Morgunblaðið - 18.05.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.05.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐEÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1971 15 „Sjálfsagt er að veita aliar eðíilegar uppiýsingar um fjár- mál Rannsóknaráðs ríkisins og aðra starfsemi ráðsins, eins og vera 'ber af opinberum stofnun um." (Stei'mgrimiur Hermannsson, Mbl. 8. maí 1971). Laugardagmn 8. maí s.L birtist í dagbiöðunum greinargerð frá framkvæmdastj. Ramnsóknaráðs rikisinis, þar sem sagt er frá at- hugasetmdum sem ég hafi gert við reikninga rannsóknaráðs. Segir þar, að athugasemdirnar hafi verið lagðar fram skömmu fyrir siðustu áramót, og er les- andanum ætlað að ráða það af greinangerðinni, að engimn óeðli iegur dráttur hafi orðið á af- greiðslu þessa máls. Þ£ir sem þögn af minni háifu yrði ef til vill skoðuð sem samþykki við greinargerð framkvæmdastjór ans, sé ég mig tilneyddan að skýra nakkru ýtariegar frá málavöxtum. HVAt) ER rannsóknarAð ? Vegna þeirra mörgu sem ókunnugir eru rannsóknaráði er rétt að fara nokkrum orð- um um ráðið og skipulag þess. Rannsóknaráð ríkisins starfar nú samikvæmt lögum sem sett voru árið 1965 um rannsóknir í þágu atvimmuveganna. Eftir lag- anna hljóðan á rannsóknaráð að vera ráðgjafarstofnun sem vinmur að eflingu rannsókna í landinu, einkum hagnýtra rann- sókna. 1 seinni tið hefur ráðið þó farið töluvert imn á þá braut að standa sjálft fyrir rannsókn- um, og hafa fjármálaumsvif þess vaxið að sama skapd. Þann ig nármu heildarútgjöldin árið 1969 tæplega 10 milljónum kr. 1 rannsóknaráði á sæti 21 maður. Menntamálaráðherra er formaður ráðsins. Ráðið kýs fimm manna framkvæmdanefnd, sem sér um framkvæmd þeirra verkefna sem rannsóknaráði eru falin með lögum. Fram- kvæimdanefndin er launuð, en ráðið sjálft ólaunað. Daglegar framkvæmdir ráðsins, fjárreiður þess og reiknimgsskil eru í hönd um framkvæmdastjóra, sem skip aður er af menntamálaráðherra, að fengnum tiiiögum ráðsins. Rókhaldið hefur verið faiið skrifstofu ranmsóknastofnana at vinmuveganna, sem starfar sam- kvæmt sérstakri reglugerð frá 1966. 1 þeirri frásögn, sem hér fer á eftdr, verður vitnað i förmann ráðsins, formann framkvæmda- nefndar, framkvæmdastjóra og skrifistofustjóra. Tii skilnings- auka mun því réttast að gera grein fyrir þvi í upphafi, hvaða persónur koma hér við sögu. Formaður rannsóknaráðs er dr. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra. Formaður framikvæmdanefnd- ar er Magnús Magnússon próf- essor. Aðrir í nefhdinni eru Jón as Haralz bankastjóri, Sveinn Björnsson framkvæmdastjóri, Sveinn Guðmundsson alþm. og Jón Skaftason alþm. Framkvæmdastjóri rannsókna ráðs er Steingrimur Hermanns- son, Skrifstofustjóri rannsókna- stofnana atvinnuveganna er Fálrni Pétursson. „FERÐIRNAR ORÐNAR NOKKUÐ MARGAR" 1 byrjuin marzmánaðar 1970 bárust mér álbendingar um það úr fleiri en einni átt, að eitt- hvað kynni að vera athugavert við fjárreiður ran ns ókn ar áðs. Var þar sérstaklega talað um