Morgunblaðið - 31.08.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.08.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. AGUST 1974 7 GREINARGERÐ VEGNA VEGAGERÐAR A KJALARNESI I tilefni af blaðaskrifum, sem fram hafa farið undanfarið vegna vegargerðar á Kjalarnesi (kafli Sverris Runólfssonar) þykir okkur rétt' að greina frá ýmsum atriðum, er málið varða. I grófum dráttum má skipta vegargerð sem þessari í þrjá megin þætti þ.e. 1) Undirbygging 2) burðarlag 3) slitlag. Efni, sem nota skal til undirbyggingar, þarf að standast allstrangar kröfur um kornadreifingu, fínefnainnihald og fleira til að tryggja, að veg- urinn skaðist ekki m.a. vegna frostlyftingar eða þunga um- ferðar. Það mun næsta óalgengt, að efni, sem uppfyllir þessar kröfur, finnist f námunda við vegarstæðið sjálft og þarf því að flytja það með bílum á vettvang oft tals- verðar vegalengdir. Það má því nærri geta, að hér geti orðið um allmíkinn kostnað að ræða ef vegalengdir eru mikl- ar, oft margfaldur sá kostnaður, sem yrði ef unnt væri að nota jarðýtur í sjálfu vegarstæðinu. I vegarkafla Sverris Runólfssonar á Kjalarnesi virðist sem unnt sé að fá allt nothæft efni í undir- voru gerðar, virðist sem hægt sé að komast af með allt niður undir 4% sementsmagn, sem er óvenju- lega lftið ef marka má umsagnir þeirra fræðirita, sem við er stuðst. Sementsverð í 15 sm þykku burðarlagi miðað við 4% íblöndun er um 80 krónur á fm. Þennan kostnað þarf að réttlæta eða vega upp á annan hátt. Lík- lega má slá eitthvað af kröfum um efnisgæði í undirbyggingu og kann það að réttlæta þennan um- framkostnað. En það, sem að okk- ar dómi kann að skipta mestu máli, er hugsanlegur sparnaður í gerð slitlags. Slitlag: Hér á landi hafa eink- um verið notaðar þrjár gerðir af slitlögum, þ.e. steinsteypa, malbik og olíumöl, og hefur olíumölin verið mest notuð við svipaðar að- stæður og hér um ræðir. í athug- un okkar var miðað við, að slitlag yrði að vera ódýrara en sem næmi markaðsverði á 5 sm þykkri olíu- möl, og það mikið, að mismun- urinn næmi a.m.k. verði sements- ins, sem blandað væri saman við burðarlagið. Þess ber að geta, að vél sú, sem Sverrir Runólfsson hefur fengið til landsins, er eink- um ætluð til að blanda sementi 110 — 130, 160 — 180, og 220 — 250 kr. á hvern útlagðan ferm. í stað u.þ.b. 340 — 370 kr. ferm. af útlagðri olíumöl. Um gæði yfirborðsmeðhöndlun- ar við fslenzkar aðstæður er að sjálfstögðu ógerlegt að spá, þar verður reynslan að skera úr. í því sambandi má geta þess, að tilraunir með malbik og olíumöl hafa staðið yfir um áratuga skeið. Eitt versta vandamál, sem við er að etja við slitlagsgerðir hér á landi, er skortur á hæfni stein- efna til að olía eða asfalt fái loðað við þau. Þetta hefur leitt til þess að flytja hefur þurft steinefni til slitlagsgerðar langar vegalengdir. Viðloðunarhæfni steinefna á Kjalarnesi var kannað og var niðurstaðan mjög neikvæð. Af þeim sökum var ákVeðið að flytja efni til slitlagsgerðar að, þannig að ekki er notað efni á staðnum til slitlagsgerðar. 