Morgunblaðið - 16.09.1975, Page 30

Morgunblaðið - 16.09.1975, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 Minning: Guðmundur Kristinn Ólafsson Akranesi I dag verður gerð frá Akranes- kirkju útför Guðmundar Kristins Ölafssonar, skattendurskoðanda, Vesturgötu 88, Akranesi, en hann lézt 9. þ.m. eftir erfið veikindi. Guðmundur Kristinn var fædd- ur á Akranesi 20. marz 1907. For- eldrar hans voru hjónin f Brautar- holli, Guðrún Guðmundsdóttir og Ólafur Stefánsson, sem bæði voru velþekkt gæðafólk og ástsæl af nágrönnum sínum og öllum sem kynni höfðu af þeim. Guðmundur Kristinn var elztur af niu systkin- um sem ólust upp saman f Braut- arholti á Akranesi. Á unglingsárum sínum heim- sótti hvíti dauðinn, sem svo var þá nefndur og með réttu, bernsku- heimili hans og þá veiktist hann af berklum ásamt fleiri systkin- um sínum. Hann dvaldi þá um skeið á Vífilstöðum, komst aftur til nokkurrar heilsu og tók upp störf sem vörubifreiðarstjóri, en áður en hann veiktist hafði hann hafið starf eins og þá var ungra manna venja á Akranesi með þvi að gerast sjómaður. En á ný tók veikin sig upp og enn varð hann að dvelja á heilsuhæli, því nú voru bæði lungun búin að taka sjúkdóminn, og fá læknismeðferð þeirra tíma. Haiin var æ síðan mjög heilsuveill, en atorka hans og starfsvilji fleyttu honum yfir alla erfiðleika heilsuleysisins, svo hann gat tekið upp störf á ný og gerðist nú vélgæzlumaður í frysti- húsi Sigurðar Hallbjarnarsonar og sfðar um árabil í frystihúsi Heimaskaga h/f. Nú um siðustu 10 árin starfaði hann sem skatt- endurskoðandi á Skattstofu Vest- urlands, eða meðan heilsan leyfði. Ég , sem þessi minningarorð rita, hefi átt langa og gæfusama samleið með mági mínum Guð- mundi Kristni, en hann giftist systur minni, Sigríði, árið 1931. Við systur vorum yngstar í syst- kinahópi frá Vindási f Kjós og ævinlega svo samrýmdar i bernsku að hvorug mátti af ann- ari sjá. Var það okkur því mikil hamingja að eiga áfram samleið þegar við vorum ungar að aldri fluttumst til Akraness og síðar ásamt mönnum okkar eignuðumst hús það sem við höfum saman átt í yfir 30 ár og við byggjum nú einar eftir að fráfall manna okkar hefur sviplega að höndum borið með tveggja mánaða millibili. En sorgin gleymir engum. Þegar ég er að reyna að segja kveðju- og þakkarorð til Guð- mundar Kristins veit ég ekki á hverju ég á að byrja. Á ég að byrja á því sem setti blæ á dagleg samskipti í sameiginlegri fjöl- skyldu og hinu nána sambýli. Góðlynda glaða manninum sem aldrei skipti skapi og átti það þrek og þann sálarstyrk og ró- semi, að þegar hann fársjúkur hafði verið lagður í sjúkrabörur til að flytja hann í sjúkrahúsið tæpum fólarhring áður en hann var allur, þá rétti hann brosandi hönd til kveðju. Eða umhyggjusama barngóða manninum sem börn og barna- börn hússins greindu tæpast milli ástar sinnar á honum og föður sínum og afa. Eða gamansama hagyrðingnum sem hafði oft smellnar og spaug- samar vísum á hraðbergi. Enda oft til hans leitað af félagasamtök- um þeim sem hann vann fyrir um gamansamt efni við ýmis tæki- færi. En spaug hans var jafnan eins og hann sjálfur, glaðlegt og hlýtt og særði aldrei. Eða gáfaða víðsýna manninum sem hafði frá æskuárum unnið að margþættum félagslegum áhuga- málum sínum, og aldrei látið erf- iðan sjúkdóm og skert þrek hindra sig í því að vinna að hug- sjónum sínum. Þegar Verkalýðsfélag Akraness var stofnað árið 1924, var Guð- mundur Kristdinn meðal stofn- enda þess aðeins 17 ára gamall. Fyrst I stjórn verkamannadeildar, en siðan ævinlega f aðalstjórn og átti þar sæti til dánardægurs. Lengst skipaði hann sæti ritara og um árabil var hann einnig for- maður. Og á síðastliðnu hausti þegar félagið minntist 50 ára af- mælis sfns flutti hann félagi sínu, sem hann hafði átt samleið með f 50 ár ýmist sem liðsmaður eða leiðtogi, afmælisræðuna. Á sextugsafmæli hans hafði fé- lagið sæmt hann nafnbót heiður- félaga og nú þakkar það honum 50 ára