Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1974 DJtCBÓK í dag er fimmtudagurinn 7. febrúar, 38. dagur ársins 1974. ÁrdegisflóS er kl. 06.36, síðdegisháflæði kl. 18.58. Sólarupprás kl. 09.56, sólarlag kl. 17.28. Því að þín vegna býður hann út englum sfnum, til þess að gæta þín á öllum vegum þínum; þeir munu bera þig á höndum sér, til þess að þú steytir ekki fót þinn við stein. (91. Davfðssálmur 11 —12.). ÁPNAÐ MEILLA Þann 1. desember gaf sér Þor- grímur Sigurðsson saman i hjóna- band i Garðakirkju Þóru Kristínu Magnúsdóttur og Helga Sigur- inonsson. Heimili þeirra er að Hraunsmúla, Staðarsveit, Snæ- fellsnesi. (Ljósinyndast. íris). Þann 4. janúar voru gefin sam- an hjá bæjarfógetanum í Hafnar- firði Sigríður Ingvadóttir og (íuð mundur >Iag nússon. Heimili þeirra er að Fögrukinn 2, Hafnar- firði. (Ljósmvndast. íris^. Þann 1. desember gaf séra Garðar Þorsteinsson saman í hjónaband í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði Sjöfn Jóhannesdótt- ur og Gunnlaug Stefánsson. Heinnli þeirra er að Austurgötu 29, Ilafnarfirði. (Lj(»siriiSt. íris). IKHOSSGÁTA Lárétt: 1. fjas 6. tunna 8. sem 10. þreytta 12. stólpar 14.sár 15. þver- slá l&ósamstæðir 17.snúrur. Lóðrétt: 2. eins 3„ tuldruðum 4 skítur 5. koddar 7. særðar 9. ósam- stæðir 11. lík 13. mannsnafn Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1, traðk 6,auð 8. EA 10.fr. 11. skeinur 12. tá 13. Mí 14,agn 16. rásinni. Lóðrétt: 2. rá 3. aumingi 4 ÐÐ 5. lestur 7 urriði 9. aka 10. fum 14. ás 15xNN. Þessi mvnd birtist í Ber- lingske Tidene utn daginn, og þarfnast hún ekki skýr- inga við. FRÉTTin 1 Æskulýðsfélag Bústaðasóknar heldur fund f æskulýðsheimili Bústaðakirkju i kvöld kl. 8.15. Kvenfélagið Bylgjan heldur að alfund að Bárugötu 11 í kvöld kl. 8.30. Kristniboðsfélag kvenna hefur fjáröflunarsamkomu fyrir kristniboðið f Konsó laugardag- inn 9. febrúar kl. 8.30. Fjölbreytt dagskrá. Allir eru velkomnir á samkomuna. ÍSJVIR BQRGARAR A Fæðingarheimili Reykjavík- ur fæddist- Þórlaugu Einarsdóttur og Erl ingi Þór Hermannssyni, Hraun bæ 158, Reykjavfk, sonur þann 27. janúar, kl. 18.00. Hann vó 15 triörk og var 52 sm að lengd. Ernu Einarsdóttur og Bergþóri Einarssyni, Asparfelli 6, Reykjá- vík, sonur þann 26. janúar, kl. 13.55. Hann vó 11 (4 mörk og var 47 sm að lengd. Eddu Eggertsdóttur og Sigur- bergi Ölafssyni, Dúfnahóium 20, Reykjavík, dóttir þann 27. janúar, kl. 03.10. Ilún vó 14'4 mörk og var 51 sm að lengd. Ásthildi Jönasdóttur og Ásgeiri Pétri (> uðinundssyni, Hamars- braut3, Mosfellssveit, dóttir þann 27. janúar, kl. 11.35. Hún vó rúm- ar 16 merkur og var 50 sm að lengd. Merkið kettina MIKIÐ er um það, að kettir tapist frá heimilum sínum. Þess vegna ættu allir kattaeigendur að hafa ketti sína merkta. Einungis má nota sérstakar kattahálsólar, sem eru þannig útbunar, að kötturinn á ekki að geta hengt sig i ólinni. Alls ekki má nota bönd, eða venjulega ól, t.d. af litlum hundi. Á ólina á síðan að hengja Iitla málmplötu með simanúmeri eða nafni eigandans. 