Morgunblaðið - 03.08.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.08.1974, Blaðsíða 12
\ 2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. AGUST 1974 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjórn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið. Aundanförnum ára- tug eða svo hafa mikil umskipti orðið í málefnum landsbyggðarinnar og þess fólks, sem þar býr og starf- ar. Þeim, sem muna lifn- aðarhætti sveitafólks fyrir tveimur áratugum og þekkja þá í dag, er ljóst, að á þeim hefur orðið grund- vallarbreyting og meiri jöfnuður hefur náðst milli þeirra, sem búa í sveitum og hinna, sem starfa í þétt- býli. Samgöngur hafa stór- batnað í dreifbýlinu, en þær eru alger forsenda þess, að landsbyggðin blómstri og miklar umbæt- ur hafa orðið í atvinnumál- um. Þeim árangri, sem náðst hefur í þessum efn- um, verður að fylgja eftir með skipulegri og mark- vissri byggðastefnu. Þar verða að haldast í hendur aðgerðir til þess að tryggja áfram fulla og jafna at- vinnu á landsbyggðinni og framfarir í skólamálum, heilbrigðismálum, hús- næðismálum og öðrum félagslegum málefnum. í kosningaávarpi því, sem Sjálfstæðisflokkurinn birti fyrir síðustu þing- kosningar, er fjallað um byggðamálin og þar segir: „Stefna Sjálfstæðisflokks- ins I byggðamálum miðar að þvi að skapa góð búsetu- skilyrði í öllum hlutum landsins og jafna aðstöðu fólksins í landinu. Þýðing- armestu þætti byggðastefn unnar telur flokkurinn vera þá að tryggja örugg- ari samgöngur, bætta heil- brigðisþjónustu, aukna menntunarmöguleika, næga atvinnu og f jölbreytt atvinnutækifæri úti um landið. Til þess að sam- ræma aðgerðir í byggða- málum vill Sjálfstæðis- flokkurinn láta setja heildarlöggjöf um þau efni. Þar verði m.a. kveðið á um breytta starfshætti byggðasjóðs, húsnæðis- málastofnunar og stofn- lánasjóða atvinnuveganna í þágu markvissrar byggða- stefnu.“ Og í kosningaávarpi sjálfstæðismanna sagði enn fremur um byggðamál- in: „Það er stefna Sjálf- stæðisflokksins, að sveitar- félög og landshlutasamtök þeirra fái aukin áhrif og beri aukna ábyrgð á þeim þáttum félagsmála, er lúta að rekstri stofnana og þekkingu á einstaklings- bundnum eða staðarlegum aðstæðum, en dregið verði að sama skapi úr ríkisaf- skiptum. Þetta á við um heilbrigðismál, þar sem stórfelld og ört vaxandi út- gjöld krefjast hagsýni og góðrar nýtingar fjár- magns, endurhæfingu og félagslega þjónustu.“ Eins og fram kemur í þessum tilvitnunum í kosn- ingaávarpi sjálfstæðis- manna, er lögð megin- áherzla á, að jafnframt því sem tryggð sé full og jöfn atvinna úti um landið, sé forsenda árangursríkrar byggðastefnu sú, að sam- göngur verði öruggar, að heilbrigðisþjónusta verði bætt, að menntunartæki- færi ungs fólks úti um landsbyggðina verði aukin og að til komi sérstakar ráðstafanir í húsnæðismál- um. Jafnframt því verði áhrif sveitarfélaga og landshlutasamtaka á eigin málefni stóraukin frá því sem nú er, en það hefur einmitt reynzt framförum úti á landsbyggðinni til trafala, að ákvarðanataka hefur í of ríkum mæli verið dregin í hendur embættis- manna í Reykjavík, sem af eðlilegum ástæðum hafa hvorki nægilega þekkingu né skilningi á hagsmuna- málum landsbyggðarinnar. Til þess að tryggja vöxt og viðgang landsbyggðar- innar hlýtur fólkið í dreif- býlinu að byggja mest á Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, en það eru þeir tveir stjórn- málaflokkar, sem mest fylgi hafa í landsbyggða- kjördæmunum. Sem dæmi má nefna, að af 25 þing- mönnum Sjálfstæðisflokks- ins eru 13 kjörnir í lands- byggðakjördæmum og af 17 þingmönnum Fram- sóknarflokksins eru 14 kjörnir í kjördæmum úti á landsbyggðinni. Á þessum tveimur flokkum hvflir því alveg sérstök ábyrgð I sam- bandi við málefni lands- byggðarinnar. Þeim ber að hafa forystu um að tryggja hagsmuni hinna dreifðu byggða. 