Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975 19 Það varð hljótt um þessa til- lögu Péturs eftir þáttinn og er það þó ekki lfkt manninum að láta tillögur sínar liggja i þagnarlág. Líkast til hefur ein- hver bent honum á að forsend- urnar fyrir banninu ættu sér þá náttúrlegu annmarka, sem lík- legt væri að andstæðingar okkar kæmu auga á, sem sé þá að lífrænn botngróður eins og þari og þang, vex ekki á meira en 30 metra dýpi eða svo og á þvf dýpi eru engar botnvörpu- veiðar stundaðar við Norðaust- ur-Atlantshaf. Blessað sólar- ljósið nær ekki öllu dýpra til að vekja upp lífrænan gróður á þessu hafsvæði og það er hreint ekki ólíklegt að einhverjir þeirra vondu manna sem mót- þægja okkur hefðu munað þessa staðreynd úr barnaskóla- fræðum sinum. Að síðari tillögunni, éld- flaugahernaði okkar Islend- inga, vik ég sfðar. Hamagangur Péturs var heldur ekki aldæla. Pétur var hér og Pétur var þar, hann var I sjónvarpinu, hann var í hljóð- varpinu hann var i öllum dag- blöðum landsins, enginn mann- fundur var um tíma svo hald- inn, að ekki væri Pétur þar kominn, bæði fyrstur um orðið og talaði flaumósa langt mál. Hann sagðist hafa kynnt sér alþjóðarétt, hafréttarmál, fiski- fræði, fiskihagfræði og fisk- veiðimál um gjörvallan heim en sérfróðastur sagðist hann þó vera i hernaðarlistinni. Það þykir gott æviverk venjulegum manni að vera vel heima í ein- hverri einni ofangreindra fræðigreina, en Pétur karlinn hafði hesthúsað öll þessi fræði i hjáverkum frá annasamri kaupsýsiu. Þess er nokkur von, að svo gáfaðir menn uni því illa að vera ekki hafðir með I ráðum. Strfðsávarplð 21. fúlf Þó að allur stríðsæsingur fari I taugarnar á mér, eins og fleiri kjarklitlum mönnum, sem lítið kunna til vopnaburðar, og mega ekki mannsblóð sjá, án þess hland hlaupi fyrir hjartað á þeim, þá hafði ég lúmskt gaman af striðsávarpinu. Pétri hafði legið svo mikið á að koma stríðshvatningu sinni til þjóðar- innar í tæka tið, að hann sló öll sin fyrri met í afglapahætti. Mér er næst að halda, að hann hafi talað blaðalaust, svo samhengislaust og botnlaust var allt erindið. Ég fer hér ekki i neinn sparðatíning, svo sem eins og þann, að hann sagði þorsk vera 54% af vöruút- flutningi okkar tslendinga og hefur þá ruglazt á þorski og þorskútflutningi í skýrslum, en þá er þar átt við allan botnlæg- an fisk. Pétur fer oft léttar með tölur, ef honum liggur á, karlin- um. Fór Pótur of snemma helm? Eins og kunnugt er byggja Englendingar og Vestur- Þjóðverjar andóf sitt við út- færslu okkar á þeirri kenningu, að það valdi úrslitum í útgerð úthafstogara þeirra, ef þeir missa afla sinn á Islandsmið- um. Þeir geti ekki náð þessu aflamagni annars staðar og þvi sé útgerð skipanna vonlaus, ef þessa aflahlutar missi við, og hún hljóti að stöðvast. Þeir halda því svo fram, að þessi útgerð sé alls ekki svo lítilsvert hagsmuna atriði fyrir þá, þar sem 30—40 þús. manns, til sjós og lands, hafi atvinnu af þess- um úthafsveiðum í hvoru land- inu um sig. Ég ætla ekki að rekja hér gagnrök okkar við þessum kenningum, þau eru öllum kunn, og eru I megin- atriðum þau að það geti svo sem satt verið, að þessar þjóðir hafi nokkurra hagsmuna að gæta, en það sé miklu meira i húfi fyrir okkur, auk þess sem fiski- miðin séu okkar og því í allan máta rétt að við sitjum einir að