Morgunblaðið - 31.08.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.08.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGUST 1974 5 Nírœður í dag: Snorri Sigfússon, fyrrum námsstjóri Snorri Sigfússon og Góðtempl- arareglan á tslandi eru jafn- gömul. Og þau bera hvort öðru fagurt vitni. — Það er heiður fyrir bindindishreyfinguna að eiga hug og hjarta manns þeirrar gerðar, sem Snorri Sigfússon er. Og það sýnir hugsjónaeld og mannást öldungsins silfurhára, að enn eru þau tryggðabönd, sem hann batt ungur við háleit mark- mið Reglunnar, órofin. í tvo mannsaldra og vel það að fornu tali hefir Snorri Sigfússon verið í fremstu víglinu f sókn fs- lenzku þjóðarinnar til aukinnar menningar og þroska. Hann var jafnan þar í fylkingu, sem barizt var fyrir fegurra mannlffi. Ef Snorri léði málefni fylgi sitt, mátti treysta því, að þar væri á ferðinni eitthvað, er til heilla horfði. Hann var mikill kennari og sannur kennari. Hann gerði sér snemma ljóst, að fordæmið er bezta uppeldisaðferðin — og ef til vill eina uppeldisaðferðin. Þess vegna lét hann sér ekki nægja fræðsluna eina, sem oft verður nemandanum steinn, en ekki brauð. Hann gerðist lýsandi for- dæmi, ekki einungis nemendum sínum og kennurum skóla síns og námsstjórasvæðis, heldur öllum ísienzKum sKOiamonnum, sem var starfið meira en brauðstritið eitt. 1 hárri elli er Snorri Sigfússon lifandi dæmi um hugsjónaauð og eldmóð aldamótamanna, þeirrar kynslóðar, er færði okkur Island fullvalda rfki og ,,þurrt“ á öðrum tug aldarinnar. Ég á ekki betri ósk íslenzkum kennurum og bindindismönnum en í þeirra hópi verði jafnan sem flestir Snorra líkir. Rætist hug- sjónir hans, mun framtíð þjóðarinnar björt og fögur. Þakkir bindindismanna á hann heilar og virðingu þeirra djúpa og einlæga. — Guð blessi honum það, sem eftir er ferðarinnar frá Brekku. Ölafur Haukur Arnason. Snarpir bardagar Saigon, 29. ágúst. AP. Reuter. SUÐUR-VlETNAMSKT herlið hóf f dag samræmdar aðgerðir gegn tveimur herdeildum komm- únista, sem hafa náð á sitt vald útvirkjum stjórnarhersins við þjóðveginn skammt frá keisara- borginni Hue f norðurhluta Suð- ur-Vfetnam, að sögn herstjórnar- innar f Saigon. Árásir Norður-Vietnama við Þjóðveg I í gær leiddu til hörð- ustu bardaganna, sem hafa geisað á þessum slóðum f sex mánuði. Sex útvirki stjórnarhersins 22— 26 km frá Hue urðu fyrir hörðum árásum og Norður-Víetnamar tóku þrjú þeirra. KAFFISALA í KALDÁRSELI Sumarstarf K.F.U.M. og K. Hafnarfirði hefur í mörg ár starfrækt sumarbúðir í Kaldárseli fyrir ofan Hafnarfjörð. í sumar dvöldu á vegum félaganna 170 börn, telpur og drengir í 5 dvalarflokkum á tímabilinu 1. júní til 29. ágúst. Á hverju hausti ljúka Kaldæingar sumarstarfinu með samkomu og kaffisölu f Kaldárseli. A morgun, sunnudaginn 1. september, verður samkoma í Kaldárseli, er hefst kl. 2.30 e.h. Á samkomunni talar Gunnar Sigurjónsson guðfræðingur. Þegar samkomunni lýkur verður borið fram kaffi og kökur og gefst þá samkomugestum og öðrum, sem heimsækja Kaldársel, kostur á að kaupa kaffi og styrkja með því sumarbúðirnar i Kaldárseli. Kaffi verður selt frá kl. 3.30 e.h. til kl. 11.30 e.h. HÝJAR VÖRIIR Á GÖMLU VERDI SÆNSKAR ÚTILUKTIR ÚR SMÍDAJÁRNI, KOPAR OG ÁLI MARGAR GERDIR Á STAURA SENDUMI í PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT LANDS1NS MESTA LAMPAURVAL LIÓS & ORKA Snöurlandsbraut 12 sími 84488 — OFMbllRRKAÐIIR: HARÐVIDUR ABAKKI LIMBA ASKUR MAHOGNY BEYKI PAU MARFIN EIK, japönsk RAMIN EIK, Tasmania YANG IRAKO HNOTA TEAK PANELL Á ÚTIHURÐIR úr harðvið HARÐVIÐAR- GEREKTI GÓLFLISTAR á útihurðir úr OREGON ÚR BEYKI, EIK. JELLUTONG MAHOGNY og TEAK PINE OG TEAK. Svalahuröir - Útihuröir - Gluggasmíði SÖGIN HF.. HÖFOATÚNI 2. - - SÍMI 22184. Myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík efna til fundar aö Hótel Sögu, Súlnasal, mánudaginn 2. september kl. 20.30, vegna myndunar ríkisstjórnar. Á fundinum mun Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra gera grein fyrir málefnasamningi ríkisstjórnarinnar. Öllum heimill aðgangur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.