Morgunblaðið - 06.02.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.02.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1972' Húsmæðraskóli Reykjavíkur hefur ávallt verið í fallegu, gömlu húsi við Sólvallagötu. Húsmæðraskóli Rey k j a víkur 30 ára Fyrst þarf að sníða flíkina. Á fyrsta skólaárinu voru kökur hrærðar í höndunum. Þessar f jórar voru að Ijúka við að hreinsa utan dyra, þegar - smellt var á þær mynd í stiganum í anddyrinu. Nemendnr að leggja á horð fyrir veizlu. HÚSMÆÐRASKÓLI Reykja- víkur er 30 ára; var settur 7. febrúar 1942. Frá upphafi hefur skólinn verið þéttset- inn og stundum næstum of- setinn og hefur 5341 stúlka stundað þar nám. Það voru kvenfélögin í Reykjavík sem beittu sér fyr- ir stofnun skólans undir for- ustu Ragnhildar Pétursdótt- ur frá Háteigi, Laufeyjar Vil- hjálmsdóttur og Steinunnar Bjarnason. Var ætlunin að byrja haustið 1941, en það dróst fram yfir áramótin. Þá hafði verið keypt húsið við Sólvaliagötu 12, þar sem skól- inn er enn, en árið 1949 var byggð við húsið álma með eldhúsi og þvottaaðstöðu, saumastofu og nemendaher- hergi. Eimnig hafði þá verið ráðimn skólastjóri, frú Huldh Á. Stefáns- dóttir, sem kom norðan frá Þing- eyrum, og stýrði skólanum þar til árið 1953, að Katrín Helga- dóttir tók við. Mikil aðsófan varð strax að skólamum, því að landið var lokað vegna heimisstyrjaldar- innar og áður höfðu stúikur mik- ið sótt húsmæðranám til Norður- landa, einikum til Danmerkur. Auk frú Huldu voru fyrstu ken.n- arar slkólans Ólöf Blöndal, Enna Ryel, Ingibjörg Júlíusdóttir, Elísa- bet Jónasdóttir, Fjóia Fjeldsted, Mairía Hallgrimsdóttir læknir, Sonja Carlson, Kristjama Péturs- dóttir, Salome Gísladóttir og Kurt Zier. Fyr-stu sikólanefndina skipuðu Ragnihildur Pétursdóttir frá Háteigi, Guðrún Jónasson bæjarfulltrúi, Laufey Vilhjáims- dóttir, Kristín Ólafsdóttir læknir og Vigdís Steingrímsdóttir. í tilefni af afmælímu lagði fréttamaður Morgumblaðsins í i fyrri viiku leið sína vestur í I-Iús- mæðrasikóla Reykjavíkur ' og ræddi stuttlega við frk. Katrínu Helgadóttur skólastjóra og snæddi með kenmurunum fallegt og gott, simurt brauð, sem nem- endur höfðu útbúið. En rétt er að taka fram, að í dag, sumnudaginn 6. febrúar, verð ur í tilefni afmælisins tekið á móti fyrxi nemendum og velunm- urum Húsmæðraskólans í skóla- húsinu kl. 3—6 eíðdegis. Katrín sagði, að sfcólinm hefði frá fyrstu tíð starfað í þremur deildum. Heimavistin er níu mán- aða skóli, en auk þesis eru í skól- anum tvö dagsfcólanámskeið, sem taka þrjá mánuði og fimim mám- uði, og sex fimim vilknia kvöldnám skeið. Hafa því að jafnaði 180 memendur stundað nám við skól- anm ár hvert. Nú er aðsókn svo mikil að kvöldnámskeiðunum, að reynt er að greiða fyrir þeim, sem ekki komust að, með því að Námsfloklk ar Reýkjavíkur efndu til kvöld- námskeiða í Laugalækjarskóla og voru nöfn stúlknanna látin ganga þangað, svo að hægt væri að bjóða þeim þátttöku. - Er efaki viðhorf stúlknanna mikið að breytast til svona skóia? fipyrjum við skólaistjóranu. — Jú, allt er að breytast, svar- ar Katrín. — Matarræði er til dæmis mikið að breytast. Konur fara nú orðið mikið út að vinna og kaupa þá fremur mat, sem auðvelt er að búa til og ekki með mikilli fyrirhöfn. Skólarnir eru í kapphlaupi við breytingarnar í þjóðfélagirm. til að geta koimið til móts við sinn tírna. I fyrstu vair breytingin hægfara og jöfn, en undamfarin ár hefur orðið stökk- breyting á öllum sviðuim. Ungl- ingamir breytast svo mikið frá ári til árs, að maður á erfitt með að átta sig. — Er þá ekki erfitt. að stjórna skól-a, þar sem eru ungar stúlk- ur? — Það gengur ágætlega, og Framhald á hls. 23 I.ært að matbúa. Setið við vefinn. Kennarafnndiir í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Talið frá vinstri: Áslaug Sigurgrímsdóttir, Sigrið iir Gísladóttir, Jakobína Giiðniundsdóttir, Jakobína Pálmadóttir og fyrir affan hana skólastjórinn, Kat.rín Helgadóttir, Dagbjört Jónsdóttir Giiðrún Giiðinundsdóttir og Fríða Ásbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.