Morgunblaðið - 03.08.1974, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.08.1974, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. AGUST 1974 9 „Watergate málið óx upp umhverfís forsetann” Rætt við Rogers Morton innan- ríkisráðherra Bandaríkjanna Fulltrúi Bandarfkjanna á þjóðhátfðinni á Þingvöllum var Rogers C.B. Morton innanrfkis- ráðherra og var þetta f fyrsta sinn, sem hann og kona hans komu til landsins. Morton hef- ur langan stjórnmálaferil að baki, en hann starfaði að við- skiptum, áður en hann sneri sér að stiórnmálum. Morton sat f fulltrúadeild Bandarfkja- þlngs á umbotatfmabili, 1962— 70, þegar ýmsir stormar léku um bandarfskt þjóðlff eftir morðið á Kennedy forseta, og kynþáttaóeirðir og Vietnam strfðið klauf þjóðina f and- stæðar fylkingar. 1970 varð Morton formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, sem er mikil áhrifa- og ábyrgðarstaða innan flokksins. Þvf starfi gegnir nú George Bush, sem áður var sendiherra lands sfns hjá Sameinuðu þjóðunum. Mbl. ræddi við Morton á með- an hann dvaldi hér og var í samtalinu komið víða við. Und- ir ráðuneyti hans heyra fjöl- mörg mál og var minnst á sum þeirra, en einnig fjallað al- mennt um stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum og Watergate hneykslið. Ráðuneyti Mortons hefur að nokkru fjallað um haf- réttarmál að því er varðar olíu- vinnslu og málmvinnslu á hafs- botni og við spurðum hann fyrst hverra úrslita ráðuneyti hans vænti frá hafréttarráð- stefnunni í Caracas. — Ég vildi gjarnan geta spáð um úrslit hennar, sagði Morton en um þau veit enginn með vissu. Við vonumst til, að á ráð- stefnunni náist samkomulag um verndun auðlindanna. Ég tel, að bæði fiskur og önnur verðmæti hafsins séu svo mikil- væg fyrir nútfmamanninn, að tími sé kominn til að semja um varðveizlu þessara auðlinda með framtíð mannkynsins í huga. Að því er mitt ráðuneyti varðar sérstaklega, há viljum við, að olfuvinnsla á land- grunnssvæðum verði á vegum strandríkjanna sjálfra og mundum ekki fallast á neitt, sem hindraði, að við gætum virkjað olíulindir á öllu land- grunninu. En við vitum, að hér gæti einnig verið um alþjóðlega hagsmuni að ræða og forsetinn hefur þegar sagt, að til greina komi, að hluta afrakstursins verði varðialþjóðleguskyni. Ég held, að þetta sé rétt stefna. Hún hindrar ekki að hafizt verði þegar handa við nýtingu olfuauðlinda í hafinu og tekur tillit til réttmætra alþjóðlegra hagsmuna. ORKUKREPPAN — Hvað geta Bandaríkja- menn lært af orkukreppunni? — Ég held, að bandariska þjóðin geti lært, hve háð hún er öðrum í heiminum um olíu og að við verðum öðrum háðir um hluta þeirrar orku, sem við þurftum, f 15—20 ár^til viðbót- ar. En áætlun sú, sem við höf- um gert um að verða ekki öðr- um háðir að þessu leyti og um þróun eigin orkulinda, „project independence," gengur vel, og ég held, að þjóðin hafi lært nóg til að standa heils hugar að baki þessari áætlun. — Hvaða verkefnum, er helzt unnið að í þessari áætlun? — Ráðuneytið hefur sent frá sér stærsta rannsóknarverk- efni, sem nokkurn tíma hefur verið fyrirhugað í orkumálum og það er nú til umsagnar hjá iðnaðaraðilum. Verkefnið er vinnsla olfu úr kolum á þann hátt, að ekki valdi mengun. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur, þvf við eigum gnótt kola f Bandarikjunum sem enn eru ónýtt. Og ég held líka, að árang- ur þessara rannsókna ætti að gæta um allan heim. — Er þetta e.t.v. stærsta við- fangsefnið, sem ráðuneytið f jallar nú um? — Það er alla vega með þeim veigameiri. Þótt erfitt sé að gera upp á milli málaflokka i svo stóru ráðuneyti, er óhætt að segja, að nýtingarrannsóknir á náttúruauðlindum eru með mikilvægustu málum banda- rísku þjóðarinnar nú. WATERGATE MALIO — Ef ég má snúa talinu að öðru. Hvernig viljið þér út- skýra Watergate málið? — Eg get engan veginn út- skýrt það. Allir eru einmitt að leita réttu skýringanna, dóms- málanefnd fulltrúadeildarinn- ar Watergate-nefnd öldunga- deildarinnar og hinn sérstaki rannsóknardómari eru að leita hins sanna í málinu. Ég hef ekki kynnt mér Watergate mál- ið sérstaklega og veit lítið um það. Þetta er eitt af þvf, sem stundum kemur fyrir f mann- legu samfélagi. Ég held, að mestu skipti í sambandi við þetta mál, að stjórnkerfi okkar er svo vel skipulagt, að það er við þvf búið að upplýsa svona mál, þegar þau ber að höndum og á samkvæmt stjórnarskránni að láta alla jafnt standa reikningsskil gerða sinna, þannig að hægt verði að stjórna landinu áfram. Það er eitt bezta dæmi um framsýni þeirra, er stjórnarskrána sömdu á sínum tíma, að þeir skyldu hafa sett f hana ákvæði til að upplýsa mál sem þessi jafnskjótt og þau komu upp. — Ég er ekki viss um, að þér viljið svara næstu spurningu. En ef þér ættuð sæti í fulltrúa- deildinni nú munduð þér þá greiða atkvæði með áliti dóms- málanefndarinnar um að ákæra Nixon forseta? — Ég á ekki sæti á þingi nú. Ég lagði það í vana minn, þegar ég var á þingi að segja ekki frá því, hvernig ég hyggðist greiða atkvæði um mikilverð mál, fyrr en atkvæðagreiðslu kom. En að- Rogers C.B. Morton innanrfkisráðherra Bandarfkjanna og frú Anne kona hans fyrir framan bandarfska sendiráðið f Reykjavfk. staða mín er alveg ljós í þessu máli. Ég á sæti í rfkisstjórn forsetans og tel, að hann sé í hópi merkustu forseta síðustu ára. Verk hans á alþjóðavett- vangi munu geymast á spjöld- um sögunnar. Ég held, að Watergate málið sé mál, sem vaxið hafi upp í kringum forset- ann, en hann hafi hvorki hvatt til né búið til. — Hefur Watergate málið gert stjórninni erfiðara fyrir um stjórn landsins? — Allir spyrja að þessu. Ég get ekki talað fyrir önnur ráðu- neyti en ég get hiklaust sagt, að það hefur engin áhrif haft á starfsemi okkar ráðuneytis. All- ar okkar áætlanir hafa gengið eins og ráð er fyrir gert og mér sýnist, að svo sé einnig hjá öðr- um stjórnarstofnunum. Ég held, að almenningur fái alla þá þjónustu frá rikinu, sem hon- um ber lögum samkvæmt. En þetta þýðir ekki, að ég sé ekki þeirrar skoðunar, að bezt væri fyrir alla að Watergate málið gleymdist. Það er enginn vafi á því, að þetta er óþægilegt mál. En það hefur ekki hindrað störf innanrfkisráðuneytisins eða þeirra stofnana, sem ég ber ábyrgð á. — Hver teljið þér, að verði áhrif Watergate málsins, þegar til lengri tíma er litið? — Ég held, að málið muni vera eins og hvati á endurbæt- ur á stjórnarfarinu, sem muni byrja í þinginu og með breyt- ingum kosningalögum okkar, og hafa áhrif um allt stjórn- kerfið. Þessar endurbætur voru á leiðinni smám saman, en ég tel að Watergate málið muni flýta þeim. Máltækið segir, að fátt sé svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Margir stjórnvísindamenn bæði hjá rfkinu og utan þess eru nú al- varlega að velta því fyrir sér, hvernig endurbæta megi þetta kerfi. öll saga Bandaríkjanna hefur einkennzt af endurbót- um, og ef eitthvað gott leiðir af Watergate málinu, þá er það þetta. I lok samtalsins sagðist Morton hafa átt góðar stundir í þessari fyrstu heimsókn þeirra hjóna til Islands og hefði ferðin verið hin ánægjulegasta. — Það var sérlega ánægju- legt að hitta stjórnmálaleiðtoga ykkar, sagði Morton að lokum, ég held, að þeir vinni ákaflega gott starf. — GHH. Gleðilega hátíð — Gleðilega hátíð — Gleðilega hátíð — Gleðilega hátíð — Gleðilega hátíð 3|a DflGfl ÞJÓÐHflTÍÐ REYKVÍKINGA Hátíðarmatur á borðum alla daga Mjög fjölbrcyl tir réttir og grillréttir HALLARMULA — SIMI 37737 36737 leðilega hátíð — Gleðilega hátíð — Gleðilega hátíð Gleðilega hátíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.