Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JUNI 1974 29 fclk f fréttum Panov-hjónin kom- in til ísraels Sovézki ballettdansarinn Valery Panov og Galina kona hans eru nú komin til Tel Aviv í Israel og ætla að setjast þar að. Þau hafa oft verið í fréttum sfðustu tvö árin, en þá sóttu þau hjón um leyfi til að flytjast til tsraels og voru beitt ýmsum refsiaðgerðum fyrir vikið. Panov sagði við komuna til tsraels, að fögnuður þeirra væri að sjálfsögðu mikill og þau myndu eiga fasta bólsetu í tsrael, en hann vonaðist til að geta ferðazt um og sýnt dans víðar í heiminum. Hann sagðist þó þurfa að þjálfa sig upp að nýju og kona hans líka, en þau voru bæði rekin úr starfi fyrir tveimur árum og hafa ekki fengið tækifærit til að koma fram opinberlega. Valery Panov er af Gyð- ingaættum, en kona hans ekki. Það breytir því þó ekki, að bæði fá fullan ríkisborgararétt í ísrael. Myndin sýnir Valery og Galina Panov við brottförina frá Sovétríkjunum. MARGIR minnast þess, þegar söngkvartettinn Delta Rhythm Boys kom hingað í tvígang að minnsta kosti fyrir um áratug. Nýjasti félaginn í kvartettinum var þá tenórinn Herb Coleman, sem tók við af Carl Jones árið 1961. Um síðustu helgi var kvart- ettinn staddur í frönsku bað- strandarborginni Cannes við Miðjarðarhafið. Brugðu þeir félagar sér þá í Palm Beach spilavítið til að freista gæfunn- ar. Þegar þeir fóru þaðan áleið- is heim á gististað, mætti þeim drukkinn Frakki á götunni, sem var að dunda sér við „rússneska rúlettu". Sá leikur er í því fólginn að setja eitt skot í sex skota skammbyssu, snúa hjólinu nokkra hringi, miða byssunni á höfuðið og hleypa af. Möguleikarnir gegn því að skjóta sig eru 5 á móti 1. Maðurinn hafði reynt þetta nokkrum sinnum, þegar Herb Coleman gekk til hans og ætlaði að fá hann til að hætta við þennan hættulega leik. Mann- inum ltkaði ekki þessi afskipta- semi, miðaði byssunni á Herb og hleypti af. í þ'etta sinn hljóp skotið úr byssunni og Herb lézt samstundis. Drukkni maðurinn, sem er 29 ára, var handtekinn og bíður dóms. lÍIÉf ni Christina Svíaprinsessa gekk i hjónaband um sl. helgi og heitir nú Christ- ina Magnusson. Hún hef- ur verið orðuð við Tord þennan Magnusson árum saman og eru landar hennar ósköp fegnir að þau hafa nú náð saman fyrir augliti guðs og manna. Prinsessan gaf þá yfirlýsingu á blaða- mannafundi skömmu fyr- ir brúðkaupið, að hana langaði til að eiga barn sem allra fyrst og þótti það fyrirsagnarefni blaða í Skandinaviu. Brúðkaupið fór ágæta vel fram, fréttir herma að hún hafi verið í kjól úr þykku hvítu silki og snið- ið ekki ósvipað og bezt gerðist upp úr 1930. Brúðarslörið hefur verið í fjölskyldunni síðustu sjötíu ár og skartgrip bar hún sem móðir hennar átti, mikið gersemi. Mik- ill fjöldi kóngafólks var við athöfnina og brúðar- gjafir hafa streymt hvaðanæva að bæði frá tignum ættingjum og al- múgafólki, sem hefur viljað gleðja prinsessu sína. Utvarp Reykjavlk FÖSTUDAGLR 21. júní 7.00 IVlorgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sverr- ir Hólmarsson heldur áfram sögunni „Krummunum" eftir Thöger Birke- land (4). Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Isaac Stern og Fflharmónfusveitin f New York leika Fiðlukonsert eftir Alban Berg/Janet Baker syngur „Þrjá söngva Bilits“ eftir Debussy“Fflharmónfu- sveitin f Bruno leikur „Dansa frá Lasské“ eftir Leos Jánacék. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Sfðdegissagan: (Ir endurminn- ingum Mannerheims Sveinn Asgeirsson les þýðingu sfna (2). 15.00 Miðdegistónleikar: Frá sænska út- varpinu Sinfónfuhljómsveit sænska útvarpsins leikur; Stjórnandi: Sten Frykberg. Einleikari: Grete Erikson. a. „Sinfónia Piccola“ eftir Kurt Atter- ber. b. „Sonata per pianoforte“ eftir Ingvar Lidholm. c. „Þjóðdansar frá Rúmenfu“ eftir Béla Bartók. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veður- fregnir. 16.00 Popphornið 17.10 Tónleikar. 17.30 t Norður-Amerfku austanverðri Þóroddur Guðmundsson skáld flytur ferðaþætti (8). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsíns. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Spurt og svarað Guðrún Guðlaugsdóttir leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Frá tónleikum f Selfosskirkju 26. aprfl Italski orgelsnillingurinn Fernando Germani leikur verk eftir Johann Sebastian Bach. a. Tokkata og fúga (dorfsk) b. „Schmúcke Dich, o liebe Seele“, sálmaforleikur. c. Sónata nr. 5 f C-dúr. d. Tokkata, adagio og fúga f C-dúr. 21.05 Búnaðarþáttur: (Jr heimahögum Sigurður Snorrason bóndi á Gilsbakka f Borgarfirði segir frá f viðtali við Gfsla Kristjánsson ritstjóra. 