Morgunblaðið - 03.08.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.08.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. AGUST 1974 23 [ iÞfilimffiÍTIIIi MOMllABSIIIS KR-ingar unnu lið Ármanns„aðeins”7:0 dómari hafði sýnt honum rauða spjaldió. Þrátt fyrir þennan mikla sigur léku KR-ingar alls ekki af neinni snilld, enda skammaði þjálfari þeirra þá rösklega að leiknum loknum. Atta lið eru nú eftir í bikar- keppni KSI, Völsungur úr 2. deild og 1. deildar liðin IBK, IBV, IA, Víkingur, Valur, Fram og KR. A miðvikudaginn verður dregið um, hvaða lið leika saman í 8 liða úrslitunum. ÞAÐ þykir að vísu ágætt að sigra með 7 mörkum gegn engu i knatt- spyrnukappleik og sá markamun- ur segir talsvert um muninn á þeim liðum, sem eigast við. Þessi markatala varð uppi á teningnum í fyrrakvöld, er KR og Ármann mættust í bikarkeppninni á Laugardalsvellinum. KR-ingar höfðu yfirburði á flestum sviðum knattspyrnunnar og hefðu auð- veldlega getað skorað fleiri mörk. Baldvin Eliasson, sem til skamms tíma lék í stöðu bak- varðar, var á skotskónum í þess- um leik og skoraði fjögur mörk. Atli Þór gerði fyrsta markið, en síðan tók Baldvin við og skoraði 4 mörk í röð, þrjú í þeim fyrri og fyrsta mark siðari hálfleiksins. Ólafur Ólafsson skoraði sjötta markið og Guðjón Hilmarsson bakvörður átti siðasta orðið i leiknum. Var það sannkallað draumamark bakvarðarins, þrumuskot frá vítateigi i sam- skeytin og inn. Ármenningar áttu aldrei glætu I leiknum og voru heppnir að fá ekki á sig fleiri mörk. Mótlætið fór í skapið á þeim og mátti Kristinn Petersen gjöra svo vel að víkja af velli eftir að Eysteinn Drengja-stúlkna-sveina- og meyjameistaramótið Baldvin Eifasson skoraði fjögur mörk f ieiknum gegn Ármanni og er RAX smellti þessari mynd af var eitt þeirra að verða að veruleika. A sunnudaginn klukkan 20.00 hefst á Laugardalsvellinum leik- ur i knattspyrnu milli Reykja- víkur og Kaupmannahafnar. Uppistaðan í báðum liðum eru landsliðsmcnn Islands og Danmerkur. Má því líta á leikinn sem nokkurs konar landsleik og úrslitin ættu að gefa nokkra vísbendingu um styrkleika lands- liða þessara þjóða, sem leika saman í Kaupmannahöfn síðar á árinu. Undantekningalaust hefur verið mikill áhugi fyrir leikjum Drengja-stúlkna-sveina og meyjameistaramót Islands í frjálsum iþróttum, sem fram átti að fara á Akranesi dagana 10. og 11. ágúst verður ekki haldið þar, þar sem völlurinn er ónothæfur. I þess stað fer mótið fram á íþrótta- velli Ármanns við Sigtúní Reykja- vik sömu daga, 10. og 11. ágúst, og hefst mótið kl. 14.00, báða dagana. Keppnisgreinar verða eftirtald- ar fyrri daginn: Drengir: (F. 1956 og 1957) 100 metra hlaup, kúlu- varp, hástökk 800 metra hlaup, spjótkast, langstökk, 200 metra grindahlaup. Stúlkur: (F. 1956 og 1957) 100 metra hlaup, hástökk, kringlukast, 400 metra hlaup, 4x100 metra boðhlaup. Sveinar: (F. 1958 og 1959) 100 metra hlaup, 400 metra hlaup, 1500 metra hlaup, hástökk, þrístökk, kúluvarp, spjótkast og 4x100 metra boðhlaup. Meyjar: (F. 1958 og 1959) 100 metra hlaup, 400 metra hlaup, hástökk, kringlu- kast, spjótkast og 4x100 metra boðhlaup. Seinni dagur: Drengir: 110 metra grinda- hlaup, kringlukast, stangarstökk, 400 metra hlaup, þrístökk, 1500 metra hlaup og 4x100 metra boð- hlaup. Stúlkur: 200 metra hlaup, 800 metra hlaup, 100 metra grindahlaup, kúluvarp, spjótkast, langstökk. Sveinar: 200 metra hlaup, 800 metra hlaup, 100 metra grindahlaup, stangarstökk, þrí- stökk og kringlukast. Meyjar: 200 metra hlaup, 400 metra hlaup, 100 metra grindahlaup, kúluvarp, spjótkast, langstökk. Þátttökutilkynningar sendist skriflega í pófsthólff 1099 ásamt þátttökugjaldi, kr. 50,00 fyrir hverja grein og kr. 100,00 fyrir boðhlaupssveit, i siðasta lagi 8. ágúst n.k. Framkonur baka fyrir karla sína EINS og kunnugt er, tekur meiSt- araflokkur Fram þátt í Evrópu- keppni bikarhafa i knattspyrnu í haust og mæta Framarar liði Real Madrid. Til að styrkja menn sína f Spánarferðina hafa eiginkonur leikmanna ákveðið að efna til