ferðakostnað og risnu. Sjálfur þekkti ég efckert tii þessara mála, enda stutt síðan ég hafði teklð sæti í ráðiniU. Sem meðlim ur ráðsins taJdi ég að mér bæri skyida til að kanna hvort nokk- uð væri hæsft í þessum orðrómi. Gekk ég því á fund framkvæmda stjóra ráðsins, sagði homum frá þvi sem ég hafði heyrt, og ósk- aði . eítir upplýsingum um út- gjöid liðins árs, þ.e. 1969. Framkvæmdastjóri tók máii mínu hið bezta og sagði það gleðja sig að meðlimiur í ráðinu skyldi sýna f jármáiunum siikan áhuga. Aðspurður veititi hann þær furðulegu upplý’singar, að reikningar ráðsins hefðu aldrei verið latgðir fyrir ráðið sjálft. Að beiðni minni sýndi hann mér eintak af rekstrarreikningi fyr- ir árið 1969 og lofaði jafnframt að senda mér betur sunduriiðað gredðsluyfiiiiit við fyrsta tæki- færi. Sérstaklega fór ég fram á að fá lista yfir þær utanferðir sem farnar hefðu verið á vegum ráðsins, hver hefði farið hverja ferð, hver tilgangurinn hefði verið og hvað ferðin hefði kost- að. Framkvæmdastjóri hét því að veita þessar upplýsingar og sagði jafnframt, að hann hefði nú reyndar minnzt á það við fbr mann framkvæmdanefndar, að sér þættu ferðirnar vera orðnar nokkuð margar. „REIKNINGAR LIGGI EKKI A GLAMBEKK" Líða nú þrjár vikur án þess að nokkuð beri til tiðinda. Ekki fæ ég gögnin frá framkvæmda- stjóra, þótt bónin sé ítrekuð símleiðis. Þá gerist það, að biað ið Ný útsýn birtir 6. apríl grein undir fyrirsögninni „Borgar Rannsóknaráðið áróðursferðdr Steingrims?" Hinn 10. april birtist grein í blaðinu Nýtt land — Frjáls þjóð, og var fyrir sögnin þar „Rannsóknaráð: Dýrt en starfslítið áróðurshreiður ?“ og eru þar ýmsar yfirlýsingar hafðar eftir „ungum visinda- mannd“. Framkvæmdastjórinn svaraði þessum skrifum, en svör in birtust ekki í heild sinni. Hinn 21. april fæ ég loksins bréf frá fr£imkvæmdastjóranum og fylgir þar með ljósrit af greiðsluyfirldti rannsóknaráðs fyrir árið 1969. 1 bréfinu er að finna lítdllegar upplýsimgar um einar tólf utanferðir á vegum rannsóknaráðs árið 1969, getið um tiiigang einnar ferðar, en hvergi neitt sagt um kostnaðinn. Niðurlag bréfsins hljóðar svo: „Af gefnu tilefni sýnist mér ástæða til að leggja áherzlu á að reikningar Rannsókna- ráðs liggi ekbi á glámbekk. Að sjálfsögðu þurfa ýmsir liðir skýr inga við, sem er velkomið að veita þeim, sem óskar að hafa það sem réttast er. Á þetta mætti benda þeim „ungu vísindamönn- um,“ sem áhuga virðast hafa á þessu.“ „SÚ FERÐ ER EKKI FARIN A VEGUM rannsóknarA»s.“ Orðalag framkvæmdastjórans virðist benda til þess, að hann hafi taldð mig standa á bak við fyrrnefnd blaðaskrif, beint eða óbeint, þótt reyndar væri mér ókunnugt um flest af þvl sem á borð var borið I skrifum þessum. Hins vegar skal því ekki neitað, að mér þótti nú sýnu meiri ástæða en áður til að Ieita eftir sem gleggstum upplýsingum um reiknámga rannsóknaráðs. Hinn 28. april skrifaði ég framkvæmdastjóranum bréf og ítrekaði enn einu sinni ósk mína um að fá í hendur sundurliðaða skýrslu um ferðakostnað