Morgunblaðið - 31.08.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.08.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. AGUST 1974 23 — Geir Framhald af bls. 1 sem lýst hefðu yfir því, að ríkis- stjórnin væri andsnúin hagsmun- um launþega, eftir að hún setti fram óskir sfnar um viðræður við launþega og lagði áherslu á, að efnahagsráðstafanirnar kæmu ekki með fullum þunga á þá, er lökust hefðu kjörin. — Björn Jónsson sagði: „Ég 1 myndi ekki svara því játandi, en þetta er yfirlýsing ákaflega al- menns eðlis og við eigum eftir að sjá, hvort hún fær þau eftirmæli aó hafa verið andsnúin verkalýðn- um eða ekki. I þessum efnum er heppilegt að láta reynsluna tala.“ Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands- ins, sagði eftirfarandi: „Fyrst vil ég vitna til greinar- gerðar Vinnuveitendasambands- ins frá 15. ágúst s.l. Þar segir, að margar helztu atvinnugreinar séu nú reknar með miklum halla. Öhjákvæmilegt sé að tryggja hallalausan rekstur þeirra til að koma í veg fyrir stöðvun þeirra og atvinnuleysi. Gengisbreytingin mun vera einn liður til að koma þessu fram og tryggja atvinnu í landinu — rétt gengisskráning er nauðsyn- leg á hverjum tíma. Við treystum því, að ákvörðun um nauðsynleg- ar hliðarráðstafanir komi eins og boðað er, þar eð breytingin á genginu nægir ekki til frambúð- ar, þar þurfa að koma til skipuleg- ar og samræmdar aðgerðir. Við teljum þá stefnu ríkis- stjórnarinnar horfa til heilla, að í stjórnarsáttmálanum skuli vera tekin upp ákvæði um samráð við aðila vinnumarkaðarins um lausn vandans.“ t Faðir okkar, JÓN G. JÓNSSON, verður jarðsunginn frá Akureyr- arkirkju mánudaginn 2. sept. kl. 13.30 Daníel Jónsson, Ólafur Jönsson, Valgarð Jónsson, Gunnar Jónsson. — Ráðstöfun Framhald af bls. 3. sem næmi 2800 — 3500 m. kr. eftir því hvort tillit væri tekið til verðjöfnunar eða ekki. Sú gengislækkun, sem nú hefur verið ákveðin, færir sjávarút- veginum 4.800 m. kr. í auknar tekjur. Á móti kemur hækkun á rekstrarkostnaði sjávarútvegsins, sem lauslega er metinn á 1.600 m. kr„ þannig að nettóáhrifin eru jákvæð um 3.200 m. kr. Gengis- breytingin getur, með viðeigandi hliðarráðstöfunum, tryggt við- unandi afkomu útflutningsat- vinnugreinanna, en þó því aðeins, að ekki verði um að ræða fram- hald víxlhækkana kaupgjalds og verðlags innanlands, heldur aðeins hóflega aukningu rekstrar- kostnaðar vegna launauppbóta til láglaunafólks, og samsvarandi breytingu á almennu fiskverði. Þá mun gengisbreytingin, að gefnum aðhaldssömum stuðnings- aðgerðum, bæta viðskiptajöfnuð- inn mjög verulega eða um allt að 4.000 m. kr. á heilu ári. Frumvarpið var samþykkt með 18 atkv. gegn 10 i neðri deiid og 10 atkv. gegn 3 í efri deild. Alþjóðleg ráðstefna sjúkraþjálfara DAGANA 16. — 22. júnf 1974 var haldin alþjóðleg ráðstefna sjúkraþjálfara f Montreal f Kanada. Aðalviðfangsefni ráð- stefnunnar var „Expanding Hori- zons af Physical Therapy", Ráð- stefnuna sóttu 3.700 manns frá 36 löndum. Meðal þátttakanda voru fimm fslenzkir sjúkraþjálfarar og þar af voru tveir, sem kynntu sér sérstaklega menntunar- og skóla- mál, sem var stór þáttur á ráð- stefnunni. Formaður Félags íslenzkra sjúkraþjálfara sat aðalfund alþjóðasamtaka sjúkraþjálfara, sem haldinn var í sambandi við ráðstefnuna. Doreen M. Moore lét af störfum sem forseti alþjóðasambandsins eftir 4 ára starf og við tók E. Michels frá Bandarfkjunum. Félag íslenzkra sjúkraþjálfara tók einnig þátt í sýningu, sem haldin var á ráðstefnunni, þar sem kynnt var starfsemi sjúkra- þjálfara í ýmsum löndum. