Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ,FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1974 S-Vietnamar hættu við landgönguna Níutíu og tveir létu lífið þegar þessi Boeing 707 inn laugardag. Þotan lenti um 300 metra frá farþegaþota fórst í lendingu á Samoa sfðastlið- brautarendanum. Saigon, 6. febrúar, AP. SUÐUR-VIETNAMSKA stjórnin hætti ðvænt við það í dag að láta herlið ganga á land á einni af Sprately-evjunum, þegar hún uppgötvaði, að hermenn frá Filipseyjum voru þar fyrir. Sprattey-eyjaklasinn er töluvert fyrir sunnan Paraceleyjar, sem Kínverjar og Suður-Vietnamar börðust um fyrir nokkru. Kín- verjar hafa nú eyjarnar á sfnu valdi. ítölsku olíufélögin notuðu 2,25 milljarða til að múta Róm, 6. febrúar, NTB. ÍTALSKA stjórnin hefur frestað verðhækkunum á bensfni um óákveðinn tfma meðan verið er að rannsaka stórfellt svikamál, sem hófst, þegar Arabaríkin hófu að beita olfunni sem pólitísku vopni. Verið er að rannsaka kærur um að olíufélögin hafi mútað stjórn- mála- og embættismönnum til að fá þá til að segja, að orkukreppan væri mun verri en hún í rauninni var. Fimm dómarar i Genúa og Róm hafa fyrirskipað að símar skuli hleraðir og lagt hald á bókhald og ýmisönnur skjöl fjölmargra olíu- félaga sem eru sökuð um að hafa notað sem svarar um 2,25 milljörðum isl. króna til að múta fyrrnefndum heiðursmönnum. Rannsóknarlögreglumenn hafa þegar fundið sannanir fyrir því, að eitt olíufélaganna hafi gefið út ávisun upp á sem svarar 150 milljónum ísl. króna í þessu skyni og var hún stiluð á vinnustúlku á heimili eins stjórnmálamannsins. Aðrar ávísanir hafa verið gefnar út á hin merkilegustu nöfn, meðal annars fékk frægur veðhlaupa- hestur tugi milljóna. Dómararnir sem stjórna rann- sókninni hafa fyrirskipað að öll sönnunargögn skuli vera undir vernd vopnaðara lögreglumanna meðan rannsókn og réttarhöld fara fram. Talsmaður stjórnarinn- ar hefur upplýst, að búið hafi verið að ákveða að hækka bensin- verð um rúmar 37 krónur islenzk- ar í þessari viku, en það hefði verið þriðja verðhækkunin á síð- ustu fimm mánuðum. Skjöl, sem þegar liggja fyrir, sýna svo ekki verður um villst, að olíufélögin og hjálparmenn þeirra gáfu stjórninni alrangar upplýsingar um ástandið, þegar Arabar lokuðu fyrir oliuna, og á grundvelli þeirra upplýsinga var tekin upp bensínskömmtun og verðið hækkað. Bæði Suður-Vietnam, Filipseyj- ar, Formósa og Alþýðulýðveldið Kína þykjast eiga tilkall til Spratley-eyjaklasans en í honum eru 11 eyjar. Stjórn Filipseyja heldur því þó fram, að þær tvær eyjar, sem hún kveðst eiga, til- heyri ekki eyjaklasnum. Herflokkar frá Suður-Vietnam eru á fjórum eyjanna og nú er vitað um herflokk frá Filipseyj- um á a.m.k. einni þeirra. Hins vegar munu ekki vera hermenn frá Kína eða Formósu á þessu svæði. Talsmaður stjórnar utanríkis- ráðuneytis Suður-Vietnam sagði um hermennina frá Filipseyjum, að löndin tvö væru vinveitt og þau myndu útkljá deilur sinar vinsamlega eftir diplomatiskum leiðum. Hann minntist hins vegar ekkert á Kina. Hinn skyndilegi áhugi á þessum eyjum stafar af þvi, að þar er talin finnast olia. Er samsteypustjórn á næsta leiti í Laos? EBE tregt til samvinnu um orkuvandamálin Brussel, 6. febrúar, NTB. FRAKKLANI) þáði I nótt boð frá Nixon forseta um að taka þátt í fyrirhugaðri ráðstefnu um orku- mál, sem á að halda í Washington 11. og 12. þessa mánaðar. Þetta var tilkynnt, eftir að ráðherra- nefnd Efnahagsbandalags Evrópu hafði náð samkomulagi um að fela Walter Scheel, utan- ríkisráðherra Vestur-Þýzkalands, umboð til samninga fyrir EBE. Scheel verður fulltrúi EBE á ráðstefnunni ásamt frakkanuin Francois-Xavier Ortoli. Frakk- land hefur hingað til verið heldur á móti hugmyndinni um orku- málaráðstefnu, enda kom 1 Ijós, að þeir höfðu fengið í gegn ýmsar kröfur sfnar. 