rann- sóknaráðs árið 1969. Viðbrögð- in við þessu bréfi voru í hæsta máta kynleg, þvi að 7. maí fékk ég heiimikla sendingu frá fram- kvæmdastjóranum — þó ekki þær upplýsingar sem um var beðið, heldur ljósrdt af öllum bðkhaidsspjöldum rannsókna- ráðs, um 180 arkir talsins. Nú eru færslur á slíkum spjöldum með þeirn hætti, að af þeim verð ur litið ráðið, nema fylgiskjöl séu við höndíraa, en þau vant- aði alveg. Framkvæmdastjór- inn hefði þvi allt eins vei getað sent mér ævisögu sína á kín- versku. Kannski hefur honum verið þetta ljóst, þvi að hann segir í meðfylgjandi bréfi: „Því miður hef ég ekki getað nálgast fylgiskjöl, enda grunar mig, að þau séu komin til Rikis endurskoðunar. Það skal ég hins vegar athuga þegar ég kem aft- ur úr utanferð. Það skal tekið fram, að sú ferð er ekki farin á vegum Rannsóknaráðs rikisins eða greidd af Rannsóknaráði." Síðasta setningin virðist rit- uð í háði, en ég sá þó ekki ástæðu til að fyrtast við hana. Þetta voru þó altént fyrstu ör- uggu upplýsingarnar sem ég hafði fengið um kostnað í sam- bandi við utanferðir. Meira fékk ég ekki næsta mánuðinn, þvi að ekkert heyrðist frá fram kvæmdastjóranum. RÆTT VIÐ RÁÐHERRA Nú fer mér að leiðast biðin. Tek ég þá það ráð að færa mál ið i tal við formann ráðsins, menntamálaráðherra. Skýri ég honum frá þvi, að mér gangi erfiðlega að fá upplýsingar sem snerta reikninga rannsókna- ráðs. Ráðherra virðist mjög hneykslaður og segir að auövit- að eigi ég að hafa greiðan að- gang að þessum skjölum. Seg- ist hann skulu kalla eftir gögn unum undir eins og láta fá mér þau i hendur, það geti orðið strax á morgun. Ég þakka ráðherra boð ið, en bendi á, að slíkt muni lita heldur illa út, nánast eins og opinber rannsókn. Vilji ég frem ur að hann ýti á eftir því, að ég fái gögnin rétta boðleið Fellst ráðherra á þetta sjónarmið og lofar að flýta fyrir málinu. FUNDUR í RÁÐINU Hinn 12. júní er svo haldinn fundur i rannsóknaráði. Nota ég þá tækifærið til að lýsa aðdrag anda þessa máls og kvarta yfir því, að mér hafi ekki tekizt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í þrjá mánuði að fá upplýsingar um ferðakostnað rannsóknaráðs síðastl'iðið ár. Svar framkvæmda stjóra var á þá leið, að annriki hefði verið í bökhaldi, en um- rædd gögn væru nú homín í sin ar hendur. Formaður fram- kvæmdanefndar tók þá til máls og gerði nokkra grein fyrir sin- um utanferðum á vegum ráðs- ins á s.L ánL GIOPPÓTT FUNDARGERÐ Til fróðleiks vil ég skjóta því hér inn i, að þegar fundargerð þessa fundar var siðar lögð fyr ir, kom i ljós, að þar var hvergi minnzt einu orði á þetta máL Sá ég ástæðu tii að krefjast þess af framkvæmdastjóranum, sem er fundarritari, að hann skrif- aði nýja fundargerð, þar sem gagnrýni þesisd kæmi fram. Á fundinum 12. júní fór ég einnig fram á, að meðMmum rann sóknaráðs yrði sent reikningsyf irli't ársins 1969. Jafnframt lagði ég fram tillögu um, að ráðið ákvæði tvo fasta fundardaga á ári, í marz og október, og yrði á öðrum fundinum fjallað um reikninga