Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JUNl 1974 27 Þórir Kjartansson lögfrœðingur - Mitming F. 6 júnl 1909 D. 12. júní 1974 Þegar ég nú kveð látinn tengda- föður, sækja á minningar um liðna tíma — þau 24 ár frá þvf er við kynntumst. Ég minnist heimilisins að Lauf- ásvegi 3, þar sem Þórir ólst upp og einnig áranna að Bræðra- borgarstíg 1, þar sem við hjónin bjuggum um árabil. Bæði þessi heimili voru rómuð fyrir gestrisni og glæsibrag af öllum, sem til þekktu. Ég minnist sumardag- anna við Sogið, þar sem Þórir átti margar ánægjustundir I hópi vina og ættingja. Ég minnist heim- sókna Þóris og Steinu til okkar, — bæði í Danmörku og í Svfþjóð. Ég minnist drengsins góða, sem f öllu var okkur hinum fordæmi i dag- legu lífi — hreinlyndur, sann- gjarn og einlægur. Hann var fæddur 6. júní 1909 hér í Reykjavík, sonur Kjartans Konráðssonar og Magnþóru Magnúsdóttur, sem síðar átti Guð- mund Guðmundsson stórkaup- mann. Að loknu stúdentsprófi hóf hann lögfræðinám og lauk því ár- ið 1934. Sama ár hóf hann svo starfsferil sinn við Landsbanka Islands, lengst af sem fulltrúi, og átti að baki 40 ára starf við þá stofnun, er hann lézt þann 12. júní s.l., 65 ára gamall. Einnig tók hann virkan þátt í félagsmálum, bæði sem leikmaður i Knatt- spyrnufélaginu Víkingi, og sfðar sem félagi í Oddfellowreglunni. Árið 1934 kvæntist hann Stein- unni^jfeinsdóttur, sem nú kveður góðan eiginmann og þakkar öll hjúskaparárin, sem hvergi ber skugga á. Eignuðust þau 3 dætur, — Steingerði, Magnþóru og Sveindísi, sem allar eru upp- komnar. Þegar við nú horfum til baka til áranna með Steinu og Þóri, minn- umst við samheldni þeirra og vin- semdar við alla er að garði bar — og þeir voru margir. Við minn- umst heimilisins, sem af öllu bar sakir glaðværðar og góðvildar, sem þekkt var vfða vegu. Við minnumst Sveins heitins Hjartarsonar og Steinunnar, sem áttu sinn þátt í að móta heimilið að Bræðraborgarstig 1, sem síðar varð okkur hinum, sem yngri voru, til fyrirmyndar. Loks minnumst við sjúkdómsár- anna — 10 langra ára, sem smám saman mótuðu heimilisföðurinn, en buguðu hann ekki, unz yfir lauk. Þórir Kjartansson var hvers manns hugljúfi, sem aldrei mátti vamm sitt vita, og var öllum svo sem hann vildi að þeir yrðu sér. Sjúkdóm sinn bar hann af þeirri karlmennsku og hugprýði, sem honum var gefin í veganesti ungum og mun veróa okkur, sem syrgja hann, hugljúf minning um góðan dreng. Hvíl í friði. J.Þ.H. Utför hans fer fram frá Dóm- kirkjunni i dag. Magnús Þórir Kjartansson fæddist í Reykjavík. Foreldrar hans voru Magnþóra Magnúsd. og Kjartan Konráðsson, sem flest eldra fólk hér f borg man vel. Þór- ir ólst upp á heimili móður sinn- ar og foreldra hennar, Þóru og Magnúsar að Laufásvegi 3. Var það heimili rómað fyrir gestrisni og myndarskap. Ég læt mér færari menn að greina nánar frá ætterni þeirra og hins látna. Þórir brautskráðist frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1928, lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1933, starfaði á skrifstofu Gunnars E. Benediktssonar hrl., þar til hann réðist starfsmaður Landsbankans og starfaði þar meðan heilsa og kraftur entust. “4. marz 1934 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Steinunni Sveinsdóttur, kjördótt- ur Steinunnar Sigurðardóttur og Sveins M. Hjartarsonar bakara- meistara, Bræðraborgarstíg 1. Vígslan fór fram í Dómkirkjunni að viðstöddu fjölmenni. Veizla var síðan í Oddfellowhúsinu og minnist ég varla að hafa séð samankomin fleiri afa, ömmur, systkini og frændlið, ásamt vinum og kunningjum. Margar ræður voru fluttar, skemmtilegar og góðar, en bezt man ég þó, þegar Þórir þakkaði tengdaforeldrum sínum fyrir að treysta honum