21.30 (Itvarpssagan: Gatsby hinn mikli" eftir Francis Scott Fitzgerald Atli Magnússon les þýðingu sfna (6). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Frá listahátfð: Tónleikar Sinfónfuhljómsveitar ls- lands f Laugardalshöll fyrr um kvöld- ið. Hljómsveitarstjóri: Vladimfr Asjken- azy Einsöngvari: Renata Tebaldi a. Sinfónfa nr. 8 í G-dúr op. 88 eftir Antonfn Dvorák. b. Arfur eftir Sarti, Mozart, Mascagni og Puccini. c. „Rómeó og Júlfa“, forleikur eftir Tsjafkovský. 23.40 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. A skjánum FÖSTLDAGLR 21. júnf 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Lögregluforinginn Þýskur sakamálamyndaflokkur. Hvermyrti frú Klett? Þýðandi Brfet Héðinsdóttir. 21.25 Atökin á Norður-trlandi LALGARDAGLR 22. J(JNl 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sverrir Hólmarsson heldur áfram lestri sögunnar „Krummanna" eftir Thöger Birkeland (5). Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. óskalög sjúklinga kl. 10.25: Borghild- ur Thors kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.30 Pfanótónleikar Martin Jones leikur píanóverk eftir Szymanowski. 14.00 Vikan.semvar Páll Heiðar Jónsson sér um þátt með ýmsu efni. 15.00 tslandsmótið í knattspyrnu; fyrsta deild Jón Asgeirsson lýsir frá Keflavfk, sfðari hálfleik af leik tBK og Vals. 15.45 Á ferðinni ökumaður Árni Þór Eymundsson. (Fréttir kl. 16.00. Veðurfregnir kl. 16.15) 16.30 Horft um öxl og fram á við Gfsli Helgason fjallar um útvarpsdag- skrá sfðustu viku og hinnar komandi 17.30 Framhaldsleikrit barna og ungl- inga: „Heilbrigð sál f hraustum Ifkama" eft- ir Þóri S. Guðbersson Fyrsti þáttur. Leikstjóri: Gfslí Alfreðsson. Persónur og leikendur: Sögumaður. . . Knútur R. Magnús- son/Frú Agústa. . . Bryndfs Péturs- dóttir/Frú Lára. . . Auður Guðmunds- dóttir/Gunnar faðir f fermingar- veizlu. . . Þorgrfmur Einarsson/Jón, faðir í fermingarveizlu. . . Guðjón Ingi Sigurðsson/unglingur f sam- kvæmi:. . . PáU. . . Gfsli Rúnar Jóns- son/Hildur. . . Helga Thor- berg/Jóna. . . Edda Björg\insdótt- ir/Mamman. . . Brfet Héðinsdótt- ir/Pabbinn. . . Klemenz Jónsson/dótt- ir þeirra. . . Dóra Sigurðardóttir/sjó- menn: Sveínn. . . Flosi Ólafs- son/Helgi. . . Hákon Waage/Þröstur. . . Randver Þorláks- son/Spekingurinn. . . Jón Júlfus- son/Svandfs. . . Anna Kristfn Arn- grfmsdótir/Jóhannes. . . Sigurður Skúlason/Kennarinn. . . Sigurður Hallmarsson. 18.00 Söngvar f léttum dúr. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Loftsteinn — eða hvað? Þorbjörn Sigurðsson flytur erindi eftir Ragnar Þorsteinsson kennara. 20.00 Frá hollenzka útvarpinu Hollenzka promenade-hljómsveitin leikur verk eftir Glinka, Arenski, de Falla, Turina og Chabrier. Cor de Groot leikur á pfanó; Paui Hupperts stjórnar. 20.30 Frá Vestur-tslendingum Ævar R. Kvaran flytur fyrsta þátt sinn með frásögum og lestri úr bókmennt- um. Auk inngangserindis les hann f þetta sinn samásögu eftir Jóhannes P. Pálsson: „Allir vegir færir". 21.15 Hljómplöturabb Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. * Sfðari hluti. Mótmælendur f Belfast Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. t þessum hluta myndarinnar eru vandamálin skoðuð frá sjónarhóli mót- mælenda og rætt við nokkra þeirra um ástandið og leiðir til úrbóta. 21.50 Iþróttir Knattspyrnumyndir og fþróttafréttír. Lmsjónarmaður ómar Ragnarsson. Dagskrárlok óákveðin fclk f fjölmiélum Morð á dagskrá Lögregluforinginn þýzki fær enn eitt morðmáiið til að kljást við f kvöld, en morð og hvers- konar ðhugnaður virðist vera með allra vinsælasta efni f sjónvarpi. Þessi nýi framhaldsmynda- flokkur virðist hvorki vera betri né verri en aðrir slfkir þættir, sem bornir hafa verið á borð fyrir „blððþyrsta“ áhorf- endur, en slíkir þættir hafa fátt annað sér tif ágætis en að geta haldið athygli áhorfenda þann tíma, sem sýningin stendur. Sú spurning verður alláleitin þegar glæpaserfur hafa verið fast efni f sjðnvarpinu um margra ára skeið, hvort ekki sé hægt að finna eitthvað geð- felldara til að skemmta sjðn- varpsnotendum með á sfðkvöld- um, en kannski getum við f bili ályktað sem svo, að boðskapur- inn felist f þvf, að vftin séu til að varast þau, eða hvað?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.