1 stað málmplöt- unnar má nota lftinn samanskrúf- aðan plasthólk. Inni i honum er miði, sem á eru skrifaðar nauð- synlegar upplýsingar. (Frá Sambandi dýraverndunar- félaga tslands). 1 SÁ IMÆSTBESTI — Batnaði Móse á endanum? spurði litla stúlkan á heimleiðinni úr sunnudagaskólan- um. — Af hverju held- urðu, að hann hafi ver- ið veikur? spurði mamma hennar. — Nú, hann hlýtur að hafa verið veikur. Sagði Guð honum ekki að taka töflur? | BRIDC3E ~| Eftirfarandi spil er frá leiknum milli Frakklands og Italíu í kvennaflokki i Evrópumótinu 1973. Norður S K-10-6-2 H G-6-2 T 5 L G-8-7-6-4 Vestur S 4 II Á-10-9-4 T K-G-7-3 L K-5-3-2 Áustur S Á-G-7 H 7-5 T D-94-2 L Á-D-10-9 Suður S D-9-8-5-3 II K-D-8-3 T A-10-8-6 L — Itölsku dömurnar sátu A-V og sögðu þannig: Áustur 1 1 lg 3 g Vestur 1 h 31 P Suður lét út spaða, norður drap með kóngi, sagnhafi drap með ási, lét út laufadrottningu, suður kastaði hjarta, síðan var tígul- drottning látin út og suður drap með ási. Suður lét næst út tfgul 6, sagnhafi drap f borði með gosan- um, tók laufakóng, lét enn lauf, svínaði tíunni og tók síðan laufa- ás. Suður kastaði 2 spöðum og hjartadrottningu í laufi. Sagn- hafi lét næst út hjarta 7, suður drap með kóngi og fékk þann slag. Suður lét næst út hjarta, drepið var með ási og nú var tígul- kóngur tekinn og síðan var tígull látinn út, suður drap með tfunni og varð að láta út spaða og þar með fékk sagnhafi slag á spaða- gosann og vann spilið. Við hitt borið varð lokasögnin 2 spaðar hjá suðri og spilið vannst með víxltrompum. Þann 29. desember gaf séra Þórir Stephensen saman í hjóna- liand i Dómkirkjunni Erlu Sigur- eirsdöttor og Höskuld Dungal. Heimili þeirra er að Grettisgötu 31, Reykjavík. Brúðarmeyjar voru Gerður og Kristrún Einars- dætur, systur brúðarinnar. (Nýja myndastofan). Vinningsnúmer í Happdrætti H.S.Þ. Dregið var í happdrætti IIér- aðssambands SuðurÞi ngey- inga þann 4. janúar sl., og hlutu eftirtalin númer vinn- ing: ■J2 1. 2828 flugfar til Færeyja J 2. 1102 flugfar til Græn- lands . ~j 3. 2596 hnakkur J 4. 3262 veiðidagur í Laxá í Aðaldal J 5. 2418 veiðidagur í Laxá í I Aðaldal 6. 4170 svefnpoki (Birt án ábyrgðar). Varið land Undirskriítasöfnun gcgn uppsögn varnar- samningsins og brott- vísun varnarliðsins. Skrifstofan í Miðbæ við Háaleitisbraut er opin alla daga kl. 14—22. Sími 36031, pósthólf 97. Skrifstofan að Strandgötu 11 í Hafn- arfirði er opin alla daga kl. 10—17, sími 151888. Skrifstofan í Kópa- vogi er að Alfhólsvegi 9. Ilún er opin milli kl. 17—20. Sími 40588. Skrifstofan í Garða- hreppi er í bókaverzl- uninni Grímu og er op- in á verzlunartíma. Sími 42720. Skrifstofan á Akur- eyri er að Brekkugötu 4, en þar er opið alla daga kl. 16—22. Símar: 22317 og 11425. Skrifstofan í Kefla- vík er að Strandgötu 46, sími 2021.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.