Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1974 7 Uppbyggingin í Norður-Vietnam Alþýðulýðveldið Víetnam (Norð ur-Vietnam) er land þar sem hvorki eru tölvur né Ijósritunarvél- ar, land sem skortir matvæli, lyf, sjúk rahúsabúnað og margt fleira. Land þar sem húsnæðisskorturinn er svo mikill að starfsmenn er- lendra sendiráða verða oft að bíða svo mánuðum skiptir í nágranna- ríkinu Laos eftir að hótelherbergi losni. Þróunarland þar sem aðeins 13% af 155 þúsund ferkílómetra heildarflatarmáli eru ræktanleg. Suðurhluti landsins er sundur- tættur eftir sex ára loftárásir, og bandaríski vísindamaðurinn dr. Arthur Westing, sem heimsótti landið í september í fyrra, sagði, að á nokkur hundruð kólómetra ferð sinni um þann landshluta hafi hann ekki séðneitthús uppistand- andi, heldur aðeins ,, þúsundir sprengjugíga" hvert sem litið var. Einn talsmanna stjómar Norður- Vietnam skýrði frá því að 37.000 byggðalög hefðu verið eyðilögð eða orðið fyrir skemmdum í loftár- ásum Bandaríkjamanna, þar á meðal þriðjungur höfuðborgarinn- ar Hanoi og úthverfi hennar, og helmingur hafnarborgarinnar Hai- Norður-Vietnamar hugsa mjög vel um vaxandi fjölda erlendra gesta, sem heimsækja landið, og gæta þess að þeir verði sem minnst varir við erfiðleikana, sem þjóðin á við að stríða. Erlendir gestir eiga erf itt með að hugsa sér að þjóðin búi við alvarlegan mat- arskort — sem enn jókst þegar fellibylur olli miklum spjöllum á nóvember-uppskerunni — þegar þeir sjá magn og gæði vestrænna og vietnamskra rétta hótelanna í Han oi. Þótt Vietnamar viðurkenni fyrir gestum sínum þörfina á erlendri aðstoð, eru þeir tregir til að láta útlendinga sjá í raun við hve mik- inn skort þeir búa. Þannig var til dæmis sænskur Ijósmyndari átal- inn fyrir að taka myndir af ber- fættum börnum. Þegar gestum eru sýndar rústimar við Khiem Thien stræti í Hanoi, sem varð EFTIR LYNNE WATSON Binh, Hong Gai; og svo má lengi telja. Að sjálfsögðu veita Kína, Sovét- ríkin og Austur-Evrópurikin aðstoð við uppbygginguna i NorðurViet- nam, en einnig berst þangað vest- ræn aðstoð. Ástralía. sem bæði hefur gefið þangað bárujárn og ullarteppi, hefur lofaðaðgefa fjór- ar mitljónir bandariskra dollara til uppbyggingarinnar i Indókína. og búizt er við að Ástralir undirriti viðskiptasamning við Norður.Viet- nam i marz, auk þess sem einka- fyrirtæki senda þangað væntan- lega tæknifræðinga til aðstoðar. Sviar hafa veitt mikla aðstoð — þar á meðal 2,'h milljón dollara sem safnað var með samskotum — við að endurreisa sjúkrahús. Caritas — hjálpa rstof nun kaþólsku kirkjunnar — hefur sent tækjabúnað til barnasjúkrahússins i Haiphong, og Alþjóða Rauði krossinn hefur gefið 1 0.000 tilbú- in hús. Þótt Japanir virðist ekki hafa gert neinar áætlanir um að- stoð, herma óstaðfestar f regnir að tvö japönsk oliufélög (ásamt oliu félagi italska ríkisins) hafi samið Bach Mai sjúkrahúsið í Hanoi eftir loftáráina í desember 1972 phong og úthverfa. í augum út- Jendings, sem heimsækir Norður- Vfetnam í fyrsta skipti, eins og ég gerði nýlega, virðist aðeins eitt, sem landið skortir ekki: meiri styrjöld. Luu Qu Ky formaður blaða- mannafélagsins spáir því, að það taki 25 ár að byggja upp landið og á næstu fimm árum verði höfuð- áherzla lögð á smíði fjölbýlishúsa, viðgerð veganna og yfirleitt að reyna að koma lifinu í eðlilegt horf. í dag, rúmu