Morgunblaðið - 27.09.1972, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.09.1972, Blaðsíða 32
oncLEcn piívgimUlníiiíi nucivsincnR ^^•22480 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1972 Brezkir togarasjómenn: Förum ekki á íslandsmið — án herskipaverndar Einkaskeyti til Mbl. Fleetwood, 26. september. AP. KEIÐIR togarasjómenn nýkomn- ir heim af fslandsmiðum sögðu í dag- að þeir héldn ekki aftur á íslandsmið án verndar brezka flotans. Tom Watson, skipstjóri á Fleetwood-togaranum „Wyre Victory“ sagði að hann og áhöfn hans og aðrir togarasjómenn við ísland „skömmuðiist sín“ fyrir það að brezka stjórnin sendi ekki herskip á vettvang til hjálpar togurunum. Hann sagði að þeir væru líka hneykslaðír. 119 frá 1. sept. FRÁ því er reglugerð um 50 mílna fiskveiðilögsögu fslands gekk í gildi hinn 1. september síðastliðinn hefur Landhelgis- gaezlan aðvarað og vísað út úr landhelginni samtals 119 brezkum togurum. Togararnir hafa svo sem kunnugt er ekki allir brugðizt vel við fyrir- mælum varðskipanna, en flest- ir hafa gert það. Togaramir, sem aðvaraðir hafa verið, skiptast eftir höfn- uim þannig, að 4 eru frá Aber- deen, 19 frá Fleetwood, 47 frá Grimsby, 47 frá Hull og 2 frá London. Tíðindalaust var af togara- miðunum við landið í gær og viðraði ekki fyrir gæzluflug. I>vi voru ekki handbærar hjá Landhelgisgæziunni neinar tölur um fjölda erlendra tog- ara við landið í gær. Watson saigði, að þegar Ægir klippti togvírana af „Wyre Vict- ory“ á dögunum hefði áhöfn tog- arams látið rigna skrúflyklum og boltum yfir varðskipið sem hefði orðið að fara undan i flaaningi er það reyndi að sæta lagi til þess að kldppa á virana. Hann sagði að varðskipsmenn hefðu reynt að fara um borð í togar- ann, „en strákamir mínir þrifu keðjur og skrúflyk'la og adlt sem hönd á festi og voru þess albún- iir að koma í veg fyrir að faiið yrði um borð. Þetta hlýtur að hafa hrætt Isleaidingana því að þeir höfðust ekki meira að". Lá við vinnustöðvun hjá Pósti & síma Mikil óánægja með veitingu ráðherra í stöðu símstjóra á Siglufirði - Samkomulag eftir að ráðherra hafði gengið að meginkröfum starfsmanna UM TÍMA í gær leit úr fyrir, að til vinniistöðvunar kæmi hjá starfsmönnum pósts og síma, eftir að fréttir bárust af veitingu Hannibals Valdimars- sonar í stöðu póst- og símstjóra á Siglufirði. En eftir fundarhöld með forsætisráðherra og síðar um daginn með Hannibal Valdi- marssyni og póststjórninni náðu póst- og símamenn fram því samkomulagi, sem þeir telja sig geta unað við, og kemur því ekki tii vinmistöðvunarinnar. Forsaga þe.ssa máls er sú, að Hannibal Valdimarsson, sam- gönguráðherra, sem fer með mál pósts og síma, skipaði nýlega i stöðu póst- og símstjóra á Siglu- firði, og var umsækjamdinn, sem stöðuna hlaut, ekki úr röðum starfsimainma Póst og skna. Olli þetta mikilli óáníægju inman starfsmanmafélags póst- og sima- manna, og einn af taksmönnum þeirra sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærdag: „Við erum orðnir langþreyttir á því að stöðugt sé gengið fram hjá okk- ur, starfsmönmiuri'um sjálfum, þegar um stöðuveitimigar er að ræða, og ef við fáum ekki leið- réttingu á okkar mál'um, mum'um við boða til vimmstöðvuriar á morgun, miðvikudag." Þessi hótun um vinm'ustöðvun leiddi til þess, að fundur var haldimm með forsætisráðherra og ta'lsmönmium starfsmamnafélaga pósts og síma, og í kjölfar hams vair haldinm fundur með Hanni- bal Valdimarssyni og póststjórm inni anmars vegar og ta'lsmönm- um starfsimamma hins vegar. t>ar fengu starfsimennirnir sam- þykkta eina af miegiinkröfum sim- um, sem þeir hafa barizt fyrir í mörg ár — þ. e. a. s. aðild að starfsmanmaráðimiu sem svo er nefmt en það mælir með