Morgunblaðið - 27.04.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.04.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2T„ APKÍL, 1971 15 Umræðiir á Landsfimdi um landhelgismál; Tíminn vinnur með okkur Útfærsla fyrir 1973 ef sókn erlendra skipa stóreykst Konur á landsfundi. Aslaug Ragnars, Jónína I»orfúinsdóttir, Kristím Magnúsdóttir, Gróa Pétursdóttir, Margrét Einarsdóttir. að maTiinigildi elnstíakl iinganma LANDSFUNDI Sjáifstæðis- flokksins var frarn haldið í gær- dag. A árdeg-isfundi var kosið í stjórnmálanefnd og skipulags- mefnd landsfundarins. Fundar- stjóri á árdegisfimdinum var Þorsteinn Gíslason, skipstjórl. í»á var tekið fyrir aimað af hin- um sérstöku umræðuefnum þingsins: Uandhelgismálið, fisk- veiðilögsagan og hagnýting land grunnsins. Frununælandi var Már Elísson, fiskimálastjóri. Að loknu framsöguerindi hans voru afamennar umræður um efnið.- Tveir fundir voru haldnir síð- degis í gær. A þeim fyrri voru skóla- og menntamál til um- ræðu. Frummælendur voru Kristján J. Gimnarsson, skóla- stjóri og Þorvaldur Búason, eðl- isfræðingur. Fundarstjórl var Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri. Að ioknu kaffihléi flutti Baldvln Tryggvason framsöguerindi um skipuiagsmál Sjálfstæðisflokks- ins. Síðan hófust almennar um- ræður. Fundarstjóri var Ragn- helður Guðmundsdóttir, læknir. Framsöguerindi Más Elíssonar, Kristjáns J. Gunnarssonar og Þorvaldar Búasonar um hin sér- stöfeu viðfangsefni landsfundar- ins verða birt í heild í aukablaði á morgun. „V ARUEGA, EN AF FI I.I.KI EINURÐ" Fyrstur kvaddi sér hljóðs í al- mennum umræðum um Iand- helgismálið Gunnar Thoroddsen, Gunnar minnti í upphafi á, að sjálfstæðismenn hefðu haft for- ystu I landhelgismálinu frá upp- hafi og nefndi sérstaklega í því sambandi hlut Ólafs Thors, Bjama Benediktssonar og Jó- hanns Jósefssonar. Sá mikli ár- angur hefði náðst í samningnum við Breta 1961, að þeir hafi þá viðurkennt 12 sjómilna landhelg ina. Gunnar sagði ennfremur, að það væri lífsnauðsyn fyrir smá- þjóð eins og Islendinga að virða alþjóðareglur og lög. Það væri misskilningur að alþjóðadóm- stóllinn í Haag drægi taum stór- þjóðanna. Það væri okkur lífs- hagsmunamál að eiga gott sam- starf við aðrar þjóðir. Það væri óhyggilegt að færa landhelgina nú þegar út í 50 sjómílur, því að timinn ynni með okkur. Við stæðum þannig betur að vígi, ef málið yrði síðar lagt undir al- þjóðadómstólinn. Þá sagði Gunn- ar, að við ættum nú að ákveða friðunarsvæði utan 12 mílna markanna, friðunaraðgerðir nytu hvarvetna samúðar og skilnings. Auður Auðuns gerði grein fyr- ir störfum landhelgisgæzlunnar og hvernig hún gæti mætt aukn- um verkefnum. Lengja yrði út- haldstíma varðskipanna, auka þyrfti við flugtíma flugvéla og færa yrði út störf loftskeyta- stöðvarinnar, Á þessu ári væri áætlað að tooma í framkvæmd sumum af þessum endurbótum bæði við- komandi loftskeytastöðinni og fjölgun flugtíma. Einnig væru áætluð kaup á stórri þyrlu. Stærri framkvæmdir væru hins vegar enn á athugunarstigi. P&Imi Jónsson, frá Sauðár- króki, sagði, að fyrst og fremst yrði að byggja baráttuna fyrir þessu máli á þeim rökum, að um ofveiði væri nú að ræða á mið- unum. Það væri rétt, að fyrst ætti að ákveða friðunarsvæði. Gunnar Schram sagði, að það væri tvímælalaust rétt stefna, sem ríkisstjórnin hefði markað. Við ættum að nota tímann fram að hafréttarráðstefnunni tl að kynna okkar málstað. Ef sóknin á miðin ykist hins vegar, yrð- um við að færa landhelgina út fyrir árið 1973. Tíminn ynni með okkur í þessum efnum; það væru fleiri þjóðir en við, er hefðu áhuga á útfærslu landhelgi, einkanlega