Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JUNI 1974 17 Leggja skæruliðar í Angóla niður vopn? Lissabon 20. júní AP—NTB STÆRSTA frelsishreyfingin f portúgölsku nýlendunni, Angóla er sögð hafa lýst þvf yfir, að hún ætli að láta af hernaði sfnum og hefja þess f stað þátttöku f lands- málum á friðsamlegan hátt lögum samkvæmt. Það var portúgalska fréttastofan Lusitania sem skýrði frá þessu f dag, og hafði fregnina eftir lftilli og lftt þekktri kaþólskri útvarpsstöð f Angola, „Luanda 74“. Hafði útvarpsstöðin rofið dagskrá sfna f gærkvöldi til að skýra frá þessu. Stjórnvöld f Lissabon tóku þessari fregn þvf með varkárni, og báru sumir brigður á sann- leiksgildi hennar. Embættismað- ur f portúgalska utanrfkisráðu- neytinu sagði, að ef fréttin væri rétt, þá tæki rfkisstjórn Portúgals öllum skrefum f friðarátt með fögnuði. Umrædd frelsishreyfing, Þjóð- hreyfinging fyrir frelsun Angola, er ein af fimm frelsishreyfingum í landinu. I frétt útvarpsstöðvar- innar sagði, að hreyfingin hygðist nú ætla að taka þátt í stjórnmál- um á eðlilegan hátt, vegna hinnar nýju stefnu portúgölsku ríkis- stjórnarinnar. Heima í Portúgal stendur enn verkfall starfsmanna símans, en leiðtogar þeirra hafa þó ákveðið að hefja á ný samningaviðræður. Ríkisstjórnin hefur lýst kröfur þeirra ósanngjarnar og andstæðar hagsmunum þjóðarinnar. Samband á ný milli A- og V-Þýzkalands Berlín, Bonn 20. júní. AP-NTB AUSTUR- og Vestur-Þýzkaland hófu í dag formlega stjórnmála- samskipti sín í milli í fyrsta skipti, síðan ríkin tvö risu úr rúst- um þriðja ríkis Adolf Hitlers eftir síðari heimsstyrjöldina. Staðfest- ing sendiherranna seinkaði um einn mánuð vegna Guilleaume- njósnamálsins, sem varð Willy Brandt að falli, og það var ekki fyrr en í dag, að sendiherrarnir Guenter Gaus frá Vestur-Þýzka- landi og Michael Kohl frá Austur- Þýzkalandi fengu gagnkvæma staðfestingu. Þá samþykkti vestur-þýzka þingið í dag samninginn um eðli- legt samband Vestur-Þýzkalands og Tékkóslóvakíu. Stjórnarand- staðan greiddi hins vegar atkvæði gegn samningnum. N-vietnömsku skipi var sökkt Saigon, 20. júní. AP. S-VIETNAMSKT herskip sökkti i dag, skammt undan strönd S-Viet- nams, 80 tonna landgöngu- pramma frá N-Vietnam, hlöðnum vopnum og skotfærum. Er þetta fyrsta n-vietnamska skipið, sem S-Vietnamar sökkva, frá þvi friðarsamningarnir um Vietnam tóku gildi fyrir u.þ.b. 17 mánuð- um, eða í janúarlok 1973. Gerðist þetta tæpa 30 metra frá strönd- inni, undan Cua Viet, rétt við hlutlausa beltið. Þar var áður s- vietnömsk flotastöð en hún féll i hendur N-Vietnama daginn, sem vopnahléð gekk i gildi. S-vietnömsk yfirvöld hafa áður sagt frá hergagnaflutningum til staða í höndum N-Vietnama rétt við hlutlausa beltið, m.a. kín- verskum og a-þýzkum skipum, en ekki hefur verið ráðizt á slík skip fyrr. Og hér eru nokkrir af ráðherrunum við opnunarathöfn fundarins. F.v. Henry Kissinger, Bandarfkjunum, Mario Soares, Portúgal, Eugéne Schaus, Luxembourg, Spyros Tetenes, Grikklandi og Ove Guldberg, Danmörku. Hér sjást tveir af utanrfkisráðherrum Atlantshafsbandalagslandanna við komuna til Ottawa s.l. mánudag. Til vinstri er James Callaghan, utanrfkisráðherra Bretlands, og til hægri Einar Ágústsson, utanrfkis- ráðherra tslands. FELLUR RÍKIS- STJÓRNWILSONS? greiða skuli verkalýðsfélögunum greidda skatta. Var frumvarpið fellt með 308 atkvæðum thalds- flokksins. Frjálslynda flokksins, Skozkra þjóðernissinna o.fl. gegn 299 atkvæðum Verkamanna- flokksins. Þetta leiddi til þess, að stjórnarandstaðan krafðist nýrra kosninga þegar f stað, og mun Harold Wilson nú einnig vera undir þrýstingi frá sfnum eigin ráðherrum um að boða til kosn- inga. Ekki er þó talið að úr þvf verði fyrr en f haust. Er talið, að atkvæðagreiðslan í neðri málstofunni í gærkvöldi boði nýja atlögu stjórnarandstöð- unnar gegn rfkisstjórn Wilsons. Henni var haldið áfram í dag, þegar stjórnarandstöðuflokkarnir með Edward Heath, leiðtoga íhaldsmanna í broddi fylkingar, réðst harkalega á stefnu stjórnar- innar í atvinnumálum og áform hennar um þjóðnýtingu fyrir- tækja. London 20. júniNTB. LtKUR bentu til f dag, að boðað yrði til nýrra þingkosninga f Bret- landi f haust, eftir að