Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975 15 — Slagsíðan ræðir við Jakob Magnússon Þetta þýðir m.ö.o. að þú hefur ekki alveg sagt skilið við tónlistina? Nei, alls ekki. Ég er hættur sem atvinnumaður og ég hef hug á að sinna ýmsum öðrum áhugamálum og námi en ég verð eitthvaö viðloðandi bransann áfram. búningsherbergjunum sem ég kynntist honum. AF JÓNI LANGA OG ÍSLANDSREISU HANS HUGSJONIR SEM EKKI STÓÐUST 1 Rifsberja vorum við uppfullir af hugsjónum og snobbi í sambandi við tónlist. Við vorum að reyna að halda þessu á einhverju plani sem þýddi ekki neitt og í raun og veru sáum við þetta ekki I raunsæju ljósi. Og maður gerði sér ekki grein fyrir því fyrr en eftir að út var komið að maður hafði verið að eyða tímanum f vitleysu. Að vísu gerðum við fullt af fólki til geðs á meðan þetta varði og i þeim hópi voru t.d. „hausarnir" sem ég talaði um áðan. Annars má segja að helmingurinn af þessu fólki hafi ruggað sér vegna þess að það hélt að það væri fint að rugga sér eftir þessum og þessum tónum. Þetta fólk var mikið í hassi og sýru og sumt er enn á fullu í þessu. En þetta er afskaplega lítið uppbyggjandi líf svona stöðugt hass brennivíns og sýrusukk. Fólk verður eins og lauf í vindinum þegar það kemst i svona gjörbreytt hugsunarástand og sumt fólk nær sér aldrei á strik aftur. Allt raunveruleikamat verður að engu. Og þegar menn svo koma niður af þessu verða þeir utanveltu við þetta venjulega líf og komast I andstöðu við þetta system sem þeim finnst vera og kenna öllum öðrum um hvað kerfið er ófullkomið I stað þess að taka þátt I að breyta þvi til hins betra, — þvf það er eina leiðin. En sem sagt þegar við I Rifsberja gáfumst upp á hugsjónunum hérna heima fórum við út og ætluðum að spila þar sem hljómsveit. Það hefur nú oft komjð fram áður hvernig þetta fór allt saman. Við lentum í fjárhagsþröng hinni mestu sem endaði með þvi að við urðum að fá okkur ýmis konar aukavinnu. T.d. fór Tómas að þrífa klósettskálar hjá ríkum kerlingum og við Þórður fórum f það að affrema vörubila. Við vorum svo blankir að við sultum í eina viku samfleytt og það endaði með því að ég þoldi þetta ekki lengur. Ég fór í næstu auglýsingu sem ég sá í Melody Maker og dreif mig f prufunina þar sem mættir voru 40 snáðar til leiks og ég fékk starfið fyrir einhverja mildi. Þessi hljómsveit hét MERLIN og með þeim spilaði ég allt sumarið og fram I október. Þá lentum við i túr með John Baldry en hann var þá að setja saman hljómsveit. Það var sem sagt þarna i (Þar sem Long John Baldry var í eina tið i hópi þekktustu söngvara heims lék Salgsfðunni forvitni á að vita hver staða hans var i enska poppinu um þær mundir sem Jakob kynntist honum.) — „Eftir að hann sló í gegn i kringum 1969 tók hann sér frí, — gerði ekkert í tvö og hálft ár. Hann er latur að eðlisfari og fremur gefinn fyrir hóglífi, — án þess að ég vilji á nokkurn hátt halla á hann því þetta er einhver besti drengur sem ég hef hitt og góður félagi. Hann er eiginlega alltof góður til að standa I þessum bransa. Það vantar i hann alla hörku eða þessa viðskiptaklæki og eiginhagsmunasemi sem eru reyndar neikvæð atriði, en þó nauðsynleg til að halda sér gangandi i þessum skíta-bransa. Hann sem sagt nennti ekkert að gera i tvö og hálft ár eða þangað til gamlir vinir hans drifu hann i að gera L.P. plötuna „It aint easy“, sem svo seldist mjög vel í Ameríku. I rauninni gerir hann alltaf skemmtilega hluti þegar hann tekur til hendinni og það eina sem hann vantar er eitthvað „popp-hit“ til að vera í pressunni og fjölmiðlum." — „Það er skemmtileg tilviljun í sambandi við John að hér áður fyrr var hann einn af uppáhaldssöngvurunum okkar I Rifsberja og við pældum mikið f honum. Af sex plötum sem voru allsráðandi I partium hjá bandinu átti Baldry tvær. Mér datt þá ekki I hug að ég ætti eftir að kynnast honum og spila með honum, enda var það algjör tilviljun að við skyldum lenda i sömu hljómleikaferðinni. Það að spila með John er einhver besti skóli sem ég hef fengið, og hann hefur haft mikil áhrif á mig. Það má segja að hann hafi plantað í mig einhverri rokk-tilfinningu sem eflaust verður erfitt að rifa úr aftur. Hvernig tók Baldry f hugmyndina um að koma til Islands? Það var eiginlega hann sem átti hugmyndina. Hann var búinn að nauða i mér lengi að koma hingað. Annars fór túrinn ekki alveg eins og efni stóðu til. Bæði var veðrið hundleiðinlegt og svo settu allar flugferðirnar strik í reikninginn, en hann er mjög flughræddur. Ferðin byrjaði nú á þvf að við komum í þessari litlu rellu en hann drakk hræðsluna úr sér f það skiptið. Svo flugum við norður I brjáluðu veðri. Ég hef nú oft flogið en aldrei orðið eins hræddur og þá veðrið var svo slæmt. Baldry umturnaðist alveg bara um leið og við vorum komnir á loft, — þá öskraði hann brjálaður af