Morgunblaðið - 27.04.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.04.1971, Blaðsíða 18
r_ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRlL 1971 18 Sigrún Pétursdóttir - Minningarorð í DAG verður borin til moldar frú Sigrún Pétursdóttir til heim ilis að Tjarnargötu 42, Reykja- vík. Sigrún var fædd að Hallfreðar stöðum í Hróarstimgu, Norður- Múlasýslu, 13. marz 1920, dóttir hjónanna Guðlaugar Sigmunds- dóttur frá Gunnhildargerði og Péturs Sigurðssonar frá Hjartar stöðum. Sigrún fluttist til Reykjavíkur, ásamt foreldrum sínum, árið 1934. Áið 1954 giftist Sigrún eftir- lifandi manni sínum Sigurði Þórðarsyni endurskoðanda. Við tölum oft um fjármuni fólks, peninga, fasteignir eða aðra hluti, og oft hættir okkur við að leggja mat á samferða- menn okkar eftir veraldlegum auðæfum þeirra, þá gleymast okkur gjarna þau sannindi, að mestu verðmætin eru fólgin í manninum sjálfum. En því að eins er maðurinn verðmætur, að hann láti gott af sér leiða, og eru okkur í raun og veru nokk ur verðmæti dýrmætari og þýð ingarmeiri en þau, sem felast í góðum samferðarmönnum í lif inu? Er til nokkuð, sem getur veitt jafn mikla lífshamingju og að njóta samvista við gott fólk? Eða getur nokkur orðið snauðari en sá sem ekki á þess kost að njóta mannlegrar samfylgdar? Fyrir rúmu hálfu ári kom hún að, þar sem bróðir hennar hafði beðið bana í bílslysi og börnin t Eiginmaður minn, Jón Björnsson, fyrrum bóndi að Sólheimum í Blönduhlíð, lézt í Borgarspitalanum að- faranótt 25. þ.m. Fyrir hönd vandamanna, Valgerður Eiríksdóttir. hans 5 lágu öll stórslösuð. Æðru laust tók hún strax til við að hjúkra og hlynna að eftir því sem tök voru á. Viðbrögð fólks á slíkum stundum eru kannski bezti mælikvarðinn á andlegt at gerfi þess. Og þannig var Sig- rún Pétursdóttir. Löngun henn- ar og þörf til að hjálpa og láta gott af sér leiða, var sterkari og eðlislægari, en svo, að per- sónubundin vandamál kæmust að. Hún nýtti þrek sitt og hæfi- leika þeim til góðs sem hún um gekkst af svo einlægum og hlýj um huga, að engum gat dulizt að þar bjó aðeins kærleikur og góðvild að baki. En jafnframt því að vera hlý og alúðleg í viðmóti, var Sigrún svo glaðlynd að beinlínis gam- an var að umgangast hana. — Stórir geðsmunir var arfur sem hún kunni flestum öðrum betur að fara með. Barnagæði Sigrún ar voru viðurkenndir yfirburð- ir hennar af þeim sem til þekktu, og heimsóknir til henn ar voru stórir hátíðisdagar í Mfi hvers barns sem kynntist henni. Hún var prúð í framkomu, fríð kona og glæsileg og vakti hvarvetna athygli sem hún fór. í langan tíma hafði hún búið við vanheilsu, sem hún þó hélt ekki á loft, enda voru áhuga- mál hennar öðrum bundnari en eigin erfiðleikum. Ástvinir og kunningjar sem nú í hinzta sinn kveðja Sigrúnu Pétursdóttur, hafa að vísu orð ið fyrir óbætanlegum missi og sorg þeirra og söknuður er sár og djúpur, en hún sem ávallt miðlaði af góðvild sinni, skilur eftir verðmæti, sem aldrei glat ast, konuna, sem ávallt var reiðu búin að hjálpa og bæta, en þau verðmæti er gott að vita aig eiga. Með þessum fáskrúðugu lki- um langar mig að votta ástviin- um Sigrúnar samúð mína, aldr- aðri móður, sem á skammri stundu hefur mátt sjá á bak þremur bömum sínum; eigin- manni Sigrúnar, sem með til- t Eiginmaður minn, Kristján Gunnlaugsson, tannlæknir, Sóleyjargötu 5, andaðist á Borgarspítalanum þ. 25. apríl. Helga Þórðardóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, Guðmundar H. Þórðarsonar, Spítalastíg 5. Fyrir hönd vandamanna, Lydia Þórðardóttir. litssemi, alúð og umhyggju reyndist henni góður lífsföru- nautur, dóttur hennar og dóttur bömum, systkinum og öðru venzlafólki, og um leið þakka ég kynni við þessa góðu konu. Magnús