Morgunblaðið - 06.02.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.02.1972, Blaðsíða 10
10 MORGLTNBLAÐIÐ, SUNNLf'DAGtJR 6. FEBRÚAR 1972 Þótt markmiðið sé ólíkt er hið félagslega starf jafnan líkt UM þessar mundir á eitt stærsta verkalýðsféiagr á landinu 65 ára afmæli, Er það Verkamannafé- lagið Hlíf í Hafnarfirði. Reynd- ar er ekki vitað með vissu um afmælisdaginn, þar sem fyrsta grerðabók félagsins glataðist, en örugrgrt má teljast að stofndagrur- ínn hafi verið annaðhvort síðast i janúar eða fyrst í febrúar árið 1907. Hlíf var stofnuð á mjög: erfiðum tímum í íslenzku at vinnuiífi, og á starfstíma félagrs- ins hafa forystumenn þess eðli- legra háð rnarga hildi. Sé Hlífarmaður, seim lengst Ihiefur staðið í baráttunni, er nú- varandi fónmaður félagsins, Her- mann Guðmundsson, og fékk Mbl. hann til viðtals í tilefni afmælLsins: — Ég er búinn að vera for- maður HHfar i þrjátiu ár, sagði Hermann i upphafi viðtalsins. — Ég gekk ungur í félagið, strax og ég var búinn i síkóla. Þegar ég kom í félagið var mikið erfið- Ieikiaástand rlkjandi í íslenzkum atvinnumálúm, og þótti t.d. gott ef verkamenn náðu 1800 kr. með altekjum á ári. Á fyrstu árum xránum í félaginu var bar- áttan aðaMega fyrir aukinni at- vinnu, en þá var mikið atvinnu- leysi rikjandi í Hafnarfirði, sem víða annars staðar á landinu. 3>á voru engar atvinnuleysisbætur komnar til og barátta þeirra sem enga vinnu höfðu fyrir þvi að draga fram Mfið var afar hörð. UBÐU AÐ LIFA A SUMARTEKJUM SÍNUM Á hávertíðinni höfðu flestir vinnu, sagði Kermann, og eins voru flestir tiltölulega vel settir með vinnu yfir sumartímann, þ*ví þá fóru menn út á land í at- vinnuieit, ef ekkert var að gera í Hafnarfirði. Haust- og vetrar- mánuðina var hins vegar svo til algjört atvinniuLeysi, og þröngj: í búi hjá mörgum. Menn reyndu að treina sumartekjuirnar sem allra lengst, og þegar allt um þraut varð að leita á náðir kaup- xnannanna með úttekt. Það voru erfið spor fyrir marga, og ég held að það geti raunverulega enginn imyndað sér hvað at- vinnuleysið er mikið böl, án þess að hafa upplifað það. En á þess- um erfiðleika árum sýndi verka- lýðshreyfingin oft mátt sinn og það var mikill léttir fyrir þá sem stóðu i forystunni hvað fé- lagsmennirnir voru virkir i starf inu. C.IÖRBVETING Aðspurður um breytingu þá sem varð í atvinnumálunum á hernáimsárunum sagði Hermann: — Það má segja, að á þessum Srum hafi orðið gjörbyltihg á þeim, ekki hvað sízt i mínu byggð anlagi. Og það var ekki einung- is að atvinna yrði nægjanleg, heidur fóru verkalýðsfélögin fijótlega að ná fram nauðsynleg- um baráttumáium sínurn. Þannig náði Hlíf t.d. fram á árinu 1941 Vtsí að sumarleyfum fyrir verka- menn og á árinu 1942 náðist f ram krafan um 8 stunda vinnudag samfara einhverjum þeim mestu kjaratoótum á öðrum sviðum, sem nokkru sinni hafa náðst £ram. — Eins og ég sagði áðan, sagði Hermann, þá varð breyt- inigín á atvinnulifinu efcki tovað minnst I mínu byggðarlagi, en þá var Hafnarfjörður aðalút- fflutninigsstöðin