fyrir fallegri og góðri einkadótt- Þórir og Steina bjuggu fyrst á Freyjugötu, en fluttu fljótt aftur i vesturbæinn, að Sólvallagötu, og síðan á Bræðraborgarstig 1, i hús foreldra hennar. Og mér er kunn- ugt, að Þórir var tengdaforeldr- um sínum kær. Steina og Þórir eiga þrjár dæt- ur, Steingerði, Magnþóru og Sveindísi, sem allar fengu gott uppeldi og menntun eftir þvi, sem hugur þeirra stóð til. Þær giftust allar ágætismönnum og eru allar mestu myndarkonur. Barnabörn- in eru tíu og eitt barnabarnabarn, yndisleg i alla staði. Svein, son Magnþóru, hafa þau alið upp sem sinn son, og hefur hann verið afa sínum og ömmu, sérstakur á allan hátt. Þórir og Steina dvöldu mörg sumur í sumarbústað við Ljósa- foss með dætur sínar. Þar var oft margt um manninn og öllum tekið með kostum og kynjum. Þar átti maður margar ógleymanlegar stundir. Ekki get ég minnzt Þóris svo að ég geti ekki um þá sérstöku ást og virðingu, sem hann bar ávallt til móður sinnar og gagnkvæmt. Mjög var gott á milli Magnþóru og Steinu og dáði hún mannkosti tengdadóttur sinnar að verðleik- um. Sagt er, að við fullorðna fólkið tölum mest um þá gömlu góðu daga, þegar við vorum ung, og allt hafi þá verið betra og skemmti- legra i alla staði. Við höfðum meira athafnasvæði til leikja, þá Jónína Guðrún Steins- dóttir — Minningarorð Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll, segir skáldið Steinn Steinarr í yndisfögru kvæði. Við, sem erum farin að reskjast, vitnum sömuleiðis oft til þess, að mold ættlandsins kalli alla til sín I fyllingu tímans. Þannig er leið okkar allra og alls, sem lífsanda dregur. Allt að einu getur varla farið hjá því, að manni finnist líkt og gripið um kverkar sér, þegar dauðinn tekur suma þá, sem orðið hafa manni samtíða á löngu eða skömmu skeiði ævinnar. Vera má, að þeim, sem er enn ofar moldu, hafi fyrst orðið það ljóst, er dauðinn reið í garð, hversu vandabundinn hann hafði verið þeim, sem nú hafði kvatt veröldina. Hinn 16. júni sl. andaðist tengdamóðir mín, Jónina Guðrún Steinsdóttir, Vesturvallagötu 3 i Reykjavík, f. 17. apríl 1902. Að henni stóðu bændakynkvíslir í allar áttir. Foreldrar hennar voru Steinn Jónsson bóndi í Miklholti í Biskupstungum, síðar á Skúfslæk í Flóa, og Ingunn Þorkelsdóttir bónda á Sólheimum í Ytrihrepp Guðmundssonar. Tvær kjarnmikl- ar Árnesingaættir, enda átti tengdamóðir min sér ævinlega fastar rætur austur þar. Margt týnist í ölduróti áranna. Samt man ég það ofurvel, það var einn sunnudag fyrir meira en tuttugu árum, að ég hitti þessa svipheiðu konu í fyrsta sinn. Það varð már líkt og norðlenzkur sól- skinsdagur með fjallbláma og heiðríkju. Handtak hennar var óðara við fyrstu kynni eins og hlýr Jónsmessuandvari og svo voru töfrar hennar ætíð miklir, að löngum síðan held ég allt gott, sem runnið er upp á Vesturvalla- götunni. Höfundur lífsins gerir alla vel úr garði á einn eða annan veg. Jónina Guðrún bar nokkra þá kosti með sér, sem fágætir eru og framar öllu hugljúfir. Hún var góð kona, óáleitin við aðra og holl- vinur þeirra, sem lítið eiga undir sér. Þegar ég lít yfir þá áratugi, sem okkar leiðir lágu saman, get ég ekki annað sagt en hún hafi átt sammerkt í þeirri grein við marga þá skörunga, sem sagt er frá í íslendingasögum, að vera um- fram allt drengur góður. Hún var tápmikil kona og stórvel gefin á marga lund. Henni var alla tíð áskapað að taka hverju því, sem að höndum bar, með fullkomnu æðruleysi. Hversu heitt sem hjartað var, gætti hún þess að halda höfðinu köldu. Hún kunni mætavel skil á þeim sannindum, að hrakyrði spilla hugsun og brjála dómgreind. Ung giftist hún Þórði Eirfks- syni frá Utey í Laugardal. Hún unni honum mikið og svo hann henni. Ekki