Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975 TÍU ár eru liðin síðan barátta fyrir auknu málfrelsi við Berkeley-háskóla í Bandaríkjun- um hratt af stað svokallaðri stúdentaauppreisn, sem hafði áhrif um allan heim. Áætlað er að þeir sem tóku þátt i henni hafi verið um 350.000 talsins og að álíka stór fjöldi hafi fylgt þeim að málum. Nú eru flestir þeirra orðnir ráðsettir borgarar og velta því fyrir sér hvaða breytingar ef nokkrar uppreisn þeirra hafði í för með sér. Langflestir telja að hreyfingin sé liðin undir lok og mörgum sárnar hvernig hún hefur þróazt á síðari árum, en samkvæmt könn- un, sem tímaritið U.S. News and World Report hefur gert, líta þeir svo á að uppreisnin hafi gerbreytt lífi hundruða þúsunda og áhrif- anna haldi áfram að gæta eftir þvi sem völd og áhrif hinna fyrrver- andi baráttumanna aukist í þjóð- félaginu. Öllum hefur reynzt erfitt að laga sig að veruleika hversdags lífsins að námi loknu. Þegar þeir voru í skóla fengu þeir nóg fé til flestra hluta frá heimilunum, en nú verða þeir að sjá fyrir sér sjálfir. Margir hafa fengið útrás í alls konar störfum í þágu þjóð- félagslegra mála og hvers konar trúardýrkun. Nöfn flestra for- ingja þeirra eru löngu gleymd, en þó muna sjálfsagt margir eftir nöfnum eins og Mario Savio, Angela Davis og Jerry Rubin, og ferill þeirra gefur allgóða hug- mynd um þær leiðir, sem hinir fyrrverandi uppreisnarmenn hafa valið. % Mario Savio var foringi „mál- frelsishreyfingarinnar", er nú 32 ára gamall og kennir við „til- raunaskóla" í Los Angeles. Hann hefur haft hægt um sig síðan hann reyndi árangurslaust að ná kosningu til öldungadeildarinnar 1968 og fengizt við alls konar störf. En nýlega gaf hann út opin- bera yfirlýsingu þar sem hann lýsti furðu sinni á því að blaða- menn skyldu spyrja hann um hvarf Patty Hearst, dóttur blaða- kóngsins, og kvað fráleitt að bendla sig við hópa ofbeldis- manna á við þann sem stóð að ráni hennar. 0 Angela Davis, blökkustúlkan og kommúnistinn sjálfyf irlýstí, var sýknuð af ákærum um morð og samsæri í sambandi við skot- bardaga 1 dómhúsi I Kaliforníu 1970 og býr nú í Oakland, þar sem hún stendur framarlega í samtök- um, sem kallast „Landsbandalag- ið gegn kynþátta- og stjórnmála- kúgun“. Alríkislögreglan FBI lýs- ir samtökunum þannig, að þau séu kommúnistísk, og barátta þeirra beinist gegn fangelsiskerf- inu í Bandaríkjunum. Angela samdi bók um réttarhöldin gegn sér, og nýlega kom hún fyrir eina af nefndum öldungadeildarinnar til að mótmæla staðfestingunni á skipun Nelson A. Rockefellers í embætti varaforseta. Þannig hófust stúdenta- óeyrðirnar fyrir tíu árum. Mario Savio talar á mót- mælafundi stúdenta við Berkeley-háskóla 1964. • Jerry Rubin var áður einn af foringjum byltingarflokksins „Youth International Party,“ svo- kallaðra „yippa", en er nú félagi í samtökum, sem leggja stund á „mannrækt“.Nýlegakom hann fram á blaðamannafundi til að saka Timothy Leary, upphafs- menn eiturlyfjatízkunnar, um að ljóstra upp um róttæka unga menn til að fá fangelsisdóm sinn styttan. Fáir fyrrverandi uppreisnar- leiðtogar eru Iengur í felum, og rektor Wisconsin-háskóla, Edwin Young, segir að einu stúdentarn- ir, sem hafi orðið fyrir alvarleg- um áföllum