fyrir Suðurnes, og kom til mi'kil vinna hjá setu- liðinu, og líf fór að flærast í aðrar framkvæmdir. HAFÐI EKKI VARANLEG ÁHRIF Við minntumist á það við Her- mann að ýmsar sögur hefðu verið á lofti, um vertemenningu þá er nifcti í hinni svokölluðu setu liðsvinnu, og spurðum hann hvort hann teldi að islenzk verk- menning hefði beðið hnekki af vinnubrögðum þessa tíma. — Það er rétt, sagði Hermann, að á ýmsu valt í setuliðsvinn- unni, og það kom fyrir að ég varð að fara á vinnustaðina til þess að sætta verkamennina og verkstjóra þeirra. Hafnfflrzikir verkamenn voru og em vanir því að vinna vel, og aílköst þeirra orsökuðu það að Englendingam- ir sem stjómuðu verkum þeirra urðu að vinna meira sjálfir, og það féll þeim eklki allskostar. Það kann að vera að þessi vinnu- brögð hafi haft einhver áhrif á unga menn, en þó held ég að þetta hafi ekki spillt vinnuafköst unum til frambúðar, a.m.k. varð maður ekki var við að það kæmi fram, þegar herinn var farinn. Hitt er svo annað mál, að marg- ir verkamenn hafa unnið alltof langan vinnudag, og vitanlega kemur það fram í afköstum þeirra. Þetta er sannanlegt mál, t.d. í þeim frystihúsum sem tek- ið hafa upp bónusgreiðslur og unnt er að fýlgjast með afköst- um manna. Strax og komið er fram yfir venjulegan vinnutima fara afköstin jafnan minnikandi. HÖRÐ ÁTÖK 1939 Þá lögðum við fram spurningu til Hermanns um hvort hann hefði efcki oft lent í hörðum á- tökum, sem forystumaður félags ins: — Jú, það hafa oft orðið hörð áfcök, sagði Henmann. Ég minn- ist helzt átakanna árið 1939, en þau voru einkum erfið af því að þar var raunverulega um inn- byrðis átök að reeða. Spruttu þau út af því að nokkrum mönnum var vikið úr félaginu, þar sem þeir voru taldir atvinnurekend- ur og sfcofnuðu þeir þá annað verkalýðs félag. Hliif setti þá verk bann á þau fyrirtæki sem skrif- að höfðu undir samniniga við nýja félagið. Svo fór að málinu var sbotið fyrir félagsdóm og vann Hlíf sigur í þvi. Þeir, sem gengið höfðu úr félaginu komu aftur og urðu hinir ágætustu fé- lagar að nýju. EKKI VERKFALLSGLAÐARI Við spurðum Hermann hvort hann hefði ekki einhvem tímann staðið í ströngu bensin- og mjólkurstríði á ferli sínum sem Hlífarformaður. Tók hann ekki fyrir það, en vildi sem minnst um það tala. — Baráttan var miiklu harðari hér áður fyrri, sagði hann, — allt var miklu persónulegra og óvægnara af beggja hálfu. Þá voru oft gerð- ar tilraunir til verkfallsbrota, en sMkt er mjög sjaldgæft nú orð- ið. — En nú sýna skýrslur að verkföll eru hvergi tíðari og meiri en á Islandi. Eru fslend- ingar verkfallsglaðir, spurðum við Hermann? — Ég held að það sé ekki með neinum sannindum hægt að halda slíku fram, sagði Her- mann. Félögin hafa aldrei farið út í verkföll nema af brýnni nauðsyn — þau hafa enga aðra leið séð ti'l þess að knýja fram kröfur sínar. Oft hefur verið tal- að um það, að nú sé nauðteynlegt að taka málin fastari tökum og byrja fyrr að semja, svo ekki þurfi að koma til verkfalla, en reynslan er sú gegnurn