ráðsins fyrir næsta ár á undan. Var tillaga þessi sam- þykkt með jákvæðri tilvisun til framkvæmdanefndar. Nokkrum dögum eftir fund- inn sendi framkvæmdastjórinn mér loksins gögnin um ferða- kostnaðinn. Reyndust þau ekki vera annað og meira en ljósrit af nobkrum ferðakostnaðar- reikningum, alls 10 arkir. Sýnd ist mér, að varla hefði þurfit að taka þrjá mánuði að finna þessi fáu blöð í bókhaldinu og ljós- prenta þau. Siðar kom reyndar á daginn, að þær uppiýsingar, sem þarna komu fram, voru ekki fyildlega tæmandi, en það er nú önnur saga. Hinn 19. júlí sendl fram- kvæmdastjóri svo meðlimum rannsóknaráðs reikningsyfirlit ársins 1969 ásamt greinargerð. BEÐIÐ UM FYLGISKJÖL Það sem eftir var sumars hafiðd ég ónógan tíma tíl að sinna þessu máli, en ræddi þó nokkr- um sinnum við formann fram- kvæmdanefndar tíl að fá hjá honum upplýsingar um tiltekna ferðakostnaðarreikninga, svo og nokkra aðra liði sem fram komu á bókhaldsspjölidum og í greiðsluyfiiiiti ársins 1969. Mér varð þó smám saman ljóst, að ekki yrði unnt að kryfja, mál þessi tíl mergjar nema fylgiskjöl reikninganna vœru höfð til hlið sjónar. Vegna annrikis varð ég að láta slika athugun bíða um sinn. 1 byrjun nóvember taldi ég mig loks hafa nægan tíma til að geta bannað málið til hlitar. Hringdi ég þá til framkvæmda- stjóra rannsóknaráðs, sagði hon um hvernig I málinu lægi, og spurði hvort ég gætí ekki feng ið að sjá fylgiskjöl reikning- anna fyrir síðastliðið ár (1969). Framkvæmdastjórinn taldi í fyrstu engin vandkvæði á því, en sagði þó, að sér fyndist eðli- legra að ég létí slg vita, hvaða atriði það væru, sem ég hefðd sérstakan áhuga á að skoða, og skyldi hann siðan hafa milli- göngu um að kanna málið. Ég afþakkaði það boð, sagðist heldur óska eftír að fá að sjá fýlgiskjölin miniliðalaust, en myndi að sjálfsögðu leita til hans um skýringar eftir á ef þörf krefði. Framkvæmdastjór- inn sagðist þá skyldu athuga, hvar fylgisbjölin væru niður- komin, hvort þau væru enn á skrifstofu rannsóknastofnana at vinnuveganna, eða hvort búið væri að senda þau tíl ríkisend- urskoðunar. Seinna sama dag hringir hann aftur til min og segir, að þvi miður sé búið að senda öll bókhaldsgögn tíl rik isendurskoðunar. Verði þetta því að bíða þangað tíi gögnin komi aftur úr ríkisendurskoðun, en þá sé sjálfsagt að ég fái að líta á þau. Ég spyr, hve iöng bið geti orðið á þvL Fram- kvæmdastjórinn segist ekki geta svarað þvi, en lofar að ég verði látinn vita. Vegna þess sem síðar kemur fram, er lesandanum bent á að festa sér í minni hver viðbrögð Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur: Ævintýri í rannsóknaráði framkvæmdastjórans voru við málaJieitan minnd í þetta sinn. FAKH) f RÍKISENDURSKOÐUN Eftiir þetta samtal mitt við framkvæmdastjóra fór ég að hugsa málið. Varð mér þá ljóst, að vikur eða jafnvel mánuðir gætu liðið þar til skjölin kæmu aftur úr ríkisendurskoðun. Fyr- ir utan töfina, var líka óvist, hversu rúman tima ég myndi þá haía til að athuga þessa hluti. Niðurstaðan