í Afríku og Suður- Ameríku. Ef við teldiim nauð- synlegt’ að friða ákveðin svæði, ættum við að gera það einhliða og tafarlaust. Síðan rakti Gunn- ar friðunaraðgerðir erlendra þjóða á landgrunninu sjálfu og taldi, að þær styddu aðgerðir okkar um friðun hafsvæðisins yfir landgrunninu. Pétur Signrðsson taidi það vera eitt af okkar sterkustu rök um, að sumar þær þjóðir, er hefðu verið okkur andsnúnar í þessu máli, hefðu nú skipt upp hafsbotninum eins og t.d. í Norð ursjó. Pétur sagðist ekki sjá, hvernig þjóðirnar gætu á haf- réttarráðstefnunni samþykkt friðun botnssvæðisins en leyft skipum að veiða á hafinu þar yfir óhindrað. Baldur Bjarnason sagði, að stefnan, sem tekin hefði verið væri rétt; okkar stóra vopnværi að fara að lögum jafnframt því, sem við tefldum fram okkar sér- stöku rökum. Baldur sagðist ekki vera jafn bjartsýnn eins og Gunnar Thoroddsen á það að unnt væri að koma á ákveðn- um friðunarsvæðum; það ætti þó að athuga til hlítar. Ingólfur Möller taldi að fylgj- ast yrði vel með ferðum og á- sókn erlendra veiðiskipa á mið- in. Hann taldi það heppilegt að sá fyrirvari hefði verið gerður, að gripið yrði til einhliða að- gerða, ef ásóknin ykist. Enda yrði að grípa til þess ráðs tafar- laust, ef svo færi. Jóhann Hafstein lýsti ánægju sinni yfir þeirri samstöðu, sem væri meðal landsfundarfulltrúa um stefnu stjórnarflokkanna. Stjórnarandstaðan hefði gert landhelgismálið að flokkspóli- tisku máli vegna kosninganna. Það væri vegna þess, að þeir hefðu ekki önnur mál gegn Sjálf stæðisflokknum eftir 12 áira stjórnarforystu hans. Á þessu yrði athygli fólksins vakin. Fólk ið sæi nú endanlega, að Sjálf- stæðisflokkurinn væri ábyrgur flokkur. Jóhann Hafstein sagði ennfremur, að skipuð hefði ver- ið nefnd, er í ætti sæti einn íull- trúi frá hverjum flokki, til að undirbúa löggjöf um þetta efni. í þessari nefnd væru stjórnar- flokkarnir i mlnnihluta; það sýndi að ætlunin væri ekki sú að neyta aflsmunar I þessu máli. Við ættum að ganga varlega fram, en af fullri einurð. MANNGILDIÐ, HORNSTEINN SJÁLFSTÆDISSTEFNUNNAR Að loknum framsöguerindum um skóla- og menntamál tók Matthías Johannessen til máls og flutti ásamt Kristjáni J. Gunnarssyni, Þorvaldi Búasyni, Sverri Hermannssyni, Siguriaugu Bjarnadóttur, . Birni BjarnEisyni og Halldóri Blöndal ályktunartil- lögu um umræðuefnið. Matthias sagði, að ályktunin fæli i sér stefnumörkun, þótt hún væri almennt orðuð. Síðan ítrekaði hann ummæli Jóhanns Hafsteins um að hugsjónin um mannhelgi og manngildi væri hornsteinn sjálfstæðisstefnunnar; þessi horn steinn yrði að vera traustur Sjálfstæðismenn hefðu ekki lát- ið sitt eftir liggja i umræðum um menntamál þjóðarinnar. Það væri styrkur Sjálfstæðisflokks- ins að hafa verið þar í farar- broddi.. Þó að takmarkið væri eitt, gæti eðlilega verið ágrein- ingur um leiðirnar að markinu. Þannig hefði verið uppi ágrein- ingur um kennaraháskóiafrum- varpið og grunnskóiafrumvarp- ið. Á þessum ágreiningi þyrfti að finna lausn. Menntun æskunn ar væi'i undirstaða framtíðarþjóð félags okkar. Gunnar Bjarnason sagði, að hin nýju skólalög fælu í sér miklar breytingar, sem í meg- inatriðum væru til bóta. Það væri þó varhugavert að lengja hinn árlega skólatíma og fækka námsárunum. Sumarvinnan væri ekki síður þroskandi og auk þess væru margir þannig settir að geta ekki kostað börn sin til náms. I SKIPULAGINU VERÐUR AÐ VERA LIFANDI STARF ' Baldvin Trygg\ason gerði gireiin fyrir skiplagsmálu m flókksinis. Hanin sagði, að það væri naiuðsynlegt, að sífelld at- hiugun færi fram á starfsfhátt'um flokksins, þó að gjaidia yrði var- huga við því að gera otf tfíðar