þeim afla, sem af þeim fæst. Pétur er með miklu harðari röksemdafærslu gegn þessum skúrkum. Hann sagði einfald- lega, að þessar ofangreindu þjóðir hefðu ekki hugmynd um, hvað þeir væru að segja, Eng- lendingar hefðu háð við okkur „tvö þorskastrið á alröngum forsendum" og Vestur- Þjóðverjar „þessi mikla þjóð“ væri að þæfast fyrir af hreinum „barnaskap“. Úthafsveiðar Englendinga skipta þá engu máli, sagði Pétur, nema þá nokkra auð- menn I Grímsbæ og Húll, sem skipuðu rfkisstjórn Heaths og nú Wilsons fyrir verkum. Þjóð- verjarnir voru nú svo úti að aka í „barnaskap" sínum að það voru ekki 40 þús. manns, sem atvinnu höfðu af úthafsveiðum, heldur 400, — strikaði sem sé tvö núll aftan af og er nú vand- séð af hverju hann strikaði þau ekki öll burtu og gerði þá eina ferðina, þvi að hin fjúka sjálf- sagt í burtu í næsta erindi, — og þá væru eftir fjórir. Það stendur ekkl á sambykki okkar Alveg efalaust getum við öll hér heima fallizt á, að andstæð- ingar okkar, þessar gamal- heimsku þjóðir, Englendingar og Vestur-Þjóðverjar, ýmist ljúgi þvi sem þær segja eða vita ekki hvað þær segja, eins og Pétur heldur fram. En likast til gerir.Pétur sér ekki fyllilega grein fyrir vandanum. Hann er nefnilega sá, eins og jafnan I deilum, að það nægir manni . sjaldan að trúa þvi sjálfur að andstæðingurinn sé fífl og fúl- menni, heldur þarf að sann- færa hann sjálfan um það, ef sigur á að vinnast. Pétur vill berja þetta ofaní þá, Englend- ingana og Þjóðverjana, og lik- ast til dugir ekkert minna. Það verður erfitt að sannfæra þá með öðrum rökum en bareflinu um að þeir viti ekkert um sín eigin mál, heldur eigi að hlíta forsjón okkar. Pétur segist þó hafa unnið að þessu með frið- samlegum hætti I sumar. Einhvern veginn finnst mér liggja I loftinu, að hann hafi komið of snemma heim. „ó.bessl mikia blóð” Pétur klökknaði, þegar hann minntist á „Barnaskap“ og önnur örlög hinnar „miklu þjóðar", Þjóðverjanna. I leið- inni fór hann nokkrum orðum um Austur-pólitík Willy Brandts og sagði hana á fáfræði byggða, en Pétur er vel að sér I alþjóðastjórnmálum ekki siður en áðurnefndum 6 vlsinda- greinum. Víst eru Þjóðverjar mikil þjóð, en það munu margir ætla, að þeir hafi nú sannað ágæti sitt og atgervi meir I friði á nokkrum árum en áður I mörgum styrjöldum. En það er rétt, sú var tíðin, að Þjóðverjar hefðu verið fljótir að afgreiða þorskastríðið við okkur með haldkvæmum aðferðum. Þá áttu þeir sér Stór-Pétur og land þeirra einnig fuilt af smá- pétrum, sem töluðu og hugsuðu, eins og okkar eigin litlipétur. — skjóta, skjóta —. En nú er þeirra Stóri-Pétur allur og enginn slíkur til að leiða þá til stærri verkefna I styrjöld en senda vopnlausa fiskimenn sína I þorskastríð norður I höf. Og þessi mikla þjóð, sem átti sér þann draum að kúga allan heiminn með vopnum sínum reynir nú að kúga smáþjóð með viðskipta- banni. Æ, að hin mikla þýzka útgáfa af honum Pétri væri nú við völd I Þýzkalandi, þá væri hér ekkert þorskastrið við Þjóð- verja. Kannski ættum við að senda Þjóðverjum Pétur. Við megum vel missa hann. Þjóð- verjarnir könnuðust áreiðanlega fljótlega við þessa öreindarútgáfu af sínum Stóra- Pétri. Okkur féll hvort eð er aldrei þessi mjóa rödd, sem var ævin- lega á mörkum þess að bresta — eða brast — af taugaæsingi. Egill Skallagrímsson lét aldrei