reiði: „Jakob, stop the plane, turn around theplane, cancel the gig“ (Jakob stoppaðu vélina, snúðu vélinni við, aflýsum ballinu.) Svo varð þetta alltaf verra og verra eftir því sem veðrið versnaði og að lokum var komin skeifa á munninn, — hann hélt að þetta væri hans siðasta því hann er fram úr hófi lífhræddur. Svo þegar við lentum loks á Akureyri eftir allan hristinginn þá þrútnaði hann út og tautaði eitthvað um að réttast væri að stprengja þessa eyju í loft upp. Siðan hótaði hann að aflýsa ballinu og fara með bil til Reykjavíkur. Þá var honum snarað inn i Sjálfstæðishús og einni Viskýflösku sturtað upp i hann og þá var hann góður. Svo svaf hann á leiðinni heim. En eftir þessa ferð var hann fremur óhress. Annars fannst mér Baldry koma betur út á sviði hér en í Englandi. Hérna lét hann allt flakka en í Englandi er hann frekar stífur og var um sig. Annars hafði hann hálft í hvoru gaman af ferðinni I heild. Það var margt sem kom þessum útlendingum spánskt fyrir sjónir hérna, — eins og t.d. ballið á Hellu. Ég hef aldrei séð eins ægilega samkomu nokkru sinni á ævi minni. Menn brutu flöskur á hausnum á hvor öðrum og einn sást slökkva I sigarettu á hálsinum á félaga sinum. Bjartur og heiðskir sveinn breyttist i ófreskju við það eitt að stjakað var við honum og þannig mætti lengi telja. Svona þekktist náttúrulega hvergi I heiminum nema hér. Það má kannski segja að til séu eðlilegar skýringar á þessu. Þetta er fólk sem vinnur hörðum höndum sex daga i viku og það er ósköp eðlilegt að það þurfi sina útrás, — Það þarf að komast á ærlegt fyllerí, gleyma sér algjörlega og missa stjórn á sér. Hann er lika þungur þjóðarkarakterinn i okkur, — það sést best á þeirri tónlist sem hefur verið gerð hér á landi í gegnum aldirnar. Þetta eru ákaflega þungar tilfinningar og ég held að þar ráði mestu um veðrið og myrkrið. En hins vegar fannst mér sjálfum túrinn með Baldry skemmtilegur, — það er alltaf gaman að spila með honum. Hann er eiginlega sá eini sem ég hef gaman af að bakka upp en auðvitað er skemmtilegast að spila eigið efni, — spila fyrir sjálfan sig. SVARTAGALDUR 0G DAUÐI GRAHAM BOND Talið barst nú að búsetu Jakobs í London og kom þá m.a. i ljós að hann hafði um skeið búið með Baldry í húsi sem tengt var ýmsum dularfullum atburðum. — „Húsið sem við John leigðum af Rod Stewart í Highgate var haldið illum öndum, — ég er alveg sannfærður um það. Þetta byrjaði \ þannig að svartagaldursmenn mögnuðu illa anda gegn John, en hann hafði kært þá fyrir að drepa köttinn sinn. Þeir stunduðu það að drepa ketti þarna í nágrenninu og notuðu blóðið úr þeim til að fremja sín myrkraverk, en John sem er mikill kattavinur vildi stoppa þetta og fór með það í lögregluna og blöðin. Þeir byrjuðu með þvi að senda John hótunarbréf þar sem sagði að það hefði þegar verið sigað á hann illum öndum og ef hann héldi uppteknum hætti með því að skýra frá því hvað væri að gerast þarna í Highgate-kirkjugarðinum þá mundu þeir gera honum eitthvað til miska sem þeir og gerðu að lokum. Svo drapst annar köttur þarna rétt hjá og John var ákveðinn i að láta þetta ekki viðgangast. Það næsta sem skeður er það að hann fær sendingu í pósti, — langa leirbrúðu með nagla i gegnum haus og lappir. Um þessar mundir verður John alveg ómögulegur maður og kaldur gustur fer að næða i gegnum húsið. Ég fann þetta svo greinilega og það voru fleiri sem fundu það t.d. Maggi I Change og margir aðrir. Það var alveg kolreimt í húsinu. Svo líður og bíður og John er orð- inn eyðilagður út af þessu og hann finnur hvernig starfskraftar hans lamast og hann fær engu áorkað, — allt snýst honum I mót. Það er staðreynd að svona svartagaldursmenn geta gert hina ótrúlegustu hluti eins og sannaðist þarna. Þetta endaði með því að John var ráðlagt að fá einhvern til að særa andana út úr húsinu og á þvi sviði var Graham Bond talinn sterkur maður því hann kunni heilmikið fyrir sér í þessu og var búinn að stúdera þessa hluti talsvert. Hann kom með alls kyns teikn og tákn, reikelsi, hnalla og dótari og byrjaði að söngla einhverjar vísur aftur á bak og fremja alls kyns reykmerki og serimónfur um allt húsið. Nú, þetta endaði með þvi að hann nær þessum illu öndum út úr húsinu a.m.k. hætti kaldi gusturinn og Baldry tók gleði sína aftur . Svo gerist það að tveimur vikum eftir þetta hringir Graham Bond í Baldry og segir: „Mér líður ekki rétt vel á sálinni, — ég held að þessi særing hjá þér um daginn hafi komið eitthvað illa við mig.“ Og eftir aðra viku hringir hann aftur og segir: „Ég held að ég sé alveg að frika út, — ég þoli þetta ekki lengur það er á mér einhver baggi, — ég held að djöfullinn hafi sest i mig.“ John, eins nærgætinn og hann er nú, varð náttúrulega alveg eyðilagður Framhald á bls. 34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.