Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjór Ritstjórn og afgreiðsló Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthias Johannessen Eyjólfur Konráð Jónsson Styrmir Gunnarsson Þorbjorn Guðmundsson, Bjorn Jóhannsson Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100 Aðalstræti 6, simi 22-4-80 Askriftargjald 360,00 kr á mánuði innanlands I lausasolu 22,00 kr eintakið lengi sem flestir muna. Og myndlistinni hefur hann rétt slíka h.iálparhönd, að án hans væri hún ekki sú, sem raun ber vitni. Hann hefur jafnvel stofnað og gefið heilt listasafn, Lista- safn Alþýðusambands ís- lands, og þannig sýnt al- þýðu landsins ræktarsemi, sem er í samræmi við eðli og upplag þessa stórhuga, íslenzka framkvæmda- manns. Flestir slíkir fram- kvæmdamenn hér á landi eru vaxnir úr jarðvegi al- r r RAGNAR I SMARA Asjötugsafmæli Ragn- ars i Smára beinist hugur manna að óvenju- legum einstaklingi og ást hans á landi sínu, menn- ingu og listum. Enginn mundi neita því, að skerfur Ragnars Jónssonar til sam- tímalistar á íslandi er meiri en nokkurs annars eins manns, og er þá átt við umhyggju fyrir þeim, sem að listum starfa og stuðn- ingi við þá. Slíkir menn sem Ragnar eru sjaldgæfir, jafnvel meðal stórra og ríkra þjóða, hvað þá í litlu samfélagi eins og hér. Það er því ekki ófyrirsynju, að íslendingum hefur dottið Maecenas hinn rómverski helzt í hug, þegar starf Ragnars er rætt og metið. En þá er hann ekki sfður sérstæður persónuleiki, sem er minnisstæður utan starfs og áhugamála. Ragnar Jónsson hefur rekið Helgafell um margra áratuga skeið með slíkum höfðingsbrag, að forlag hans er eins konar ríki í rfki íslenzkrar listar. Hefur forlagið gefið út marga helztu rithöfunda landsins. Ragnar hefur alla tíð verið forystumaður í tónlistar- málum og grjótpáll fyrir framkvæmdum í þessari listgrein hér á landi, svo þýðlegra menningar og ræktarsamir fulltrúar þessarar sömu menningar, þó að Ragnar Jónsson beri þar ægishjálm yfir. Enginn einn maður hefur veitt ein- stökum listamönnum af brunni örlætis síns eins og Ragnar í Smára og má full- yrða, að aðstoð hans hafi oft og einatt ráðið úrslitum í lífi margra listamanna. Alls þessa er minnzt á sjötugsafmæli Ragnars i Smára. Og með þessum orðum sendir Morgunblað- ið honum og fjölskyldu hans innilegar hamingju- óskir á afmælinu. VERKFALLSHÆTTA YFIRV0FANDI Aðildarfélög Alþýðu- sambands Islands hafa ákveðið að boða verkfall frá 19. febrúar n.k. og líkur eru taldar á, að aðildar- félög Sjómannasambands Islands hyggi á verkföll frá sama tíma. Það þýðir, að 12 dagar eru til stefnu áður en allsherjarverkföll lama allt atvinnulíf landsmanna. Þessa tólf daga verður að nota vel og gera allt, sem unnt er, til þess að sam- komulag náist á vinnu- markaðnum. Verkfallsboðunin ein hefur þegar stofnað loðnu- veiðunum i hættu, þar sem verksmiðjurnar hafa við orð að taka ekki á móti meiri loðnu en sem svarar því magni, er þær geta unnið fram til 19. febrúar. Gangi loðnuveiðarnar vel i vetur, eins og full ástæða er til að ætla, er þar um gífurlegan hagnað að ræða fyrir þjóðarbúið og tæpast er hægt að hugsa þá hugs- un til enda, ef verkföll lama loðnuveiðarnar og á- vinningurinn af þeim fer framhjá okkur í þetta sinn. Ljóst er, að atvinnu- vegirnir geta ekki staðið undir verulegum kjarabót- um eins og nú er ástatt, en með sama hætti fer ekki á milli mála, að verðbólgan hefur