er hafi valdið röskun á lífi þeirra. séu þeir sem hafi verið lögsóttir fyrir „róttæka niðurrifsstarfsemi". Jane L. Alpert er ein þeirra, sem hafa verið í felum, en hún gaf sig fram í nóvember í fyrra, fjórum árum eftir að hún var dæmd til fangelsisvistar fyrir þátttöku f nokkrum sprengjutilræðum árið 1969, og kallaðí það „hamingju- samasta dag lífs síns“, þegar hún afneitaði fyrra lfferni sínu. Meðal þeirra, sem enn er leitað, eru Mark Rudd, fyrrverandi foringi SDS („Students for a Democratic Society") við Columbiaháskóla, Huey Newton úr „Svarta pardus- dýraflokknum" og Bernardine Dohrn, sem lýst er eftir í sam- Þetta krot á vegg einnar byggingar Indiana-háskóla gæti verið grafskrift stúdentabyltingar- innar. Hvaö varð um foringjana og fylgjendur lieirra? bandi við Chicago-óeirðirnar 1969. Einn sjö sakborninga í réttar- höldunum vegna þeirra óeirða, John Froines, var nýlega skipað- ur yfirmaður „heilbrigðis- og öryggismála á vinnustöðum" í Vermont. Annar fyrrverandi stúdentaleiðtogi, Paul Soglin, 29 ára, er borgarstjóri í Madison í Wisconsin, þar sem hann berst fyrir framfaramálum. Hann lýsir sig ósammála þeirri skoðun að „gömlu“ stúdentarnir hafi glatað hugsjónum sfnum. Hann segist þekkja marga fyrrverandi félaga, sem reyni að breyta stefnu stór- fyrirtækja, sem þeir starfi hjá, og stuðli að „breytingum í framfara- átt“ í starfi sínu sem læknar og blaðamenn eða taki virkan þátt í samtökum sem vinni að „hags- munamálum samfélagsins“. Sósíalisti, sem hætti í háskóla og gerðist slökkviliðsmaður, Rob- in N. Lauriault, er á öðru máli. Hann dró sig út úr stjórnmálum 27 ára gamall þegar hann hafði gegnt starfi bæjarstjóra í Senoia í Georgiu í tvö ár. „Ég efast um að hægt sé að koma nokkru gagnlegu til leiðar með pólitískum aðgerð- um. Kannski smábreytingum eins og ég reýndi í Senoia en ekki þeim byltingarlegu breytingum eins og vonaði hér áður fyrr“ seg ir hann. Hann segir, að afstaða sfn hafi breytzt, þegar hann varð að sjá fyrir fjölskyldu. Hann viidi reisa dagvistunarheimili fyrir „hina lakast settu í þjóðfélaginu" og aðrar „áþreifanlegar ráðstaf- anir“ en segir að það hafi^ekki „fallið í kramið" hjá félögunum f stúdentahreyfingunni sem hafi „enga atvinnu og þurfi ekki að sjá fyrir fjölskyldu." Þeir líti á sig sem „pólitfska lærifeður þjóðar- byltingar” en jnarxískar hug- myndir þeirra um verkalýðinn sýnir að þeir séu, „uppi í skýjun- um og nái ekki til fólksins." Pólitfsk vonbrigði hafa valdið því að margir ungir uppreisnar- menn hafa snúið sér að landbún- aði og kommúnulífi, oft trúar- legu, til að einangra sig frá nú- tfmasamfélagi og þrýstingi þess sem þeir telja „ómennskt". Þann- ig hafa mörg hundruð fyrrver- andi stúdentar og félagar þeirra stofnað frumstæðar nýlendur í Ozarkfjöllum norður af Little Rock í Arkansas, þar sem þeir stunda búskap og lifa kommúnu- lífi. Sex gáfust upp í einni nýlend- unni vegna þreytu en aðrir koma í þeirra stað. 1 hópi þessara nýju landnema eru grænmetisætui; „Jesúbörn" og dýrkendur trúar- bragða Indíánasembúaí tjöldum að dæmi þeirra. Margir rækta marijuana en enn sagðir reykja Iftið af því þar sem „mikið sé að gera.“ Róttækar skoðanir sitja í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.