Morgunblaðið - 16.09.1975, Side 10

Morgunblaðið - 16.09.1975, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 Laugardaginn 23. ágúst varð Kristjana Ólafsdóttir Suður- götu 37, Keflavík, sjötug. Við það tækifæri ræddi sóknar- presturinn við hana og fer það samtal hér á eftir. Sp.: „Sæl vertu Kristjana mín og innilega til hamingju með afmælið." Kr.: „Sæll vertu og þakka þér fyrir." SP.: „Hvað er þér nú efst I huga á þessum tímamótum í iífi þínu?“ Kr.: „Það er nú æði margt sem manni er ofarlega í huga. En efst held ég að það sé öll góðvildin og hlýhugurinn, sem mér hefur verið sýndur frá fyrsta degi og fram á þennan dag.“ Sp.: „Hvar ertu annars fædd og uppalin?" Kr.: „Ég er fædd á Lokinhömrum, innan um gáldrana í Arnarfirði. Ég var tveggja ára gömul, þegar foreidrar mínir, Ásta Magnfríð- ur Magnúsdóttir og Ólafur Jónsson skipstjóri, fluttust til Flateyrar." Sp.: „Þú ert þá fædd þar sem föðurafi þinn, Jón Ólafsson, og föðuramma þín, Kristín Guðmundsdóttir, bjuggu. Móðurfólk þitt var Magnús Kristjánsson skipstjóri á Bíldudal og Sigrún Ólafsdótt- ir ljósmóðir, er ekki svo?“ Kr.: „Jú, jú, það er alveg rétt og á Flateyri er mitt bernsku- og æskuheimili." Sp.: „Hvað getur þú sagt mér frekar frá þfnum uppvexti?“ Kr.: „Ég ólst upp innan um stóran og glað- væran systkinahóp. Það voru töluverðir erfiðleikar á heimil- inu, því oft var mikið um veik- indi og dauðsföll." Sp.: „Hvað voruð þið systkinin mörg?“ Kr.: „Við vorum 12 og af þeim eru 5 á lífi. Eftirlifandi eru Sigrún, ekkja Gunnars Sigur- finnssonar, Kristín, móðir þín, gift Jóni Ásgeiri Brynjólfssyni, og Jóna, sem hefur átt við lang- varandi veikindi að stríða, og loks Sölvi, sem er kvæntur Sig- ríði Þorgrímsdóttur.“ Sp.: „Það hefur eflaust haft mikil áhrif á ykkur hve mörg systkinanna dóu f bernsku.“ Kr.: „Já, t.d. voru tvær systur okkar, Sólveig og Guðný, jarð- sungnar sama daginn, 4ra og 5 ára gamlar, og á sama tíma lágu Kristfn og Jóna. Þær voru svo veikar að þeim var ekki hugað líf.“ Sp.: „Hvernig bar það að, að þú fluttist til Keflavikur?" Kr.: „Það var þannig, að Sig- rún systir, sem þá var gift í Keflavík, veiktist og fór á Vífil- staði. Þá kom ég til Keflavíkur til þess að annast son hennar, sem var á öðru ári.“ Sp.: „Svo Sigrún er eiginlega ábyrg fyrir þessu ævintýri ættarinnar í Keflavfk." Kr.: „Já, það má til sanns vegar færa. En áður en ég kom hingað hafði ég verið á Isafirði og siðan í Reykja- vik.“ Sp.: „Þú lærðir hár- vefnað á Isafirði. Ég minn- ist þess að hafa séð mynd, unna úr hárum, hér á „Þú verður að láta þig langa til að lifa ” Spjallaðvið Kristjönu Ólafsdóttur sjötuga heimili þínu./ Kr.: „Já, ég Iærði þetta, þegar ég fór til tsafjarðar f heimsókn, eftir að ég missti fótinn. Það mun hafa verið 1930, en ég missti fótinn árið 1927.“ Sp.: „Er það ekki rétt hjá mér að þessi mynd hef- ur verið á sýningum bæði hér heima og erlendis?" Kr.: „Jú, það er rétt.“ Sp.: „Þú dvaldist í Reykjavfk, þegar þú varðst fyr- ir því áfalli að missa fótinn." Kr.: „Já, ég var hjá indælis- hjónum, Áslaugu Guðmunds- dóttur og Daníel Kristinssyni, syni séra Kristins á Útskálum, sem var fyrsti prestur Keflavfk- urkirkju. Ég var áfram hjá Ás- laugu og Daníel í eitt ár eftir að ég missti fótinn. Þau buðu mér að vera þar til ég fengi venju- legan gervifót, og þau reyndust mér eins og bestu foreldrar í þessum erfiðleikum." Sp.: „Ég hef alltaf dáðst að því hvernig þú hefur borið þennan kross. Þú hefur verið óvenju dugleg og ferð enn í úti- legur.