Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 38
38 t Litli drengurinn okkar, ÓTTAR, lézt á Barnadeild Hringsins 14 febrúar Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum innilega sýnda samúð Hildur Þorvaldsdóttir, Gunnar Indriðason. t Útför sonar míns og bróður okkar, ÞORSTEINS ÁSMUNDSSONAR, Gunnarssundi 1, Hafnarfirði fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 4 marz kl. 3 e.h. Markrún Felixdóttir, og systkini hins látna. t Útför ÞÓRU KRISTÍNAR MARGRÉTAR HELGADÓTTUR, Suðurgötu 38, Bjarnabæ, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, þriðjudaginn 4. marz kl. 1 e.h. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir Fyrir hönd systkina, Matthias Helgason t Útför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður, ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR, Hofsvallagötu 16. verður gerð frá Dómkirkjunní mánudaginn 3. marz kl. 1 3 30 Ásdis Eyjólfsdóttir, Víglundur Þorsteinsson, Sigurveig Jónsdóttir, Ásta B. Þorsteinsdóttir, Ástráður B. Hreiðarsson, Hafdis Þorsteinsdóttir. t Útför móður okkar, KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Langholtsveg 187, sem andaðist I Borgarsjúkrahúsinu 22. febrúar, fer fram frá Foss- vogskirkju mánudaginn 3 marz kl. 1 3 30 Málfriður Magnúsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir. Áslaug Magnúsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns mins og föður okkar JÓNS E. HALLDÓRSSONAR. Sigrún Einarsdóttir og börn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og útför, SIGRÍÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR frá Hofsósi. Alúðarþakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Siglufjarðar Sigurjóna Þorsteinsdóttir,. Ólafur Magnússon, Guðrún Thorarensen, Oddur Thorarensen, Óli Þorsteinsson, Guðrún Kristjánsdóttir, barnabörn. Þorsteinn Þorsteins- son fisksali - Minning Fæddur 8. júlí 1918 Dáinn 21. febrúar 1975. Hinn 21. febrúar lést í sjúkra- húsi í Reykjavík Þorsteinn Þor- steinsson, fisksali og fyrrum tog- arasjómaður í Reykjavík. Þorsteinn Þorsteinsson var fæddur i Reykjavík sumarið 1918, nánar til tekið 8. júlí það ár og voru foreldrar hans þau Ástríður Oddsdóttir frá Brautarholti við Grandaveg og Þorsteinn Guð- laugsson togarasjómaóur, en þau bjuggu lengst af að Hringbraut 88 í Reykjavík. Þau eru nú bæði lát- in. Ástríður móðir Þorsteins, var dóttir hjónanna Guðrúnar Árna- dóttur og Odds Jónssonar í Braut- arholti. Guðrún Árnadóttir var frá Guðnabæ í Selvogi, fædd 1859, dáin 1939. Oddur Jónsson var for- maður í Reykjavík, fæddur 1857 og drukknaði í fiskiróðri úti á Sviði árið 1902. Faðir hans, Jón útvegsbóndi í Steinum Eyjólfs- son, fórst einnig í fiskiróðri í Faxaflóa árið 1868, 41 árs að aldri. Astríður Oddsdóttir var fædd árið 1888 og lést árið 1961. Þorsteinn Guðlaugsson, togara- sjómaður, faðir Þorsteins var fæddur árið 1886. Faðir hans, Guðlaugur Þorsteinsson, var Ár- nesingur en móðir hans, Margrét Guðmundsdóttir, ættuð af Vatns- leysuströnd. Þegar Þorsteinn Guðlaugsson var á fjórða ári missti hann föður sinn. Fluttist t Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu auðsýnda mér og fjöl- skyldu minni við andlát og útför konu minnar, GUÐRÍÐAR JÓNSDÓTTUR. Jón Ívarsson. móóir hans þá austur í Arnes- sýslu, þar sem hann ólst upp til tvítugs aldurs, er hann flutti suó- ur og gerðist sjómaður, fyrst á skútum, síðan á togurum. Þor- steinn andaðist árið 1968. Þau Astríður og Þorsteinn eign- uðust 10 börn og af þeim eru nú sex á lífi. Þau eru Bryndís, hjúkrunar- kona i New York; Guðrún, ekkja í Reykjavík eftir Helga Guðmunds- son, múrarameistara; Margrét, gift í Bandaríkjunum; Haraldur, húsasmíðameistari; Asta Ingi- björg og Steinunn, en þau síðast- töldu eru gift og búsett í Reykja- vik. Látin eru Guðlaugur, stýrimað- ur og skipstjóri, er lézt síðastliðið haust, en hann var kvæntur Guð- rúnu Jónsdóttur; Víglundur, er dó á fyrsta ári 1917; Margrét fædd 1921 og dáin sama ár og Þorstein Þorsteinsson, er nú er kvaddur. Eg kom oft í æsku minni á heimili þeirra Ástríðar og Þor- steins Guðlaugssonar. Þangað var gott að koma, þar var sjómanns- heimili, þar sem Voru stálpaðir krakkar, fallegar stúlkur og stór- vaxnir menn, sem fóru með skip- um út á hafið, sem andaði svo þungt vestur i Selsvör og úti i Gróttu. Yfir þessu fólki öllu var sérstakur stíll og yfirbragð. Þorsteinn fór til sjós, eins og gert höfóu faðir hans og afi og reyndar forfeóur hans eins lengi og um er vitað. í gamla daga voru hlutirnir einfaldari í sniðum. Á stórum heimilum byrjaði unga fólkið að hjálpa til strax og það gat, rölti á eftir fé eða stórgripum í sveitum, reif upp fisk og breiddi fisk við sjóinn, og svo einn dag kom sjórinn; menn stóðu uppi á keis eða við reiðann á skipi sem öslaði út flóann og borgin sökk. Þetta var fjölbrautarskólinn mikli, þar sem góðar bænir og heilræði þóttu umtalsverðari far- angur en okkur þykir nú. S^eini frændi minn fór þessa leiðina og ég reyndar sjálfur líka og milli + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu víð andlát og útför, ÞÓRÐAR BENEDIKTSSONAR, frá Háafelli. Finnur Benediktsson, Ólafur Benediktsson. t Þökkum af alhug öllum þeim nær og fjær er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu. RAGNHEIÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Steinskoti, Eyrarbakka. