Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1974 Félagsstarf Sjálfstœðisflokksins KEIMDALLUR SAMTÖK UNGRA SJÁLFST/ÍÐISMANNA í REYKJAVÍK STARFSHÓPUR UM SKIPULAGS- MÁL REYK JAVÍKURBORGAR, GALTAFELLI, LAUFÁSVEGI 56. FIMMTUDAG KL. 18.00. UMRÆÐUSTJÓRI KJARTAN G. KJARTANSSON. VIÐTALSTIMAR Á AKRANESI Alþingismennirnir Jón Árnason og Friðjón Þórðarson verða til viðtals I Sjálfstæðishúsinu við Heiðarbraut á Akranesi, sunnu- daginn 10. febrúar 1974 kl. 4—6 sídegis. HEIMDALLUR SAMTÖK UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVIK SKEMMTIKVÖLD Skemmtikvöld verður haldið i Miðbæ við Háaleitisbraut, norðurenda, föstudaginn 8 febrúar kl 20:30. DAVID BOWIE ÁVARP ÞJÓÐLÖG ÁRNI JOHNSEN GILBERT O. SULLIVAN FJÖLDASÖNGUR DANS DISKÓTEK DANS. ÓKEYPIS AÐGANGUR. Aldurstakmark fædd 1958. Skemrr.iinefndin. HEIMDALLUR SAMTÖK UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK Þorrafagnaður verður haldinn I kvöld fimmtudag 7. febrúar frá kl. -1 Ávarp: Markús Örn Antonsson, Happdrætti Fjöldasöngur Árni Johnsen. Da ns, BRIMKLÓ OG ANDREW Skemmtinefnd. KOFAVOGSBUAR - AASHATH) Árshátíð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður haldin í Skiphól (Hafnarfirði) föstudaginn 8. febrúar. Árshátíðin hefst kl. 19 með borðhaldi Fjölmennið. FRAMBOÐ TIL PROKJORS - SKILAFRESTUR Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna i Rvik minnir á að frestur til að skila framboðum til prófkjörs rennur út kl 17 00 föstudaginn 8. FEBRÚAR. Framboðum skal skila til skrifstofu fulltrúaráðsins að Galtafelli, Laufásvegi 46 Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Slarfshópur S.U.S. um sameinuóu hióölrnar og hlut ísiands I starfl delrra Þriðji fundur starfshópsins verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20.30 í Galtafelli við Laufásveg. Dr. Gunnar Thoroddsen prófessor ræðir um sögulegan aðdraganda að inngöngu Islands I SÞ, umræður um Island á Yalta-ráðstefnunni og á Alþingi 1945 og 1946. Stjórnandi hópsins er Guðmundur S. Alfreðs- son, stud. juris. S.U.S. VIÐTALSTÍMI Alþingismanna og borgarfulltrúa SjálfstæðisfloKksins i Reykjavik Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals á laugardögum frá kl. 14:00 til 16:00 i Galtafelli, Laufásvegi 46. Laugardaginn 9. febrúar verða til viðtals: Ragnhildur Helgad. alþingism., Markús Örn Antonsson. borgarf ulltrúi og Ólafur Jónsson, varaborgarfulltrúi. Útsala — Útsala Borgarhúsgögn auglýsa útsölu á áklæðum. 20—40% afsláttur. Úrvals húsgagnaáklæði. Borgarhusgögn (Hreyfilshúsinu) S. 85944 v/Grensásveg. ÁklæÓi — ÁklæÓi ---------------\ Smuróa brauóió frá okkur á veízluboróíó hjá yóur BRAUDBORG Njálsgötu 112 Símar 18680 16513 __________/ - Forleggjara- rolla Framhald af bls. 11 Stundum setti hann listamenn á laun, meira að segja léðt þeim vinnustofu, til þess að vinna tiltekið verk, og þegar því var lokið keypti hann pródúktið af örlæti sem synd væri að segja að ætti sér stoð í islenskri hefð. Síðan gat hann haft til að gefa verkin hverjum sem hafa vildi, stundum útí