ári eftir undirrit- un f riðarsamninganna í París, eru hrísgrjón, vefnaðarvara, kjötog syk- ur enn skömmtuð. En Vietnamar hafa alltaf búið við herta sultaról, og þeir gæta þess að enginn deyi hungurdauða Offita er ekki eitt vandamála íbúanna. Ekki heldur mengun — reiðhjól og gangandi vegfarendur fylla götur Hanoi; einu bílarnir eru í eigu ríkisins og þeir eru upptekn- ir við flutninga á erlendum tækni- fræðingum, blaðamönnum og sendiráðsmönnum um borgina og nærsveitir. Útlendingar i Hanoi búa í tveim- ur hótelum, sem byggð voru á vegum Frakka, þegar þeir fóru með nýlendustjórn i landinu Auk sérfræðinga i tækniaðstoð og blaðamanna, hýsa hótelin starfs- fólk nokkurra sendiráða, til dæmis sendiráða Ástraliu, Svíþjóðar og Sviss. í Thong Nat hótelinu, sem áður hét Metropol, má sjá ólikleg- ustu hópa i góðri sambúð. Algengt er að matsalinn fylli kínverskir verkfræðingar, bandarísk friðar- nefnd, austur þýzkur rafeinda- fræðingur, fulltrúar hjálparstofn- unar kaþólsku kirkjunnar i Vestur- Þýzkalandi, rússneskir iþrótta menn, Rússar, sem ekki er látið uppi hvað starfa, sænskir röntgen- fræðingar, ástralskir stjórnarer- indrekar, ungverskir fulltrúar úr Alþjóða eftiriitsnefndinni, og svo blaðamenn víða að úr Evrópu. fyrir harðri loftárás 26. desember 1972, leggja leiðsögumennimir aðal áherzlu á þá miklu hjálp, sem ibúar næstu sveitahéraða veittu við að hreinsa til í rústunum með handaf li. Kona ein úr stjórn kvennasam- taka landsins gaf okkur gott dæmi um vinnugleði landa sinna. Meðan á striðinu stóð unnu konur að viðhaldi og viðgerðum á vegum eftir loftárásir, og stundum þegar mikið var um að vera sváfu þær á næturnar við vegarbrúnina. Víg- orð þeirra var: „Við löppum á vegina eins og við löppum upp á skyrtur mannanna okkar." Þessi sama vinnugleði ríkir nú í upp- byggingunni. „Bandaríkjamenn geta gleymt styrjöldinni, en við verðum að búa við afleiðingar hennar," sagði Luu Qu Ky við mig. í Norður-Vietnam eru afleiðing- arnar meðal annars þéttsetin bráðabi rgðaskýl i í borgunum, bátasmiðir að vinnu í húsrústum í Haiphong. sem aðeins eru nothæf- ar vegna þess að enn er þak yfir hálfum rústunum, um 3.000 mun- aðarleysingjar í Hanoi einni, virk tundurdufl enn á reki í Haiphon- forum world features höfn og fleiri höfnum við Tonkin- flóa, virkar sprengjur — Ky segir milljónir tonna — i jörðu víða um land, verksmiðjurústir i Nam Dinh, Haiphong, Hanoi, Thai við stjórnina i Hanoi um að gang- ast fyrir olíuleit á botni Tonkin- flóa. Að sögn hefur stjórnin í iSorður Vietnam fallizt á að þessi oliufélög fái hlutdeild i væntan- legri oliusölu. Norður-Vietnamar telja banda- risku stjórnina skuldbundna til að greiða bætur fyrir skemmdir af völdum loftárása. og að Bandarfk- in séu að rjúfa friðarsamningana með þvi að draga samninga um efnahagsmál á langinn. Þessu svara Bandarikjamenn á þá leið að styrjöldinni sé enn ekki lokið, og ekki sé unnt að semja um neina „eftirstriðsaðstoð" fyrr en hern- aðaraðgerðum sé hætt i Suður- Vietnam. Með vaxandi hernaðar- aðgerðum i Suður-Vietnam virðist ósennilegt að vænta megi nokk- urrar bandarískrar aðstoðar við Norður-Vietnam. Erindreki Norð- ur-Vietnam i Vientiane, höfuðborg Laos, sagði mér að svo til daglega væru bandariskar könnunarflug- vélar af gerðinni SR71 á flugi yfir landinu, „og við höfum ekki eld- flaugar til að granda