Morgunblaðið - 03.10.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.10.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1972 11 Biörgvin Schram sextugur Kveðja að vest ÉG minnist þess, að fyrir mörg- um árum sá ég á sjónvarps- skermi víðfrsegan brezkan hers- höfðingja, Montgomery, þar sem hann sagði frá heimsókn sinni til Maós formanns i Peiping. For- vitinn fréttamaður spurði hkm- ar óhjákvæmilegu spurningar: „Hvers konar náungi er nú eig- inlega þessi Maó?“ Hinn gamli eyðimerkurher- maður kenndur við Alamein varð hálfirind arjegur í framan um leið og hann svaraði: „Hann er sú gerð af manni, sem ég hika ekki við að fara mieð einurfi inn í frumskóginn, ag eiga svo líf mitt undii- drengskap hans og æru. Sannur séntilmaður.“ !>á var komið að fréttamanni að vera kindarlegur, þvi að þetta var í þann tíð, þegar Maó for- maður var óvinur vestræns lýð- ræðis nr. eitt, þ.e.a.s. lönigu áður en hann varð eins konar Jesús Kristur súperstar, eða híbýla- stáss, ómissandi í hverju tán- ingsherþergi við hliðina á Jóni lina og Jókóónó. Af því fer engiurn sögum, hvort hrifning Montys á Maó var gagnkvæm. En þvi kemur mér þessi saga í hug, að kynni mín af Björgvin Schram hófust með óbeimum hætti á marxískum duggarabandsárum mlínum. Kalda stríðið var í algleymingi, og víglína dregin um hjarta sér hvers manns. Valdataka alþýð- unnar var þá sem fyrr á næsta götuhomi og ungir menn höfðu byltingarprógrammið tilbúið upp á vasann: Afnám einkaeignarrétt ar á framleiðslutækjunum og öll völd til ráðanna! Einhvers staðar í undirkafla hefur áreiðanlega staðið skrifað, hvað gera skyldi við alla kapitalista (og af þeim voru heildsalar ekki barnanna beztir) á hinzta degi. Járnagi stéttabaráttunnar ger ir efcki beinlínis ráð fyrir því, að synir byltingarinnar gangi til leynifunda við dætur óvinarins. Að víisu má ætla að niðjar Þor- geirs Ljósvetningagoða rnegi blóta á laiun, þótt varði fjör- baugsgarð, ef upp kemst. Um það, hvernig bregðast skyldi við sMkum uppákomum, var hvergi stafkrók að finna i fræðunum. En heilög ritning lætur ekki að sér hæða. Naumast getur svo af- brigðilegrar hegðunar, að trúað- ar sálir finni sér ekki ritningar- stað sér til réttlætingar og sálu- hjálpar, ef mikið liggur við. Þeir, sem numið hafa sinn marxiiska barnalærdóm, vita, að Andinn og þjóðfélagsþróunin hlíta hinu ósveiganlega „þráttar- lögmáli": Sérhvert fyrirbæri get- ur af sér andstæðu sína og átök andstæðnanna geta af sér nýja niðurstöðu. Þetta útleggst svona: Borgarastéttin elur upp fagrar dætur. Hverjir skyldu vera þeim jafn sjálfkjörnir andstæðingar og synir byltingarinnar? Niðjar þeirra leiða til nýrrar niður- stöðu. Þeirra hlutverk verður þá að lofcniu tímabili stéttabarátt- unnar að leiða oss við gítarspil og söng inn í hið stéttlausa alls- nægtaþjóðfélag framtiðarinnar. Hver var ég, að ég skyldi streit- ast á móti lögmálinu? Hvað eru mannanna börn nema verkfæri í höndum almættisins? Verði Guðs viliji. Ekki veit ég, hvort Monty generáll hefur gert ráð fyrir Maó formanni með horn og hala í líki Óvinarins. Hitt veit ég, að stutt viðkynning hans af mesta bylt- ingarmanni aldarinnar leiddi til sömu niðurstöðu og löng kynní mín af fyrrverandi formanni heildsalafélagsins; hann passaði einhvern veginn ekki inn í hina fyrirframgerðu mynd. Eigi það einhvern tirna fyrir mér að liggja að hætta lifi mínu í ógnum frum- skógarins, kysi ég hann öðrum fremur að ferðafélaga. Svo ætla ég hann öruiggan í mannraunuiA. Á þeirri öld, sem er að farast úr sjálfsdekri og tiifinninga- velliu, er hann mér staðlfesting á höifiuðkastum hins spartyerska uppeldis. í íslendingasögumi hefði honum verið svo lýst: Hann er maður fáskiptinn og óáleitinn að fyrra bragði og flíkar ffitt til- finningum sínum. Seintekinn er hann, en mikiH vinur vina sinna. Hann er flestum jafnöldrum Sín- um betur íþróttum búinn. Á yngri árum fór hann oft að leik- um og lét þar aldrei hlut sinn fyrir neinum. Þótti flestum mönnum betra að eiga hann að vini en óvini. Hann var mað- ur vel kvæntur, svo að engin kona þótti í þann tíð betri kven- kostur á íslandi en Aldís kona hans. Þau voru kynsæl með af- briigðutm. Hann var ríkur maður að fé og höfðingi heim að sækja. Þar sem þú situr nú á góðum aldri sem j*ater familias mikill- ar ættar, umkringdur afkom- enduim, að ógleymdum gömlum vopnabræðrum af knattspymiu- velli, sendum við þér kveðju að vestan. Glúmur, dóttursonur þinn, sem er sagður hafa þegið að erfðum skapprýði Schram- anna (en fjármálavit Hanni- bals), biður sérstaklega að heilsa. Jón Baldvin. HUNDRAÐ KRÓNUR Á MÁNUÐI Fyrir EITT HUNDRAD KRÓNUR á mánuði seljum viS RITSAFN JÓNS TRAUSTA 8 bindi í svörtu skinnlíki Við undirskrift samnings greiðir kaupandi 1000 kr Bókaútgáfa GUÐJÓNSÓ Hallveigarsfíg 6a — Sími 15434 ^Ekki er ráð nema í tíma sé tekið Fyrirhyggjuleysi getur leitt til þess, að sumum verði nauðugur einn kostur að halda útiskemmtanir í vetur. Látið ekki til þess koma. Við höfum 10—180 manna sali fyrir hvers konar mannfundi: Árshátíðir, veizlur, spilakvöld, jólatrésskemmtanir, þorrablót, ráðstefnur, félags- og stjórnarfundi o. fl. Sjáum um hvers konar veitingar, mat og drykk. Dansgólf og bar. DRAGIÐ EKKI AÐ PANTA. SÍMI 82200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.