heilladrjúg og óeigingjörn störf fyrir félagið með því að ann- ast um útför hans. Við hin sem unnið hafa með honum í verkalýðsmálum eigum honum mikið að þakka sem til- lögugóða, gæflynda og sann- gjarna manninum, sem ævinlega gat ef sló í brýnur málefnalega á fundum eða f starfi komið fram með vel orðaða, snjalla málamiðl- un eða hugmynd sem allir gátu sætt sig við. En þó ævinlega þéttur fyrir með sterka réttlætiskennd fyrir hag félaga sinna. Hann mun nærri jafnlengi hafa verið traustur liðsmaður Alþýðu- flokksins á Akranesi eða frá stofnun hans og unnið jafnaðar- stefnunni allt sem hann mátti, enda var það æskuhugsjón hans sem hann barðist ótrauður fyrir. Hefur hann ótalið starfað fyrir Alþýðuflokkinn hér á Akranesi, meðal annars átt sæti í bæjar- stjórn og nefndum bæjarins fyrir hann. Ef ég ætti að telja það allt sem Guðmundur Kristinn hefur unnið að margþættum félagsmálum þá væri það langt mál sem aðrir gera máski betri skil. Þó vil ég geta starfa hans fyrir samtök íslenzkra berklasjúklinga, enda var það málefni sem hann meðal annars stóð í nánum tengslum við vegna reynslu sinnar af sjúkdómi þeim sem hrjáðu hann alla ævi. Þá var hann félagi í Oddfellowreglunni hér á Akranesi og einnig í Bind- indisfélagi ökumanna. Allsstaðar traustur og trúr liðsmaður reiðu- búinn að leggja hverju góðu mál- efni lið. Þau Sigrfður og Kristinn felldu ung hugi saman og giftust. Hann hafði þá þegar verið búinn að vera sjúkur af berklum og heilsan tæp eins og fyrr segir. En hún gaf honum ást sína og styrk. Þrek- mikla konan sem ævinlega stóð við hlið hans og barðist fyrir heilsu hans frá fyrstu samvistar- degi til hins siðasta. En þau áttu saman marga hamingjudaga, ást sem var gagnkvæm og spor sem létt var að stíga samsfða. Enda þótt blikur væru stundum á lofti í heislufari þeirra beggja, sá oft til sólar, þvf þeirra áhugamál voru ævinlega sameiginleg. Hún starf- aði um áraraðir ásamt honum í Verkalýðsfélaginu, einnig í for- ystusveit þess félags sem formað- ur kvennadeildar og f trúnaðar- ráði. I Alþýðuflokknum starfaði hún einnig alla tíð. ÖIl málefni voru sameiginleg og ágreinings- laus. Sameiginleg hjálpsemi þeirra og umhyggjusemi breiddi sig jafnan yfir okkur sambýlis- fólkið og fjölskylduna alla. Þakk- ir skulu þeim færðar fyrir það og allt og allt. Ég vil nú að leiðarlokum þakka Guðmundi góðar og hamingjurík- ar samverustundir liðinna ára, því eins og hann komst að orði sjálfur fyrir nokkru, hafa fjöl- skyldur okkar haldizt í hendur öll þessi mörgu samvistarár án þess að þar hafi falllð skuggi á. Og ég vil kveðja hann með ljóðlínum Tómasar sem getur verið yfir- skrift þeirra minninga sem ást- vinir hans eiga um hann: Þá blómgast enn og blómgast ævinlega þitt bjarta vor f hugum vina þinna. Herdfs Ólafsdóttir. Að morgni þriðjudagsins 9. september bárust mér þau tíðindi að einn af beztu vinum mfnum og samstarfsmönnum hefði þá um nóttina látizt á Sjúkrahúsi Akra- ness. Ég vil nú þakka honum hið fórnfúsa og óeigingjarna starf hans í þágu Verkalýðsfélags Akraness og að þess málefnum sérstaklega. Okkar kynni hófust er ég á unglingsaldri fyrst fór að sækja fundi og fylgjast með starfi okkar félags, þar sem hann öll þau ár sem liðin eru hefur verið sívinn- andi og einn af beztu liðsmönnum þess frá stofnun. Guðmundur Kristinn hóf starf sitt sem stofnandi Verkalýðsfé- lags Akraness og vil ég hér og nú sérstaklega minnast hans sem eins af þeim dyggustu og jafn- framt fórnfúsustu er það stofn- uðu og þess mikla og óeigingjarna starfs er hann vann í þágu vinn- andi manna og kvenna á Akra- nesi. Á fundum félagsins og deilda þess var hann alltaf sá er var mótandi og lagði fram tillögur er voru þannig að þeir sem með hon- um unnu tóku tillit til og voru stefnumarkandi. Eins og ég hef þegar sagt þá var hann einn af stofnendum og jafn- framt heiðursfélagi og meðstjórn- armaður er hann Iézt. Frá stofnun félags okkar hefur hann um fimmtíu ára skeið