“ T<r.: „Það er ekki mér að þakka. Þetta skapast af því hlýlega viðmóti sem mætir manni. Ég hugsa að ég hefði aldrei komist svona vel yfir þetta, ef ég hefði ekki verið hjá þessu fólki, sem reyndist mér svona vel. Hann Daníel barði oft í borðið og sagði: „Þú verð- ur að láta þig langa til að lifa.“ Ég var ekkert sterkari en venjulegt fólk og þetta hafði sín áhrif.“ Sp.: „Það má nærri geta að áfallið hefur dregið þig niður.“ Kr.: „Já, Ölafur minn, ég minnist þess að hafa lesið um þetta leyti minningargrein í Morgunblaðinu. Hún var um stúlku sem átti aðeins eftir að ljúka stúdentsprófi. Mér fannst þetta svo mikil ósamstæða að lofa mér ekki heldur að fara, fremur en þessa stúlku, sem hafði allt til þess að vera þjóð- félaginu góð og gegn. En allt hefur átt sinn tilgang." Sp.: „Þú hefur nú ekki svikið neinn Kristjana mfn. En þér finnst hlýja og velvild fólksins hafa hjálpað þér til þess að sigrast á þessum erfiðleikum?" Kr.: „Já, ekki nokkur vafi. Þeg- ar ég kom vestur eftir þetta, þá byrjaði ég strax að fara innan um fólkið með vinum mínum t.d. á böll. Það skiptist á að sitja hjá mér og rabba við mig. Þetta var allt til að hjálpa mér.“ Sp.: „Þú hefur haldið þínu striki og ég vék að því áðan að þú færir enn í útilegur. Þær eru nú ekki margar konurnar á tveimur jafnfljótum, sem fara sjötugar í útilegur." Kr.: „Ja, við fórum nú í sumar ásamt foreldrum þínum. Við vorum í mjög góðu tjaldi, þau sáu fyrir því.“ Sp.: „Ég held nú að þú hafir drilið þau af stað. — En hvað varð nú um þig þegar þú kemur til Keflavíkur." Kr.: „Ég ann- aðist fyrst heimilið fyrir systur mína, en ári seinna bauðst mér vinna í Alþýðubrauðgerðinni. Þar var ég í þrjú ár hjá Magn- úsi Sigurbergssyni bakara. Eft- ir að mamma þín kemur hingað suður, þá tók ég þátt í félagslíf- inu eins og hún. Ungmennafé- lagið stóð þá í blóma og þar kynntumst við Bergsteinn. Hann var formaður Ungmenna- félagsins 6 fyrstu árin. Þá þótti engin jól nema nýtt leikrit væri sýnt á annan í jólum. Mamma þín tók mikinn þátt í leiklistar- starfseminni." Sp.: „Þú hefur einnig verið í ýmsu öðru f seinni tíð.“ Kr.: „Já, ég hef ver- ið í kvennaklúbb Karlakórs Keflavíkur og setið í stjórn Sjálfsbjargar." Sp.: „Settist amma ekki að hér í Keflavík haustið 1935?“ Kr.: „Jú, pabbi dó þá f mars um veturinn og hún missti Odd litla, 8 ára gaml- an, um vorið meðan hún var hér í heimsókn. Þá fannst okk- ur svo tómlegt að láta hana fara eina vestur. Ég fór með henni vestur og var hjá henni þar til hún kom suður um haustið með Sölva. Þá keypti hún húsið á Klapparstígnum af Bergsteini." Sp.: „Hvenær giftuð þið Berg- steinn ykkur?“ Kr.: „Við gift- um okkar haustið 1935, sama haustið og mamma flytur hing- að. Séra Eiríkur gaf okkar sam- an og hann lét mig krjúpa f Keflavíkurkirkju, sagði að ég gæti það alveg eins og aðrir.“ Sp.: „Féllstu fyrir bröndurun- um hans Bergsteins?" Kr.: „Ég veit það nú ekki, ætli ég hafi ekki fallið fyrir manngæðun- um.“ Sp.: „Hann er sérstæður maður.