rýrt svo mjög hag launafólks, að það þarf á umtalsverðum kjarabótum að halda. Hér þarf ríkis- stjórnin að koma til sög- unnar með hliðaraðgerðum svo sem verulegum skatta- lækkunum og úrlausnum í húsnæðismálum eins og verkalýðssamtökin hafa krafizt, en lítið hefur heyrzt um aðgerðir stjórn- valda á þessu sviði. Það er gömul saga og ný í okkar þjóðfélagi, að allir landsmenn tapa á verkföll- um. Frá því að júnísam- komulagið var gert á árinu 1964 hefur skilningu smátt og smátt aukizt milli verkalýðshreyfingar, vinnuveitenda og stjórn- valda. Nú ríður e.t.v. meira á því en nokkru sinni fyrr, að sá skilningur ráði ferð- inni og að skynsamleg niðurstaða fáist í kjara- samningum á vinnumark- aðinum með ábyrgum hliðaraðgerðum af hálfu stjórnvalda, sem tryggi vinnufrið, kjarabætur launþega og batnandi hag atvinnuvega. Yfirburðir á hafinu eru ennþá stórmikilvœgir Mörg sovézk herskip hafa mun meirí og fjölbreyttari vopnabúnað en vestraen herskip svipaðrar stærðar. Sovétríkin standa og öðrum þjóðum framar í smíði eld- flaugna til að beita frá skipum gegn skipum. Þetta beitiskip af ..Kynda'' gerð er vopnaðátta 40 feta löngum „Shaddock" eld- flaugum til að beita gegn skipum eða skotmörkum á landi. Þær draga 200 mílur og eru stærri og langdrægari en nokkrar vestræn- arflaugar á herskipum. Einnig er hægt að setja á þær kjarnaodda. Þá er skipið einnig vopnað eld- flaugum til að beita gegn flugvél- um, tundurskeytum og eldflaug- um gegn kafbátum og svo ratsjár- stýrðum loftvarnabyssum. Stærð- in er 6000 lestir og hámarkshraði 35 hnútar. Fyrsta skipið af þess- ari gerð hélt til hafs 1962 og siðan hafa nýrri og enn fullkomn- ari skip komið frá rússneskum skipasm iðastöðvum. kjölfar styrjaldarinnar milli ísraela og Araba i haust og hættunnar á beinum átökum milli stórveldanna, gripu bæði Sovétrikin og Bandaríkin til þess, að stórauka flotastyrk sinn á IVIiðjarðarhafi. Enn einu sinni urðu herskip beggja aðila einn mikilvægasti þátturinn í áætl- anagerð þeirra og enn einu sínni vaknaði spurningin um hvor væri voldugri, sovézki flotinn eða sá bandaríski Það er viss kaldhæðni i spurning- unni, því að Sovétríkin byggja að mestu á herstyrk sfnum á landi og jafnan verið skilgreind sem landher- veldi. Floti þeirra hefur sjaldn- ast verið sigursæll í sjóorrustum, ó- sigrarnir hafa veriðfleiri, og yfirleitt heldur kveðið lltið að honum. Er hugsanlegt að þjóð, sem ásamt bandamönnum sinum innan Var- sjárbandalagsins, hefur helmingi stærri landher en okkar, miklu fleiri skriðdreka, hálfu fleiri kjarnaodda- eldflaugarstöðvar á land o.s.frv., geti ógnað bandaríska flotanum hvað fjölda og gæði skipa snertir? Spurningin virðist vera ótrúleg. Það er líka kaldhæðni ! spurningunni er á það er litið, að nú er öld geimvis- inda, menn hafa gengið á tunglinu, unnið mánuðum saman i rannsókn- arstöðvum úti i geimnum og geim- för hafa verið sent til margra fjar- lægra hnatta. Þetta er ekki öld sjó- mannsins og því spyrjum við hvort ílotar skipti máli á þessum fímum. JíeUrJlorkShneö Eftir Norman Polar i dag er hafið meira notað en nokkru sinni fyrr. Þróunarlöndin keppast við að iðnvæðast og auka verzlun, sjórinn getur fætt aukinn fólksfjölda jarðar, Vesturlöndin og Japan þurfa að flytja orkugjafa sina á sjó og svo virðist sem gífurlegar náttúruauðlindir leynist undir hafs- botninum. Öll þessi atriði og svo sú viðurkennda