minnihluta- stjórn Verkamannaflokksins und- ir forsæti Harold Wilsons beið sinn mesta pólitfska ósigur á f jög- urra mánaða valdaferli sfnum. Það var f gærkvöldi sem stjórnar- andstaðan felldi á þinginu frum- varp stjórnarinnar um að endur- Wilson riðar til falls. Kaupmannahöfn, 20. júniNTB SAKSÖKNARI danska rfkis- ins f fjársvikamálum lagði f dag fyrir borgarréttinn í Kaupmannahöfn ákæruskjal f máli þingmannsins Mogens Glistrups. Þau eru upp á 143 blaðsfður. Undirbúningur fundarins í Brússel hafinn Ottawa, París, 20. júní AP-NTB □ EFTIR hinn velheppnaða ráð- herrafund aðildarlanda Atlants- hafsbandalagsins f Ottawa, sem lauk f gær, eru NATO-löndin nú að undirbúa toppfundinn f Briissel á miðvikudag f næstu viku, en á þeim fundi mun Nixon Bandarfkjaforseti gera evrópsk- um starfsbræðrum sfnum grein fyrir fyrirhugaðri ferð sinni til Sovétrfkjanna. Einnig munu lcið- togarnir 15, sem fundinn sækja, undirrita Atlantshafssáttmálann, sem samþykktur var f Ottawa. Eins og frá hefur verið skýrt, mun Valery Giscard d’Estaing, forseti Frakklands, ekki mæta f Brússel, og heimiidir f Parfs hermdu f dag, að ástæðan væri sú, að hann hefði áður verið búinn að ráðstafa sér þennan sama dag til viðræðna við íranskeisara. Q] Henry Kissinger, utanrfkisráð- herra Bandarfkjanna, sagði á blaðamannafundi við lok Ottawa- fundarins, að viðræðurnar þar hefðu verið mjög gagnlegar og uppbyggilegar. I sama streng tóku aðrir ráðherrar, þ. á m. Jean Sauvargnargues, utanrfkisráð- herra Frakklands. Auk Atlantshafssáttmálans var öryggismálaráðstefna Evrópu helzta umræðuefni Ottawafund- arins, og í lokayfirlýsingunni segir, að mál þar þróist „misjafn- lega“. „Enn er miklu starfi ólokið, t.d. í lykilmálum eins og bættum mannlegum samskiptum og greið- ari upplýsingamiðlunum, svo og uppbyggingu gagnkvæms trausts". Voru ráðherrarnir sam- mála um að halda viðræðunum f Genf áfram með þolinmæði og ákveðni. Látin voru f ljós nokkur vonbrigði með stífni Sovétríkj- anna í þessum efnum. Utanríkisráðherrar Grikklands og Tyrklands áttu í gær með sér fund í Ottawa til þess að reifa þau vandamál, sem upp hafa komið í sambúð þessara tveggja banda- lagsþjóða, þ.e. vegna kannana á olíuvinnslu í Eyjahafi, svo og hins eilífa Kýpurvandamáls. Lýstu ráðherrarnir því yfir að fund- inum loknum, að þeir væntu þess, að hann leiddi til „áþreifanlegs árangurs”. Forsætisráðherra Pakistans, Bhutto fer til Bangladesh Islamabad, Pakistan, 20. júní AP. FRÁ ÞVl var skýrt f Islamabad f dag, að Zulfikar Ali Bhutto, for- sætisráðherra Pakistans, mundi fara f þriggja daga opinbera heimsókn til Bangladesh 27. júnf nk„ en Bangladesh var, sem kunn ugt er, áður fyrr hluti Pakistans og jafnan kallað Austur-Pakistan. Þar háðu Indverjar og Pakistanar styrjöld árið 1971, sem lyktaði með þvf, að landið varð sjálfstætt. Markar þessi heimsókn Bhuttos tfmamót f samskiptum rfkjanna og er ætlað að verða tákn þess, að sættir hafi tekizt milli þeirra, eða eins og starfsmaður pakistanska utanrfkisráðuneytisins sagði: „Þetta er mikilvægt og stórt skref á vegi sátta, friðar og vináttu rfkjanna". Mujibur Rahman fursti, for- sætisráðherra Bangladesh, bauð Bhutto f þessa heimsókn, þegar hann var í Lahore í Pakistan í febrúar sl. og tók þátt í ráðstefnu leiðtoga 37 ríkja múhameðstrúar- manna. Búizt er við, að tekið verði upp eðlilegt stjórnmálasamband milli Bangladesh og Pakistan meðan á heimsókn Bhuttos stendur. 1 för rneð honum verður fjölmenn sendinefnd, þingmanna, embættismanna og blaðamanna, og hefur stjórn Indlands veitt leyfi til þess að flugvélar for- setans fljúgi yfir Indland. Flug pakistanskra flugvéla yfir indverskt land hefur verið bann- að frá því í febrúar 1971. Samskipti Pakistans og Bangladesh hafa smám saman verið að taka á sig eðlilegt form. Fyrsta skrefið í þá átt eftir styrjöldina var, að Bhutto lét Mujibur Rahman lausan úr fangelsi í Pakistan, þar sem hann var í haldi meðan barizt var í austurhlutanum. Síðan kom að því, að Bhutto viðurkenndi sjálf- stæði Bangladesh og stjórn Bangladesh ákvað að hætta við að draga 195 pakistanska fanga fyrir rétt og saka þá um stríðsglæpi eins og til stóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.