Jóhannsson. Hver er, sem veit nær daggir drjúpa hvar dafnar fræ, sem ná skal hæst. Hver er sem veit nær knéin krjúpa við kirkjuskör, hvað Guði er næst. E. B. í DAG er kvödd hinztu kveðju Sigrún Pétursdóttir, Tjamargötu 42, er lézt í Landakotsspítala að faranótt 19. þ.m. eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Fátt er eins erfitt að sætta sig við og skyndilegt og ótímabært fráfall náins ættmennis eða vinar. Þá vakna ótal spumingar í huga manns um tilgang jarðvistar okkar, sem vafalaust er einhver og sérhverjum þroskavænlegt að hugleiða. En innst inni er vafa laust óskhyggja flestra, að fá að njóta sem lengst samfylgdar þeárra, sem kærastir eru. „Menn imir ákveða en Guð ræður“. Þessa skoðun hafði fræhka mfci Sigrún Pétursdóttir og lét hana í ljós við mig á liðnum vetri er ég var stödd á heimili hennar ásamt fleirum, er umræður snerust um óhollustu reykinga. Sagði hún þá: „Ég er viss tim að þegar forlögin hafa ákveðið burtför mína þá verð ég að lúta vilja þeirra. Um það fæ ég engu að ráða.“ Sízt grunaði mig þá að kveðjustundin væri syo nærri, þó var mér kunnugt um að Sigrún gekk ekki heil til skógar. En hún var hetja í dags ins önn og ofar í huga að lið- sinna öðrum en hugsa um sjálfa sig. Sigrún var fædd á Hallfreðar stöðum á Fljótsdalshéraði 13. marz 1920, hún var önnur í röð átta bama hjónanna Guðlaugar Sigmundsdóttur frá Gunnhildar gerði og Pétura Sigurðssonar frá Hjartarstöðum. Hún ólst upp í glaðværum systkinahópi við al- geng sveitastörf þar til foreldr- ar hennar fluttu búferlum til Reykjavíkur árið 1934. Eftir að fjölskyldan fluttist suður, dvald ist hún á unglingsárum sínum, um tíma á heimili móðurbróður síns Eiríks Sigmundssonar og konu hans Bimu Jónsdóttur, sem bjuggu norður í Skagafirði. Alltaf síðan var sú fjölskylda henni mjög kær. Foreldrar Sigrúnar voru gest risin svo af bar. En evo má að orði kveða var heimili þeirra reist um þjóðbraut þvera. Marg ir Austfirðingar, sem þurftu að dvelja hér í borginni ýmissa er inda, gistu gjarnan á heimilinu um lengri eða skemmri tíma. Þar var engum úthýst, hvort sem húsrými var stórt eða smátt. Oft voru gestimir ókunn ugir hér um slóðir og þurftu á margháttaðri fyrirgreiðslu að halda. Vöndust systkinin því, og tóku sem sjálfsögðum hlut að greiða götu gesta heimilis- ins. Ekki kom þetta sízt í hlut Sigrúnar því að í nokkur ár varð það hennar hlutskipti að sjá um heimilishaldið að miklu leyti þar sem Guðlaug hafði með höndum atvinnuekstur utan heimilifi. Ég minnist þess frá uppvaxt arárum mínum austur á Héraði að oft heyrði ég fólk, sem dval ið hafði á heimili Guðlaugar og Péturs dásama þessa elskulegu dóttur þeirra, sem hvers manns vanda vildi leysa. Sigrún vainn líka við ýmis stöf utan heimilis, þar á meðal við afgreiðslu á fjölsóttum veit ingastöðum. Hún var félagi í Góðtemplarareglunni og starfaði enn fremur á hennar vegum. Á nýársdag 1954 giftist Sig- rún eftirlifandi manni sínum Sigurði Þórðarsyni endurskoð- anda og var heimili þeirra hér í Reykjavík lengst af í Tjamar götu 42. Þau hjónin héldu merki íslenzkrar gestrisni hátt á loft, enda var alltaf gestkvæmt á heimili þeirra. Frændgarðuiána fjölmennur og vinir og kunn- ingjar margir. Þá var það að hluta úr árinu átti margt venzla fólk erindi við húsbóndann vegna starfa hans. Aðdáunarvert var að alltaf hafði Sigrún tíma og að því er virtist ánægju af að veita gestum, spjalla við þá og gera þeim dvölina sem ánægjulegasta meðan beðið var eftir viðtalinu við Sigurð. Ætla mætti að margur gesturinn hefði hugsað líkt og merkur bóndi í fæðingarsveit Sigrúnar sagði um ömmu hennar, Guð- rúnu Sigfúsdóttur „að þótt góð ar hefðu verið veitingar hennar, væri sér meira virði hið glaða og Ijúfa