1 sjálfu sér er það svo augljóst, hver helztu hags- munamál landsbyggðar- innar eru um þessar mund- ir, að í þeim efnum á ekki að vera alvarlegur skoð- anaágreiningur milli manna og flokka. Stund- um heyrast að vísu þær raddir, að það sé fá- mennri þjóð dýrt að halda uppi byggð um landið allt, en það eru skammsýn sjónarmið. Sjávarplássin allt I kring- um landið skapa ótrúlega mikil gjaldeyrisverðmæti og leggja fram ótrúlega hátt hlutfall af þeirri sjávarafurðaframleiðslu, sem tryggir gjaldeyrisöfl- un landsmanna, en jafnvel þótt ekki væri um slíkan beinan hag að ræða, hlýtur það að vera metnaðarmál íslendinga að byggja land- ið allt. Þess vegna á það að verða eitt af höfuðmálum nýrrar ríkisstjórnar að halda uppi þróttmikilli og öflugri byggðastefnu, sem tryggt geti áframhaldandi framfarir úti á landsbyggð- inni og stuðla að fólksfjölg- un, fremur en fólksfækkun I hinum dreifðu byggðum landsins. ÖFLUG B Y GGÐ ASTEFNA Barátta ríkra þjóða og snauðra um yfírstjórn auðlinda hafsins HIÐ alþjóðlega kapphlaup um auðlindir hafsins er megin ástæða þess, að ráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Caracas er haldin, en þar er reynt að koma einhverri reglu á hlutina. I sfðustu viku lýstu Bandaríkja- menn því formlega yfir á haf- réttarráðstefnunni í Caracas, að þeir væru reiðubúnir til þess að samþykkja sumar þær kröf- ur, sem fátæku þjóðirnar hafa gert I allmörg ár. Sovétríkin hafa tekið sömu afstöðu vegna þrýstings frá fátæku þjóðun- um. En þetta er þó aðeins byrj- unin á baráttu rfkra þjóða og snauðra, ekki endirinn. Sovétmenn og Bandaríkja- menn samþykkja nú, að land- helgi strandríkja, sem fram til þessa hefur verið á bilinu þrjár til tólf mílur, skuli ákveðin tólf mílur. Jafnframt samþykkja þeir, að strandríkjum beri „efnahagslögsaga", sem nái lengra út. Þetta hafa þeir þó aðeins samþykkt til bráða- birgða með því skilyrði, að aðr- ar þjóðir gangi að ýmsum skil- yrðum þeirra sjálfra. Þetta hefur orðið til þess, að ekki aðeins Kínverjar heldur einnig aðrar þjóðir hafa ásakað risaveldin um að beita önnur lönd veraldarinnar brögðum. Sjónvarpsfréttamaður í Panama taldaði fyrir hönd margra vanþróaðra ríkja, þegar hann fordæmdi bæði risaveld- Eftir in. I hans augum sýnir ráð- stefnan í Caracas, „hvernig hagsmunir stórveldanna fara saman, þegar um er að ræða nýtingu auðlinda heimsins án tillits til hagsmuna vanþróaðra ríkja“. En svona einfalt er þetta ekki. Hinar rfku siglingaþjóðir und ir forystu Bandarikjamanna, Sovétmanna, Breta og Japana tóku f upphafi ákveðna af- stöðu og sama er að segja um fátæku þjóðirnar. Ríku þjóðirn- ar vildu halda siglingaleiðun- um jafn frjálsum og mögulegt væri. Sumir héldu því fram, að 12 mílna landhelgi gæti gefið strandrikjum yfirráðarétt yfir 116 sundum, sem sum hver væru meðal mikilvægustu siglingaleiða í veröldinni. Vanþróuðu