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýnt hafa mér og mínum samúðar- og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns mins, HELGA KR. HELGASONAR, vélstjóra, Langholtsvegi 75. Sérstakar þakkir vil ég einnig færa félögum hans í St Hallveigu nr. 3 fyrir rausn þeirra og virðingarvott Fyrir hönd vandamanna, Magnea G. Magnúsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför konunnar minnar, ELÍNMUNDU HELGADÓTTUR. Fyrir mína hönd, barna minna, tengdabarna og barnabarna Gestur Sigfússon. + Þökkum sýnda samúð við andlát og útför. JÓNATANS LÍFGJARNSSONAR, frá Miðgörðum. Aðalheiður Frankllnsdóttir og börn, Lárus Jónatansson, Hallveig Einarsdóttir, Sigriður Jónatansdóttir, Ingveldur Jónatansdóttir, Svava Jónatansdóttir, Gisli Kárason, Ingibjörg Jónatansdóttir, Jón Pétursson, Ragnar Jónatansson, Ingveldur Gestsdóttir og barnabörn. Elísabet Markúsdóttir, okkar myndaðist sérstakt sam- band strax í æsku minni og það hélst meðan hann lifði — og ég held bara enn. Þorsteinn varð eftirsóttur tog- aramaður strax á ungum aldri. Hann var af þeim kominn — þeirri ætt — sem vill ekki láta aðra vinna handtök sín upp aftur. Hann var skapstór og harður í horn að taka, bæði á dekkinu og í pólitíkinni, einkúm þó á sínum yngri árum og hann mátti ekkert aumt sjá. Við börnin í Vesturbænum hitt- um þessa harðjaxla ekki oft, þeir komu og fóru þungstígir með pok- ann sinn fyrir birtingu. Helzt var þegar togurunum var lagt vegna kreppu, eða útaf verkföllum. Þá var þeim lagt við festar inni á Sundum þar sem þeir húktu fullir af myrkri og rottum, en togara- mennirnir snöpuðu gams i landi á meðan. En svo fóru þeir aftur. Það var kveikt undir kötlunum á ný og þeir sigldu úr höfn. Þá urðu allir glaðir aftur, ekki sizt börnin, sem tóku hagsveiflum verr en aðrir, líka lífi og dauða. Já, það komu oft erfiðir tímar hjá okkur krökkunum og reyndar hjá fulloróna fólkinu lika. Það komu strönd og það kom stríð. Togarar og bátar fórust og komu aldrei aftur og þá var það aumt fyrir krakka, sem þekktu marga á sjónum, eins og hjá okkur sem bjuggum i verkó. Stundum fórust menn úr næstu húsum og við höfðum hægt um okkur í marga daga og hjarta okkar var þungt af sorg. Verst var það líklega i stríð- inu, þegar skipin sprungu og sá- ust ekki meir. Þá var vont að þekkja hann Elias stóra, hann Sigurð Ingimundarson, hann Gvend Halldór, hann Þorstein Guðlaugsson, hann Steina og hann Lalla. Já alla mögulega menn, sem voru á sjó. Þá lærðum við að elska þessa menn og við gleymum þeim aldrei. Þorsteinn Þorsteinsson fór mjög ungur á sjóinn. Fyrst með föður sínum á togarann Jón Ólafs- son, eða á Hannes ráðherra, og hann var til sjós. allt til ársins 1956,'er hann lét af störfum vegna veikinda. Þorsteinn var lengst af hjá sama togarafélagi, Alliance, og með sömu skipstjör- um, þeim Guómundi Markússyni og síðar syni hans Markúsi Guð- mundssyni. Þorsteinn var einn þeirra, sem sóttu togarann Jón forseta og komu með hann til landsins og hann var þar í plássi þar til Markús Guðmundsson t6k við togaranum Marz. Þar var hann unz hann lét af sjómennsku. Þegar Þorsteinn hætti á sjón- um, sneri hann sér að fisksölu, sem hann rak til dauðadags. Þetta starf átti um margt vel við lund hans og kapp. Var hann með verzlun sína að Hofsvallagötu 16 alla tíð og þótti röggsamur og heiðarlegur í viðskiptum. Yfir búðinni var viss togarastíll, a.m.k. þegar góðir og gildir trollara- menn áttu þar leið til þess að kaupa sér fisk, eða til þess að hafa af honum orð. Árið 1943 uróu þáttaskil i lifi Þorsteins Þorsteinssonar, er hann giftist eftirlifandi eiginkonu sinni Ásdísi Eyjólfsdóttur, Brynjólfs- sonar úr Reykjavík sem var skaft fellskrar ættar, eins og verið hafði móðurafi hans, Oddur í Brautarholti. Fallegri ungri stúlku semþávarrúmlega tvítug að aldri. Reyndust Asdís honum góður og ástrikur förunautur alla tíð. Þau eignuðust þrjú myndar- leg börn, en það eru: Víglundur Þorsteinsson, lögfræðingur og forstjóri BM VALLÁ, kvæntur + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar, fósturmóður okkar, JÓNÍNU ÞÓRBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Elliheimilinu Akranesi. Rósa og Guðrún Vilhjálmsdæt- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.