áratugi, að kröfur ókkar og ósfcir hafa ekki verið teknar alvarlega fyrr en verfcfall hefur verið skollið á. — Þá er það annað í sambandi við skýrslur um verkföli, sagði Hermann, -— að verkfÖLl hér- lendis hafa alltaf verið gerð með löglegum hætti, og þvi komizt á skrá, en víða erlendis er mik- ið um alls konar skyndiverkföll og skæruhernað, sem hvergi eru bókfærð. STARFSMAT Ein af nýjungum þeim sem Verkamannafélagið Hlíf hefur telkið upp í starfsemi sinni, er starfsmat, en það var fram- bvæmt í álverksmiðjunni í Straumsvik. Um reynsluna af starflsmati þessu, sagði Her- mann: — Reynslan hefur verið bæði góð og slæm, en starfsmatið hef- ur þó leitt til þess að laun eru óvíða jafn há og í Straumsvík, enda fékkst tekið inn i það hæfck un vegna óþrifalegra starfa. Við gerðúm samninginn við fSAL, 1967 ag hann var svo endurnýj- aður 1970, og náðust þá nokkur önnur nýmæli í íslenzkum kjara samningum, svo sem ákvæði um fjögurra vikna orlof og ýmsar tryggingar. EININGIN ÞARF AÐ HALDAST — Hvað er það ánægjulegasta sem þú manst eftir frá starfs- ferli þínum sem verkalýðsfor- ingi, spurðum við Hermann: — Þetta er ákaflega erfið spurning, svaraði Hermann, — ánægjustundirnar hafa verið svo margar. Ef maður lítur yfir far- inn veg, þá held ég að það sé ánægjiulegast hvað mörg af okk- ar baráttumálum hafa náð fram að ganga. Á ég þar við stytt- ingu vinnuvikunnar, aukið or- lof, lífeyrissjóð fyrir verkamenn og auknar tryggingar. Það sem mér finnst aftur á móti dapur- legast er, að ekki skuli hafa náðst meiri árangur í kaupgjaldis baráttunni sjálfri. Miðað við eðlilegan vi-nnutíma er kaup verkamannsins ennþá alltof lágt. En maður vonar, að með aukn- um styrk verkalýðshreyfingar- innar, aukinni tækni og vaxandi velgengni i landinu, þá náist fram það kaup sem verkamenn þurfa svo sannarlega að hafa til þess að geta lifað mannsæm- andi lífi. Baráttumál framtiðar- innar eru mörg og viðfangsefn- in sem skapast verða einnig ætíð mörg. HEF ALLTAF HAFT ÁHUGA Á ÍÞRÓTTUM En Hermann Guðmundsson getur einnig haldið upp á annað afmæli þessa dagana. Þann 21. janúar sl. voru liðin 20 ár frá því að hann var ráðinn fram- kvæmdastjóri ISÍ. Slíkt ervanda samt starf og krefst mikilllar lip- urðar og samistarfsvilja viðkom- andi, og lýsa hinar almennu vin- sældir Hermanns í starfinu því bezt, að hann hefur verið þess- um kostum gædidur. Við spurð- um Hermann hvort það væri ekki erfitt að koma störfunuim að mál ©fnum íþróttalhreyfingarinnar og verkalýðs saman: — Það hefur oft verið erfitt og tímafrekt, sagði Hermann, — en þó ekki eins erfitt og ætla mætti. Það hefur létt mikið að ég hef verið heppinn með yfir- boðara mina, þeir hafa litið á mitt tvíþætta hlutverk af sklln- ingi. Það hefur einnig létt mér störfin, að þó að félagssamtök hafi óiik markmið, þá er hið fé- lagslega starf jafnan furðanlega iíkt. Aðspurður um hvernig það at- vikaðist að Hermann hóf störf hjá ÍSÍ, sagði hann: — Iþróttirnar hafa alltaf ver- ið mitt áhugamál. Þegar ég var strákur lék ég