viðmót húsfreyju." — Börn og þeir, sem minna máttu sín áttu góðan málsvara þar sem Sigrún var. Oft kom sér vel fyrir yngri kynslóðina hvað stutt var í Tjarnargötu 42 frá hinum vinsæla vetrax'leikvangi, Tjörninni, ef eitthvað bjátaði á. Ef til vill var vandamálið stórt í augum barnsins, týndur stræt Framhald á bls. 21. Minning; Sigurbjörn Guðjóns- son, Hænuvík „GLAÐUR og reifur / skyldi gumna hver/unz sinn bana bíður," segir I Hávamálum og er það vissulega góð eigind og líkleg til farsældar. Svo var um Sigurbjöm Guðjónsson sem hér verður lítillega minnzt, en hann lézt 18. þ.m. og verður jarðsett- ur í dag. Sigurbjöm var fæddur í Reykjavik 14. sept. 1891, sonur hjónanna Guðjóns Bjarnasonar frá Helgastöðum á Skeiðum og Guðbjargar Brynjólfsdóttur frá Kaldbak, en þau fluttu til Geirs- eyrar við Patreksfjörð skömmu fyrir aldamótin, ásamt tveimur bömum sínum og var Sigur- bjöm annað þeirra. Eftir 10 ára dvöl á Geirseyri fluttist fjölskyldan yfir fjörðinn til Örlygshafnar og hóf búskap að Geitagili og þar varð síðan samastaður Sigurbjörns til full- orðinsára. t Unnusti minn og faðir, Haraldur Hannesson, Mjóstræti 8, verður jarðsunginn miðviku- daginn 28. apríl kl. 3 frá Foss vogskirkju. María Oddsdóttir, Jónína Sigríður Haraidsdóttir, Skúlagötu 74. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og útför, Edward Frederiksen. Sérstakar þakkir sendum við skátum og reglubræðrum. Fyrir hönd aðstandenda nær og fjær, t Beztu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför frænda okkar og vinar, Hjálmtýs Magnússonar, frá Bílduhóli. Siguriaug Jónsdóttir, Guðmundur Daðason, Guðrún Jónsdóttir, Þórunn Jónsdóttir og aðrir ættingjar. Snemma varð hann virkur þátttakandi í þeirri daglegu önn sem heyja varð fyrir velfarnaði heimilisins og þótti þar strax góður liðsmaður. Á þeim tímum var lífsbaráttan hörð og varð hver og einn að leggja sig allan fram ef tilveran átti að verða lifvænleg og einhver von um betri daga. Um alla aðstöðu og ævikjör var fátt eða ekkert sam- bærilegt við það sem nú er. Árið 1913 kvæntist Sigurbjörn Ólafíu Magnúsdóttur frá Hnjóti, vel gerðri konu, góðra ætta. Reyndist hún honum ákjósanleg- ur lífsförunautur og þá bezt er mest á reyndi. — Þau hjónin eignuðust 12 börn, en aðeins 6 þeirra náðu fullorðinsaldri. Hin dóu á æskuskeiði, þar af þrjú á sama árinu. Var þetta mikil þol- raun fyrir foreldrana eins og að líkum Iætur, en til var tekið hve mikið sálarþrek þau sýndu í þessum áföllum og var þar hlut- ur Ólafíu sýnu meiri. — Þau bömin sem lifa, 3 synir og 3 dætur hafa öll hlotið gott hlut- skipti, vel metin, manndóms- fólk. Fyrstu 10 sambúðarárin bjuggu þau Sigurbjöm og Ólafia að Geitagiii í sambýli við for- eldri sin, en 1923 fluttust þau að Hænuvík (Hænisvík?) og þar undust meginþættirnir í lifs- sögu þeirra. 1 Hænuvík bjuggu þau í 33 ár eða þar til þau flutt- ust til Reykjavíkur síðla árs 1956, en létu jörðina í hendur elzta sonarins. Mörgum fremur varð Sigur- björn virkur þátttakandi í ýms- um greinum þjóðlífsins og for- svarsmaður um margt. M.a. átti hann forgöngu að stofnun Slát- urfélagsins örlygur, sem jafn- framt varð pöntunarfélag og starfar enn á traustum grunni og var hann jafnan forstjóri Theodóra Frederiksen. t Faðir okkar ÞORSTEINN SCHEVING THORSTEINSSON fyrrv. lyfsali, verður jarðsettur frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 28. apríl klukkan 2 síðdegis. Unnur Scheving Thorsteinsson, Sverrir Scheving Thorsteinsson, Bent Scheving Thorsteinsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu GUÐNÝJAR P. GUÐMUNDSDÓTTUR Lynghaga 26, Óskar Jóhannsson, Guðmundur Óskarsson, Sjöfn Kjartansdóttir og bamaböm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.