1 fræðiritum yfir- borðsmeðhöndlun er þess getið, að viðloðun sé afar veigamikið atriði, ennfremur mun ryk á yfir- borði steinefnanna geta valdið talsverðum erfiðleikum. Stein- efnin vilja þá losna undan hjólum bifreiða og kastast út af veginum Frá tæknilegum ráðgjöfum Sverris Runólfssonar byggingu vegarins í sjálfu vegar- stæðinu eða í grennd við það og að hægt sé að byggja upp veginn með jarðýtum og svokölluðum „scraperum", sem eru tæki, sem virðast henta einkar vel við flutning á efni á stuttum vega- lengdum. Hið lága verð vegarins er að mestu leyti afleiðing af þessum aðstæðum. Annað mál er, að hægt er að nota lélegra efni í undirbyggingu með íblöndun sements eða annarra efna, en af okkar hálfu hefur ekki farið fram nein athugun á arðsemi slíkrar aðgerðar þar sem hennar hefur ekki verið talin þörf sökum óvenjulega hagstæðra aðstæðna. Burðarlag: Hér á landi hafa mest verið notuð svokölluð malar- burðarlög, þar sem gerðar eru mjög strangar kröfur um korna- stærðir og dreifingu korna og fleiri atriði, sem þarflaust er upp að telja. Ástæðan fyrir vali á malarburðarlögum umfram aðrar gerðir er hagræns eðlis. I aðferð Sverris Runólfssonar er möl notuð í burðarlagið en er blönduð vissu magni af sementi, sem við hörðnun styrkir burðar- lagið verulega. Þykkt sementsbundins burðar- lags er venjulega 10 — 15 sm og jafnvel meir fyrir mjög umferðar- þungar götur. Sementsinnihald er venjulega 6 — 12% en í undan- tekningartilfellum er unnt að komast niður undir 4% sements- magn. Af þeim efnisprufum, sem teknar voru úr vegarstæðinu, og þeim rannsóknum, sem á þeim eða öðrum efnum saman við jarð- veg og er í þessu tilfelli heppileg við gerð burðarlagsins. Eftir nokkrar athuganir komumst við að þeirri niðurstöðu, að heppi- lcgasta slitlag með sements- bundnu burðarlagi væri svoköll- uð „surface-treatment" eða „yfir- borðsmeðhöndlun" eins og aðferð þessi mun hér eftir vara nefnd. Yfirborðsmeðhöndlun er í því fólgin, að sprautað er heitu asfalti á burðarlagið. Strax á eftir er lögð í asfaltið perlumöl af vissri stærð. Þessi aðferð er venjulega endur- tekin einu sinni eða oftar, og er næsta malarlag jafnan með minni kornastærð en það fyrra. Sam- kvæmt þeim fræðiritum, sem við höfum stuðst við, mun tvöföld yfirborðsmeðhöndlun vera mjög algeng ofan á sementsbundin burðarlög og er þess sérstaklega getið, að með því að sementsbinda burðarlög megi þynna slitlögin frá því sem ella þyrfti að vera á malarburðarlögum. Þykktir á yfirborðsmeðhöndlunum eru frá 1,5 — 2,5 sm eða meir en helmingi þynnri en olíumölin, sem miðað var við. Þar sem segja má, að verð á olíumöl og yfirborðsmeðhöndl- un sé nokkurn veginn í hlutfalli við efnismagn má ætla, að yfir- borðsmeðhöndlun geti orðið nokkuð dýrari en 5 sm olíumöl sökum hins þunna lags. Á þessu atriði er fyrst og fremst byggð sú skoðun okkar, að vel sé verjandi að ráðast í Kjalarnesveg- inn. Okkur hefur reiknast til, að verð á einfaldri, tvöfaldri og þre- faldri yfirborðsmeðhöndlun sé kr. Til þess að bæta úr þessum van- köntum er f fræðiritum ráðlagt að húða steinefnin fyrirfram með u.þ.b. 1% af asfalti, sem mun, að sögn, tryggja mun betri árangur en ella. 1 verklýsingu okkar er þess vegna gert ráð fyrir, að allt steinefni í slitlagið sé húðað eins og að ofan greinir. Við höfum mælt með, að þau steinefni, sem notuð eru til slitlagsgerðar hafi beztu olíumalarviðloðun. Fróðlegt væri þó að fá úr því skorið með rannsóknum hvort með forhúðun steinefna mætti draga úr kröfum um viðloðunarhæfni þeirra þannig að vfðar mætti fá hæft efni til slitlagsgerðar. Þar sem við lftum á verk þetta sem tilraun höfum við valið að vegarkaflanum á Kjalarnesi sé skipt f 9 smærri kafla þar sem bornir eru saman jafnmargir valkostir á mismunandi samsetn- ingu burðarlaga og