breytingair á skipulagsi'eglum floktosins. Baldvin minntist sið- an á atlhyglisverðar tillögur, sem unigir sjál fstæð ismenn hefðu sett fram. Reynslan sýndi, að þær breytingar, sem gerðar voru á landsfundi 1969 hefðu verið til góðs. Afdrilfaríkaisita breytingin á starfisháttuim flokksinis væiru prófkjörin. Eniginn floktour hetfði stiigið jaifn stórt skretf til að veita kjósendum beinni áhrif á val frambjóðenda. Prófkjörin sviiptu þó flokkstfðlögin ákveðnu vaiidi, er hiefði álhriif á startf þeirra, enda væru skiptar sfcoð- anir um gagnisemi prófkjörsins. Nauðsynilegt væri þvi að taka reglumar til endiursfcoðunar. Á hinn bóginn væri ekki siður miíkilivægt að vimma að þvi, að flokksmienn fengju betri tæki- færi tii beinna áhrifa á stefnu- miðtum fiokksins. Gamlia funda- formið væri að gamga sér til ihúðar. Reynt hefði verið að tfinna nýjar leiðir og niú væri í þeirn tillgangi verið að koma á fót máief nanefn d um, er halda ættu ráðstefnur a. m. k. einiu sinni á ári. Þá hefðu skiplagsneflndin og miðstjómin ákveðið að koma á nýjan leik á fót stjómmála- skóia Sjáiifstæðisfllokksims. Bæði málefinanefndirnar og stjórn- málaskólinn aettu eftir að hatfa heiLladrjúg áhrif á startf flokks- ins. Átoveðið hefði verið að taka Skipulagsmiálin öll till atlhuigunar fyrir næata landsfund. Sjálfstæð- isflokkurinn yrði að miða að þvl yrði metið otfar ölliu öðru; þetta yrðu skipuXaigsreglurnar að tryggja. Guiuiar Bjarnason sagði það vera fruimSkillyrði, að stjóm- málatflokk'Ur væri lifandi. Það væri ekiki nóg að hatfa sfldpuliag, í skipuiaginu yrði að vera startf. Sjálfstæðisflokkinn yrði að gera að lifandi skipulagi. Hugs- xm floktosmanna ætti að koma fram í sterkri einingu. Máleflna- nefndirnar og stjómmáJIaskðliinn ættu því ianga fiamtíð fyrir sér. Unga kymslóðin vildi sjáíllf gagnrýna. Það væru miklar framfarir að endurskóla starfla- rnenn í þjóðfédaginu, en þetta ætti Mlka að gera í stjómmáiliun- um. SjáMstæðismienm ættu rót- tæka æsku; róttækni væri niauð- syn í lifandi stjómmálatflokki. Helgl Tryggvason sagði, að ekki væri unimt að þroska ein- stakliniginn út atf fyrir sig, því að hann væri ávaJlt með öðru fólki. Kenna yrði fólki að tala og veita yrði þjáliflun í framsögn í ríkari mæti en gert væri. Jón Pálmason frá Akri sagðíist hatfa lýst þvi ytfir í fyrra, að hann væri andvígur próflkosn- ingum, og eftir því sem lenigra liði, hefði hann orðið fastaii á þessari skoðuin. Jón sagðist ekki vera vilsis uim, að það væru vetrrt uppstilliinigar í þeim kjördasm- um, þar sem ekki hefði verið viðhaft prófkjör. Páll Schevimg sagði, að skipulagsreglurnar frá 1961 hefðu ekki verið í fram- kvæmd í samræmi við það setrti til var ætlazt. Nú væru stairtfandl alrnenn félög sj áltfst æð ismanma, félög umgra manma og féiög sjáltfstæðiskvenna. 1 raun væm þanmdig starfandi 3 Sjálflstæðiis- fllokkar í landinui sem kæmiu ekki saman, nema á fulltrúa- ráðsfundum. Árni Helgasom fagnaði því sérstaklega, a55 nú ætti að etfla fræðsHustarflsemima. Þamniig ætti að auka tengisiiin við landsbyggðina. Páll- S. Pál»- son amidmælti rötoum Jónis Páhna- sonar gegn pröfkosn ingunium. Endurnýjun vært ávallt niauð- synleg og hann hefði kosið, að prófkosnimigar yrðu megimegiia í fLokksstarfinu. Jön Sólnes sagði, að imiangt hefði áunnizt á liðnum áratug, sumt hefði þó farið úrskeiðiS og oflt vært sá vimiuir, er til vamms segði. Jón sagði síðan, að mörg- um stæði nú ógm atf þemisflu í stfjórnfcerfiniu og vaxandi sfcrilf- ftanaku. Vfirlitsmynd frá störfum landsfuudar i gær. Fremst á myndinnl .m& sjá Mariu Maack.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.