakoti í Víðl- dal, fyrrverandi yfirverkst jóra vegagerðarinnar í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Gjöfin var afhent húsbygg- ingasjóði 1. apríl sH. - Kína Framhald af bls, 1 fundi með fréttamönnum í Was- hington í dag, að bandaríska stjórnin hefði, í gegnum aðrar ríkisstjórnir, komið áleiðis til Pekingstjórnarinnar orðsending- um um, að Bandaríkin æsktu eft- ir betri sambúð við Kiinverska alþýðulýðveldið. Talsmaðurinn sagði ekki hvaða stjórnir væri átt við, en svo var að skilja sem Ceausescu, forseti Rúmeníu, hefði eitthvað komið við sögu. Talsmaðurinn sagði einnig, að Nixon forseti hefði látið í ljós löngun til að heimsækja Kína. Talsmaðurinn sagði einnig, að Bandaríkjastjórn hefði fyrir all löngu látið í ljós áhuga á bættri sambúð við Kína. — Sextugur Framhald af bls. 11. lífeðlisfræði búfjár fyrir bóka- útgáfufyrirtækið Butterworths, Ltd., í London. Árið 1954 var Halldór 3 vikur í Englandi og Sviss að tilhlutan Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, til að at- huga markaðshorfur fyrir ís- lenzkt dilkakjöt í þeim lönd- um. Árið 1958 sótti Halldór 18 daga námskeið í Bretlandi um hagnýtingu kjarnorkuvisinda við framleiðslu, geymslu, sölu og dreifingu landbúnaðarafurða, en árið eftir ferðaðist hann um Skotland og Norður-England í 2 vikur til að halda fyrirlestra um sauðfjárrækt í boði brezks fyrirtækis. Frá því í nóv. 1961 og þar til í sept. 1962 dvaldi Halldór í Nýja-Sjálandi, þar sem hann var boðsgestur við vísindaleg störf á búf j árrækta rstöði n n i í Ruakura Animal Research. Auk þessa hefur Halldór set- ið um eða yfir 30 fundi og ráð- stefnur um fjölþætt landbúnað- armál víðs vegar urri Evrópu, en einnig í Bandaríkjunum, og flutt við þau tækifæri marga fyrirlestra. Vegna þessara starfa er hann orðinn kunnur vísindamaður víða um heim, svo að margir fæðimenn hafa leitað hans, sumir um langan veg. Þó að þessi athafnaskrá sé orðin æði löng, er enn sitthvað ótaiið, t.d. er vert að geta þess, að Halldór kenndi (flutti erinda flokka) í nokkur ár við fram- haldsdeild Hvanneyrarskóla. Þá hefur Halldór ritað þau býsn í blöð og tímrit, meðal annars í erlend rit, að langt mál væri upp að telja. Ef rekja ætti starfssögu dr. Haildórg Pálssonar, bæði sem ráðunautar og búnaðarmála- stjóra, þótt ekki væri nema í stórum dráttum, þá yrði það langt mál, en auk þess senni- lega fullfaglegt sem almennt lestrarefni. Okkur elztu starfsmönnum Búnaðarfélags íslands er minn- isstætt, þegar Halldór bættist í hóp starfsliðsins með sínum eldlega áhuga og smitandi fjöri. í kring um hann þreifst engin deyfð. Komið gat fyrir, að tím- inn gleymdist um stund frá vinnu, þegar „grínistinn11 kom í heimsókn á vinnustofurnar, en það jafnaðist skjótt eftir fjör- skotin, er verkuðu sem aflgjafi. Það sannaðist sem oftar, að við glaða og létta lund aukast vinnu afköst. Bændum úti um land þótti Halldór, sauðfjárræktar- ráðunautur, góður gestur. Sauð- fjársýningarnar voru ekki ein- ungis lærdómsríkar, þær voru um leið minnisstæðar skemmti- samkomur. Bændur undruðust frábæra skarpskyggni Halldórs á sauðfé og hvernig hann gat munað eftir einstökum kindum, sem hann hafði séð víðs vegar um landið, svo að hann þekkti þær aftur eftir mörg ár. Hall- dór endaði sérhverja sýningu með ræðu, þar sem hann ekki einungis gerði grein fyrir dóm- um, heldur ræddi og sitthvað um sauðfjárrækt. Kom hánn þá víða við og skaut jafnan inn á milli gamansömum setningum eða þáttum. Sumt af því lifir enn á vörum manna, eftir ára- tugi. Af vinsældum Halldórs verða ekki ofsögur sagðar, og segir hann þó mönnum óspart til syndanna, ef þess þarf með, án þess þó að undan svíði. Ekki rýrnuðu vinsældir Halldórs eft- ir að hann varð búnaðarmála- stjóri. Hann hefur ávallt verið jafnfús tii að leysa hvers manns vandræði eftir beztu getu og jafnan með fullri sanngirni. Hann hefur vandasömu embætti að gegna. Annars vegar að standa á verði fyrir bændur í öllum þeim landbúnaðarmálum, sem Búnaðarfélag íslands hefur með að gera, og hins vegar að fara vel með það fé, sem ríkis- valdið leggur til. Má fullyrða, að þetta hvort tveggja hefur vel tekizt. Halldór hefur aldrei fall izt á óhóflegar kröfur á hendur ríkinu og með því áunnið sér traust, sem veldur því að tillögur hans um aðstoð við bændur eru mikils metnar af f j árveitingarvaldinu. Starf sliði sinu hefur Halldór reynzt vin- sæll stjórnandi, svo að ekki hef ur verið á betra kosið. Hann rekur ekki á eftir um vinnu. Hann gengur sjálfur á undan með þeim vinnubrögðum, er nægja sem fordæmi. Ef rennt er augum yfir framanritaða upptalningu á öllum þeim auka störfum, sem hann hefur orðið að gegna samhliða aðalstarflnu, má vera ljóst, að hér hefur verið um ániðslu að ræða. Hall- dór er að vísu hamhleypa til vi-nnu, en eftir hin miklu veik- indi, er hann varð fyrir árið 1964, sjúkdóm, sem getur end- urtekið sig, þá þarf hann að gæta meira hófs um vinnu- brögð. Hann þarf að endast þjóðinni sem lengst. Hinn 20. júlí 1946 kvæntist Halldór Sigríði Klemensdóttur frá Húsavík. Hún er kostum bú in afbragðskona, sem hefur reynzt manni sínum nærgætin stoð og stytta og aflgjafi. Um leið og ég þakka Halldórl fyrir langt samstarf og trausta vináttu, þá árna ég honum og konu hans allra heilla í tilefni þessa áfanga æviskeiðsin*. Ásgeir L. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.