“ Kr.: „Alveg einstakur. Ég skal segja þér að gamall maður, Guðni að nafni kom oft f Alþýðubrauðgerðina. Við rædd- um iðulega saman og ég hafði sagt við hann að ég ætlaði aldrei að gifta mig. Jú, jú, sagði sá gamli, þú átt eftir að gifta þig. Svo gerist það 1934 að ég fer í frí vestur til Flateyrar. Þá var pabbi enn á lífi. Bergsteinn kom einnig vestur og við opin- beruðum. Það var nú litið dálít- ið einkennilegum augum á þetta, að Bergsteinn skyldi taka að sér svona fatlaða konu. En þegar ég kom að vestan úr frí- inu þá fór ég að sjálfsögðu aft- ur að vinna f bakarfinu eins og ég var vön. Þá kom Guðni gamli, óskaði mér til hamingju og sagði: „Þetta er eini maður- inn í Keflavfk, sem ég hefði viljað að þú hefðir fengið.“ Ég gleymi aldrei þessum orðum." Sp.: „Þið eigið mörg börn saman.“ Kr.: „Við erum búin að eiga 6 börn saman. Við misst- um elsta barnið, fullburða son, sem fæddist 13. mars 1936. Séra Eiríkur lá þá í brunasárum í Reykjavík. Hann brenndist það illa þegar félagsheimilið Skjöldur brann, svo séra Frið- rik Friðriksson varð til þess að jarðsyngja piltinn. Ég var þá mikill sjúklingur og gat ekki fylgt. Fæðingin var það erfið. Síðan fæðist Bergþóra Guðlaug árið 1937. Hún er gift Héðni Skarphéðinssyni." Sp.: „Þá hefur nú aldeilis lyfst á þér brúnin.“ Kr.: „Já, það má nú segja, og það var mikið beðið um að alit færi vel. Síðan eign- uðumst við Sólveigu Guðnýju 1. maí 1939 og hún lifði aðeins á annað ár og var sjúk alla tfð. Það var ákaflega mikil reynsla og Guð var góður að taka hana. Áslaug fæðist 1941. Hún er gift Gylfa Valtýssyni. Það geisaði hér flensa veturinn sem ég átti hana. Þetta voru ákaflega erfið- ir tímar þvf Beggi missti heyrn- ina á báðum eyrum um tíma. Flensan fór svona illa í hann og hann var það harður að fara alltaf f vinnu. Hann var þá á bát auk þess sem hann stundaði smfðarnar. Um tíma var enginn uppistandandi á heimilinu. Þá kom Jórunn Ragnarsdóttir á heimilið og hjálpaði okkur mjög mikið. Dekksti skugginn sem hefur komið yfir okkar heimili var ekki að missa Sól- veigu, sem var vanheil alla tfð. Hitt var þyngra að sömu nótt- ina og hún dó þá veikist Gullý og lá milli heims og helju. Það var dekksti skugginn. Sfðan fæddist Asta árið 1942 og Örn árið 1944. örn er kvæntur Þor- gerði Aradóttur.“ Sp.: „Hvað eigið þið mörg barnabörn?" Kr.: „Þau eru alls 13.“ Sp.: „Hjónabandið hefur al- deilis borið ávöxt.“ Kr.: „Það hefðu sennilega fáir spáð því í upphafi.“ Sp.: „Hvað finnst þér um ævi ykkar hér í Kefla- vík?“ Kr.: „Við höfum verið hér með góðu fólki. Ég myndi segja að það væri mjög gott fólk hérna f Keflavík. Félagarnir úr Karlakór Keflavfkur og fólkið á krikjuloftinu eru alla tíð sannir vinir i gegnum starf Bbrg- steins.“ Sp.: „Hvernig ferðu að því að eldast svona fallega Kristjana?“ Kr.: „Það er nú það, Guð fer svona vel með mig.“ Sp.: „Það hefur alltaf verið létt yfir heimili ykkar, þrátt fyrir allt sem gengið hef- ur á.“ Kr.: „Já, það hefur alltaf verið létt yfir því og ég minnist margra góðra stunda f sam- bandi við söng. Það hefur oft verið æfður söngur hér á heim- ilinu. Þegar ég lit yfir farinn veg, þá vil ég segja að ég hafi verið lánsmanneskja þrátt fyrir allt. Hvað er það að missa fót hjá^ví að missa hægri höndina? Ég á góð börn, sem vilja allt fyrir mig gera, yndislegan eigin- mann og elskuleg barnabörn. Hvað er hægt að krefjast meira af lífinu." Sp.: „Þið eigið eftir mörg ár enh. Mér kemur helst í hug að það sannist á ykkur hjónunum að hláturinn lengir lífið." Kr.: „Já, það er alltaf þannig, Ölafur minn, að dimmu skuggarnir í lífi hvers einasta manns eiga að varpa birtunni yfir.