ríkin vilja einnig hafa fullt frjálsræði til bess að nýta tæknilegar framfarir til að hagnýta auðlindir hafsins. Svo getur farið, að um árið 1980 Victor Zorza verði olíumagnið, sem unnið er á hafsbotni, jafnmikið og öll olfuframleiðslan i dag. Þá munu sérstaklega byggð skip tína upp af hafsbotninum smá- hnúða á stærð við kartöflur, sem hafa inni að halda magnesíum, kóbalt, nikkel og kopar, sem myndi færa tækni- lega þróuðum þjóðum óútreikn- anleg auðæfi. En hvers vegna skyldu aðeins þær þjóðir, sem þegar eru orðnar ríkar, hagnast á því, sem kallað var „sameigin- legur arfur mannkynsins", í ályktun S.Þ. árið 1970? Þegar Bandaríkjamenn og Sovétmenn sendu rannsókna- skip sín út á höfin til þess að vera viðbúnir að grípa hinn mikla feng fóru fátækari þjóð- irnar að krefjast réttar síns, sem þó var alls ekki skýr. Þær vildu ekki, að endurtekið yrði í hafinu hið mikla arðrán, sem áður átti sér stað á landi og varð undirstaða heimsvelda og nýlendna Evrópuþjóðanna á fyrri öldum. Þær vildu, að eitt- hvert alþjóðlegt vald gæti sett reglur um nýtingu hafsbotns- ins, lagt skatta á þá, sem nýttu auðæfin, og skipt gróðanum á grundvelli jafnréttis. Bandarikjamenn voru í upp- hafi hlynntir sumum tiilögum um alþjóðlegt eftirlit, fen hafa síðan horfið frá þvf sjónarmiði og vilja nú ekkert annað alþjóð- legt vald en það, sem veitt get- ur framleiðsluleyfi. Sovétmenn eru að nafninu til samþykkir tillögum vanþróuðu ríkjanna, en vilja hins vegar ekki, að þær fari í bága við áætlanir þeirra sjálfra. Ráðamenn sumra strandríkja hafa komizt að þeirri niður- stöðu, að þeir geti grætt meira á þvf að kefjast viðtækrar „efna- hagslögsögu" og með því að gera samnina um hagnýtingu þeirra við iðnarðarríkin heldur en með því að taka allt svæðið sjálfir. Á ráðstefnunni tala Kín- verjar manna hæst um alþjóð- lega yfirstjórn, en þeir koma fram sem sjálfskipaðir tals- menn vanþróðuðu ríkjanna. Kfnverjar hafa lýst því yfir, að auðlindir hafsins „séu sam- eign allra þjóða". Þeir vilja „sterka alþjóðlega stjórn“, sem geti bæði stjórnað og nýtt auðlindirnar. Þeir fordæma „útilokandi“ stjórn og „gjör- ræðislega“ nýtingu „eins eða tveggja risavelda á auðlindum úthafsins f krafti tæknilegra yf- irburða þeirra". Sovézkir fjölmiðlar fordæma aftur á móti forystu Kínverja hjá vanþróuðu ríkjunum og segja hana byggjast á eigin hagsmunum. Þeir segja: Kín- verjar vilja „koma í veg fyrir að heimshöfin séu öllum frjáls“, og stofna „einhvers konar yfir- þjóðlega stjórn", sem myndi gera þeim fært, „að fyrirskipa" öðrum þjóðum, hvernig þær eigi að nýta auðlindir hafsins. Kinverjar munu ekki hafa sitt fram í Caracas, þótt þeir geti hins vegar safnað nógu mörgum atkvæðum til þess að koma í veg fyrir það, sem þeir kalla „undirferli risaveld- anna“. Sú tilviljun, að hags- munir Bandrfkjanna og Sovét- ríkjanna fara saman í þessu máli, hefur endurvakið ótta við „samstjórn" risaveldanna, sem ráðamenn ýmissa annarra þjóða sjá fyrir á öðrum sviðum alþjóðamála. Iðnríkin hafa afl til þess að koma fram vilja sínum gagn- vart vanþróuðu rfkjunum, en geri þau það gæti verið, að þau söfnuðu glóðum elds að höfði sér, sem gæti brotizt út á svip- aðan hátt og gerðist, þegar Arabarnir ákváðu, að þeir ættu olfuna, en ekki alþjóðlegu olíu- félögin. (Þýð: J.Þ.Þ.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.