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför, GUORÚNAR SOFFÍU HELGADÓTTUR, Agða Vilhelmsdóttir, Guðrún Soffía Guðnadóttir, Hallgrimur Ævar Mason, Anna Jóhannesdóttir, Tómas A. Jónasson, og aðrir aðstandendur. Þökkum innilega + hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur og systur, GUÐRUNAR BACHMANN Háteigsvegi 52. Ólafur Þorláksson, Hrefna Björgvinsdóttir, Gísli Ragnarsson, Hermann Björgvinsson, Hrefna Karlsdóttir Bachmann, Guðjón Bachmann, Ann Opalak, Hrafn Bachmann, Steinunn Þórðardóttir, Benedikt K. Bachmann, Margrét Þórsteinsdóttir. Vertíðarlok í 1. deildinni um helgina: Akurnesingar fá bikarinn VERTÍÐARLOK verða i fslandsmót- inu i knattspyrnu 1974 nú um helg- ina. Þá fara fram fjórir leikir — fjórtánda og síðasta umferðin, sem fara fram þá siðar i haust. Fer það eftir þvi, hver niðurstaða æðstu dómstóla iþróttahreyf ingarinnar verða, en þangað hafa Framarar áfrýjað þeim úrskurði, að þeim beri að leika við Val öðru sinni, þar sem leikur liðanna i seinni umferð móts- ins hafi verið ólöglegur. Þrír leikir fara fram I 1 deildar keppninni í dag Á Laugardalsvellinum leika KR og ÍA, á Akureyrarvellinum mætast ÍBA og Fram og á Kaflavíkur- vellinum leika ÍBK og (BV. Einn leikur fer svo fram á morgun, milli Vlkings og Vals Athygli þessarar síðustu umferðar mun fyrst og fremst beinast að botn- baráttunni, sem er nú gifurlega hörð milli þriggja liða: Vikins, AÍtureyrar og Fram. Fram hefur nú hlotið 10 stig, en Vikingur og Akureyri 9 KR — ÍA I þessum leik hafa Akurnesingar að því einu að keppa að tapa honum ekki, þannig að þeir komist frá þessu ís- landsmóti, án þess að tapa leik ís- landsmeistaratitilinn er þegar þeirra, og að leikslokum í dag mun þeim verða afhentur bikarinn og önnur þau verðlaun sem titlinum fylgja, titli, sem þeir eru vel að komnir i ár. Árangur liðsins hefur verið glæsilegur. Það hefur unnið átta leiki og gert fjögur jafntefli. Markatalan 21:7. En KR-ingar reyna ugglaust að velgja íslandsmeist- urunum undir uggum, nú þegar þeir eru lausir úr spennu botnbaráttunnar. IBK — IBV Leikur þessi hefur heldur ekki þýðingu upp á stöðu liðanna í deild- inni. Kaflvikingar hafa þegar tryggt sér annað sætið og þátttökurétt i EUFA- bikarkeppninni að ári En oftast hafa viðureignir þessara liða verið hinar skemmtilegustu. í leikslok munu Kefl- víkingar fá afhent silfurveðlaun Is- landsmótsins. ÍBA — Fram Þarna verður ugglaust um gifurlega harðan slag að ræða Akureyringar verða að vinna þennan leik, en Fram nægir hins vegar jafntefli til þess að tryggja sér áframhaldandi keppnisrétt i deildinni, a.m k. eins og málin standa nú Fyrri leik liðanna, á Laugardals- vellinum, lyktaði með mjög svo óvænt- um sigri ÍBA Það var í mótsbyrjun, þegar styrkleiki liðanna var ekki kominn fram, og flestir töldu, að Fram myndi verða i baráttunni um íslands- meistaratitilinn. Vikingur — Valur í annað sinn á fimm dögum mætast þessi lið og þriðja viðureign þeirra verður svo i næstu viku. Eftir leik liðanna i undanúrslitum bikarkeppni KSÍ mætti ætla, að þarna yrði um jafna viðureign að ræða. Mikið er i húfi hjá Vikingunum að vinna þennan leik, þar sem sigur i honum myndi tryggja þeim áframhaldandi keppnisrétt i 1. deild. Leikirnir i dag hefjast kl 14.00 á Laugardalsvellinum og á Akureyri, en kl. 17 00 i Keflavik og leikurinn á morgun hefst kl. 1 6 00 y-„ Badminton hjá KR VETRARSTARF hadminton- deildar KR fer nú senn aó hef jast. Þeir, sem ætla aó fá fasta tfma hjá deildinni í vetur, þurfa að koma f KR-heimilið þriðjudag- inn 3. sept. n.k. eða fimmtudag- inn 5. sept. n.k. kl. 20—21. Ungl- ingaflokkar mæti 7. september kl. 13.30. Pressuleikur á þriðjudaginn Hátíð á KR svæðinu 1 tilefni af 75 ára afmæli KR á þessu ári hafa KR-ingar ákveðið að efna til tveggja daga fþrótta- hátfðar á félagssvæði sfnu laugar- daginn 31. ágúst og sunnudaginn 1. september n.k., og hefst hátfðin kl. 13.30 báða dagana. Deildir félagsins efna f þessu sambandi til keppni og sýninga f ýmsum greinum fþrótta. Yngri knatt- spyrnuflokkar