slitlaga. Þannig er blandað saman þrem valkostum á þykktum burðarlaga, 10 sm, 12,5 sm og 15 sm, og þrem valkostum á yfirborðsmeðhöndl- un, einfaldri, tvöfaldri og þrefaldri. Það er einlæg von okkar að af niðurstöðum tilraunarinnar megi draga ályktanir, sem að gagni geta komið. Að síðustu viljum við segja, að samstarf við alla aðila málsins, ekki síst Vegagerð ríkisins, hefur verið með mestu ágætum. Virðingarfyllst, f.h. Verkfræðiþjónustu Guðmundar Öskarssonar 19/8 ’74 Edgar Guðmundsson. Planó Píanó óskast til kaups. Sími-35604. Keflavík — Njarðvík 2ja — 3ja herb. íbúð óskast sem fyrst. Upplýsingar i sima 3196. íbúð til leigu 4ra herb. íbúð til leigu á Mel- unum. Tilboð er greini fjölskyldu- stærð leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „15 — 7259" fyrir 5. sept. Suðurnesjamenn Utvega fyllingarefni i grunna o.fl. Geri tilboð ef óskað er. Upplýsingar i sima 92—3196. Af sérstökum ástæðum er .til sölu JCB 3D traktorsgrafa. Vélin er árs gömul. Upplýsingar i síma 81 700. Byggingalóð. Óska eftir að kaupa lóð undir ein- býlis- eða tvíbýlishús í K *'pc'vogi. Uppl. í síma 41303 40240 næstu daga. Árbær Okkur vantar góða konu til að gæta 1 árs barns i vetur. Upp- lýsingar í sima 82791. Saab 96 1972 Til sölu er Saab 96 árgerð 1 972 i góðu lagi. Upplýsingar i sima 73084. Óskum eftir matreiðslukönu nú þegar út á land. Upplýsingar í sima 9 5 — 5265. Peningaskápur Óska eftir að kaupa peningaskáp. Upplýsingar i sima 99 — 3625 og 99 — 3635. Góður rafsuðumaður óskast. Góð laun. Uppl. í sima 5321 2. Vil taka á leigu íbúð eða hús, helzt i Reykjavik. Vinsamlega hringið i sima 43180. Óska eftir rafstöð á leigu ekki minni en 1 5 kílówött. Uppl. i síma 5321 2. Til leigu Góð þriggja herbergja íbúð til leigu^i Fossvogi frá 1. okt. Fyrir- framgreiðsla. Tilboð sendist Mbl. fyrir 6. sept. merkt: 8502 íslenski bifreiða- og vél- hjólakiúbburinn AÐALFUNDURINN verður haldinn í dag, að Hótel Sögu, kl. 1,30 eh. — Kvikmyndasýning. Undirbúningsstjórn. Ráðskona óskast í sveit ekki yngri en 3 5 ára. Upplýsingar i sima 34957. Olíumiðstöð i 20 farþega bifreið óskast til kaups. Simi 83839. Túnþökur — Tækifæri Get útvegað ódýrar, góðar túnþök- ur næstu daga. Simi: 20856. Pennavinir um allan heim Kynningarþjónusta um allan heim. Myndskreyttur alþjóðapennavina bæklingur. Ókeypis. Skrifið i dag: Five Continents Ltd., Waitakere, New Zealand. JWereMnþlaöth RUCIVSinCRR ^->•22480 Frá Flensborgarskóla Nemendur menntadeifdar komi í skólann mánudaginn 9. september, 3. og 4. bekkur kl. 9, 1. og 2. bekkur kl. 1 0. Nemendur annarra deilda komi i skólann mánudaginn 16. september, 3. bekkur, landspróf og valgreinadeildir kl. 1 0, 4. bekkur kl. 1 3, 5. og 6. bekkur framhaldsdeildar kl. 14. Fræðslustjórinn i Hafnarfirði. Frá barnaskólum Kópavogs Barnaskólarnir i Kópavogi hefja starf sem hér segir, skólaárið Í974- 1975: Mánudaginn 2. sept. kl. 1 4 — kennarafundir. Þriðjudaginn 3. sept. — skólasetning. Börnin komi í skólana sem hér segir þann dag: 12 ára bekkir börn fædd 1962 kl. 9 11 ára bekkir börn fædd 1963 kl. 10 10 ára bekkir börn fædd 1964 kl. 11. 9 ára bekkir börn fædd 1965 kl. 1 3 8 ára bekkir börn fædd 1966 kl. 14 7 ára bekkir börn fædd 1 967 kl. 1 5. 6 ára börn í forskólabekkjum verða kvödd í skólana siðar. Börn úr Snælandshverfi komi í Digranesskóla á ofangreindum tíma. Fræðslustjórinn í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.