efast ég um, að hún var manni sínum jafnan hollvætt- ur, sem stóð við hlið hans í blíðu og stríðu. Niðjar þeirra eru átta, tvær dætur og sex dótturbörn. Dæturnar Unnur og Eiríka Kristin eru I senn föngulegar og miklar atgerviskonur, svo trúar i öllu dagfari, að af ber. Barna- börnin urðu stolt hennar og gleði I ellinni og hún var ekki spör á gullin sín við þau. Margt er hvikult á jarðarkringl- unni, vinnirðu einn, þá týnirðu hinum, stendur þar. Mér býður í grun, að breytni mín hafi ekki ævinlega verið við skap tengda- móður minnar. Tengdasonurinn var lengst af ekki við eina fjöl felldur og um skeið iitill hófs- maður í háttum. Fyrir þvi mun alveg óhætt að reiða sig á, að þessari hóglátu konu hafi ekki einlægt fallið rasandi ráð sliks angurgapa. Hvað sem um það er, þá er hitt að minnsta kosti hand- víst, og mér þykir furðulegt, undursamlegt, að aldrei mælti hún eitt styggðaryrði I minn garð né var mér nokkru sinni ógóð. Einhvern veginn get ég illa losn- að undan þeirri hugsun, að sá, sem eitt sinn hafi unnið trúnað hennar, átti hann óskiptan alla stund upp frá því. En nú, þegar hún er ekki lengur á meðal okkar, sem eftir lifum og áfram höldum, sé ég framar öllu eftir þvi, að ég kom mér aldrei til þess að segja Framhald á bls. 35 þurfti ekki að tala um græna bylt- ingu, túnin voru viða og þekktum við vesturbæingar þá eðlilega bezt það, sem næst okkur var, svo sem Geirstún og Thorsteinssons- túnið, þar sem við spiluðum krocket, fórum í boltaleik og eitt par fram og alls konar leiki. Við Þórir ræddum oft saman, bæði um ást og pólitík, og vorum þá ekki alltaf sammála, sérstak- lega ekki í stjórnmálum. Ræddum við fram og aftur, sérstaklega fyrir kosningar, um þá sem í framboði voru, og sannarlega sýndist sitt hvoru um það fólk, sem þar var i það og það skiptið. En auðvitað fylgdum við sama flokknum, sennilega frá þvi að við höfðum leyfi til að kjósa. Ekki minnist ég þess, að við höfum nokkurn tima rætt eilífðarmálin, en sannfærð er ég um, að hann var trúaður innst inni, þó hann flíkaði þvi ekki. Þetta eru aðeins nokkur kveðjuorð um kæran vin, sem var okkur hjónum trölltryggur frá fyrstu kynnum og þar til yfir lauk. Við sendum systrum hans. fóstursystur og öllum vanda- mönnum innilegar samúðarkveðj- ur við fráfall hans. Þér, elsku Steina og börnum ykkar, biðjum við blessunar guðs. Þú hefur verið þínum góða eigin- manni sannkallaður gimsteinn alla tið og þá ekki sízt, þegar hann þurfti mest á umhyggju að halda i hinni löngu og ströngu sjúkdóms- legu. Þóri biðjum við guðs bless- unar á sálarlifsins brautum; hitt- umst bráðum. Asta Björnsdóttir. Blómaföndur Námskeiö í blómaskreytingu. Ir.nritun í síma 83070. Utboð Vestmannaeyjakaupstaður óskar eftir tilboði í tilbúið íþróttahús og sundhöll í Vestmannaeyj- um. Iþróttasalurinn er 22x44m., sundlaugarkerfið er 1lX25m. og heildargólfflötur byggingar- innar er um 4000 fm. Útboðsgögn verða afhent frá og með fimmtu- deginum 20. júní 1974 á Verkfraeðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen s.f., Ármúla 4, Reykjavík og á skrifstofu bæjartæknifræðings í Vest- mannaeyjum gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð í skrifstofu bæjartækni- fræðings í Vestmannaeyjum 1. ágúst 1 974 kl. 14.00. Basjartæknifræðingurinn í Vestmannaeyjum. ó VatmMsiíii'ð óskar eftir starfsfólki i eftirtalin störf: Hvammstangi Umboðsmaður óskast strax. Upplýsingar hjá Karli Sigurgeirssyni í síma 1350 og hjá afgreiðslunni í síma 1 0100. Innri-Njarðvík Umboðsmaður óskast til að snnast dreifingu og inn- heimtu fyrjr Mbl. Uppl. hjá umboðsmanni. Sími 6057 og hjá afgreiðslumanni í Reykjavík. Sími 10100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.