“ Sp.: „Þú átt við að skugg- arnir geri ljósið skærara og að erfiðleikana sé hægt að nota á skapandi hátt. Ég er þér fylli- lega sammála Kristjana mín og þannig skulum við ljúka þessu rabbi. Ég þakka þér spjallið og óska þér langra lifdaga og Guðs blessunar." DoktorBomm gerist rithöfundur Fleyg eru orð dönsk-íslenzku frúarinnar í gamla daga: „Jeg Björn Jónsson læknir. elsker alle Islændere, undtagen Bjössi Bomm.“ Á skólaárum þessa hugmyndaríka og fram- kvæmdasama bekkjarbróður míns á Akureyri fór ekki ó- sjaldan kaldur hrollur um margar fínu frúrnar ásamt endalausum andvökum, vegna yfirvofandi hættuástands skír- lífra dætra, þegar sá alræmdi kvennabósi og grallaraspói, Björn Jónsson Bomm frá Sauð- árkróki, birtist og var einhvers- staðar nálægur. Fáar eftirsókn- arverðar heimasætur stóðust glæsimennsku hans, seiðmagn og frumstæðan kraft. Þetta var löngu fyrir sældardaga Pillunn- ar og Varins /lands. Þessara beggja alkunnu “99 prósent- öryggja." Nú hefir doktör Björn Bomm, hálf-sextugur, hæruskotinn, virðulegur og mikilsmetinn læknir í Kanada, samrekkt sjálfri skáldgyðjunni. Og ef ég þekki foglinn rétt er óhætt að fullyrða og spá, að seint mun sannast á Birni eins og í húsgangnum stendur: „Það var aðeins allra fyrst, að hann reri á hverri nóttu.“ Björn er ódrepandi um úthald og seiglu og mun svo verða á bókmennta- sviðinu. Fyrsti króinn kom al- skapaður og beyglaður, sann- kallaður spriklgosi úr þrykkiríi Lögbergs og Heimskringlu í Winnipeg á sjálfum hundrað ára afmælisdegi fslenzkrar byggðar í Kanada og ausinn Canada Dry og nefndur Bym- beygla með a-hljóðvarpi frá föð- urnum Bom. Éflaust hannað til hægðarauka vestur-fslenzks tyggigúmmíframburðar ásamt tilheyrandi geiflum og beygl- um. Björn sér fyrir öllu og ekki er tímaskynjun skáldsins og læknisins farin að gefa sig, að velja afkvæminu slíkan fæðing- ardag. Slfkt Bommsara-bomm hefir vist ekki skeð f þessari hálf-geldu vestur-íslenzku fæð- ingarstofnun andans í bókaút- gáfu sfðan á dögum snillingsins Stephan G. Stephanssonar og Gests Pálssonar, skálds, og fleiri genginna andans höfð- ingja þar vestra. Þó að tempó og hraði sé mikill í bókinni ætla ég, að króinn hafi ekki komið undir f háloftunum ér höfund- ur lék sér að rjúfa hljóðmúrinn í einkaflugvél sinni, eins og meyjarhöftin forðum. Þó, að fátt sé hægt að fullyrða um hegðan og uppátæki læknis- ins er harla ólfklegt að slfkt hafi skeð á 200 kílómetra hraða í sportbíl hans á sléttunum miklu eða á hraðbáti hans á stór vötnunum vestra. Heldur hygg ég, að hleypt hafi verið á skeið inn I undraheima andrfk- is og skáldskapar á skagfirzk- um graðfola af Svaðastaðakyni Framhald á bls. 27 Ein af bókarskreytingum Bymbeyglu. — Bróðir skáldsins Jóhannes Geir, einn fremsti Hstamaður þjóðarinnar biður frænda sinn Sigurð frá Vigur sfðar sendiherra, um eiginhandaráritun á vfxilblað f gamla daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.