köku- og kaffisölu á Hallveigar- stöðum á mánudaginn og hefst hún klukkan 14.00. I hópi eigin- kvenna leikmanna Framliðsins eru hagyrtar konur og sendu þær okkur þessa visu: Að Hallveigarstöðum glatt er geð, með góðu kaffi og kökum. Framarar komið og gestir með, bragðið hve vel við bökum. íslenzkra og danskra liða og verður vafalaust enn að þessu sinni. Þjálfari Víkings, Anthony Sanders, hefúr valið lið Reykja- vikur, sem mætir Dönunum á sunnudaginn, og er það skipað eftirtöldum leikmönnum: Sigurði Haraldssyni Val, Eiríki Þorsteins- syni Víkingi, Magnúsi Þorvalds- syni Víkingi, Marteini Geirssyni Fram, Sigurbergi Sigsteinssyni Fram, Jóhannesi Eðvaldssyni Val, Guðgeiri Leifssyni Fram, Asgeir Eliassyni Fram, Kristni Björns- syni Val, Atla Þór Héðinssyni KR, Óskari Tómassyni Víkingi, Magnúsi Guðmundssyni KR, Grími Sæmundsen Val, Dýra Guðmundssyni Val, Herði Hilmarssyni Val og Jóhannesi Bárðarsyni Vfkingi. Margir landsliðsmenn í liðum Reykjavíkur og Kaupmannahafnar Meistaramót hinna yngstu MEISTARAMÓT Islands i yngstu aldursflokkunum verður á Sel- fossi dagana 10. og 11. ágúst n.k. og hefst kl. 14.00 báða dagana. Keppt verður í eftirtöldum greinum: Fyrri dagur: Piltar: Hástökk, kúluvarp, 4x100 metra boðhlaup. Telpur: Langstökk, 4x100 metra boðhlaup og 800 metra hlaup. Strákar: 60 metra hlaup, hástökk og kúluvarp. Stelpur: 60 metra hlaup, hástökk og kúluvarp. Seinni dagur: Piltar: 100 metra hlaup, 800 metra hlaup, langstökk. Telpur: 100 metra hlaup, hástökk og kúluvarp. Strákar: 600 metra hlaup, lang- stökk. Stelpur: 600 metra hlaup, lang- stökk. Að móti loknu verða valdir þátt- takendur Islands i Andrésar and- ar-leikunumíKongsborg f Noregi, 31. ágúst og 1. september. 4 börn- um frá Islandi hefur verið boðin þátttaka í leikunum eins og und- anfarin ár. Einnig verða valin 4 börn til keppni á Kalle Anka-leikunum, sem fram fara í Svíþjóð 13.—15. september n.k. Héraðssambandið Skarphéðinn sé um meistaramótið, og þurfa þátttökutilkynningar að hafa bor- izt fyrir miðvikudaginn 7. ágúst til skrifstofu HSK, Eyrarvegi 15, Selfossi, sími 99-1189, eða til Gísla Magnússonar, Sigtúni 34, Sel- fossi, sími 99-1819. Karl West og Stefán Hallgrfmsson fá erfið verkefni f landskeppninni við Ira og á þeim byggjast sígurmöguleikar fslenzka liðsins ekki hvað minnst. Evrópumet í hindrun SVlINN Anders Gærderud setti nýtt Evrópumet í 3000 metra hindrunarhlaupi á alþjóðlegu frjálsiþróttamóti í Helsinki í fyrrakvöld. Hann hljóp á 8:14.2 og átti sjálfur eldra metið, 8:18.4. Tími Gærderuds er 2/10 úr sek úndu lakari en heimsmet Kenyu búans Ben Jibhcos. Met sitt sett Jibhcho á sama leikvangi í Hel sinki fyrir ári, þannig að völlur inn virðist eiga vel við hindrunar- hlaupara. Landskeppni við Ira á Laugardalsvelli: Þeir eiga hlaupin, við köstin — Spurningamerkið er við stökkin LANDSKEPPNIN i frjálsum íþróttum milli Islands og Irlands hefst á Laugardalsvellinum á mánudaginn kl. 16.30 með keppni í stangarstökki. A sama tima mun Skólahljómsveit Kópavogs byrja að leika á vellinum, en hálftíma síðar fer fram stutt setningarat- höfn. Það er mikill hugur i frjáls- íþróttamönnum að sigra í keppn- inni og í rauninni ekki svo fjar- lægur draumur. Irarnir eru þó fyrirfram bókaðir sigurvegarar i flestum hlaupagreinunum, en ís- lenzku kastararnir verða hins vegar að teljast sigurstranglegir í flestum greinunum. Þótt litið sé vitað um getu Iranna þá er stærsta spurningamerkið við stökkin og í þeim greinum er lfk- legt, að úrslitin ráðist. Forystumenn islenzkra frjáls- íþróttamanna spá jafnri keppni, en trúa á islenzkan sigur. Irarnir eru einnig bjartsýnir og segja, að sínir menn eigi að vinna örugg- lega. — Nú eru liðin átta ár siðan síðast fór fram hér á landi lands keppni í frjálsum íþróttum með fullskipuðum liðum, en fyrir átta árum var keppt gegn Skotum. Það er ekki tilviljun, að nú er aftur farið af stað með landskeppni hér á landi heldur enn eitt dæmið um dugmikla stjórn FRÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.