um- Framhald á bls. 22 í haust: Ný skáldsaga eftir Laxness NY skáldsaga eftir Halldór Laxness kemur út í haust og verður gefin út á forlagl Helgafells, eins og fyrri bæk- ur skáldsims. Staðfesti skáldið þetta í stuttu samtali við Morgunblaðið í gær. Halldór sagði, að hann hefði ekki valið bókinni nafn að svo komnu máli, iðulega gengi hamm ekki frá bókartitli fyrr em verk hans væru í þann mund að fara í pressuna. Er Halldór var spurður um efni bókarinnar nýju, sagði hann: — Ég er á móti því að segja frá efni bóka minna, áður en þær koma út. Ég geri það aldrei. Það ætti að banna að segja frá söguþræði, til dæmis í ritdómum, enda venjulega klaufalega gert. Og væri unnt að draga efnið í bók saman í mokkrar setningar er eigin- lega óþarfi að vera að skrifa heilar bækur. Á hverri blað- siðu getur verið saga. Er Halldór var inntur eftir eðli sögunnar, sagði hann: — Þetta er tilraun í sagna- gerð, sem ég hef verið að spekúlera í. Má kalla hana skáldsögu í ritgerðarformi — essay-roman. Én ekki doku- mentariskur róman, eims og allar bækur sem nú eru skrif- aðar í Svíþjóð og menm eru að fá verðlaun fyrir í Svíþjóð og Danmörku. — Er þetta löng saga? — Eitthvað á þriðja hundr- uð blaðsíður, hygg ég. Ég byrjaði á henni í lok apríl. Þá átti ég til svolitlar athug- anir, efnisatriði og smáglefsur í kapitulana. Kanniski aðeine fáein orð sums staðar. En vegna þessa og að efnið hefur verið mér aðgenigilegt, hefur verkið gengið fljótt. Þetta er sumarvinnain mín. Sögusviðið er mestmegnis ísland, dálítill Halidór Laxness. hluti hennar gerist þó í Kaup- mannahöfn. Ég er reyndar ekki búinn að sýna neinum þetta verlk mitt. Ekki einu si.nni forleggjara mínum. En yfirleitt tekur hann þvi vel, sem ég færi hon- um. — Var gaman að vinna þetta verk, Halldór? — Ja, gaiman? Það er mikið erfiði að skrifa bók. Maður er oft þreyttur. Að sikrifa er and- legt erfiði. Ætli það sé ekki meira gaiman fyrir þá sem lesa bætkurn'ar heldur en fyrir höf- undinn, sem skrifar verkið. Að skrifa er oft mesta plága — þetta er áframhaldandi prósess, sem stoppar aldrei, hvorki á nóttu sem degi, því að vinman heldur áfram í man.ni, þótt ekki sé verið að skrifa. Hvort þetta veiti ein- hverja andlega ánægju. Kan/nski það. Alténd er mað- ur ekki með hita. Og ég hef ekki haft neina verki í kroppn- um. En fyrir einn rithöfund er vafamál, hvort það er gam- an að gera bók. Það er mest erfiðið. UNDANFARIB hafa íslenzkir bátar og togarar fengið ágæt- ar sölur i v-þýzkuni höfntim, en aflinn hefur einkum verið stórufsi. Þessi mynd var tek- in, er Neptúnus landaði í Cux- haven í si. viku. Góðar sölur TVÖ islenzk fiskiskip seldu í Cux liaven í Vestur-Þýzkalandi í gær, togarinn Úranus og vb. Huginn — og í dag mun togarinn Júpíter selja þar. Vb. Huginn seldi i gærmorg- un 51 tonn fyrir 63.716 mörk eða á 34 krónur hvert kíló. Aflinn var mestmegnis stórufsi. í gær- dag seldi svo úranus 149 tonn fyrir 141.404 mörk eða á 25,83 kr. hvert kíló. Var uppistaða aflans uifsi. Eins og fyrr segir mun Júpí ter selja í Cuxhaven í dag, en um fleiri sölur verður ekki að ræða hjá islenzkum fiskiskipum í Þýzkalandi í vikunni. Hins vsg ar eru útgerðarmenn fremur bjartsýnir á fleiri söliuferðir á næstunni, enda verðið dágott sem fæs.t fyrir aflann. Veðurfarið tefur Brekku- kotsannál VEÐURFARIÐ sem af er þess'um mánuði hefur gert kvikmynda- tökumönnum Brekkuikotsannáls erfitt fyrir, en að sögn Jóns Þór arinssonar, dagskrárstjóra sjón- varps, gengur taka.n þó sinn ganig. Þrátt fyrir veðurfarið er búið að taka talsvert af útiatrið unum og inniatriðin eru langt koimin. Kvaðst Jón gera ráð fyr ir að töku yrði lokið um miðjan október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.