þeim." Norður- Vietnam vildi helzt beina öllum kröftum sinum að uppbyggingunni, sagði Hoang Tung ritsjóri málgagns verkalýðs- flokksins mér, „en ef við leysum upp herinn, þá kemur Nixon." Norður-Vietnamar segja að þeir séu að heyja takmarkaða styrjöld i Suður-Vietnam i þeim tilgangi að halda herteknum landsvæðum. Kostnaðurinn við þær aðgerðir og uppbygginguna heima fyrir er gif- urlegur, segir Hoang Tung. „Við verðum að fara hægt i að byggja upp efnahaginn. En ef erfiðleik- arnir eiga eftir að aukast að nokkru ráði tekur það tugi ára að koma ástandinu i eðlilegt horf." TILLEIGU Ný glæsileg ibúð 4ra — 5 herb til leigu i Norðurbænum. Laus 1. marz n.k. Nánari upplýsingar hjá Guðjóni Steingrímssyni hrl., Linnetsstig 3, simar 52760 og 53033. ÍSLENDINGASAGNAÚTGÁFAN í 39 bindum til sölu. Sími 1 5255 eftir kl 17. ANTIKHÚSG ÖGN Til sölu glæsilegt buffet og stór skápur, hvortveggja mikið út- skorið. Einnig sófasett með út- skornum örmum og fótum Uppl. eftirkl. 1 7 i sima 1 5255. VÖRUBIFREIÐ óskast til kaups. Helzt Benz, Volvo eða Scania. Ekki eldri en 1966. Burðarþol ekki undir 8 tonnum Simi 16260 kl 9—5 og 43580. MATSVEIN OG HÁSETA vantar á m b Álftanes frá Grinda- vik. Upplýsingar í sima 92-81 77. SKAGASTRÖND — EINBÝLISHÚS Til sölu einbýlishús, hæð og kjall- ari. Á hæðinni eru 3 herb eldhús og bað Geymsla i kjallara Uppl. i sima 95-4626 e kl. 7 á kvöldin VERKAMENN VANTAR í byggingavinnu. Upplýsingar i sima 52595. ÍBÚÐ Á SELFOSSI EÐA HVERAGERÐI Ungt, reglusamt par með eitt barn óska eftir lítilli íbúð í Hveragerði eða Selfossi. Upplýsingar í síma 99-1 541. ÍSSKÁPUR ÓSKAST Litill isskápur óskast til kaups Simi 38720 TILSÖLU nýr Willys garðtætari. ásamt fylgi- hlutum Ma. tveimur sláttuvélum Upplýsingar í síma 40083 TILSÖLU Vörubill Treider, stærri gerð '63. með góðum stálpalli og Sindra sturtum Bíll i góðu standi Verð 300 þús Uppl i síma 24893 alla daga STÚDENTARM.A. 1964 Fundur verður haldinn í Leifsbúð á Hótel Loftleiðum föstud. 15. febrúar kl. 20 00 Mætið stundvislega Stjórnin. HAFNARFJÖRÐUR — NÁGRENNI Úrvals saltkjöt. Ódýrar rúllupylsur Saltað hrossakjöt. Bacon Ódýr ávaxtasulta Kjötkjallarinn, Vesturbraut 1 2 HAFNARFJÖRÐUR — NÁGRENNI Úrbeinað hangikjöt 495 kr kg Nautabuff-495 kr kg Hakk 295 kr. Úrvals unghænur. Kjötkjallarinn, Vesturbraut 1 2. BROTAMÁLMAR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. Nóatún 27, simi 25891 ÞORRAMAÐUR— VEIZLUMATUR Matarbúðin, Hafnarfirði, sér um þorramatinn í þorrablótin, 1 6 teg- undir innifaldar. Einnig köld borð og annan veizlumat Matarbúðin, Hafnarfirði S. 51186. VILTAKA Á LEIGU litið verzlunarhúsnæði. Tilboð með upplýsingum sendist afgr Mbl. f. hádegi 9. febr. merkt: „Fljótt — 3197". IHflRGFRLDRR mÖGULEIKR VOflR Til sölu MERCURY COMET 73 Ekinn 7 þús. km., 6 cyl. sjálfskiptur, m/vökvastýri, litur blár, casettu útvarp, negld snjódekk og sumardekk fylgja. Verð 685.000 - Uppl. í síma 14662 og 86894. Fullkomió ph'llips verkstæói Fagmenn sem hafa sérhæft sig í umsjá og eftirliti með Philips-tækjum sjá um allar viðgerðir, Breytum sjónvarpstækjum fyrir Keflavík. heimilistæki sf SÆTÚNI 8. SÍM1:1 3869. Ævlntýrahelmur húsmædra Kryddhusið í verzl. okkar i Aðalstræti 9. Dröfn Farestveit leiðbeinir um notkun hinna ýmsu kryddtenunda kl. 2-6 í dag. Verið velkomin. Mata rdeildin Aöalstræti 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.