1 umboði Scheels felst m.a., að bandalagið mun leggjast gegn bandarískum óskum um, að á ráð- stefnunni verði mótuð sameigin- leg stefna, sem miði að því að minnka áhrif olíukreppunnar. Það mun heldur ekki samþykkja amerísku tillöguna um, að þetta verði upphafið á framtíðarsam- vinnu milli landa, sem flytja inn mikið af oliu. Þá verður EBE á móti því, að stofnuð verði samtök ríkja, sem flytja inn olíu, og það mun leggja fram tillögu um, að fyrir 1. apríl næstkomandi verði hafnar samn- ingaviðræður um olíumál. í þess- um viðræðum skuli taka þátt olíu- kaupendur, olíuseljendur og full- trúar frá þróunarlöndunum. Auk EBE landanna níu senda Noreg- ur, Japan og Kanada fulltrúa til Washington. Vientiane, 6. febrúar, AP. STJÖRN Laos og kommúnista- hreyfing Pathet Lao undirrituð í gær samkomulag, sem vonazt er til, að geti gert mögulega m.vndun samsteypustjórnar á næstu vik- um. I samkomulaginu er kveðið á um hlutverk sameiginlegra lög- reglusveita, sem eiga að gæta laga og réttar í höfuðborginni Vientiane og í konungsborginni Luang Prabang. Soukarn Vilaisarn ráðherra, sem undirritaði samkomulagið fyrir hönd stjórnarinnar, kvaðst vona, að þetta myndi opna leiðina til myndunar samsteypustjórnar í iok þessa mánaðar eða í byrjun marz. Soth Pethrasy, sem skrifaði undir fyrir Pathet Lao, fór var- legar i sakirnar og sagði aðeins, að hann vonaðist til, að hægt yrði að mynda stjórn ,,eins fljótt og mögulegt væri“. Það hefur verið eitt að skilyrð- um Pathet Lao fyrir myndun samsteypustjórnar, að fyrrnefnd lögreglusveit yrði mynduð. Sam- kvæmt samkomulaginu munu 2000 lögreglumenn frá stjórninni og Pathet Lao f sameiningu gegna störfum i Vientiane, en 1000 f Luang Prabang. Lögreglusveitirnar munu meðal annars hafa eftirlit með og stjórn á ferðum útlendinga til og frá þessum tveimur borgum og þær mundu einnig annast varnir flug- vallanna. Talsmaður Pathet Lao sagði, að hann gæti ekki sagt nákvæmlega til um hvenær sam- einuðu lögreglusveiörnar myndu hefja störf en það yrði vonandi strax í byrjun næstu viku. ViSræSur síðan 1973 Stjórn Laos og Pathet Lao hafa verið að reyna að mynda ríkis- stjórn siðan vopnahléssáttmálinn Framhald á bls. 20. Slapp við dóm fyrir „Playboy” Má ekki bjóða þér pappír að borða ? New York, 6. febrúar, AP. VlSINDAMENN við háskólann 1 Lousiana f Bandaríkjunuin ; tilkynntu i dag, að þeiin hefði tekist að finna aðferð, sem breyti afgangspappír í næring- arrfka fæðu fyrir dýr og inni- haldi fóðrið meira af eggja- hvftuefni en t.d. stór og safarík steik. Þeir telja, að eftir nokkur ár verði bifið að full- koinna aðferðina svo, að hægt verði að hefja framleiðslu efnisins til manneldis. Það hefur tekið vísindamenn- ina sex ár að ná svona langt, og þeir segja að ntikið rannsöknar- starf sé óunnið, áður en pappir verði mannamatur, en þeir binda miklar vonir við þessa fæðutegund. í stórum dráttum er aðferðin á þá leið, að þeir nota bakteríutegund sem þeir nefna „Cellulomonas'1 til að kljúfa lífrænar trefjar f pappír, trjám, vefnaðarvöru og öðru sem einhvern tímá verður úr- gangsefni. Úr þessu verður kornótt efni, nærri bragðlaust sem er mjög eggjahvíturíkt. Rektor háskólans, Cecil G. Taylor, sagði á fundi með fréttamönnum, að þeir væru sannfærðir um, að nú þegar væri markaður fyrir þessa framleiðslu til dyraeldis í stað inn fyrir soyabaunir eða fiski- mjöl. Hann benti á, að nýleg verðhækkun á soyabaunum sýndi fram á, að framleiðendur þeirra gætu ekki annað eftir- spurn. Dr. Vadake Srinivasan, sem uppgötvaði „Cellulomonas" sykurakri, sagði, að það tæki 7—10 ár að fullkomna þessa framleiðsluaðferð þaðmikið, að hægt yrði að setja „efnið" á markað til manneldis. Eins og aðferðinni er beitt núna er hægt að framleiða 50 pund af næringarefninu úr 100 pundum af hreinum pappír. Eggjahvítu- innihald þessara 50 punda væri 60 prósent, en til samanburðar má geta þess, að eggjahvftu- innihald steikur er 20 prósent og soyabauna 44 prósent. Háskólinn hefur fengið einkaleyfi á þessari fram- leiðsluaðferð og gert samning við Bechtel fyrirtækið i San Francisco um framleiðslu þess í núverandi mynd. Jafnframt verður haldið áfram að full- komna aðferðina, svo hægt verði að framleiða til mann- eldis. Madrid, 6. febrúar, AP. H/ESTIRÉTTUR Spánar kvað f dag upp þann úrskurð, að það væri ekki opinbert hneyksli að eiga tímaritið Pla.vboy heima hjá sér. Rétturinn ógilti dóm, sem kvcðinn hafði verið upp í undir- rétti yfir Ramon nokkruin Lopez, sem er búsettur í Madrid. Það er bannað að flvtja Playboy til Spánar og lögreglumenn fundu nokkur gömul eintök á heimili Lopezar, þegar þeir voru að leita að eiturlyfjum. Hæstirétt- urinn koinst að fyrrnefndri niður- stöðu á þeirri forsendu, að blöðin hefðu ekki farið út fyrir heimili hins ákærða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.