varð þvi sú, að ég hringdi inn í rödsendurskoðun og bað um að fá að tala við þann mann sem hefði með skjöl rannsóknaráðs að gera. Skýrði ég þeim manni frá málavöxtum, að ég væri einn af meðlimum rannsóknaráðs, hefði ætlað að fá aðgang að fylgiskjölum árs- ins 1969 hjá framkvæmdastjóra, en hann ekki getað orðið við bón minni vegna þess að þau hefðu verið send til rikisendur skoðunar. Spurði ég hvort nokkuð værl þvi tiil fyrirstöðu, að ég gæti fengið að líta á skjöMn, þótt þau væru nú í vörzlu rikisendiur skoðunar. FORMAÐUR FRAMKVÆMDANEFNDAR VEITIR LEYFI Starfismaðurinn taldi engin tormerki á þessu. Sagðd hann að ríkisendurskoðun hefði ebki enn hafit tima til að líta á þessi plögg og myndi að Mkindum verða alllangt þángað til að af því gæti orðið. Gæti sjáJfsagt komið tíl greina, að ég fiengí skjölin lánuð út úr ríkisendur- skoðun á meðan. Ég þakkaði fyr ir gott boð, en sagðist ekki vilja taka á mig ábyrgð af sliku. Ef ég gæti hins vegar fengið að- stöðu til að Mta á skjödin á skrif stofu ríkisendurskoðunar, væri mér það fylHIega nægilegt. Varð að samkomulagi, að ég kæmi á skrifstofuna föstudaginn 6. nóv- ember, og gerði ég það. Eftir að hafa litið á skjöiin og séð, hve umfangsmikil þau voru, varð mér ljóst, að hér var um stórt verkeíni að ræða og myndi ekki veita af aðstoð til að leysa það. Fór ég þá á fund formanns fram kvæmdanefndar, sem jafnframt er forstjórd þeirrar stofnunar, sem ég starfa við (Raunvísinda- stofnunar Hágkólans) sagði hon- um hvemig málin stæðu og ósk aði heimildan hans tíl að aðstoðar stúlka min þar á stofnuninni mætti fara frá vinnu sinni þar og aðstoða mig við að kaniia fylgisikjöl rannsóknaráðs á skrif stofu ríkisendurskoðunar. Efitir nokkra umhugsun veittí formað ur framkvæmdanefndar leyíið með þvi eina skilyrði, að aðstoð arstúlkan héti því að fara með allar upplýsingar, sem fram kynnu að koma, sem trúnaðar- mál. FUNDAR ÓSKAÐ Dagana 9.—11. nóvember vann ég svo að þvi ásamt að- stoðarstúlkunni að fara yfir fylgiskjölin og skrifa atihuga- semdir. Reyndust þær miklu fleiri en ég hafði átt von á, og að ýmsu ieytí annars eðlis. Strax að athugun lokinni, hinn 11. nóvember, skýrðd ég fior- manni framkvæmdanefndar frá niðurstöðum í höfuðdráttum. Fór ég þess á leit að hann boðaði án tafar fund með framkvæmda- stjóna rannsóknaráðs og skrif- stofustjóra rannsóknastofnana atvinnuveganna. Fonmaður framkvæmdanefnd- ar féHst á þetta, og var fund- urinn boðaður 13. nóvember á skrifstofu framkvæmdastjóra. HEILRÆÐIN GLEYMDUST Fundur þessi var einn sá minnisstæðasti, sem ég hef set- ið. Ég fréttí það síðar, hjá fior- manni framkvæmdanefndar, að hann hefði talað um máMð við framkvæmdastjóra fyrir fund- inn og lagt að honum að taka fyrirspurnum mínum með still- ingu. Hefði hann fengið fram- kvæmdastjórann tíl að lofia sér þvi. Þegar til kastanna kom, gleymdust þó loforðið og heil- ræðin. Varla var ég setztur við fundarborðið þegar firam- Framh. á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.