Morgunblaðið - 31.08.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGUST 1974 Fa /T níi. t i v 4Z.I7K/' LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIfí Æbílaleigan felEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIONEETÍ ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI MIKIÐ SKAL TIL 0 SAMVINNUBANKINN Ferðabflar hf. Bílaleiga S-81260 5 manna Citroen G.S. fólks- og stationbilar 1 1 manna Chevrolet 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðarbilar (með bilstjórn). ■Tílboð AKIÐ NÝJA HRINGVEGINN Á SÉRSTOKU AFSLÁTTARVERÐI Shodr LCIOAH CAR RENTAL AUÐBREKKU 44, KÓPAV. 4 ® 4-2600 SNOGH0J Nordisk folkehojskole (v/Litlabeltisbrúna) 6. mán. námskeið frá 1 / 1 1 Sendið eftir bæklingi DK 7000 Fredericia, Danmark, sími 05-9522 19. Abyrgð og ábyrgðarleysi Afstaða forystumanna Al- þýðubandalagsins til þeirra efnahagsvandamála, sem nú er við að etja, hefur vakið sér- staka athygli sakir þess fyrst og fremst, að hún hefur varpað skýru ljðsi á ábyrgðarlausa af- stöðu þessa stjórnmálaflokks. Fyrir alþingiskosningarnar lögðu forystumenn Alþýðu- bandalagsins á það rfka áherzlu, að enginn vandi væri á höndum f efnahagsmálum. Þessari afstöðu var svo snúið við, meðan Alþýðubandalagið tók þátt f viðræðum vinstri flokkanna svonefndu um endurreisn vinstri stjórnar- innar. Þá var lögð þung áherzla á þá miklu erfiðleika, sem framundan væru og leysa þyrfti með sérstökum ráðstöf- unum. Nú þegar rfkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins er tekin við völdum, hefur afstaða Alþýðu- bandalagsforkólfanna snar- snúizt enn einu sinni. Engan undrar, þó að Alþýðu- bandalagið beiti slfkum vinnu- brögðum. Hitt er athyglisvert, að Alþýðuflokkurinn virðist ætla að fylgja dyggilega f fót- spor kommúnista f ábyrgðar- lausri stjórnarandstöðu, þrátt fyrir fögur fyrirheit formanns flokksins um ábyrga og heiðar- lega stjórnmálabaráttu. Á miðvikudag í fyrri viku sagði Gylfi Þ. Gfslason f þing- ræðu, að allir ábyrgir stjórn- málamenn viðurkenndu nauðsyn á vfðtækum efnahags- ráðstöfunum og Alþýðu- flokkurinn hefði gert sér fulla grein eftir svo dæmalausa óstjórn, sem verið hefði undan- farin 3 ár, að það hlyti að koma að þvf, að gera yrði ráðstafanir f efnahagsmálum. Nú hefur blaðinu hins vegar verið snúið við, og f forsfðugrein f Alþýðu- blaðinu sl. fimmtudag segir Gylfi, að Alþýðuflokkurinn sé f andstöðu við rfkisstjórnina, vegna þess að aðgerðir hennar séu andsnúnar hagsmunum launafólksins f landinu. Og for- maður Alþýðuflokksins hefur andstöðu sfna gegn nýju rfkis- stjórninni með þvf að láta birta af sér mynd, þar sem hann situr f ráðherrastól á Alþingi! Þegar þjóðin hefur eytt meira en aflað hefur verið, verður hún að draga saman seglin. Ábyrgar ráðstafanir f efnahagsmálum við slfkar að- stæður hljóta að miða f þá átt. Óhjákvæmilegt er, að þjóðin öll taki á sig þær byrðar, sem þvf eru samfara. Nýja rfkisstjórnin hefur hins vegar lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að haga málum á þann veg, að ráðstaf- anirnar komi ekki með fullum þunga á þá, sem lakast eru settir f þjóðfélaginu. Með þess- um hætti einum er unnt að tryggja lffskjör launafólksins, fulla atvinnu og skjóta stoðum undir rekstur atvinnufyrir- tækjanna f landinu. Þó að forystumenn Alþýðuflokksins hafi fyrir viku gert sér grein fyrir þvf, að ábyrg stjórnmála- öfl á Alþingi hlytu að standa að slfkum aðgerðum, hafa þeir lokað augunum fyrir þeirri staðreynd nú. Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins, sagði f ræðu á Alþingi, þegar forsætis- ráðherra hafði flutt stefnuyfir- lýsingu rfkisstjórnarinnar, að vissulega væri þörf á auknu að- haldi í fjármálum þjóðarinnar, og það yrði að draga úr hinni gcngdarlausu gjaldeyriseyðslu og auka almennan sparnað. Þetta er vissulega rétt mat. En óhjákvæmilegt er að gera sér- stakar ráðstafanir til þcss að ná þessum markmiðum. Það þarf eftir þriggja ára óstjórn að auka aðhald f f jármálum, draga úr gengdarlausri gjaldeyris- eyðslu og auka almennan sparnað. Þjóðin hefur eytt meir en hún hefur aflað og þeirri þróun verður nú að snúa við. Þjóðin verður að greiða vfxl- ana, sem fallnir eru f gjald- daga. Talsmenn Alþýðubandalags- ins og Alþýðuflokksins höfðu f viðræðum vinstri flokkanna um möguleika á endurreisn vinstri stjórnarinnar rætt og samþykkt flestar þær aðgerðir f efnahagsmálum, sem óhjá- kvæmilegt er að gera. Ábyrgðartilfinningin er hins vegar ekki meiri en svo, að nú er snúizt gegn aðgerðum, sem sjálfsagðar þóttu fyrir tveimur vikum. r SJONVARPSDA GSKRA MANUDAGUR 2. september 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Vinkonur óskast Gamanleikrit frá tékkneska sjónvarpinu um þrjár ein- mana konur, sem svara aug- lýsingu f blaði, þar sem þrfr karlmenn óska eftir félags- skap. Þýðandi Þorsteinn Jónsson. 21.05 Töframaðurinn, sem spýtti á gólfið Bresk heimildamynd um uppfinningamanninn Thomas Alva Edison og ævi- feril hans. Þýðandi og þulur Guðrún Jörundsdóttir. 22.00 Frá listahátfð 1974 Daniel Barenboim leikur á pfanó variations brillantes op. 12, nokturnu og tvo valsa. 22.30 Dagskrárlok ÞRIÐJUDAGUR 3. september 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Bændurnir Pólsk framhaldsmynd, byggð á sögu eftir Wladislaw Rey- mont. 7. þáttur. Skógurinn mikli Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. Efni 6. þáttar. Eigandi Iandsins, sem smá- bændurnir f Lipce fram- fleyta sér á, hefur ákveðið að selja skógana. Bændurnir sjá, að þarna eru hagsmunir þeirra f veði. Þeir leita til Boryna, og biðja hann að taka að sér forystu gegn land- eigandanum. Antek sættist við malarann og þeir setjast að drykkju á kránni. Þangað kemur einnig Boryna mcð hina ungu eiginkonu sfna. Hann gleymir sér brátt við drykkjuna, en á meðan tekur sonur hans að stfga í væng- inn við stjúpmóður sfna. Gamli maðurinn reiðist ákaf- lega, þegar hann sér hvers kyns er, og samkomulag þeirra feðga versnar enn að mun. Skömmu sfðar ber Antek eld að húsi föður sfns. 21.25 Sumar á norðurslóðum Breskur fræðslumyndaflokk- ur um dýralff f norðlægum löndum. 5. þáttur. Fuglalff á Berings- hafi Þýðandi og þulur Jón O. Ed- wald. 21.55 Enska knattspyrnan 22.50 Dagskrárlok MIÐVIKUDAGUR 4. september 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Nýjasta tækni og vfsindi Smithson-stofnunin Api tjáir síg með aðstoð tölvu Nýjungar f skurðlækningum Flugkraninn Umsjónarmenn örnólfur Thorlacius og Sigurður Richter. 21.00 Ulfur! Ulfur! Bandarfsk sjónvarpskvik- mynd, byggð á leikriti eftir Luther Davis. Leikstjóri Walter Grauman. Aðalhlutverk Edward G. Robinson, Sam Jeffe og Martin Balsam. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Aðalpersónan, aldraður maður, fer að heimsækja vin sinn, en meðan hann stendur þar við er vínurinn barijin og drepinn af aðvffandi manni. Gamli maðurinn skundar á fund lögreglunnar, en honum veitist erfitt að fá menn til að trúa frásögn sinni. 22.10 Sórfasis Sænsk fræðslumynd um þrá- látan húðsjúkdóm og leiðir til að lækna hann, eða halda f skefjum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. Áður á dagskrá 18. júnf sfð- astl. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 22.50 Dagskrárlok FÖSTUDAGUR 6. september 1974 20.00 Fréttir 20.26 Veður og auglýsingar 20.30 Að utan Þrjár erlendar fréttamyndir. Fyrst er fjallað um flóðin miklu f Bangla Desh og fleiri Asfulöndum, en þar á eftir fer þáttur um fólksf jölgunar- vandamálið f heiminum og reynslu Indverja f þeim efnum. Loks verður svo greint nokkuð frá hinum nýja Bandarfkjaforseta, Ger- ald Ford, og stjórnmálaferlí hans. Umsjónarmaður Sonja Diego. 21.25 Kapp með forsjá Breskur sakamálamynda- flokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.05 Iþróttir Meðal efnis f þættinum verð- ur mynd frá leik Vals og Vfk- ings f bikarkeppni Knatt- spyrnusambandsins. Umsjónarmaður Ragnarsson. 23.00 Dagskrárlok Omar LAUGARDAGUR 7. september 1974 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Duke Ellington Sjónvarpsupptaka frá jass- tónleikum f Bandarfkjunum. Auk Ellingtons kemur fram á þessum hljómleikum fjöldi af frægu listafólki, þar á meðal Sammy Davis. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.35 Borgir Kanadfskur fræðslumynda- flokkur um borgir og borgar- líf, byggður á bókum eftir Lewis Mumford. 6. þáttur. Þýðandi og þulur Ellert Sig- urbjörnsson. 22.00 Rógburður (The Children’s Hour) Bandarfsk bfómynd frá árinu 1961. Leikstjóri William Wyler. Aðalhlutverk Audrey Hep- burn, Shirley McLaine og James Garner. Þýðandi Guðrún Jörunds- dóttir. Myndin greinir frá tveimur ungum kennslukonum, sem koma á fót einkaskóla og reka hann af miklum dugn- aði. Þær njóta f fyrstu mik- illa vinsælda hjá foreldrum jafnt sem nemendum, en fyrr en varir skellur ógæfan yfir. Ein af námsmeyjunum breiðir út sögu, þar sem gefið er f skyn, að samband þeirra kennslukvennanna sé ekki að öllu leyti heilbrigt. 23.45 Dagskrárlok Messur á morgun Dómkirkjan. Messa kl. 11. Sr. Öskar J. Þorláksson dómpróf- astur. Kapella St. Jósefsspftala, Landakoti. Lágmessa kl. 8 f.h. Hámessa kl. 10.30 f.h. Lágmessa kl. 2 e.h. Hafnarfjarðarkirkja, Messa kl. 2 e.h. Sr. Garðar Þorsteinsson. Grensássókn. Guðsþjónusta kl. 11 f.h. í safnaðarheimilinu. Sr. Hall- dór S. Gröndal. Árbæjarprestakall. Guðsþjón- usta f Árbæjarkirkju kl. 11. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Skálholtskirkja. Stórimessu- dagur. Barnaguðsþjónusta kl. 10 f.h. Lesmessa kl. 11.30. Tíðagerð kl. 1 e.h. Messa kl. 2 e.h. Almenn samkoma kl. 3,30. Messa kl. 5. Messa kl. 6,30. Náttsöngur kl. 9 e.h. Eyrarbakkakirkja. Guðsþjónusta kl. 10.30 f.h. — Sóknarprestur. Bústaðakirkja. Guðsþiónusta kl. 8,30 f.h. vegna evrópsks skáta- þings. Vinsamlega athugið breytt- an tíma. — Sr. Ólafur Skúlason. Innri-Njarðvfkurkirkja. Messa kl. 10.30. — Sr. Björn Jónsson. Langholtsprestakall. Guðsþjón- usta kl. 11 f.h. Ræðuefni: Hið fölnandi lauf. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Ásprestakall. Messa í Laugarás- bíói kl. 11 f.h. — Sr. Grímur Grimsson. Kópavogskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Pálsson. Hallgrfmskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. Neskirkja. Vegna safnaðarferðar- innar verður ekki guðsþjónusta í Neskirkju á morgun, heldur verður hún f Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 5 eftir hádegi. Sr. Frank M. Halldórsson. Ffladelfía. Almenn guðsþjón- usta kl. 20. Einar Gfslason. Breiðholtsprestakall. Messa í Breiðholtsskóla kl. 2. Sr. Lárus Halldórsson. Háteigskirkja. Messa kl.* 11 árdegis. Altarisganga. Sr. Jónas Gíslason messar. Sr. Arngrímur Jónsson. Kirkja Óháða safnaðarins. Messa kl. 11. Sr. Emil Björnsson. Grindavfkurkirkja. Messa kl. 2. Sr. Jón Arni Sigurðsson. Laugarneskirkja. Messa kl. 11 f.h. — Sr. Garðar Svavarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.