staðreynd, að mjög erf- itter að ráða niðurlögum kjarnorku- vopnakerfa, sem ferðast neðansjávar (kafbátar), hafa gert afnot af sigl- ingaleiðum lifsnauðsyn fyrir Banda- rikin. Þrátt fyrir þetta hefur Sovét- rikjunum tekizt að koma sér upp flota, sem á margan hátt stendur jafnfætis eða fiamar þeim banda- riska. Mjög háþróaðar nýjungar i herskipasmíðum eru augljósar á skipum þeim sem koma frá hinum ýmsu skipasmiðastöðvum, Sovétrik- in standa þjóða fremst i smíði eld flauga, sem beita á gegn skipum, þau eiga flesta kafbáta, sem að sumu leyti standa bandariskum kafbátum framar. Sovét- menn eru einnig mjög vel að sgr i herfræðilegri beitingu flota- deilda, hafrannsóknum, nýjum tæknilegum endurbótum á herskip- um og nýtingu túrbinuvéla til að knýja skip Hin nýja kafbátategund af Deltagerð, sem mikið hefur verið skrifað um að undanförnu, getur skotið tólf kjarnaoddaeldf laugum 6000 km vegalengd, sem er svipað og langdrægni Tridenteldflaugna Bandarikjaflota, en þær verða ekki fullsmíðaðar fyrr en í fyrsta lagi 1978 Auk þessa eru Sovétmenn að Ijúka við smiði fyrsta flugmóður- skips sins, Kíev, sem er um 40 þúsund lestir að stærð, Þó svo að það sé ekki eins stórt og bandarisku flugmóðurskipin, kemur það til með að gera Sovétmönnum kleyft að beita fjölda þyrlna og flugvéla, sem þurfa stuttar flugbrautir, á fjarlæg- um slóðum og geta því haft yfirburði i lofti á ófriðarsvæði, sé þar ekki fyrír fullbúin bandarisk flugstöð, eða hægt sé að koma bandarisku flug- móðurski pi á staðinn. Fyrir 10 árum var slíkur sovézkur floti ekki til, I dag er floti þeirra ekki síður stjórnmálalegt afl en hernaðar- afl. Á. sama tima er verið að skera stórlega niður uppbyggingu og fjár- veitingu tíl bandariska flotans. Þessi þróun hófst er Vietnamstriðinu lauk. Bandariski flotinn hefurað visu fleiri úthaldsdaga en sovézki flotinn, en bilið þar minnkar stöðugt Bandarikj- unum í óhag. Bandaríkin eiga nokk- uð fleiri herskip, en Sovétrikin mun fleiri kafbáta, þannig að heildartalan er svipuð, enn sem komið er. Bandarikin hafa þó enn óumdeil- anlega forustu hvað snertir flugmóð- urskip, kjarnorkuknúin herskip, landgöngulið og getu til að veita flota sinum birgðaþjónustu á fjar- lægum slóðum Svonefndir „sér- fræðingar" tala um að timi venju- legra herskpa sé á enda og þörfin fyrir flota yfirleitt, sé að hverfa. Þeir gagnrýna flugmóðurskip og nýsmiði þeirra og segja þau mjög opin fyrir tundurskeytaárásum. Benda þeir i þessu sambandi á kafbátahernaðinn i heimsstyrjöldinni siðari og tala einnig um eldflaugnaárásir og benda þar á, að 23 ára úreltum israelskum tundurspilli hafi verið sökkt þannig i striðinu nú á dögun- urh Það er rétt, að það er hægt að sökkva flugmóðurskipum, en beita þarf til þess gifurlegu afli, eða kjarnaoddum. Hins vegar eru þau hagkvæmari i rekstri og mikilvægari stjórnmálalega vegna getu til beit- ingar fullkominna flugvéla á mörg- um stöðum, heldur en flugstöð á landi Það er Ijóst af aðgerðum Sovét- rikjanna, að sjóherireru nauðsynleg- ir á þessum þriðja fjórðungi 20, aldarinnar. Tilraunir Sovétrikjanna, sem eru einkum landherveldi, til að ná yfirráðum á hafinu, í efrtahags- legum, stjórnmálalegum og hernað- arlegum tilgangi geta aðeins orðið til þess að skerða getu Bartdarikj- anna til að nýta þau hafsvæði, sem mikilvæg eru hagsmunum þjóðar- innar. r e

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.