Morgunblaðið - 03.08.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.08.1974, Blaðsíða 1
24 SÍÐUR 139. tbl. 61. árg. LAUGARDAGUR 3. ÁGtJST 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Þessa litmynd af þjóðhátfð á Þingvöllum tók ól. K. M. ljósmyndari Morgunblaðsins sl. sunnudag. Sjá einnig á bls.13 r*t '- * • Bandaríkin á móti vinnuskjalinu Caracas, 2. ágúst — AP. NTB. FULLTRÍJI Bandaríkjanna á hafréttarráðstefnunni i Cara- cas lýsti því yfir á mánudag, að Bandarikin gætu ekki fallizt á vinnuskjalið, sem ísland og átta önnur ríki lögðu fram í síðustu viku í þeirri von, að það gæti sameinað þátttökuríkin um ályktun i lok ráðstefnunnar. I skjalinu er lagt til, að efna- hagslögsaga strandrikja verði ekki meiri en 200 mílur. Bandaríski fulltrúinn kvað ástæðuna fyrir andstöðu sinni vera þá, að í skjalinu væri hvergi minnzt á siglingar her- skipa um sund, sem talizt hafa til alþjóða siglingarleiða. Sagði hann, að frjálsar siglingar her- skipa hefðu verið baráttumál Bandaríkjamanna á ráðstefn- unni. Enn barizt á Kýpur Nikosíu, 2. ágúst — AP. BARDAGAR brutust út á norðvesturhluta Kýpur á föstudag og tyrkneskar hersveitir sóttu stöðugt fram þrem dögum eftir að vopnahléssamkomulag var gert í Genf. Tyrkir réðust inn í fjög- ur þorp gríska þjóðarbrots- ins og skutu á síðustu varð- stöð Grikkja á tindi Kypar- issovounofjalls, en það gnæfir yfir þorpin fjögur og má frá því fylgjast með allri Kyreniuströnd. Virð- ast Tyrkir stefna að því að ná fjallinu og þar með allri norðvesturströndinni, þar sem meginhluti tyrkneska herliðsins er. í fréttum frá Ankara segir, að tyrkneska stjórn- in ætli að kalla heim i.... rásarlið sitt á Kýpur, en senda nýja hermenn í stað- inn og bendir það til þess, að þeir ætli að halda þvi landsvæði, sem þeir hafa lagt undir sig. Er hér um að ræða 500 ferkilómetra stórt svæði á milli Nikosíu og norðurstrandarinnar og 40 km meðfram ströndinni beggja vegna Kýreniu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.