bláinn; ellegarþau týndust; sumum var stolið. Ánægja Ragnars var í því fólg- in að vita að myndirnar höfðu orðið til, og sumar mundu kanski halda áfram að vera til leingi, einhversstaðar. Bjart- sýni á andann og trú á list- gyðjunum gerir ekki alténd í blóð sitt, enda var Ragnar ekki í flokki þeirra listkaupmanna sem eru á höttunum eftir gróða af list. Fyrir mörgum árum vissi ég til að gert var merkilegt amrískt tilboð uppá hérumbil miljón krónur, sem var mikið þá, í mynd sem Ragnar átti eftir Kjarval, en hann kaus heldur að gefa hana aðilja hér á landi sem ekki hefur annars verið kendur við myndlist. Slík dæmi úr ferli Ragnars eru Iegió. Fólk úti bæ hefur legið Ragnari á hálsi fyrir hækur sem hann hef urgefið út fyrst og fremst til að lyfta höfundum í áliti þeirra sjálfra, þó þeir væru ekki sendibréfsfærir i þeim skilningi sem algeingir bónda- kallar voru á íslandi áður fyrri. Oft hefur hann haldið áfram árum saman að gefa út bækur eftir höfunda sem einginn vissi honum betur að voru óseljan- legir. Ég veit um mörg ritverk sem hann hefur gefið út til að gleðja höfundana, en aldrei selst eintak af upplaginu, Svona menn hefur Ragnar sér- staka ánægju af að gefa út og brosir athugasemdalaust, ef einhver afturréttingur fer að finna að því við hann. Þó eru líklega enn fleiri dæmi þess að hann liafi borgaðmönnum fúlg- ur fjár, en haldið sumum uppi um árabil. til að semja bók sem aldrei kom eða gera listaverk sem aldrei sá dags- ins ljós. Menn vita þess líka dæmi að Ragnar hafi greitt rausnarlega fyrir útgáfurétt að bókum sem auðsæilega voru til- valin stórsölurit, en gaf þau síð- an aldrei út heldur læsti hand- ritið niðnr, kanski af því eitt- hvað stóð í þeim sem gat móðgað konu fyrir norðan. Mætti mér segja að Ragnar ætti ekki óhnýsilegt safn slíkra rita óprentaðra i fórum sínum, — ef hann er þá ekki húinn að henda þeim. Ekki er að undra þó ýms- ir ferðalángar á listbrautinni hafi látið svo um mælt að við- skifti þeirra við Ragnar sé kanski mest undur i lífi þeirra; þau orð hef ég reyndar heyrt af munni heimsfrægra tónsnill- ínga, er hingað komu á vegum Ragnars, og til viðbo'tar, að leingi mætti leita að slikum manni i öðrum löndum. Sé litið yfir starfsferil Ragn- ars Jónssonar verður niðurstað- an einna líkust mynd af draumi skálda og listamanna um stofn- un i þjóðfélaginu sem hafi þær skyldur að sjá um að þeir sjálfir og snildarandinn hafi til hnífs og skeiðar meðan listaverk er að verða til. Það hefur aldrei komist inn í hausinn á íslend- íngum að list borgi sig. Ilinu er ekki að leyna að oft heyrist ságt útí bæ: „þakka skyldi honum Ragnari í Smára, manni sem hefur makarínfabrikku, þó hann geti keypt listaverk og hent þeim úti bláinn jafnóð- um.“ Þar er því til að svara, að ef leysa mætti fjárhagsvanda- mál hókmenta og lista með því að setja upp smjörlíkisverk- smiðju, væri líklega búið að greiða frammúr þeim málum í heiminum fyrir þó nokkru. k fHoraimfclaMfc '^mnRGFnLDRR I mnRKHflVÐRR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.