Morgunblaðið - 06.02.1972, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.02.1972, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNU'DAGUR 6. FEBRÚAR 1972 5 Oscar Clausen rit- höfundur 85 ára FYRIR eitthvað 50 árum átti ég þvi láni að fagna að kynnast Óscari Clausen. I>á hafði hann ekki skrifað nokkra bók né get- ið sér neitt orð sem fræðimað- ur. Þótti mér að sönnu karl sá allgaimail. Með árunum hefur aldursmunurinn mirankað, og tel ég hann nú nokkurn veginn jafn- aMra, hvað sem æviskrár segja. Fer nú að styttast ævi okkar beggja. Ólik hefur hún verið að því leyti, að enda þótt báðir höf- um við eytt ævinni „með góðu fólki", höfum við átt á mjög óiíkain brattann að sækja. Iila hefði mér farið, hefði ég, likt og Óscar minn, orðið auð- ugur maður á tvítugsaldri. Hefðu þau efni örugglega orðið til lítils. Gott er að minnast þess, að þann auð, sem Óskar hafði af kappsemi og kunnáttu aflað sér litlu eftir aldamótin, byrjandi bláfátækur verzlunar- sveinn í Stykkishóimi, hefur hann notað öðrum til heilla og framdráttar og sjaldnast ætlað sjálfum sér meir en nægði til framfærslu hins snauðasta manns. Ber þess þó að geta að löngum átti Óscar bágt með að neita sér um þann lúxus að eiga ágæta hesta. Enn þann dag í dag hygg ég að það yrði seintekinn gróði að eiga hrossakaup við hann. En það eru önnur hrossakaup, sem Óscar hefur ekki riðið „feitum hesti frá“. Hrossakaup hinnar daglegu samvizku manns, og skipti hans við sitt eigið s£tm- félag. Þar hefur hann jafnan lotið í lægra haldi og það með ljúfu geði. Hafa fáir þegnar lagt jafndrjúgan skerf til almanna- heilla. Ekki einasta gildan sjóð, heldur einnig starfsorku, kapp- semi, dugnað, vitsmuni og gáfur. Undanfarin ár hefur hann svo að segja eingöngu starfað að fangahjálp. Hefur vinarhönd hans á því sviði bjargað mörgu mannsefni frá glötun og útskúf- un. Meta það starf ýmsir mér merkari menn, enda hefur Ósc- ar hlotið fyrir það ýmislega við- urkenningu alþjóðlega, sem hann hefur litt hcddið á loft. Kemur þar í ljós, að sambærileg starfsemi er heldur il'la rækt hjá nágrannaþjóðum, nema hitt sé sannara að hún sé í betra lagi hér á landi. Gleymt hef ég nú sem fyrri daginn að geta þess að Óskar hefur skrifað nær hálft hundrað bóka, og bera þær allar vitni um fröðleik hans og frásagnargleði. Á hann ekki langt að sækja langminni og fróðskap, enda systursonur Jóns ,,forna“ Þor- kelssonar. Svo mætti geta þess um föðurættina, að Holger fað- ir hans var virtur kaupmaður í Stykkishólmi, alþingismaður, mælskur og orðheppinn eins og margar gamansögur vitna. Hann var sonur Hans Arreboe Claus- ens etatsráðs og íslandskaup- manns, sem átti islenzka konu, Ásu Sandholí, ef ég man rétt, svo að allir mega sjá, að mað- urinn er að meira parti islenzk- ur, ef einhverjum hefði í hug komið að hugsa annað út af dönsku ættarnafni. Á hann engu að síður ættbálk mikinn í Dan- mörku, og hafa þeir frændur ekki minni mætur á honum en íslenzkir. Ber okkur geefa til að hafa jafnan litið vora elskulegu frændur við Eyrarsund „réttu auga“ — betur en ýmsir dansk- ættaðir íslendingar, sem töldu sér skylt að agnúast við þá. Gott er þegar góðir þegnar komast á háan aldur, hafa heil- indi sitt og lifað „án lastar". B.jarni Guðni. © © allra þeirra er þurfa að lesa fyrir bréf, eða koma skilaboðum eða hugmyndum áleiðis. Kassettan í tækið, þrýst á hnapp, og þér getið talað inn bréf eða skilaboð í allt að 11/2 klst. Jafn auðvelt er fyrir einkaritara eða vélritunarstúlku að taka á móti boðunum. Tækinu er hægt að stjórna með fótstigi, og hægt er að hafa það með sér hvert sem er, þar sem það gengur einnig fyrir rafhlöðum. Verð aðeins um kr. 18.000.00. Klapparstig 26, sími 19800, Rvk. og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630. <§> KARNA BÆR HÖLDUM VIÐ STÓRKOSTLECAN ÚTSÖLUMARKAÐ Á II (2.) HÆD Á LAUCAVECI 66 Op/ð frá klukkan 1 eftir hádegi Gott var verðið á vetrariitsölunni EN núna er það . . . Ja, hvers vegna ekki að kikja upp á II. hæð og atlíuga niálið. Við tökum fram nýjar vörur á þenna útsölu- markað. LÁTIÐ EKKI ÞVÍLÍKT IIAPP ÚR IIENDI SLEPPA. ALLA ÞESSA VIKU!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.