Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975 o. 4 ^ a í Piltur og stúlka eí til þess að hafa hana fyrir framan; en hitt er það, ég held þú yrðir að fá þér einhverja konumynd. Já, sagði Guðmundur og dró langan seim á jáinu. Þessi kvenþjóð! Og þessar konur! Það hef ég þó komizt að raun um, Guðmundur minn, síðan konan mín dó, að skárri eru konurnar en þessar ráðskonuskammir; og sannast er að segja um það, að þó að hún Guðrún mín heitin væri óráðs- skepna í mörgu, þá dró hún þó ekki allt út úr höndunum á mér eins og skrattinn hún Gudda; en hvað ég ætlaði að segja, hefurðu ekki augastað á neinni hérna í sveitinni, sem þú vildir eiga? Ónei, fóstri minn, ekki hef ég það; og það á heldur engin neitt hérna í sveitinni; og til hvers skollans er að taka þá, sem ekki á spjarirnar á sig? Og satt er nú það, neyðarúrræði eru það; hér er þó ein fram á bæjunum, sem loðin er um lófana. Á, hver er það, fóstri minn? Hún Sigríður Bjarnadóttir í Tungu. Á, ætli það? Ætli það eigi nokkuð til þar í Tungu? En ekki eru börnin mörg, trúi ég. Læt ég nú það vera, ekki held ég það sé feitan gölt að flá, búið þar í Tungu, og ekki átti hann Bjarni heitinn jarðirnar; en hitt er það, hún kvað hafa fengið þrjár ef ekki fjórar jarðir eftir hana systur sína. Nú, það var annað mál! sagði Guðmundur og neri saman lófunum. Og því hefur mér dottið það í hug, aó þaö væri ekki Hafið ekki áhyggjur, hann verður kominn aftur í samt lag og breimandi upp á girðinguna áður pn þér vitið. svo fjarri lagi fyrir þig, því góður stofn getur það orðið, ef vel er á haldið, meó þessu litla, sem þú átt sjálfur, þó það sé nú ekki mikið; þú átt þó þenna part, sem ég hef ánafnað þér; og svo nokkra skild- inga, hugsa ég. Ég! skildinga, nei, ég á ekki peningana, ég er öldungis peningalaus. Ekki trúi ég nú því; en þú vilt aldrei láta bera neitt á því; og hvað kemur til, að þú lofar mér aldrei að sjá skildingana þína, Gvendur? Nú, þeir eru engir! En því fæ ég aldrei að sjá peningana þína, fóstri minn? Annað mál er það; ég hef aldrei átt neina skild- inga; þú skyldir fá að sjá þá, ef þeir væru nokkrir; eitt gripsverð, það er allt og sumt. Sagan af kóngsdóttur og svarta bola En áður en þau fóru inn í skóginn, sagði boli við konungsdóttur: „Þegar við komum inn í skóginn, verður þú að gæta þess vel, aö snerta ekki einu sinni eitt einasta blað, annars er úti um bæði þig og mig, því í skóginum býr þríhöfðaóur þursi, og hann á skóginn.“ Nei, hún sagðist skyldi vara sig á að snerta ekki neitt í skóginum. Hún var mjög varfærin og beygói sig til þess að rekast ekki á greinarnar, en trén voru þétt, og hvernig sem hún gætti sín, varð henni það samt á að rekast á blað, svo það rifnaði af.“ „Æ, æ, hvað gerðirðu nú?“ sagði boli. „Nú verð ég að berjast upp á líf og dauða. En geymdu vel blaðið, sem þú reifst af.“ Skömmu síóar komu þau út úr skóginum, og þá kom þríhöfóaður þursi æðandi á móti þeim. „Hver snertir koparskóginn minn?“ spurði hann. „Ég á nú eins mikið í honum eins og þú,“ sagði boli. „Við skulum nú berjast um það,“ sagói tröllið. „Já, komdu þá bara,“ sagði boli. Svo ruku þeir saman og börðust, og boli stangaði allt hvað hann orkaði, en risinn barði og lamdi og þetta gekk allan daginn, en loksins gat svarti boli gert út af við þursann, en þá var boli orðinn svo meiddur og móður, að hann gat varla staðið. Svo urðu þau að hvíla sig heilan dag, en þá sagði boli við konungsdóttur, að hún skyldi taka horn með smyrsl- um, sem risinn hafði við belti sér, og smyrja smyrsl- unum á meiðslin. Þá bötnuðu þau og svo héldu þau áfram aftur. Þau héldu nú áfram í marga, marga daga, og svo komu þau loksins að stórum skógi, þar sem tré og blöð, og allt var úr skíru silfri. ffta&j^CHrgunkoffinu 40.000 Fœrey- ingar Yvir 40.000 fólk í Feroyum Fólkatalið vaks í fjer við 641 Fyri fyrstu ferð í tús- undára gomlu s0ru F0r- oya er íbújrvaratalið nú farið upp um tey fjör- uti túsund. Nýugjasta uppgerðin, sum er frá januar 1975, vísir eitt samlað fólka- tal í Fproyum uppá 40.441. I mun til januar 1974 er hetta ein vpkstur uppá 641 íbúgvar. Þessi blaðaúrklippa hér að ofan er úr stærsta blaði Færeyja Dimmalættning, þar sem blaðið segir frá því að fbúatala Fær- eyja sé komin yfir 40.000. Táknmynd harðnandi samkeppm Þessa teikningu birti stórblaðið Berl. Tid- ene fyrir nokkru er sagt var frá því að flugfélagið Sterling Airways, sem er danskt flugfélag eign ferðaskrifstofu „Tjæreborgar“ prests- ins, muni taka upp samstarf við amerfska flugfél. PANAM og veita SAS hinu nor- ræna flugfélagi mjög harða samkeppni. Teiknarinn setti undir teikninguna svohljóð- andi texta: Heyrðu nú, þú tekur brauðmolann úr nefi mér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.