flest árin verið í stjórn eða trúnaðar- starfi í þess þágu, Iengst af sem ritari þess og um fimm ára skeið formaður þess og ég tók við for- mennsku af 1966 og minnist þess nú er hann fór þess á leit við mig að taka við starfi sínu og þess hvað vel og dyggilega hann alltaf síðan hefur stutt mig í starfi og lagt mér til ráð er dugað hafa og alla tíð verið einn þeirra manna er bezt hefur verið að leita til þegar þess vár þörf. Ég vil hér sérstaklega þakka honum fyrir skrif hans í afmælis- riti félagsins á s.l. ári og gefið var út f tilefni 50 ára afmælis þess, þar sem hann í samanþjappaðri og hnitmiðaðri grein lýsir starfi félagsins frá upphafi til þessa dags, sem hann og gerði í afmælis- hófi fyrir ári siðan og mun varð- veitast sem ein bezta heimild sem til er skrifuð um sögu þess. Saga félagsins var ekki skráð en það sem hann hefur sagt og skrif- að mun varðveitast og geymast, sem í heild lýsir bezt hinu innra starfi þess frá stofnun og hefði verið mikill skaði ef hann hefði fallið frá og ekki skilað félaginu eins og hann gerði. Ég minnist hans á fundum og i öllu félagsstarfinu, hins góða fundarmanns og hans léttu lund- ar, þar sem Guðmundur Kristinn var, þar var Verkalýðsfélag Akra- ness. Eftirlifandi konu hans, Sigríði Ólafsdóttur, vil ég hér og nú votta innilega samúð vegna fráfalls Guðmundar Kr. og jafnframt þakka henni sérstaklega fyrir öll hennar störf í þágu félags okkar og hve vel og dyggilega hún hefur stutt hann í starfi fyrir félagið okkar og hennar mikla starf í þess þágu þrátt fyrir langvarandi veik- indi hans. Félagið okkar hefur nú misst einn af sinum beztu drengjum, skarð hans verður erfitt að fylla. Það er erfitt í svo stuttri grein að þakka og minnast félaga okkar og ég treysti mér alls ekki að gera svo verðugt væri, en að öllum öðrum ólöstuðum þá held ég að enginn félagi okkar hafi dugað betur og eftir liggur jafnmikið og ágætt starf og hans, það verður + Systir mín LILJA GUÐNADÓTTIR andaðist að Landakoti 1 5. þ.m. GuSný GuSnadóttir. t Sonur minn og bróðir okkar HAUKUR FINNSSON frá Skriðuseli Aðaldal verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 17. september kl 10.30 f.h. Finnur Indriðason, Baldur Finnsson, Dýrleif Finnsdóttir, EiSur Finnsson, Unnur Finnsdóttir. Sigrún Finnsdóttir, Gestur Finnsson, Anna Sigrlður Finnsdóttir. t Litli drengurinn okkar GUÐMUNDUR EINAR andaðist i Fjórðungssjúkrahúsinu, Akureyri 10 september Útförin hefur farið fram. Sigurlaug Jónsdóttir, fsleifur Sumarliðason Vöglum. Faðir okkar t ÞÓRÐUR ÁGÚSTJÓNSSON fyrrverandi varðstjóri. Skeggjagötu 7, andaðist I Landspítalanum 14 september. Hulda Þórðardóttir, Svana Þórðardóttir, Charlotta Þórðardóttir. t SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, Lokastlg 9, Reykjavlk lést að morgni hinn 1 2 september Sólveig Kristjánsdóttir, Valtýr Sigurðsson. t Jarðarför KRISTÍNAR BJARNADÓTTUR, Þingholtsstræti 14, R. er lézt 10 þ m fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 17 septem- ber kl 2 síðdegis Anna Bjarnadóttir, Einar Guðnason, Þóra Guðnadóttir, Steinunn Marteinsdóttir, Sverrir Haraldsson, Ásta Marteinsdóttir, Þórður Hafliðason, Bjami Marteinsson, Guðborg Kristjánsdóttir, Þóra Marteinsdóttir, Einar Gíslason og barnaböm. Bróðir okkar t SIGURBJARTUR ÞORLÁKSSON, Snorrabraut 48, andaðist 14 september Soffla Þorláksdóttir, Ásta Þorláksdóttir, Sigurbjörg Þorláksdóttir. t Móðir okkar, GUÐFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Mið-Fossum, verður jarðsungin frá Hvanneyrarkirkju laugardaginn 20. september kl. 14.00 Börnin. t Útför elskulegs sonar okkar, bróður og mágs, GUÐMUNDAR BIRGIS JÓNSSONAR, Vallatröð 6, Kópavogi, er lézt 9, september, verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1 7. september kl. 1 5. Guðný Guðmundsdóttir, Jón Óskar Guðmundsson, Guðrún H. Bjarnadóttir. Edward Kiernan, Sigrlður Jónsdóttir, Jón Óskar Jónsson. \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.