munu keppa á völlum félagsins báða dagana og hinir tveir stóru salir félagsins verða einnig opnir. M.a. cfna badmintonmenn þar til móts á laugardag og borðtennismenn á sunnudag. Handknattleikur er á dagskrá á sunnudag og þá munu fimleikamenn einnig sýna. Hátfð- inni lýkur á sunnudaginn með knattspyrnuleik „Harðjaxla KR“ og „Bragðarefa“ Fram, og gefst þar tækifæri að sjá f leik þá snjöllu kappa, sem skipuðu meistaraflokka félaganna um og fyrir 1960. Leikur þessi hefst um kl. 17.00. Félagheimilið verður opið báða dagana og gefst fólki þar tæki- færi til að skoða verðlaunagripi og myndir úr sögu félagsins. Að auki mun yngsta deild félagsins, KR-konur, sjá um kaffiveitingar gegn vægu gjaldi. KR-ingar vænta þess, að sem flestir stuðningsmenn og velunn- ar félagsins heimsæki félags- svæðið um helgina og einkum for- eldrar þeirra barna, er fþróttir stunda á vegum KR sérstaklega boðnir velkomnir og hvattir til að kynnast starfi félagsins. N.K. þriðjudag fer fram á Laugardalsvellinum pressuleikur f knattspyrnu, og er sá leikur liður f undirhúningi fyrir lands- leikinn við Belgfumenn, sem fram fer sunnudaginn 8. september. Landsliðsnefnd KSf birti í gær valið á landsliðinu, sem leika mun við pressuliðið, og hefur nefndin gert tvær breytingar á liðinu frá landsleiknum við Finna. Jón Pétursson, Fram, og Magnús Guðmundsson, KR, eru nú valdir f liðið f stað Sigurðar Haraldssonar og Jón Gunnlaugs- sonar. Landsliðið verður þannig skipað: Þorsteinn Ölafsson, IBK Magnús Guðmundsson, KR Eirfkur Þorsteinsson, Vfkingi Magnús Þorvaldsson, Vfkingi Marteinn Geirsson, Fram Nú um helgina fer fram hið árlega unglingameistaramót í sundi og er það haldið í Reykjavík að þessu sinni. Keppt verður í Sundhöllinni við Barónstíg á laugardag 31. ágúst og sunnudag 1. september. Keppnin hefst fyrri daginn kl. 16.00, en á sunnudag hefst keppnin kl. 15.00. Mót þessi eru ávallt hin fjöl- mennustu, sem haldin eru, og nú eru keppendur frá 13 félögum og héraðssamböndum, sem senda um 200 keppendur, en fjöldi skrán- inga í mótið er 549. Á sfðasta móti, sem haldið var á Jóhannes Eðvaldsson, Val Jón Pétursson, Fram Guðgeir Leifsson, Vfkingi Karl Hermannsson, IBK Grétar Magnússon, IBK Asgeir Elfasson, Fram Gfsli Torfason, IBK Atlí Þór Héðinsson, KR Matthfas Hallgrfmsson, IA Teitur Þórðarsson, lA óskar Tómasson, Vfking Iþróttafréttamenn völdu svo f gær pressu- liðið og verður það þannig skipað: Sigurður Haraldsson, Val Diðrik ólafsson, V'fkingi Björn Lárusson, lA Gunnar Jónsson, tBK Jón Gunnlaugsson, lA Gunnar Austfjörð, tBA Þröstur Stefánsson, ÍA Jón Alfreðsson, lA Hörður Hilmarsson. Val óskar Valtýsson, IBV örn óskarsson, tBV Karl Þórðarsson, ÍA Steinar Jóhannsson, tBK Loftur Eyjólfsson, Haukum Magnús Brynjólfsson, FH Sigurður Indriðason, KR Siglufirði, varð Ægir sigurvegari í stigakeppni mótsins eftir harða keppni við Breiðablik úr Kópa- vogi. Nú er keppnin hins vegar mjög tvísýn, en telja verður Ægi, Akra- nesbúa og KR-inga einna líkleg- asta sigurvegara, þótt fleiri komi þar til greina, svo sem Breiðablik eða Skarphéðinn. Keppt verður í 32 greinum í 3 ' aldursflokkum, 12 ára og yngri, 14 ára og yngri og 16 ára og yngri. Hverjum keppanda er heimilt að keppa mest í fjórum greinum, og þá eingöngu í sfnum aldursflokki, auk boðsunda. Gífurleg þátttaka í imglmgameistaramótinu EDQŒX Handavinnu- kennara pilta vantar að skólum Reykjavíkur. Upp- lýsingar veitir Bjarni Ólafsson, eftirlits- kennari, fræðsluskrifstofu Reykjavíkur sími: 21 430. Trésmiðir Óskum eftir trésmiðum í innivinnu í vetur. Akkorðsvinna. Upplýsingar í síma 1 3428. Ármannsfell h.f., Grettisgötu 56. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Slippfélagið í Reykjavík h.f., Mýragötu 2, sími 10123.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.