svona. eftir ÁSGEIR JAKOBSSON Fálróðlr öðmenflur Pétur fór heldur betur háðu- legum orðum um dómarana við Haagdómstólinn og þeir áttu það svo sem skilið, hvort sem það nær nú eyrum þeirra eða ekki. Hann sagði, að þeir kynnu fjandann ekkert fyrir sér I alþjóðarétti, auk þess sem þeir hefðu algerlega farið eftir þvl, sem Bretar sögðu þeim, svo að þarna virðast þá Bretagarmarn- ir ehn eiga nokkur ítök, þó að flest gangi þeim annars á móti á alþjóðavettvangi. Það fannst Pétri gegna mestri furðu um fáfræði Haagdómaranna, að hann var þó búinn að skrifa þeim (kannski þar sé fundin skýringin á dómnum?) og leggja alit vandlega niður fyrir þeim. Kannski líka að bréfið hafi aldrei komið fram? Það hefur oft verið svo mikið ólag á póstsamgöngum I Evrópu vegna verkfalla undanfarin ár. Kannski hafa þeir heldur ekk- ert kannast við þennan íslenzka sérfræðing I alþjóðarétti og hafréttarmálum, og bara litið á undirskriftina og slðan ekki lesið bréfið. Þessir lærðu menn sumir eru fullir af hroka, þó að þeir viti ekki neitt. Hver sem orsökin er þá er hvergi vitnað til bréfsins hans Péturs I for- sendunum fyrir dómnum, og dómurinn ber þess engin merki að bréfið hafi borizt þeim I hendur og er þó líklegra að efni þess hafi ekki komizt til skila i kolli þessara fáfróðu manna og kölkuðu og að auki á mála hjá Bretum. Pétur kom með sönnun I alþjóðarétti, sem er dálítið klungin, og gæti hafa þvælzt fyrir kölkuðum dómurum. Hann sagði eitthvað á þá leið, að alþjóðaréttur væri enginn til I hafréttarmálum, sem er nú máski fulldjúpt tekið I árinni, og af því leiddi að alþjóða- réttur væri allsstaðar. Svona sannanir tíðkuðust mjög á mið- öldum hjá hinum gáfaðri mönnum, til dæmis I þrætunum um vængfjöldann á Gabríel erkiengli. Slgild sönnun af þessu tagi er hin gamla góða: — enginn köttur hefur nlu rófur, eirn köttur hefur einni rófu fleiri en enginn köttur, af því leiðir að kötturinn hefur tfu rófur... Þetta er einfaldasta kenning, sem enn hefur verið fundin upp I alþjóðarétti, og það mátti Pétur vita að gamlir menn áttuðu sig ekki á henni. Það bjargaöl mér ekkert annaö Pétur rifjaði upp Goðafoss- slysið hér við Garðskagann 10. nóv. 1944, er þýzkur kafbátur sökkti Goðafossi og 24 manns fórust, og var þetta hið hörmu- legasta slys, svo skammt, sem skipið var undan, án þess björg- un bærist I tæka tíð. Nú brá svo undarlega við I ræðu Péturs, þessa ódeiga stríðsmanns, að hann fór hörðum orðum um þá óskammfeilni Þjóðverja að ráðast inn fyrir íslenzka land helgi. „Hugsið ykkur,“ sagði hann, „þeir fóru inn fyrir 3. sjóm. landhelgina.“ Já, það er mikið, hvernig þjóðir geta látið I heimsstyrjöld. Þær virða ekki einu sinni fslenzka landhelgi, ekki einu sinni þrjár mílurnar. Þessi ásökun á hendur Þjóð- verjum er dálítið ný fyrir mér, sem man vel þennan tíma, því að Þjóðverjar voru margsinnis búnir að rjúfa bæði loft- og lagarhelgina, þegar þetta var, og það sem þeir voru • mest ásakaðir fyrir var að skjóta tundurskeyti að farþegaskipi, sem enga styrjaldarþýðingu hafði og þeir vissu, að gat ekki verið með annað en farþega og matvæli til þessara vesölu eyþjóðar, sem var aðeins að berjast við að lifa af strlðið, en var ekki þá farin að hugsa til hernaðar, ef frá er talin tillaga Brynólfs Bjarnasonar nokkru Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.