knattspyrnu með Haukum í Hafnarfirði, en ég varð aldrei mikill íþróttakappi. Fljótlega þróuðust málin þann- ig, að ég fór að hafa afskipti af félagslegum málefnum íþrótt- anna, og var formaður Hauka í fimm ár, síðan var ég kjörinn í íþróttaráð Hafnarfjarðar og átti einnig sæti í stjórn Iþróttabanda lags Hafnarfjarðar. I stjórn ÍSÍ kom ég 1949 og árið 1951 tók ég að mér að sinna framtevæmda- stjórastörfum sambandsíns til bráðabirgða. Málin þróuðust svo þannig að ég var ráðinn fram- bvæmdastjóri sambandsins 21. janúar 1952 og þeim störfum hef ég gegnt síðan. MIKIL BREYTING — Það hefur orðið svo mikil breyting á starfi ISÍ á þessum árum að byltingu má kalla, sagði Hermann. Fyrist eftir að ég byrj- aði hjá sambandinu hafði það skrifstofuaðstöðu uppi á lofti á Amtmannsstíg 1 og var ég eini starfsmaðurinn. Ðenedi'kt heit- inn Waage, kom reyndar til min daglaga og vann mikið sjálfboða liðsstarf. ÍSÍ var á þessum tíma mj'ög fjárvana, og starfinu því þrönigur stakkur skorinn. Núi má hins vegar segja að ISI sé orðið fjársterkt samband, þótt enn skorti reyndar mikið á að það hafi yfir því fjármagni að ráða sem nauðsynlegt er. -— Hkki hefur orðið minni breyting á aðistöðunni til Lþrótta- iðkana á landinu, sagði svo Her- mann. — Byggð hafa verið ný íþróttamannvir'ki víða á landinu, og samfara bættri aðstöóu ve'gna stóraukins starfs ISl undir for- ystu Qísla Halldórssonar, forseta íþróttasam'bandsins hefur fylgt mjög mikil aukning á þátttöku í íþróttunum. ENGIR MÖGULEIKAR Á ATVINNUMENNSKU Þá vékum við máli okkar að því sem mikið hefur verið til umræðu að undanförnu — at- vinnumennsku í íþróttum á Is- landi, og báðum Hermann að segja sitt persónulega álit á því miáili. Hann svaraði: — Ég er einn þeirra sem hafa verið mjög andvígir mdklium breytingum á áhugamannaregl- um Isl. Hins vegar verður því ekki neitað, að tíimamir eru mjög breyttir og aðlaga verður reglurnar að þeim. Ég held, að menn geti ekki látið sér detta það í hug að um hreina atvinnu- mennsku í íþróttum verði að ræða hérlendis. Til þess höfum við hvorki getu né möguieiba. Þó að góðir keppn ismenn séu að sjálfeögðu milkil lyftistöng sem auglýsing flyrir íþróttirnar og því nauðsynlegir, þá er hitt miklu miki'lsverðara, að fjöldinn sé virkur í iþróttastarfinu. ÞÝÐINGARMIKIL UPPEl*n ISSTOFNUN Að lokhm sagði svo Hermann Guðmundsson: — I ti'lefni þess að ISl átti 60 ára afmæli á dögunum, þá. vil ég óska þess að sú framvinda og þróun sem verið hefur í starfi sambandsins að undanfömu haldi áfram og vaxi, og að ÍSl verði jafn heppið mað forystumenn sína í framfcíðinni og það hefur verið ti'l þessa. Verði svo er ég ekki í vafa um að sambandið mun áfram gegna síniu þýðingarmikla hlutverki í þjóðfélaginu og leiða æskuna til aukinna íþróttaiðkana, verða hin þýðingarmifcla uppeldisstoifrnun fyrir aukna líkamsrækt í land- irau, sem það hefur verið. — stjl. Rætt viö Hermann Guömunds- son, formann Hlífar og * » framkvæmdastjóra ISI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.